Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 18
J 34 MANUDAGUR 11. FEBRUAR 2002 Skoðun Spurning dagsins Notarðu Netið mikið? Pálmi Orn Pálmason nemi: Já, til aö fá fréttir og annaö efni. Ég fer iíka mikiö inn á formúluna. Magnús Ragnarsson nemi: Já, helst til upplýsingaöflunar, fréttir og annaö. Þórunn Hjartardóttir nemi: Já, ég sendi mikinn póst. Frans Fransson nemi: Já, mjög mikiö, sæki tónlist og myndir á Netiö. Friðrik Þór Hjartarson nemi: Nei, ekki neitt, ég nota ekki einu sinni póstinn. Jóhann Rúnarsson nemi: Já, það má segja það. Flutningurinn frá Vífilsstöðum Þórarinn Gíslason og Davíð Gíslason. læknar LSH lungnadeild, sendu þennan pistil: í viðtali við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra í DV laugard. 2. febr. sl. um starfsemina á Vífilsstöð- um, undir fyrirsögnini Áratuga- starfsemi á Vífilsstöðum hætt á ár- inu, segir orðrétt: „Stefnt er að því að hætta starfsemi á Vífilsstöðum á síðara hluta þess árs þegar hinn nýi barnaspítali Landspítala - háskóla- sjúkrahúss tekur til starfa, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra. Starfsemin á Vífilsstöðum hefur farið minnkandi á seinni árum, og sagöi Jón það aðkallandi að taka ákvarðanir um framtíðar- nýtingu þess.“ Hið rétta er að hjúkrunardeild var flutt á Landakot sl. haust og lungnadeild var nýlega flutt í Foss- vog, en göngudeildin mun flytja i Fossvog í apríl nk. Þessir flutningar eru alis ótengdir því að bamaspítal- inn veröi tekinn í notkun eins og sést af tímasetningu flutninganna. Hitt er svo annað mál, að fyrir sam- einingu stóru spítalanna í Reykja- vík var það yfirlýst stefna að flytja starfsemina frá Vífilsstöðum á Hringbrautina þegar bamaspítalinn kæmi í gagnið. Það sem farið hefur fyrir brjóstið á starfsfólkinu á Vífilsstöðum, og mörgum hefur sárnað, var sú full- yrðing í blaðinu að starfsemin á Vif- ilsstöðum hafi farið minnkandi á seinni árum. Það er fjarri sanni. Þannig fjölgaði innlögnum á lungnadeild um meira en helming á árunum 1992-2000, og aukning varð einnig á starfsemi hjúkrunardeiidar og göngudeildar. Mikii gróska hefur veriö í vísindavinnu á staðnum, Vífllsstaðir - Innlögnum á lungnadeild fjölgaöi, segir m.a. í pistiinum. „Flutningurinn frá Vífils- stöðum er því eingöngu lið- ur x þeirri endurskipulagn- ingu sem á sér stað innan Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í kjölfar samein- ingar stóru spítalanna í Reykjavík. “ sem aö hluta hefur verið kostuð af erlendu rannsóknarfé. í viðtalinu við heilbrigðisráð- herra segir að nauðsynlegt sé að finna önnur verkefni fyrir Vífils- staði af því að starfsemin hafi farið minnkandi. Staðreyndin er hins vegar sú, að allt húsnæði spítalans var í fullri notkun þar til hjúkrun- ardeildin var flutt á Landakot sl. haust. Meira að segja hafði salerni og tveimur ræstingaherbergjum verið breytt í vinnuaðstöðu fyrir rannsóknarfólk til að koma starf- seminni fyrir. Flutningurinn frá Vífilsstöðum er því eingöngu liður í þeirri endur- skipulagningu sem á sér stað innan Landspítala - háskólasjúkrahúss í kjölfar sameiningar stóru spítal- anna í Reykjavík." Misbeiting gegn neytendum Jón Sigurðsson skrifar: í framhaldi af pistli mínum í DV sl. þriðjudag undir fyrirsögninni Misbeiting á samkeppnismarkaði? lýk ég hér með