Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 17
16 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aéalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Gufimundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreifisla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viBmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Skýr markmiðasetning Ferill stoðtækjafyrirtækisins Össurar hf. er einkar glæsi- legur og dæmi um fyrirtæki þar sem saman fara hugvit, áræðni og skynsamlegar ákvarðanir í viðskiptum. Enn ein sönnun þessa birtist í uppgjöri liðins árs en þar kemur fram að hagnaður af reglulegri starfsemi nam 844 milljónum króna og hafði meira en tvöfaldast milli ára. Tekjur ársins voru 6.765 milljónir króna og jukust um 87 prósent frá ár- inu áður. Hagnaður fyrir afskriftir var 1.268 milljónir króna og jókst um 80 prósent. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1971 í Reykjavik af Sjálfsbjörgu, Landssambandi fatlaðra, SÍBS, Styrktarfélagi lamaðara og fatlaðra, Styrktarfélagi vangefinna og Össuri Kristinssyni, hefur gengið í gegnum mikið breytingar- og uppbyggingarskeið. Frá árinu 1984 var það í eigu Össurar Kristinssonar og fjölskyldu hans en fyrirtækið var opnað al- mennum fjárfestum og skráð á Verðbréfaþing íslands haust- ið 1999. Með því var lagður grunnur að áframhaldandi sókn þess. Vöxtur Össurar hf. hefur verið ör eftir þetta. Fyrirtækið keypti tvö bandarísk stoðtækjafyrirtæki og tvö sænsk. Velt- an hefur aukist ár frá ári og meira en sexfaldast á þremur árum og er sú veltuaukning í samræmi við áætlanir. Fyrir- tækið er ekki aðeins komið í hóp öflugustu fyrirtækja landsins heldur einnig leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á heimsmarkaði. DV, ásamt Stöð 2 og Viðskiptablaðinu, stendur að Við- skiptaverðlaununum sem veitt eru ár hvert, annars vegar frumkvöðli ársins og hins vegar manni ársins í íslensku viðskiptalífi. Svo skemmtilega vill til að Össur Kristinsson var valinn frumkvöðull ársins 1999 og Jóni Sigurðssyni, for- stjóra Össurar hf., voru ári síðar veitt Viðskiptaverðlaunin. Þegar Össur Kristinsson var verðlaunaður fyrir frumkvöð- ulsstarf sitt var frá því sagt að fyrirtækið hefði þróast úr stoðtækjaverkstæði með nokkrum starfsmönnum í fram- sækið hátæknifyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur íhluti í stoðtæki og stundar umfangsmikið þróunar- og markaðsstarf. Við afhendingu Viðskiptaverðlaunanna til Jóns Sigurðs- sonar sagði að kaup fyrirtækisins á erlendu fyrirtækjunum og vöxtim félagsins byggði á skýrri stefnumótun og mark- miðasetningu. Fyrirtækið hefði stækkað vörulínu sína og gæti nú boðið notendum og fagfólki heildstæða lausn. Starfsemi Össurar hf. er, auk íslands, meðal annars i Bandaríkjunum, Svíþjóð, Lúxemborg og Hollandi. Árangur fyrirtækisins er dæmi um útrás íslensks fyrirtækis sem byggir á faglegum metnaði og kunnáttu frumkvöðuls, góð- um vörum og vöruþróun auk þekkingar þeirra sem standa að rekstri og markaðsmálum víða um lönd. Efling Eyjafjarðar Skynsamlegt er það aðalatriði nýrrar byggðaáætlunar ríkisstjórnarinnar að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið sem mótvægi viö höfuðborgarsvæðið. Smáskammtalækn- ingar byggðastefnu undanfarinna áratuga hafa fyrir löngu gengið sér til húðar. Það er tímabært að hugsa málin upp á nýtt. Takist það markmið