Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 I3V REUTER-MYND Samba í Ríó Bestu sambaskólar Brasilíu njóta mikillar athygli í Rio de Janeiro þessa dagana en nemendur skólanna sýna dans á 700 metra löngu sviöi fyrir framan 60 þúsund manns sem fylgjast með herlegheitunum. REUTER-MYND Eftir sjálfsmorðið Buelani Vukwane liggur hér í sárum sínum sem hann veitti sér sjálfur. Byssuóöur mað- ur drepur 11 í Suður-Afríku Suður-afrískur maöur, sem lenti upp á kant við kærustu sína, drap 11 manns í East London í Suður-Afríku um helgina, þar á meðal kærustu sína, þrjú ættmenni hennar og sjálfan sig eftir rifrildið. Aðrir sem urðu fyr- ir barðinu á honum gerðu sig aðeins seka um að verða á vegi hans. Einnig þurfti að flytja nokkra til viðbótar á sjúkrahús vegna alvarlegra áverka. Glæpir í Suður-Afríku eru mjög al- gengir og er fjöldi morða, alls um 15 þúsund, þar í landi sá sami og í Bandaríkjunum, þó svo að síðar- nefnda landið sé sex sinnum stærra. Óttast um öryggi Pearls í Pakistan Þar sem ekkert hefur heyrst að undanförnu í mannræningjum þeim sem rændu Daniel Pearl, bandarísk- um blaðamanni, eru stjórnvöld í Pakistan farin að óttast verulega um heilsu hans. 11 dagar eru liðnir síðan mann- ræningjamir létu síðast í sér heyra en lögreglan fylgist þó grannt með fjölskyldu Ahmeds Omars sem er helst grunaður um verknaðinn. Hann á að hafa hringt í frænku sína sem hvatti hann til að gefa sig fram en Omar sleit þá samtalinu um leiö. Talið er að Pearl sé haldið í Karachi þar sem nánast ómögulegt sé fyrir mannræningjana að komast meö hann í burtu óséðir. __ Khatami hvetur írana til mótmæla Mohammed Khatami, forseti írana, hvatti landa sína í gær til þess að fjölmenna á 23 ára afmæli írönsku byltingarinnar, sem er í dag, og mótmæla yfirlýsingum Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti að undanförnu. Bush hefur undanfarið í tvígang gert atlögu að írönum í ræðum sín- um þegar hann sakaði þá um að styðja við bakið á hryðjuverknaði og framleiða gereyðingarvopn og vegna þess væri landið væri undir smásjá bandarískra stjórnvalda. Khatami gefur hins vegar lítið fyrir yfirlýsingar Bush og sagði að það væri mikilvægara fyrir írana en nokkru sinni að þjappa sér saman og mótmæla „þessum röngu og móðgandi staðhæfmgum gegn ír- an.“ í sjónvarpsávarpi sínu óskaði forsetinn eftir að allar stéttir lands- ins kæmu saman og sýndu bylting- unni hollustu. REUTER-MYND Mohammed Khatami hvatti alla írana til aö safnast sam- an á 23 ára afmæli írönsku bylting- arinnar og mótmæla ummælum Bush Bandaríkjaforseta. Bæði Bandaríkjastjórn og ísrael- ar hafa grunað írana sterklega um að koma vopnum til Palest- ínumanna í baráttu þeirra gegn ísraelum en lagt var hald á stóra vopnasendingu í Rauðahafi í síðasta mánuði en talið var að hún væri komiö frá íran og verið ætluð Palestínumönnum. í gær sendi svo forseti Palestínu, Yasser Arafat, bandarísku rikis- stjóminni bréf þar sem hann full- vissaði Colin Powell, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, um að tengsl hans við íran væri engin og Palestínumenn ætluðu alls ekki að flytja inn vopn þaðan. Arafat neitar allri vitneskju um umræddan varning og vill með öll- um tiltækum ráðum sannfæra bæði bandaríska og ísraelska ráðamenn um að tengsl hans við íran séu eng- in og ekki sé ráðgert að taka upp slíkt samband. Talibanarnir að sækja í sig veðrið Abdullah Abdullah, utanríkisráð- herra bráðabirgðastjómar Afganist- ans, lét í gær í ljós áhyggjur sínar þess efnis að talibanar væm að end- urskipuleggja samtök sín með það að leiðarljósi að koma höggi á nýju stjómina í Kabúl. Talið er að tvenns konar samtök séu að myndast í Pakistan þar sem víst þykir að helstu fyrirmenn tali- bana haldi sig. Ekkert er þó vitað um innviði samtakanna. Fyrirmenn pakistanskra stjórn- valda fullvissuðu þó Abdullah um það í heimsókn sinni til Islamabad á föstudag að gripið yrði til aðgerða gegn slíkri starfsemi. Á sama tima fagnaði Abdullah því að fyrrum utanríkisráðherra talibanastjómarinnar