áðurnefndum pistli, þar sem hann rúmaðist ekki í heild í dálkum þessum sl. þriðjudag. Held ég þá áfram þar sem frá var horfið. Margir spyrja: Hvar fá íslensk fyrirtæki á neytendamarkaði pen- inga til að fjárífesta fyrir i útlönd- um? Væntanlega úr vösum hinna sömu íslensku neytenda. Er verð- lagning þá svona há hér á landi að menn geti hagnast óstjórnlega á stuttum tíma og þar með fjárfest í „Er verðlagning þá svona há hér á landi að menn geti hagnast óstjórnlega á stuttum tíma og þar með fjárfest í útlöndum ? Svo virðist vera. “ útlöndum? Svo virðist vera. Eða hvernig í ósköpunum skyldi t.d. Baugur hf. hafa ætlað að fiármagna hina ofurháu fiárfestingu i Arcadia? Varla með því að hækka verð í búðum Arcadia á Bretlandi! Gera má fastlega ráð fyrir því að það verði íslenskir neytendur sem tækju þátt í þessu fiárfestingaræv- intýri, með hærra verði á matvæl- mn hér á landi, og sú hækkun yrði þá útskýrð með hækkun krónunn- ar, launa starfsmanna og/eða að heildsalar hefðu hækkað verðið, líkt og skýringar hafa hljómað hér síðustu misserin. Aldrei er sagt að skýringa sé að leita í gífurlegum vaxtakostnaði og afborgunum af lánum vegna fiár- festinga i búðum hér á landi eða er- lendis. Jafnvel Kaupás, sem er nú i eigu verkalýðsfélaganna, hefur lát- ið leiða sig út í þessar ofurfiárfest- ingar fyrirtækja í alls kyns rekstri. - Og því spyr ég enn og aftur: Hvers eiga neytendur að gjalda? í spegli eða spéspegli Garri hefur verið að velta fyrir sér kenning- unni um það að tveggja flokka kerfi í stjórn- málum geti af sér höfuðflokka sem líkist hvor öðrum meir og meir eftir því sem fram líða stundir. Þeir verði eins og hjón, sem á löngum ævivegi fara að draga dám hvort af öðru og treysta hjónasvipinn eða skapa hann hafi hann ekki verið fyrir hendi strax í upphafi. Þetta hefur líka stundum verið kölluð pólitísk spegla- kenning því annar flokkurinn í þessu tveggja flokka kerfi hefur tilhneigingu tU að fylgjast stíft með hinum og bregðast við öllu sem sá gerir. Útkoman leiðir síðan til þess að flokkarn- ir líta hvor um sig á hinn sem eins konar speg- ilmynd sina - þó vissulega verði þessi spegil- mynd nokkuð líkari spéspegli en hefðbundnum spegli. því að einn úr æðstu forustu flokksins, sjálfur Bjöm Bjarnason, steig fram og gaf kost á sér til forustu í borginni og gróf þannig undan sitj- andi foringja með merkilegum hætti. Skorað á hólm Fordæmi sjálfstæöismanna í Reykjavík er þessi kenning nú að koma fram i þeim framboðsraunum, sem mest eru áberandi. Það er ekki þörf á að fara mörgum orðum um allan þann hamagang sem einkennt hefur framboðsmálin hjá Sjálfstæðisflokknum síðasta árið eða svo. Hann hefur einkennst af Eftir aö hafa fylgst spenntur með þessu í langan tíma hefur Samfylkingararmur Reykja- víkurlistans nú brugðist við með spegilmyndar- viðbrögðum sem einkenna svo oft tveggja flokka uppstillingu. Sjálfur „Gettu betur-maður- inn“ og formaður framkvæmdastjórnar, Stefán Jón Hafstein, er kominn fram á sjónarsviðið og skorar á hólm krýndan konung prófkjöranna, Helga Hjörvar, forseta borgarstjórnar. Að vísu er allur aðdragandi þeirra samfylkingarmanna styttri og ferlið hreinlegra og opnara en það var hjá sjálfstæðismönnum og menn eru hér ekki að tala um borgarstjóraefni heldur þriðja sæti á listanum