áætlunarinnar að efla Akureyri sem stóran byggðakjarna fyrir Norður- og Austurland kem- ur það minni stöðum á svæðinu til góða og um leið þjóðar- heildinni. Svo þéttbýlið við Eyjafjörð laði að sér fleira fólk verður svæðið að vera samkeppnishæft við höfuðborgarsvæðið. Þjónustan verður því að vera alhliða, í atvinnumálum, heilsugæslu og öldrunarþjónustu, á öllum skólastigmn, í menningarmálum og möguleikum til afþreyingar og íþrótta- iðkunar auk góðs samgöngukerfis. Jónas Haraldsson ____________________________________________MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002_MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002_________________________________________ ___________________________________________________________Skoðun ^ Risar og lýðræði „Stjómmálaskýrendurnir gáfu því lítinn gaum að líklega er Sjálfstœðisflokkurinn í Reykjavik ein stærstu og virk- ustu félagasamtökin í borginni. Félagar eru yfir fjórtán þúsund talsins og trúnaðarmenn hans eru ekki fœrri en 1400.“ - Landsfundur Sjálfstœðisflokksins í okt. sl. Breska fjölmiðlaveldið BBC hefur ákveðið að end- urskilgreina nálgun sína á bresk sfjómmál þar sem í ljós hefur komið að áhugi al- mennings fer sífellt dvín- andi fyrir hefðbundinni stjórnmálaumfjöllun fjöl- miðla. Mun BBC í framtíð- inni leitast við að breyta stjórnmálaumræðu sinni svo hún fái meiri hljóm- grunn meðal almennings og virki hann til frekari þátt- töku. Þegar þetta var borið undir for- sætisráðherra Bretlands, Tony Blair, benti hann á að ofuráhersla fjölmiðla á stjórnmálaleiðtoga væri til þess fall- in að draga úr áhuga fólks á stjórn- málum. Snúa bæri af þeirri braut og leggja meiri áherslu á málefnin. Skírskotunin verður lítil Hið þrönga sjónarhorn margra stjórnmálaskýrenda að einblína á ör- fáa stjómmálaleiðtoga gerir lítið úr innbyggðri gagnvirkni milli leiðtoga og þegna í lýðræðisþjóðfélögum. Með því er dregin upp sú mynd, að stjórn- mál séu viðureign örfárra risa sem gefm em skýr einkenni og einfóld hlutverk líkt og leikendum í sápuóperu. Þess virðist vænst, að áhorfendur læri að þekkja þessi einkenni og hlutverk og geti því hvenær sem er sett sig inn í fram- vindu sápunnar án teljandi fyrirhafnar. Þegar til lengri tíma er lit- ið er slíkt sjónarhorn ekki til þess fallið að laða fólk til þátttöku í stjórnmálum. Sfjómmálin fá á sig blæ fá- ránleikans þar sem einfeldn- ingar virðast berjast um yfirráð án augljóss samhengis við almenning eða lýðræðisleg skoðanaskipti. Hvort tveggja mótar þó í raun áherslur og ákvarðanir sem teknar eru í lýðræðis- þjóðfélögum. Það er því ekki að undra að það fari fyrir þessum risum eins og nátttröllum þjóðsagnanna. Þá dagar uppi í skæru fréttaljósinu því skírskotun þeirra til lífs almennra borgara og vandamála þeirra verður lítil. Stjómmál verða eins og hver önnur skemmtun og almenningur glatar trúnni á gildi lýðræðisins. Í anda Kremlarfræöa En þessi þróun sem veldur fólki áhyggjum í Bretlandi hefur ekki siður náð fótfestu á Islandi, Hún birtist t.d. í því, hvernig sumir stjórnmála- skýrendur hrukku í kunnuglegan gír þegar ljóst varð að nýstárleg hugmynd um að Björn Bjamason leiddi framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík naut mikils fylgis. Biðu margir ekki boð- anna og tilkynntu, að i vændum væri mikill jöfraslagur um hver næði und- irtökunum i Sjálfstæðisflokknum. - I anda