gaf sig fram en víst þykir að hann geymi mikil- vægar upplýsingar um félaga sína. Berlingske Sondag birti í gær könnun sem Gallup framkvæmdi í Danmörku um ástand konungsfjöl- skyldunnar dönsku, sér í lagi mál- efni Hinriks, eiginmanns Margrétar drottningu. Hinrik finnst sér ekki nógu vel sinnt og í könnuninni kom fram að um 20% Dana vilja að Margrét af- sali sér krúnunni til Friðriks, sonar síns, þess að sinna eiginmanninum betur. Ljóst er að yfirlýsingar Hinriks um síðustu helgi um sínu persónu- legar krísur sínari höfðu mikil áhrif á dönsku þjóðarsálina, þó svo að 67% þátttakenda í henni skilji ekki undan hverju hann er að kvarta. Sagnfræðingurinn Claus Bjorn taldi þó í samtali við blaðið að ótímabært væri fyrir Margréti að afsala sér krúnunni þar sem fjöl- skyldan þyrfti að sýna að hún gæti yfirstigið vandamál sem þetta. Margrét og Hinrik 67 þrósent Dana skilja ekkert í kvörtunum Hinriks ;?fó k u sj fjxjm ]leikur Svona gerir þú: Veldu þér töíu milli 10 og 1100. Skrifaðu si'flan "lukka (og lukkunúmerið þitt, t.d. "lukka 999")" og sendu á 1848 (Síminn, ekki Frelsi), 1415 (Tal) eða farðu í "Clugginn" og "Nýtt" hjá Islandssíma. Nú ert þú skráð/ur í Lukkuleikinn*. A hverjum degi, næstu 5 vikur, íþættinum 70 mCnútur á PoppTíví er dregið út eitt lukkunúmer og sá sem vaídi það lukkunúmer fær vinninginn. I pottinum eru: 25 stk. 5210 Nokia GSM símar. 5 helgarferðir með Flugleiðum til Evrópu fyrír tvo. 5 x 10.000 kr. inneign í 10-11. Þannig að það er til mikils að vinna. Þú getur endurtekið leikinn eins oft og þú vilt, ogaukið líkurnar með hverju lukkunúmeri. Hvert SMS skilaboð kostar 79 kr. ÍOé Fimmti hver Dani vill fá Friðrik strax Þúsundir styðja Milosevic ■ Meira en 8000 Serbar söfnuðust saman í Belgrad og efndu til göngu til stuðnings Slo- bodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu en réttarhöld yfir honum hefjast á morgun í Haag. Milosevic er kærður fyrir stríðs- glæpi. Biblíusmyglara sleppt Yfírvöld í Kína hafa sleppt Li Guangqian sem var í maí síðastliðn- um dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir að smygla Biblíum inn í landið. Stutt í Evruna í Bretlandi Samkvæmt könnun í Bretlandi telja um 69% Breta aö stutt sé í aö pundið verði lagt niður og Evran tekin upp. Rúmlega helmingur þeirra, um 42%, er fylgjandi upp- töku Evrunar. Mótmælt í Tel Aviv Mikill fjöldi ísraela safnaðist saman í Tel Aviv og mótmælti að- gerðum Ariels Sharons, forsætisráð- herra landsins, gegn Palestínu- mönnum og afskipti ísraels af heimastjórnarsvæði Palestínu- manna. Ættingjar gefi DNA-sýni Læknisyfirvöld í New York hafa beðið ættingja þeirra sem taldir voru af í hryðjuverkaárásunum að gefa DNA-sýni svo mögulegt sé að bera kennsl á fórnarlömbin. Alls hafa verið borin kennsl á 712 af þeim 2843 sem taldir voru af. Chavez áhyggjulaus Hugo Chavez, for- seti Venesúela, ótt- ast ekki að herinn snúist gegn honum og hrifsi af honum völdin í kjölfar þess að yfirmaður í flug- hemum krafðist af- sagnar hans og fékk í lið með sér fjölda fólks í mótmæla- göngu gegn forsetanum. Verðmætri Biblíu stoliö Landamæraverðir í Ungverja- landi hafa hert gæsluna eftir að einni elstu Biblíunni sem þýdd var á ungversku var stoliö úr einni af kirkjum landsins í gær. Stressið er banvænt Krónískt vinnustress og hjóna- skilnaður geta verið banvæn blanda fyrir karlmenn, samkvæmt nýrri rannsókn sem heilsuyfirvöld i Bandaríkjunum stóðu fyrir. Glæpamaður til sýnis Yfirvöld í Alsír hafa stillt upp fyr- ir almenningi liki Antars Zouabri, leiðtoga öfgasamtaka sem spilar stórt hlutverk í borgarastyrjöldinni þar í landi. Zouabri var drepinn af öryggisliðum á heimili sínu á fóstu- dag. Múslímar og kristnir slást Til handalögmála kom á milli tveggja trúarhópa í bæ einum i suð- urhluta Egyptalands í gær. Kristinn söfnuður í bænum fékk nýja kirkju- klukku og vildu múslímarnir meina að hún væri of hávær. Alls meidd- ust um 11 manns í uppþotinu, þó enginn alvarlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.