Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir 'j Þú getur reitt þig á gædin 9 Iveco flyst til Vélavers: Kærkomin viðbót við starfsemina Magnús Ingþórsson Er forstjóri Vélavers sem um árabil hefur flutt inn vinnuvélar og lyftara. Samkomulag hefur náðst milli ístraktors ehf. og Vélavers hf. um að sá síðarnefndi taki að sér umboð það sem ístraktor hefur haft fyrir Iveco vöru- og sendibíla, Effer land- og sjókrana og einnig Leitner snjó- bíla og skíðalyftur. Vélaver hf. hefur um árabil verið umsvifamik- ið fyrirtæki i sölu ýmiss- konar atvinnutækja til verktaka, landbúnaðar og sjávarútvegs og er með eigin varahluta- og þjónustustarfsemi í Reykjavík og á Akur- eyri, auk sölu- og þjón- ustuaðila víðs vegar um landið. Af nokkrum þekktum merkjum sem Vélaveg hefur fyrir má nefna JCB vinnuvélar, Still- lyftara, Fella og Welger heyvinnuvélar auk Zetor og New Holland dráttar- véla. Að sögn Magnúsar Ing- þórssonar forstjóra Véla- vers falla þessi nýju umboð vel að því sem fyrir er og verður kærkom- in viðbót við núverandi starfsemi. Iveco er eitt af markaðsleiðandi framleiðendum vöru- og sendibUa í Evrópu. Iveco Euro Cargo hefur um árabil verið mest seldi millistærðar- vörubillinn í Evrópu og Iveco DaUy var kjörinn sendibíll ársins í Evr- ópu árið 2000. Um nýliðin mánaða- mót kynnti Iveco nýja og glæsilega línu stærri vörubíla, með vélar- stærð aUt að 540 hö og nefnist þessi nýja lína Stralis. Effer og Leitner eru hvor um sig stór framleiðandi á sínu sviði og ís- lenskum viðskiptavinum að góðu kunnir. SHH rZfS Smáauglýsingar byssur, feröalög, feröaþjónusta, fyrir feröamenn, fyrir veiöimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijösmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaöur... tómstundir | Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍR'.ÍS 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.