gamaldags Kremlarfræöa var Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræOingur Verndum dýrustu perlurnar Verði ráðist í Kárahnjúkavirkjun er brýnt að tryggja að ekki verði gengiö frekar á náttúruperlurnar norðan Vatnajökuls. Á þessu svæði er að finna mörg áhrifamestu undur náttúru íslands. Þau verður að vemda. Ein af hugmyndunum sem vert er að skoða afar vel er að flæm- in sem ósnortin verða norðan Vatna- jökuls verði lögð undir þjóðgarð. Þjóögarður noröan Vatnajökuls Alþingi hefur þegar samþykkt að hettu Vatnajökuls verði bætt við gamla þjóðgarðinn i Skaftafelli, sem við það verður að sérstökum Vatna- jökulsþjóðgarði. Innan Samfylking- arinnar er verið að skoða þá hug- mynd að auka fyrrnefndum svæðum norðan jökuls við Vatnajökulsþjóö- garðinn. Fjölmargar af dýrmætustu náttúmperlum landsins yrðu með þessari hugmynd þingmanna úr Samfylkingunni verndaðar til lang- frama. Hinir einstöku Eyjabakkar yrðu við þetta hluti af risastórum þjóðgarði. Hann myndi jafn- framt tryggja friðun vatna- sviðs Kreppu og Jökulsár á Fjöllum að því marki að sjálf- hætt væri þeim áformum sem hafa verið uppi um virkjun þeirra. Dettifoss, einstök nátt- úruperla, yrði þannig vemdað- ur gegn ásælni harðvítugra virkjunarsinna. Víðemin sem við þetta færu undir þjóðgarð næmu samtals um 4.500 ferkílómetr- Kjallari Ossur Skarphéðinsson formaOur Samfylkingarinnar Eyjabakka og að lokum Lónsöræfi. Þannig yrðu t.d. Herðubreið og Askja innan þjóðgarðsins, ásamt öðrum merkum eldfjöllum. Þjóðgarður- inn hrinti því í fram- kvæmd gamalli hug- mynd margra friðunar- sinna um sérstakan eld- fjallaþjóðgarð. Á þessu svæði yrði þrátt fyrir virkjun að finna stærstu ósnortnu víðerni í Evr- ópu. „Hinir einstöku Eyjabakkar yrðu við þetta hluti af risastórum þjóð- garði. Hann myndi jafnframt tryggja friðun vatnasviðs Kreppu og Jökulsár á Fjöllum að því marki að sjálfhœtt vœri þeim áformum sem hafa verið uppi um virkjun þeirra. “ um. Það bankar í að vera þrefalt stærra svæði en þjóðgarðarnir bæði í Skaftafelli og Jökulsárgljúfr- um til samans. Stærstu víö- erni Evrópu Mörk þjóð- garðsins norðan Vatnajökuls yrðu þá frá Tungu- fellsjökli og Nýja- dal í vestri, um Gæsavötn og fylgdu vatnaskil- um vestan Ódáða- hrauns og skæru hraunið norður fyrir Herðubreið- arfriöland. Áfram héldi síðan þjóð- garðurinn til aust- urs og tæki yfir Grágæsadal og Fagradal, Snæfell og Vesturöræfi, Hundruð kvennastarfa Ég tel, sem gamall umhverfisráð- herra, að yfirstjóm þjóðgarðs ætti aö vera í höndum heimamanna. Ég tel tilvalið að efna til íbúaþings með fulltrúum allra byggðarlaga sem að honum myndu liggja, til að ráða til lykta hvernig yfirstjórninni yrði háttað. Stígar og slóðar, ásamt fræðslu- stofum og fjallaseljum fyrir göngu- menn, yrðu hluti nýs þjóðgarðs. Þetta stórfenglega svæði yrði því miklu greiðfærara öllum almenn- ingi. Skipuleg uppbygging ferðaþjón- ustu yrði sömuleiðis mikil lyftistöng fyrir byggð á svæðunum sem myndu liggja að þjóðgarði af þessari stærð. En í tengslum við hann gætu hund- ruð starfa orðið til. Obbinn af þeim yrðu kvennastörf, en þau vantar einmitt sárlega á landsbyggðinni. Tillagan er líkleg til að draga úr þeim sviða sem liggur eftir átökin um virkjun við Kárahnjúka. Hún verðskuldar að verða rökrædd af yf- irvegun og fordómaleysi. össur Skarphéðinsson leikendum stillt upp og þeir færðir í búninga sem