Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 Fréttir DV full búð af skemmtilegum vörum fyrir áhugafólk um hesta og útiveru á frábæru verði mm 7000 Arnar HU átti gott veiðiár: Landaði fiski fyrir nærri eitt þúsund milljónir króna Mýrdalsiökull: Yfir 50 skjálftar í síð- ustu vikuna Síðan á miðnætti aðfaranótt sunnudags þar til síðdegis í gær höfðu alls mælst rúmlega 50 skjálft- ar í og við Mýrdalsjökul. Flestir voru skjálftarnir litlir en þeir stærstu af stærðargráðunni 2,5 á Richter. Eins og lengst af í vetur hafa flest- ir skjálftanna mælst á svæði í vest- urhlíðum Goðabungu við suðvestur- brún Kötluöskjunnar. Fyrir helgina hafa skjálftar mælst á svipuðum slóðum, eða í jöklinum vestur af of- anverðum Sólheimajökli og vestur undir Fimmvörðuháls. Upptök sjálftanna eru á dýpi allt frá 200 metrum og niður á 8 kílómetra und- ir jöklinum. Er virknin nú heldur minni en fyrir viku til hálfum mán- uði og ekki virðast vera neinar vís- bendingar um að stórir atburðir séu í aðsigi. Miðað við reynslu jarðfræðinga síðustu ára ætti að fara að draga mjög úr skjálftavirkninni um þess- ar mundir. Venjan er sú að skjálftar byrji aftur um mitt sumar er snjó- fargi hefur létt af jöklinum eftir sumarbráðnunina. -HKr. , DV-MYND HARI Utreiðartúr í vetrarblíðu Fjölmargir höfuðborgarbúar hafa nýtt sér veðurblíðuna að undanförnu til útivistar. Enn skortir þó talsvert á að skíðafólk fái ósk sína uppfyllta varðandi snjóinn en hestamenn láta góða veðrið ekki fram hjá sér fara. SURJKl ■ Meira rými, meira afl, meira útsýni, meira öryggi, meiri gæði, meira af því sem gefur lífinu gildi.. og þar að auki fjórhjóladrif! SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI Frystitogarinn Arnar HU 1 frá Skagaströnd bar að landi um 5.300 tonn í níu veiðiferðum á síðasta ári og var verðmætið liðlega 980 millj- ónir króna. Þetta er heldur minni afli en árið á undan sem kemur til af sjómannaverkfallinu en verð- mætið er svipað. Að sögn Jóels Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Skagstrendings hf. sem gerir Arnar út, hefur skipið verið með aflahæstu frystitogurum islenska flotans undanfarin ár. Ekki er þó enn ljóst hvar skipið er í röð- inni yfir þau sem skiluðu mestu verðmæti að landi árið 2001. Auk Arnars gerir Skagstrendingur út i samvinnu við útgerð í Eistlandi rækjufrystitogarann Örvar. Hann veiddi um 2.500 tonn á síðastliðnu ári. Örvar veiðir ekki á íslandsmið- um en hluti áhafnarinnar er íslend- ingar. Auk framantalinna skipa rek- ur Skagstrendingur rækjuvinnslu á Skagaströnd og frystihús á Seyðis- firði. -ÖÞ £*: Frystitogarinn Arnar HU 1 frá Skagaströnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.