Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 8
8 ________________________________________________MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 Fréttir I>V UV-MYNU MCaU. Verölaunahafar á hátíöinni. Bjartsýnisverð- laun fyrir sauð- fjárbúskap Hin árlega uppskeruhátíð Félags sauðfjárbænda í Skagafirði var haldin í félagsheimilinu Ljósheim- um fyrir skömmu. Þrátt fyrir leið- indaveður mættu þangaö um 90 manns í matarveislu. Gunnar Rögn- valdsson, Jón Hallur Ingólfsson og Agnar Gunnarsson sáu um skemmtiatriðin og fóru hreinlega á kostum. Á hátíðinni, sem nú var haldin í þriðja sinn, voru nokkrum aðilum veittar viðurkenningar fé- lagsins. Stefán Magnússon og Odd- ný Ásgeirsdóttir á Þverá í Blöndu- hlíð hlutu bjartsýnisverðlaunin, en þau hafa nýlega keypt jörð og hafið sauðfjárbúskap. Birna Jóhannes- dóttir og Hjálmar Guðmundsson á Korná hlutu framfaraverðlaun en þau byggðu ein glæsilegustu fjárhús á landinu fyrir tveimur árum. Borg- ar Símonarson í Goðdölum fékk við- urkenningu fyrir störf að félagsmál- um, en hann var fyrsti formaður Fé- lags sauðfjárbænda í Skagafirði og einnig fékk kona hans, Rósa Guð- mundsdóttir, viðurkenningu. -Öm Formaður Hafnasambands ósáttur við áherslur ráðherra í hafnamálum: Niðurskurður kemur hafnalaganna. „En samstarf fór náttúrlega ekki fram á þeirri for- sendu að það yrði síðan meira og minna skorinn burtu allur fjár- stuðningur við hafnirnar." Einar K. Guð- finnsson segir hins vegar að hugmyndin sé ekki að skera meira og minna burt stuðning við hafnirnar og hann hafi ekki talað fyrir sliku, þvert á móti telji hann stuðning við margar hafn- ir mjög brýnan. Hins vegar sé ljóst að þegar umsvifm minnki í höfnum eins og þau hafa verið að gera vegna þess að flutningar eru að færast upp á land og landanir fiskiskipa að þjappast á færri hafnir hljóti það að hafa í fór með sér minni fjárfestingu í höfnunum. „Á sama tíma hefur verið vaxandi umferð á landi sem gerir það að verkum að núverandi vegakerfi þolir illa þessa þungaum- ferð. Því er nánast óhjákvæmilegt að auka áhersluna á og hraða fjár- festingunni í vegakerfinu," segir Einar. Aðspurður hvort hann telji ekki eðlilegt að efla hafnir og sjó- flutninga og ná umferðinni af veg- Einar K. Guöfinnsson. Sturla Böövarsson. Ámi Þór Sig- urðsson, formað- ur Hafnasam- bandsins, er mjög óánægður með þá áherslu sem fram kom í mál- flutningi sam- gönguráðherra vegna endurskoð- unar á hafnalög- Sigurösson. um á Alþingi í vikunni og einnig er Ámi ósáttur við áherslur þær sem Einar K. Guö- finnsson lagði í þessari umræðu. „Málfutningur Einars og ráðherra líka kom mér satt að segja mjög á óvart,“ segir Ámi Þór og minnir á að Hafnasambandið hafi átt mikið frumkvæði að því að skilgreina hafnir og hafnasvæði dálítið vítt þannig að þær yrðu meira eins og atvinnufyrirtæki frekar en ein- göngu hefðbundin samgöngumann- virki. Þessi afstaða og áhersla hafi m.a. komið fram við endurskoðun Frá Grundarfiröi. unum segir Einar þann kost vissu- lega hafa verið uppi á borðum. „Staðreyndin virðist hins vegar sú að krafa nútíma mannlífs sé að fá vöruna a.m.k. einu sinni á dag og slíka tíðni er því miður ekki hægt að bjóða upp á með sjóflutningum. „Að vísu eru ákveðin umhverfisrök sem mæla með slíku en við ráðum