áhorfendur áttu að kann- ast við úr goðsagnarveruleika Spaug- stofunnar. Þessar umræður vörpuðu hins veg- ar litlu ljósi á hið raunverulega ákvörðunartökuferli innan Sjálfstæð- isflokksins. Með þvi að persónugera flókið samspil ólíkra hagsmuna og sjónarmiða var látið i veðri vaka, eins og svo oft áður, að lýðræðið skipti litlu máli. Stjórnmálaskýrendurnir gáfu þvi lítinn gaum að líklega er Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ein stærstu og virkustu félagasamtökin í borginni. Félagar eru yfir fjórtán þús- und talsins og trúnaðarmenn hans eru ekki færri en 1400. Innan flokksins i Reykjavík fer fram öflugt félagsstarf i fjölmörgum hverfafélögum, sem og í stjómmálafélögunum Hvöt, Heimdalli og Óðni. Villandi ofuráhersla á leiðtoga í stjómmálaskýringum nútímans er til þess fallin að draga úr áhuga fólks á stjórnmálum. Hún á litið skylt við málefnalega stjórnmálaumræðu og af- tengir þegnana frá þeim miklu tæki- færum og sköpun sem felst í lýðræðis- legri stjórnmálaþátttöku. St'efanía Óskarsdóttir llmmæli Lausnir gærdagsins „Það er einkennandi að sá flokkur sem berst gegn allri nýbréytni og nýsköpun, Vinstri grænir, skuli njóta fylgis um og yfir 20 af hundraði þjóðarinnar. Við erum ótrúlega sein að laga okkur að nýjum aðstæðum. Við ætlum að verja tugum milljarða á næstu árum í bættar samgöngur á landsbyggðinni á sama tíma og ísland er að breytast í borgríki f stað þess að bæta mennta- og velferðarkerfið og lækka skatta. Það gera aðrar þjóðir og undirbúa sig þannig fyrir framtíðina. Við eigum að læra af öðrum og horfa fram á við en ekki mæta alltaf vandamálum með lausnum gærdagsins." Ágúst Einarsson á heimasíðu sinni Fjölmenningin og fortíðin „Þjóðinni er svo mikill akkur í því að hafa byggðarlög sem flest og víðast á íslandi að við ættum öll að leggja í púkk og finna leiðir til að fólk vilji búa í þessum byggðum. Við þurfum að finna byggðastefnunni nýjan far- veg ... Það er svo margt að breytast og það breytist svo hratt að kannski þurfum við að fara í okkar eigin Edduklæði til að átta okkur á því. Og hver eru þau? Lopapeysa í stað flís- peysu, útvarp með í bakpokann í stað playstation og taka svo strætó út á Granda í stað þess að fara á bílnum. Gamaldags? Kannski, en siðmennt- aðri þjóðir en við hafa áttað sig fyrir löngu á gildi þess að halda tengslum við fortíðina til að geta fótað sig í nú- tíðinni og gildi fjölmenningar í viðu - og dreifðu - samhengi." Kristln Elfa Guönadóttir i Skólavörðunni Spurt og svarað Hvers vegna er 16% launamunur milli kynjanna enn staðreynd? HiSll Hugrún Jóhannesdóttir, forstödum. Svœdisvinnum. höfudb.sv.: Gildin eru að breytast „Ég held að skýringamar séu margar. Karlmaðurinn hefur til skamms tíma verið í hlutverki fyr- irvinnunnar og konan unnið heidur styttri vinnudag utan heimilisins. Annað mikilvægt atriði í þessu sam- bandi er sú mikla ábyrgð sem konurnar hafa borið og bera enn á bamauppeldi og heimilishaldi. Þessi tvö- falda ábyrgð sem konur bera, stendur þeim fyrir þrif- um úti á vinnumarkaði. Eins og sakir standa, með til- liti til menntunar karla og kvenna, er þetta það sem vegur þyngst í því hvers vegna launamunur er enn svo mikill. En til allrar hamingju er þetta að breytast, meðal annars með því að karlmenn í dag taka virkari þátt í fjölskyldulífmu. Gildin em að breytast." GuðnýHarðardóttir, Strá - rádningarþjónustu: