Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 45 DV EIR á mánudegi Boginn títuprjónn Loks er aftur hægt að fá bogna títuprjóna í verslun- um. Eru þeir í raun grundvöllur þess að hægt sé að gera öskupoka almenni- lega og festa í fólk. Nýjar útgáfur af títuprjónum hafa verið án sveigjueig- inleika og brotnað ef reynt var að beygja. Nú hefur verslunin Virka í Mörkinni 3 í Reykjavík brugðist við og flutt inn títuprjóna sem hægt er aö beygja. Vekur framtakið víða gleði. Títuprjónninn Öskudeginum bjargaö. 30 umsóknir Þrjátíu sóttu um starf útsölustjóra ÁTVR á Sauðár- króki sem losnar þegar Stefán Guð- mundsson lætur af störfum i maí. Þyk- ir það mikið á ekki stærri stað en Sauðárkróki þar sem íbúar eru 4.713 og útsölustjóri fær enga hlutdeild í því áfengi sem á boðstólum er. Um- sækjendur eru: Atli Hjartarson, Birkir Ámason, Bjarni Hákonarson, Björn Bjömsson o.s.frv. Vínlð Vinsælt á Króknum. Þorri á Karólínu Kaffi Karólína á Akureyri býð- ur upp á þorra- mat með nýju sniöi með skírskotun í mat- arhefð á megin- landi Evrópu. Mandarlnugraf- inn þorskhnakki með engifer er á þorrabakkanum svo og wolksteikt hrossabjúgu. Svo ekki sé minnst á harðfisk í bjórdressingu og þorsk í banana. Þorrinn á Karólínu stendur til 16. febrúar. ijornm Allt frosiö. Svangur svanur Dýravinir við Reykjavíkurtjörn hafa áhyggjur af álft sem fær ekki nóg að éta. Er það hald manna að fæðuskortur sé farinn að hrjá íbúa Tjamarinnar í frosthörkunum sem verið hafa. Svo mjög hefur sorfið að álftinni að hún er farin að berja gogginum í gangstéttarhellur í leit að æti með þeim afleiðingum aö goggurinn er brotinn. Þykir álftin hjálparþurfl. Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að bolludagurinn er ekki hátíðis- dagur offltusjúklinga. Fímm ráð fyrir vikuna NOTIÐ bíla- stæðahúsin í Reykjavík. Sér- staklega ef þið eruð utan af landi. Eitt af því fáa í höfuðborg- inni sem minnir á stórborg. Undarlega ódýrt miðað við sektirnar úti við. MEINLEG ör- lög, smásögur eft- ir W. Somerset Maugham. Gefn- ar út af Menning- ar- og fræðslu- sambandi alþýðu skömmu fyrir miðja síðustu öld. Klassísk lesning - klassa fyrir ofan annað og nýrra. Til á bókasafninu. Jón Bragi viö spenann Pensím eins og eldur í sinu um Skeiöin - vinnur á bjúg, stáima og júgurbólgu. Undrameðalið pensím - nýir landvinningar: Læknar júgurbólgu og bílakóng - hluthafar láta ekki bréf sín fyrir nokkurn pening Húðáburðurinn pensím, sem Jón Bragi Bjamason prófessor þróaði og hóf framleiðslu á fýrir nokkrum árum, heldur áfram að sanna gildi sitt og nú á nýjum vettvangi. Bændur á Skeiðum era famir að nota pensim gegn júgur- bólgu með undraverðum árangri „Ég fékk pensím fyrst til að nota á eigin gigt en þá frétti ég að áburðurinn hefði dugað vel á múkk í hestum. Datt mér þá í hug að prófa áburðinn á júg- urbólgu og nú má ekki á milli sjá hvort ég eða kýmar era ánægðari," segir Valgerður Auðunsdóttir, bóndi á Húsatóftum 1 á Skeiðum. „Pensímið hefur einnig dugað vel á bjúg í kúnum, svo og stálma." Valgerður á Húsatóft- um er ekki eini bóndinn á Skeiðun- um sem notar pensím á skepnur sin- ar. Áburður Jóns Braga fer nú eins og eldur i sinu mn sveitina, bæði bændum og búfénaði til ánægju. Höfuðborgarbúar era einnig að gera sér grein fyrir gildi pensímsins og hef- ur landsþekktur bílakóngur fengið bót meina sinna fyrir tilstilli