Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 15
15
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
j>V____________________________________________________________________________________________Menning
Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson stikla á Brúðkaupi Fígarós í Óperunni á morgun:
Brúðkaup á hálftíma
„Við höfum bœði verió að syngja í
Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart er-
lendis, hvort í sínu óperuhúsinu, við
Ólafur Kjartan, hann Fígaró og ég
Súsönnu, og við œtlum að syngja
þeirra hluta í óperunni," segir
Hulda Björk Garðarsdóttir sópran-
söngkona. Hún var aó fastráóa sig
hjá Islensku óperunni og á morgun
kl. 12.15 œtla þau Ólafur Kjartan að
halda upp á þaó með fyrstu hádegis-
tónleikum í nýrri röð fernra tón-
leika. Þar munu á nœstu vikum
koma fram þrír söngvarar sem Óper-
an var aó ráða til sín, fyrst Hulda
Björk, síðan Sesselja Kristjánsdóttir
messósópran og loks Jóhann Friö-
geir Valdimarsson. Davíó Ólafsson
bassi bœtist einnig í hóp fastráðinna
söngvara í haust en hann kom ný-
verið fram á nýárstónleikum ís-
lensku óperunnar.
Eins og óperuaðdáendur vita
eru Súsanna og Fígaró einmitt
þau sem giftast í óperu Mozarts og
þeirra hlutverk hin skemmtileg-
ustu í henni. Þau eru alþýðan i
verkinu, Súsanna þjónar greifa-
frúnni en Fígaró greifanum.
Greifinn girnist Súsönnu en
minna verður vart við að greifynj-
an girnist Fígaró. Þó er aldrei að
vita. En Súsanna er trú sínum
kærasta og lætur ekki siðspilltan
aðalinn fleka sig, og marga
Súsönnuna hefur maður gegnum
tíðina séð hlaupa á harðaspretti
undan greifanum kringum hin
ólíklegustu húsgögn á sviðinu...
Enginn draumóramaður
Hulda Björk hefur sungið hlut-
verk Súsönnu í óperuhúsinu í
Garsington skammt frá Oxford en
þar er starfrækt vinsæl sumar-
ópera. Hún hefur líka sungið hlut-
verk Fiordiligi í Cosi fan tutte í Englandi.
Þekktust er hún hér heima fyrir hlutverk
Mikaelu sem hún söng í uppsetningu Sinfón-
íuhljómsveitar íslands á Carmen í fyrravor
- og fyrir söng á fjölda tónleika. Hún tekur
ekki til starfa fyrr en eftir tæpt ár I íslensku
óperunni vegna þess að hún var búin aö
ráða sig i spennandi verkefni við Norsku óp-
eruna í haust. Þar syngur hún titilhlutverk-
ið í óperunni Jenufa eftir tékkneska tón-
skáldið Janácek.
„Þetta er mikið drama, byggt á sannsögu-
legum atburðum, um stúlku sem elur ná-
frænda sínum barn og stjúpa hennar rænir
tíma. Tilboðið frá íslensku óp-
erunni kom ekki til fyrr en eft-
ir að þetta var ákveðið."
Huldu Björk segist vel hugur
um framtíðina hér heima og
hlakkar mikið til að hjálpa til
að byggja upp óperulíf á ís-
landi. „Við eigum ekki langa
sögu sem óperuþjóð," segir
hún, „og það er eðlilegt að það
taki tíma að hæna fjöldann að
Óperunni.“
- Áttu þér óskalista handa
þér sjálfri og íslensku óper-
unni?
Hulda Björk hugsar sig um
smástund og segir svo: „Ég er
svo lítil draumóramanneskja
að mér flnnst alltaf mest gam-
an að gera það sem ég er að
gera hverju sinni og ég veit að
það sem koma skal í íslensku
óperunni verður verulega gott
fyrir mig.“
Söngur í hádeginu
Allir hádegistónleikarnir
hafa ákveðið þema og sækja
tónlistarmennirnir bæði í evr-
ópska óperuhefð og islensk
sönglög. Ólafur Kjartan, sá
fyrsti sem Óperan fastréð,
syngur með nýju söngvurun-
um á öllum tónleikunum. Yfir-
skrift tónleikanna á morgun er
„Brúðkaup á hálftima" með at-
riðum og aríum úr Brúðkaupi
Fígarós, Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir leikur á píanó meö
Ólafi Kjartani og Huldu Björk.
26. febrúar flytja Sesselja Krist-
jánsdóttir og Ólafur Kjartan
sönglög og dúetta eftir Brahms
undir yfirskriftinni „Fyrir
luktum dyrurn", meðleikari er
Ólafur Vignir Albertsson. Loks
verður „Óvissuferð í Óperuna"
26. mars þar sem Ólafur Kjartan og Jóhann
Friðgeir Valdimarsson flytja íslensk sönglög
ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara.
Inn á milli, þann 12. mars, flytja Signý Sæ-
mundsdóttir, Ólafur Kjartan og Þóra Fríða
Sæmundsdóttir píanóleikari sönglög eftir
Atla Heimi Sveinsson, „Heima hjá Atla“.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og taka ein-
ungis um 40 mínútur. Það ætti þvi að vera
auðvelt fyrir þá sem búa eða starfa í ná-
grenni miðbæjarins að skjótast í hádegishléi
í Óperuna og njóta þar ljúfra tóna áður en
haldið er til starfa á ný. Aðgangseyrir er að-
eins 600 kr.