því miður ekkert við það,“ segir Einar. Samkeppnf skoðuð Ámi Þór segir að alls staðar í ná- grannalöndum okkar séu stjómvöld að leggja áherslu á sjóflutninga um- fram landflutninga. Fyrir því séu bæði umhverfisleg og öryggisleg rök. „Þá hefði maður ætlað að í nýrri samgönguáætlun, sem var kynnt á dögunum, hefði þessi stefnumörkun komið fram. Það ger- ir hún að sumu leyti í orðum en í sjálfri áætluninni sér þessa engan stað,“ segir Ámi Þór. Hann segir hins vegar að Hafnasambandið sé nú með í gangi hjá Hagfræðistofnun Háskólans athugun á því samkeppn- isumhverfi - gjaldtöku og niður- greiðslum - í flutningum milli sjó- flutninga annars vegar og landflutn- inga hins vegar. Ljóst sé að flutn- ingabílarnir séu ekki að greiða fyr- ir það slit sem þeir valdi á þjóðveg- um. „Ég á von á því að sláandi nið- urstöður komi úr því,“ segir Árni en aðspurður vill hann ekkert tjá sig um það hvort hafnimar séu að hugsa um að leita til Samkeppnis- stofnunar út af málinu. -BG okkur mjög á óvart - segir Árni Þór Sigurðsson. Óhjákvæmilegt að minnka fjárfestingu, segir Einar K. Guðfinnsson CD E 'u 3 .o & £ o Hotel Management Nám í alþjóðlegum sérskóla í hótelstjórnun er valkostur sem tengist nýjungum og þróun í menntun. Nemendur eru víða að úr heiminum og þannig skapast alþjóðlegt og fjölbreytilegt umhverfi sem gerir dvölina ógleymanlega. International Hotel &TourismTraining Institute er vel þekktur og viðurkenndur skóli á sínu sviði. IHTTI er í Neuchátel í Sviss, sem er háskólaborg þar sem búa um 50.000 manns og þar er aðallega töluð franska, en þýskan er aldrei langt undan. Kennslan fer fram á ENSKU. KYNNING í VERKMENNTASKÓLANUM ÞRIÐJUDAGINN 12. FEB. ♦ KL 11:30 OG 12:50 c o c CD 4-> c vistaX^change VISTASKIPTI.IS STÚDENTAFERÐIR • BANKASTRÆTI 10 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI: 562 2362 SJÁ EINNIG: WWW.VISTASKIPTI.IS • WWW.IHTTI.CH DV-MYND HARI Pollastapp í Hafnarfiröi Þessi ungmenni skemmtu sér viö aö brjóta ísinn þegar Ijósmyndara DV bar aö garöi. Ekki virtist pollurinn djúpur svo lítil hætta var á feröum þó aö hugsanlega hafi eiríhver oröiö stígvélablautur. OKKUR BRÁÐVANTAR BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐINN. OPIÐ VIRKA DAGA 10-12 OG 13-18 LAUGARDAGA 10-14. MUNIÐ SLEÐASKRÁNA Á www.lexi.is - - t liÍLASAUML möldur ehf. B í L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 Subaru Impreza 4x4 2000 GL, 4 d., skr. 6/’00, rauður, ek. 30 þ. km, bsk., spoi., cd, 16" álf. o.fl. V. 1. 690 þús. Áhv. ca 1.550 þús. MMC Pajero 2800 DTI, 5 d., skr. 11/'99, hvítur/grár, ek. aðeins 15 þ. km, ssk., spoil., cd, ABS, varahjólshlíf. V. 3.200 þús. MMC Lancer 4x4 1600 GUI, 5 d„ skr. 1/'99, hvítur, ek. 67 þ. km, bsk., álf., cd, krók. V. 1.195 þús. MMC Pajero 2800 DTI, 5 d„ árg. 1996, grænn, ek.142 þ. km, ssk„ 33“ dekk, krókur. V. 1.770 þús. Ford Ranger 2500 DTI, 4 d„ skr. silfurl., ek. 30 þ. km, bsk„ krókur. V. 2.300 þús. Áhv.1.600 þús. Nissan Patrol SE+ 2800 DTI, 5 d„ skr. 7/V98, vínrybeis., ek.73 þ.km, bsk„ 33“ dekk, cd, krókur. V. 2.950 þús. Dodge Ram 2500 Quad cab SLT 5,9 I, 24 v„ DTI, 4 dyra, árg.1998, hvítur, ssk„ 35“ brk, krókur, ABS, cruise, 8 feta skúffa o.fl. o.fl. V. 3.000 þús., áhv. ca 1.700 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.