þess. BOa- kóngurinn hefur þjáðst af exemi á fæti svo árum skiptir og leitað sér lækn- inga hér heima sem og erlendis. Allt kom fyrir ekki þar til hann prófaði pensímið. Hvarf exemið þá eins og dögg fýrir sólu. Á heimili hans flokk- ast árangurinn undir kraftaverk. Pensím Jóns Bjama er unnið úr þorskenshnum og eingöngu borið á út- vortis. Mjög lítið þarf af efninu en meira skiptir að nudda því vel inn. Verið er að gera samninga við stórfýr- irtæki erlendis og sjá hluthafar í pens- ímfyrirtækinu fram á gífurlegan arð af fjárfestingu sinni ef svo fer fram sem horfir. Til að mynda er ógjömingur að fá hlutabréf í fýrirtækinu keypt því að enginn vill selja. Þykir það með ein- dæmum. GEFIÐ blóð í Blóðbankanum. Þar bíður ykkar glæsilegt kaffi- hlaðborð að lok- inni blóðgjöf. Flottara en á hót- elum. Ókeypis. SPARIÐ fyrir áskrift að Stöð 2 og Sýn fyrir sum- arið. Þá eigið þið fyrir fótboltan- um. Kostar sitt en hverrar krónu virði. Gleðilegt sumar. FARIÐ snemma að sofa. Ekkert jafnast á við að vakna úthvíldur. Vansvefta fólk er óþolandi - rugl- andi og buliandi allan daginn sjálfu sér og öðrum til ama. Friðrik Þór flytur úr landi Friðrik Þór Guð- mundsson, sem und- anfarin misseri hefur sinnt flugöryggismál- um á eigin vegum, hyggst flytja úr landi ..flugmálayfirvöldum til mikils léttis,“ eins og hann orðar það sjálfur. Fylgir hann eiginkonu sinni, Krist- ínu Dýrfjörð, til Rétta myndin Friörik Þór Meö konunni til Ameríku. Bandaríkjanna þar sem hún ætlar að sinna rannsóknum í fagi sínu, en Kristín er lektor í leikskólafræð- um. Þau hjónin misstu sem kunnugt er son sinn í kjölfar flugslyss í Skerjafirði í lok verslunarmannahelg- arinnar í ágúst 2000. Með áramóta- sprengju í vasanum - í gegnum þrjú vopnaleitarhlið Opinber embættismaður á leið til útlanda. Kalt í lofti og því greip hann gamla úlpu og fór í. Ætlaði til Berlínar á fundVÁ en þurfti að millilenda í Kaup- * mannahöfn. Fór fyrst í gegnum vopnaleit í Leifsstöð, svo í Kaup- mannahöfn og loks í Berlín. Stóð þar í flugstöðinni og beið eftir töskunni sinni við færiband. í gömlu úlpunni. Æór í vasann og fann þar áramóta- tsprengju frá því á gamlárskvöld. j Svona eldspúandi hjól sem frassar 'logum og glæringum í aOar áttir. 'Hefði nægt til að rústa farþegarými Boeing-þotu. Embættismanninum var brugðið. Hann hefði getað lent í fang- elsi. Síðar varð hann hugsi yfir virkni vopnaleitar á þremur alþjóða- flugvöllum. Forvitni í Gallup: Hvert fórstu Gallup hefur sent 750 Reykvík- ingum skjal þar sem þeir era beðn- ir um að skrá allar ferðir sínar ákveð- inn vikudag og gera grein fýrir til- ganginum með þeim. Ekki er þó beðið um skýring- ar á ferðum innan- húss. Skjalið er fiög- urra dálka þar sem tilgreina á ákvörðunarstað, tilgang ferð- ar, nákvæma tímasetningu komu og svo brottfarar. Og svo koll af kolli. Það era forstjóri Strætó bs. og borgarverk- fræðingur sem standa að könn- uninni ásamt Gallup og er til- gangurinn að bæta umferðina í höfuðborginni. Þar sem um er að ræða persónu- legar upplýsingar verður farið með þær sem trúnaðar- mál og þess gætt að ekki verði hægt að rekja svör til þátttakenda. Hefúr Per- sónuvernd veriö tilkynnt um framtakið. - og til hvers? Skjaliö Ekki á aö skrá feröir innanhúss. Lelkur Þau iyfta sér létt í frostinu - hrossin. DV-MYND: HARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.