þannig aö segja má aö þessi spegill sé spéspegill. Engu að síður er það þungavigt úr flokksforustunni sem skorar á sitjandi leiðtoga í báðum tilfellum. Spumingin núna er því hvort Samfylkingin muni í próf- kjörinu gefa Stefáni Jóni ígildi þess lófaklapps sem Bjöm fékk í Valhöll um daginn eða ekki. Garri er trúaður á mátt spegilkenningarinnar og spáir því Stefáni stórsigri. <Xxffi Aösetur Flugumferðarstjórnar - Einkavæöing besti kosturinn. Flugmálastjórn einkavædd Magnús Kristjánsson skrifar: Enn einu sinni erum við landsmenn háðir duttlungum flugumferðarstjóra. Flug liggur niðri hér innanlands, ýmist vegna „veikinda" stjóranna eða yfir- vinnubanns. Ástandið er að sjálfsögðu óviðunandi. Og hvað á þetta að ganga lengi? Auðvitað á að setja lög til að stöðva yflrvinnubannið. En þetta leiðir hugann að því hvað ríkið sé að vasast í flugumferð yfirleitt. Flugmálastjórn á skilyrðislaust að einkavæða með beinni sölu. Það myndu áreiðanlega margir verða til að bjóða í hana. Einka- vædd Flugumferðarstjóm sérstaklega er mjög raunhæfur kostur og myndi leysa áralanga áþján vegna deilna og óreiðu í flugstarfsemi okkar. Besta lausnin S.K.J. skrifar: Besta lausnin vegna sýninga leikja á HM-mótinu í knattspyrnu er loks í höfn. Nú þarf enginn að rífast um að sífellt sé verið að rjúfa fréttir og aðra þætti á RÚV, sjónvarpi eða hljóðvarpi. Norðurljós hefur fengið réttinn og það er vel. Að vísu verða áhorfendur að greiða fyrir það en það hljóta þeir að gera með glöðu geði. Við, hin sem ekki vorum hrifin af þessum sífelldu kappleikjum, erum líka ánægðir. Þetta sýnir hins vegar að RÚV er al- gjörlega ófært um að halda úti nokk- urri dagskrá þegar heimsviðburðir eru á dagskrá eins og HM. Og þótt ég horfi ekki á kappleiki þá gera það þús- undir annarra landsmanna. Sjónvarp- ið er búið að vera að mínu mati, og Stöð 2 og Sýn hafa vinninginn. Og senn kemur enn ný sjónvarpsstöö, Stöð 1, og þá á að loka Sjónvarpinu að mínu mati. Því fyrr því betra fyrir okkur skattborgarana. Skólameistari suður Tryggvi Gíslason. Akureyringur hringdi: Ég las stutta frétt í DV nýlega þar sem greindi frá því að skólameistari Menntaskólans á Akureyri hygðist hætta störfum á næsta ári og myndi þá flytja úr bænum. Og hvert? Nema höfuðborgarsvæðisins! Ég beint til hefði haldið að maður sem bæði hefur setið i bæjarstjórn og haft margvísleg afskipti af bæjarbrag hér, og ekki ver- ið beint talsmaður þéttbýlissvæðisins við Faxaflóann, myndi ekki fýsa að ílendast á höfuðborgarsvæðinu. En svo bregðast krosstré ... Það fara allir suður jafnskjótt og þeir geta því við komið, svo einfalt er það. Grænmetislækkun? Sigrún Pétursdóttir skrifar: Grænmetisnefnd og aðrar nefndir sem skipaðar hafa verið til að kanna verð á grænmeti og reyndar landbún- aðarafurðum gegnum árin hafa reynst gagnslausar með öllu. Ekki er nokkur von til þess að grænmetisverð lækki til neytenda enda hafa svokallaðir „grænmetisbændur" líka haft tögl og hagldir í samskiptum við alla land- búnaðarráðherra hér um áratuga skeið. Beingreiðslur til garðyrkju- bænda er skandall. En nú segjum við neytendur nei. Við kaupum ekkert ís- lenskt grænmeti með afarkostum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. ^enaittttk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.