Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2001, Blaðsíða 12
12 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið EJS verður Microsoft Gold Partner - fyrst allra fyrirtækja á íslandi og hið þriðja á Norðurlöndum EJS hefur hlotið vottun sem Microsoft Gold Partner for Enter- prise Systems, fyrst allra fyrirtækja á íslandi. Aðeins tvö önnur fyrir- tæki á Norðurlöndum hafa hlotið þessa vottun. Með því aö ná Microsoft Gold Partner-vottun fær EJS aðgang að sérstökum upplýs- ingum frá Microsoft. Einnig fær EJS forgangsaðgang að námskeið- um og sérstökum upplýsingaveitum sem ætti að tryggja að EJS verði í fremstu röð í þjónustu á lausnum frá Microsoft. Microsoft Gold Partner for Enter- prise er vottun sem veitt er þjón- ustuaðilum sem hafa sérhæft sig í uppsetningu Microsoftlausna fyrir stærri fyrirtæki, flókinni nethönn- un og uppfærslu netkerfa. Fram kemur í fréttatilkynningu frá EJS að þeir sem hljóta þessa vottun hafi sýnt fram á og sannað að þeir búi yfír framúrskarandi þekkingu í að skipuleggja, hanna og setja upp lausnir frá Microsoft í stærri fyrir- tækjum. Um er að ræða umfangs- miklar lausnir frá Microsoft í Windows 2000, XP Professional, Windows 2000 netþjónum og/eða Exchange 2000. EJS þurfti að uppfylla strangar kröfur um menntunarstig og sýna fram á að hafa reynslu af uppsetn- ingu og þjónustu á flóknum Starfsmenn ESJ Þeir sem hljóta þessa vottun hafa sýnt fram á og sannab aö þeir búi yfír framúrskarandi þekkingu í að skipuleggia, hanna og setja upp lausnir frá Microsoft í stærri fyrirtækjum. Microsoftlausnum. Microsoft skoð- aði verk EJS á þessu sviði ítarlega og í þessari vottun felst viðurkenn- ing á þeirri vinnu. Einnig leitaði Microsoft staðfestingar viðskipta- vina á því að hönnun og þjónusta hefði uppfyllt kröfur þeirra. Snorri Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs EJS, segir að- fyrirtækið sé í raun komið með einstakt aðgengi að Microsoft með þessari vottun. „Við munum hér eft- ir sem hingað til veita viðskiptavin- um okkar framúrskarandi þjónustu og með þessari vottun skuldbindur Microsoft sig til að veita okkur greiðari aðgang að upplýsingum en hingað til hefur verið mögulegt að fá. Þegar við bætist sú staðreynd að EJS hefur yfir að ráða á þriðja tug starfsmanna, sem hafa hlotið gráð- ur hjá Microsoft, er ljóst að við- skiptavinir okkar geta treyst á hátt þjónustustig þegar kemur að flókn- ari Microsoft-verkefnum," segir Snorri. Rosa Garcia, framkvæmdastjóri Partner-áætlunar Microsoft, segir að í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á markaðinum í dag sé nauð- synlegt að fyrirtæki velji vandlega samstarfsaðila. „Fyrirtæki þurfa að geta treyst að sá þjónustuaðili sem sér þeim fyrir tæknilausnum hafi reynslu og getu til að hagnýta nýjar lausnir eins fljótt og auðið er. EJS hefur með þessum áfanga sýnt fram á að fyrirtækið hefur getu og styrk til að þróa áfram þá þekkingu á tæknilausnum Microsoft sem er fyr- irtækinu og viðskiptavinum þess nauðsynleg." Sölu á Lands- bankanum frestað Ákveðið hefur verið að fresta frekari sölukynningu á Lands- bankanum fyrir kjölfestufjárfest- um en HSBC bankinn í London hefur ásamt stjórnendum Lands- bankans kynnt bankann fyrir mögulegum kjölfestufjárfestum á undanförnum vikum. Stefnt hafði verið að þvi að salan færi fram fyr- ir lok ársins en vegna erfiðra markáðsskilyrða er ljóst að það mun ekki ganga eftir, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Árni