Breytingamar gengið hœgt „Launamunur milli kynjanna er vissulega til staðar en hann er þó misjafn milli starfsstétta. Munurinn er sýnilegri milli fólks sem er í almennum störfum en aftur minni þegar komið er að sérfræði- og millistjóm- unarstörfum. Hins vegar er hann aftur sýnilegri þegar komið er í efstu stjómunarstörf, enda karlmenn þar í meirihluta. Vonandi næst meiri jöfnuður í launum milli kynjanna í næstu framtíö en breytingar í þessum efnum hafa gengið hægar fyrir sig en vænta mátti. Hafa ber í huga að fyrirtæki reyna nú að hagræða í rekstri sínum eftir launaskrið síðustu ár. Þá er mikið af hæfu fólki á lausu á vinnumarkaðinum um þessar mundir og það hefur sín áhrif á launin.“ Hildur Jónsdóttir, jafnréttisrádgjafi Reykjavíkurborgar: Búum við arfleifðina „Að launamunur kynjanna minnki um tvö prósent á einu ári er verulegur árangur. Engu að siður er 16% munur of mikill. Margar kenning- ar liggja að baki því hvers vegna munur er á laun- um karla og kvenna. Þó held ég að við búum enn við arfleifð þess tíma þegar vinna kvenna var í flestum tilvikum ólaunuð. Við eigum erfitt meö að meta hana til jafns við vinnu karla. Könnun VR sýnir þó að konur eru að sækja í sig veðrið og hvetja þarf þær til að meta vinnuframlag sitt meira og til jafns við karla. Einnig tel ég það til bóta þar sem gegnsæ launakerfi eru við lýði og aðferðafræði viðhöfð við launaákvarðanir." Kristín Á. Guðmundsdóttir, formadur Sjúkralidafélags íslands: Frumskóga- barátta „Ætli við séum komin lengra í þróunarferlinu frá því barátt- an var í frumskógunum og síð- ar í torfbæjunum á íslandi? Vissulega hefur þó sitthvað áunnist frá því að hér var til nokkuð sem hét karlmannslaun og kvenmannslaun, eins og ég man þegar ég var að byrja úti á vinnu- markaðnum. En vissulega er 16% munur alltof mikill og ekki viðunandi. Það er ekki hægt að hætta baráttunni á þessu sviði fyrr en full- komnu launajafnrétti milli kynja hefur verið náð. Og miöað við þróunina í þessum efnum á undanfömum áratugum er ekki fyrirséð hvenær það verður.“ ^ Ný launakönnun VR, sem kynnt var í sl. viku, lelöir þetta í Ijós. Munurinn er tveimur prósentum minni en áriö 2000. Karlar meta störf sín til 15% hærri launa en konur gera. „Hesturinn ber ekki það sem ég ber“ Karl reið úr kaupstað og hafði aðdrættina í stórum poka á bakinu. Hann mætti manni sem þótti fullmikið á hestinn lagt og hafði orð á að karl væri að sliga skepn- una. „Hesturinn ber ekki það sem ég ber,“ svaraði hinn, snefsinn, og dróst áfram á dróg sinni með pokann á bakinu. Eitthvað þessu lík er her- kænskan í bardaganum við rauðu strikin sem nú stend- ur hvað hæst. Ríkisstjómin sýnir viljann í verki og lætur Ríkisútvarp- ið draga til baka ákvörðun um að hækka nefskattinn sem gengur und- ir gælunafninu afnotagjöld. En þar sem Ríkisútvarpið með Sinfóníuna á bakinu er rekið með tapi bætir fjár- málaráðherra tekjumissinn upp með því að veita stofnuninni vel á annað hundrað milljónir króna úr rfkis- sjóði. Úr hvaða vösum ráðherrann tekur þá myndarlegu upphæð fylgir ekki sögunni. Hins vegar krefst lærð hagfræði og atvinnulífið í heild þess aö dregið verði úr ríkisútgjöldum sem á að vera forsenda þess að ná tökum á efnahagslífinu og sér í lagi að stöðva háskalega verðbólguþróun. Hvernig beinn rikisstyrkur til útvarpsins í staðinn fyrir að hækka nefskattinn samrýmist þeim markmiðum