Bjarnason er nýr formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins „Endurmeta þarf ýmis hagsmunamál" Nýr formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins, Ámi Bjamason, tekur við embættinu eftir 30 ára sjó- mannsferil en hann kom heim úr sín- um síðasta túr í bOi í síðustu viku. Rætt er við Áma á heimasíðu Sam- herja en þar kemur fram að hann hafl lengi beitt sér fyrir hagsmunamálum sjómanna og verið í stjóm Sjómannafé- lags Eyjaijarðar til íjölda ára. Hann FanmúEu V leikur 1. vinningur Ferð fyrir tvo á formúlukeppni á næsta keppnis- tímabili. Aukavinningar 5 Olympus- myndavélar frá Bræðrunum Ormsson, 5 Minolta- myndavélar frá Sjónvarpsmiðstöðinni og 2 ársmiðar eða gjafakort í Go-kart í Reykjanesbæ. Nöfn vinningshafa verða birt í DV 29. desember og afhending 30. des. Sjónvarpsmiðstöðin RAFTAKJAUERSLUN • SfUUMÚLK 2 • SÍMI Sll llll • mmm.tm.U BRÆDURNIR hefur einnig setið í stjóm Farmanna- og fiskimanna- sambandsins um árabil og segist fyrst hafa setið þing sambandsins árið 1983 en þá var einmitt kosið um forseta- stólinn á milli þeirra Guð- jóns A. Kristjánssonar, nú- verandi alþingsmanns, og Helga Laxdals. Guðjón hafði betur og í kjölfarið klufu vél- stjórar sig út úr sambandinu Árni Bjarnason. og stofnuðu Vélstjórafélagið þar sem Helgi er enn formaður. Síðan þetta var hefur ekki verið kosið um forseta Far- manna- og flskimannasambandsins þar til í haust að Ámi bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Grétari Mar Jónssyni. Haft er eftir honum á vefnum að það sé ekkert leyndarmál að hann hafl ver- ið ósáttur við þá stefnu sem samband- ið fylgdi og hafi boðið sig fram í þeirri trú að hægt væri að gera betur, ekki síst i ljósi síðustu kjarasamninga. „Að mínu mati var sambandið komið í ákveðna sjálfheldu og ekki orðið nógu gildandi i umræðunni. Það var ekki lengur tekið mark á því sem frá því kom.“ Hann segir að vissulega eigi hann eftir að komast bet- ur að því í hverju starfið felst en að sínu mati sé ekki nóg að beina kröftum sínum að útgerðarmönnum þótt vissu- lega þurfi að sækja margt til þeirra. „Ég sé fyrir mér að drjúgur tími muni fara í við- ræður við stjómvöld og að fá þau til að endurmeta ýmis mál sem snerta hags- muni okkar. T.d.er verðmyndun á fiski fullkomlega á skjön við þá fijálsræðis- stefnu sem stjómvöld framfylgja á flestum sviðum atvinnulífsins. Einnig er ljóst að þótt kjarasamningar séu ekki lausir á þeim tíma sem kjör mitt nær til, þ.e. á næstu tveimur áram, þá eru kjara- og réttindamál aðalmálið alla daga ársins. Ég tel einmitt að með því að vanda undirbúninginn betur verði eiginlegar kjaraviðræður auð- veldari þegar að þeim kemur,“ segir Ámi. Víða samdráttur fram undan Vænta má umtalsverðs samdrátt- ar í efnahagslífinu þegar kemur fram á veturinn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði 1 desember 2001. Meginniðurstaða könnunarinnar er að vænta megi umtalsverðs sam- dráttar i byggingariðnaði þegar kemur fram á veturinn. Einnig má skv. skýrslunni búast við nokkrum samdrætti i iðnaði og verslun en stöðugleika er að vænta hjá fyrir- tækjum í fjármálaþjónustu. Lítils- háttar vaxtar er hins vegar að vænta í þjónustustarfsemi, svo sem tölvu-, ráðgjafar- og bókhaldsþjón- ustu og starfsemi auglýsingastofa, að því er fram kemur i skýrslunni. Þá segir í skýrslunni að í ljósi minnkandi eftirspurnar á vinnu- markaði megi gera ráð fyrir að at- vinnuleysi aukist umfram hefð- bundna árstiðarsveiflu í vetur og geti orðið milli 2% og 3% yfir vetr- armánuðina. Jafnframt hefur mjög dregið úr veitingu nýrra atvinnu- leyfa á síðustu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma i fyrra. Annars vegar er þar um að ræða niðurstöður könnunar meðal fyrir- tækja í fimm atvinnugreinum á höf- uöborgarsvæðinu og hins vegar ýmsar tölfræðiupplýsingar um stöð- una á vinnumarkaðnum og horfur næstu mánuði. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 DV p HEILDARVIÐSKIPTI 6.293 m.kr. - Hlutabréf 3.659 m.kr. - Húsbréf 1.110 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Ö íslandsbanki 1.969 m.kr. j Kaupþing 1.043 m.kr. 1 : Samherji 143 m.kr. MESTA HÆKKUN O Skýrr 8,9% O Þorm. rammi-Sæb. 8,8% O Marel 4,4% MESTA LÆKKUN O ísl. hugbsjóöurinn 10,5% O Kögun 6,0% O Skeljungur 3,5% Úrvalsvísitalan 1.147 stig - Breyting O +0,35% Hækkun afla- marks ákveðin Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka við aflaheimildir á yfirstandandi fiskveiðiári í ýsu, ufsa, skarkola og steinbít. Mest er aukningin í ýsu, eða 11.000 tonn, og verður 41.000 tonn. Samtals nemur aukningin í öllum tegundum um 20.000 þorskígildistonnum. í til- kynningu frá sjávarútvegsráðherra kemur fram að útflutningstekjur sjávarafurða vegna þessarar aukn- ingar hækki um 3 milljarða króna. Þar af má ætla að tekjuaukning vegna aukinna heimilda í ýsu nemi um 2 milljörðum króna. Samherji hefur yfir mestum heimildum ís- lenskra útgerða að ráða í ýsu en þar á eftir koma Þorbjörn Fiskanes, ÚA, Vísir í Grindavík, HB, Þormóður rammi-Sæberg og Vinnslustöðin. Aukning heimilda i ýsu, ufsa, skarkola og steinbít kemur til við- bótar hækkun aflaheimilda í rækju um 18.000 tonn (14.400 þorskígildistonn) sem boðuð var í liðinni viku. Samtals er þessi aukn- ing aflamarks í þorskígildum talin meiri en samdráttur þorskveiði- heimilda frá síðasta fiskveiðiári. Þetta felur í sér að útflutningstekjur sjávarafurða hækka um 5% frá end- urskoðaðri þjóðhagsspá sem birt var í byrjun desember. Sjávarút- vegsráðuneytið segir þetta muni leiða til þess að útflutningsverð- mætið á árinu 2002 verði nálægt 128 milljö’rðum króna í stað 122 millj- arða. Búnaðarbankinn stærsti hluthafi AcoTæknivals Að loknu hlutafjárútboði hjá AcoTæknivali hf. er Búnaðarbanki Islands orðinn stærsti hluthafi fé- lagsins með 32% eignarhlut. Annar stærsti hluthafinn er Opin kerfi sem á um 25% hlut. Þriðji stærsti hluthafinn er Eign- arhaldsfélagið Alþýðubankinn með 5,08%. Þá 'kemur íslandsbanki hf. með 4,69% og Bjarni Þorvarður Ákason sem á 4,41%. Aðrir hluthaf- ar eiga minna en 4% en hluthafar eru rétt tæplega 400 talsins. Eftir hlutafjáraukninguna er nafnverð hlutaflár í AcoTæknivali 350,8 millj- ónir króna. jtrUilHVA . 28.12. 2001 kl. 9.15 —yp-;- SALA BU Dollar 102,730 103,250 Pund 148,920 149,680 1*1 Kan. dollar 64,350 64,750 _3 Dönsk kr. 12,1910 12,2590 Ictð Norsk kr 11,3900 11,4520 : tluaS Sænsk kr. 9,6310 9,6840 Fl. mark 15,2503 15,3420 i 1 Fra. franki 13,8232 13,9063 _j_j Belg. franki 2,2478 2,2613 : |;%j Sviss. franki 61,2700 61,6100 Holl. gyllini 41,1462 41,3934 Þýskt mark 46,3610 46,6396 ; t 1 ít. líra 0,04683 0,04711 i Aust. sch. 6,5896 6,6292 : Port. escudo 0,4523 0,4550 1 > 1 Spá. peseti 0,5450 0,5482 1 9 | Jap. yen 0,78170 0,78640 : | j írskt pund 115,132 115,824 SDR 128,9400 129,7100 EJecu 90,6743 91,2191

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.