er um- deilanlegt og sýnist vera nákvæm- lega sama verklag og karlinn á hrossinu með pokann á bakinu við- hafði til að létta á reiðskjótanum. Sjónhverfingar Forysta ASÍ tók að sér að stjórna aðförinni að rauðu strikunum og fer bónarveg að ríkisstjóm, sveitar- stjómum og öðrum þeim sem hífa upp verölag á þjónustu og vöru. Að- ferðin er eins og þegar verið er að safna til aðstoðar þeim sem orðið hafa fyrir vondum hremmingum. Það opinbera leggur svolítið af mörkum til að hafa hemil á vísitöl- unni og fyrirtæki tilkynna hróðug að álagningin lækki og að ekkert hækki fyrir mælinguna í maí. Með þessu móti er vísitölustiginu nauðgað nið- ur í núll komma núll eitthvað smá- ræði og verðbólgan kveðin niður, í bili að minnsta kosti. Svo kemur Seðlabankinn, leiðin- legur eins og vant er, og neitar að lækka vexti og kveður upp úr með að ekkert gagn sé að svona hunda- kúnstum til að falsa vísitöluna. Verðbólgan æðir yfir rauðu strikin í vor þrátt fyrir öll látalætin. Þá bresta for- sendur kjarasamninga á frjálsa vinnumarkaðnum og efnahagsstjómin lendir í gömlu fari þar sem vísitala neysluverös tekur völdin og kaupið hækkar, vöruverð rýkur upp sem og hvers kyns þjónusta og skuldarar horfa á verðbólguna snar- hækka eftirstöðvar verð- tryggðra lána sinna. Þetta er sú hrollvekja sem ASl-forystan reynir að varast. En flestum stendur á sama og trúa enda ekki á skottulækningar til skammst tíma fremur en hagfræð- ingar Seðlabankans. Vöruverðslækk- un nokkurra kaupmanna fram yfir næstu vörutEilningu Hagstofunnar og sjónhverfmgar eins og að auka ríkis- útgjöldin til að stöðva fyrirhugaða hækkun nefskattsins eru heldur ekki beinlínis traustvekjandi. í gamalt far Enn ætlar ríkið að taka að sér að niðurgreiða grænmeti, jafnframt því að missa af tollatekjum af innflutt- um landbúnaðarvörum, og er nú allt að færast í gamalkunnugt horf. Nið- urgreiðslur og vísitölufölsun eiga að halda verðbólgu í skefjum og þar með kaupgjaldi. Það er sem sagt að renna upp timi efnahagsráðstafana, sem ekki hefur þurft að grípa til síð- «r an góðærið hreif þjóðina með sér í lánasukkið og hlutabréfafárið í kjöl- far galopins markaðar með gjald- miðla og pappíra eða öllu fremur talnaraðir í tölvukerfum. Sem fyrr er það Alþýðusambandið eitt sem ber ábyrgð á þjóðarsátt um að hækka ekki kaup þeirra sem minna hafa og lökust fríðindi. Ríkið leggur ekkert af mörkum nema blekkingarkúnstir, peningastofnanir nánast ekkert, sveitarfélögin nánast ekki neitt og nokkrar verslanir sýnd- arveruleika. Þeir sem betur mega sín hjá því opinbera og víðar eru búnir að fá sitt, nema flugumferðarstjórar sem alltaf eru út undan og lepja dauðann úr skel. Kviðdregnir flugmenn Flug- — leiða harðneita að falla frá kaup- hækkunum hvað sem líður greiðslu- getu félagsins. Ríkið hefur efni á að borga hálaunapöbbum morð fjár fyr- ir að gera ekki neitt en er vanmegn- ugt að leggja neitt til þjóöarsáttar. ASÍ velur sér hlutverk burðar- jálksins en varla þarf skáldlegt hug- arflug til að ímynda sér hver fer með rullu karlsins með pokann á bakinu í þjóðarsáttarfarsanum. „Svo kemur Seðlabankinn, leiðinlegur eins og vant er, og neitar að lœkka vexti og kveður upp úr með að ekk- ert gagn sé að svona hundakúnstum til að fálsa vísitöl- una. Verðbólgan æðir yfir rauðu strikin í vor þrátt fyrir öll látalœtin. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.