DV-MYND HARI
Þau elska hvort annað heitt enda ætla þau að giftast
Hulda Björk Garöarsdóttir og Ólafur Kjartan Siguröarson í hlutverkum
Súsönnu og Fígarós.
barninu frá henni sofandi og ber það út,“
segir Hulda Björk. „Harmur Jenufu er þung-
ur og sár. Verkið byrjar með hjartslætti og
honum linnir ekki allt verkið út í gegn.“
- Er þetta vinsæl ópera?
„Hún er ekki fastur liður á dagskrá óperu-
húsa en hún er vel þekkt. Tónlistin er afar
sérstæð og gaman að syngja hana.“
- Hefurðu sungið við Norsku óperuna
áður?
„Nei, ég hélt ljóðatónleika í Ósló og kom
við i óperunni og söng fyrir. Eftir það buðu
þeir mér hlutverk sem ég hafði ekki tíma til
að þiggja en i þetta sinn small það betur i
Næturdrottningin stígur fram í birtuna:
Sungið um ástir og harm
Amdís Halla Ásgeirsdóttir sópransöng-
kona, og Holger Groschopp píanóleikari
halda söng og píanótónleika í Tíbrárröð Sal-
arins í Kópavogi annað kvöld kl. 20. Efnis-
skráin gerir gríðarlegar kröfur til beggja
listamannanna og verður gaman fyrir aðdá-
endur söngkonunnar að heyra hana takast á
við jafnólík verk og Hermit Songs eftir
Samuel Barber og Una voce poco fá úr Rak-
aranum í Sevilla. Amdís Halla er búsett i
Berlín en kom hingað heim síðast til að
syngja Næturdrottninguna í sýningu ís-
lensku óperunnar á Töfraflautunni eftir
Mozart, sællar minningar. Hún hefur hvar-
vetna hlotið lofsamlega dóma fyrir söng sinn
og einstaklega heillandi sviðsframkomu.
Ekkert raul
- En hvað er svona erfitt við þessi lög?
spyr fáfróður blaðamaður.
„Ég tek svo rosalega breitt úrval,“ útskýr-
ir Amdís Halla í sima frá Berlín. „Verk Bar-
bers eru til dæmis ekki alveg í dúr og moll,
eins og sagt er, svo tek ég smá Gershwin
sem er kannski ekkert svo erfiður en svolít-
ið út í popp eða söngleikjastíl, þó ég syngi
hann auðvitað klassískt. Eftir hlé verða svo
þrjár rosalega erfiöar ítalskar aríur - og þær
eru erfiöar hver á sinn hátt. Fyrst syng ég
Una voce poco fá eftir Rossini sem ég söng
líka í Milli himins og jarðar í Sjónvarpinu
fyrir jól; þar er mikill kóleratúr og liggur
frekar djúpt. Svo tek ég aríuna Regneva nel
silenzio úr Luciu di Lammermoor eftir Don-
izetti sem er auðvitað svínslega erfið. Þetta
er fyrri stóra arían hennar þar sem hún seg-
ir fylgikonu sinni frá draumi sínum og
kærastanum sem hún fær svo ekki að eiga -
með hrikalegum afleiðingum, náttúrlega. I
lokin syng ég svo aríuna hennar Elvíru úr I
Puritani eftir Bellini sem er kóleratúr aría,
stór og mikil."
Það verður mikið bróderað með röddinni
í Salnum og þýðir ekki að reyna að raula
sig í gegnum þetta, eins og Arndís Halla
bætir við, hlæjandi.
Úrvals meðleikari
Félagi hennar, Holger Groschopp, er
Berlínarbúi sem hefur leikið bæði ein-
leik og með kammerhópum um víða
veröld. Hann leikur á tónleikunum
þrjár prelúdiur eftir Gershwin,
Spinning Chorus úr Hollendingnum
fljúgandi í útsetningu Liszts og
„Rigoletto“- Paraphrase eftir Verdi
í útsetningu Liszts fyrir píanó.
Groschopp hefur leikið með fjöl-
mörgum virtum tónlistarmönnum
og vinnur náið með starfandi tónlist-
arfólki úr Berlínar Fílharmóni-
unni. Hann hefur hlotið ýmis
verðlaun á ferli sínum, m.a. í
Brahms píanókeppninni í
Hamborg. Fyrsti einleiks-
diskur hans, Bu-
soni umritanir, er
á lista BBC tónlist-
artímaritsins yfir
diska sem eindreg-
ið er mælt með.
Arndís Halla
Rosalega breiö
efnisskrá.
Meö augum Nönu, lokaatriöiö
íslenski dansflokkurinn og Hanna María.
Yndisleg danssýning
Eftirlætisefm mitt í dagblöðum eru skoðan-
ir, einkum umsagnir um listviðburði. Oft er
freistandi að hafa skoðanir á skoðunum fólks -
verða skoðandi fuglaskoðara eins og Stefán
Hörður lýsir svo snilldarlega í einu ljóði sínu -
oftar en maður lætur eftir sér opinberlega. Það
verður þó gert nú.
Ég fór á nýja sýningu íslenska dansflokksins
fyrir rúmri viku og varð djúpt snortin. I hléi
hreinlega grét maður af gleði yfir því hvað ball-
ettinn hans Itziks Galili var undursamlegur,
margræður, fyndinn og fjörugur. Með augum
Nönu heitir hann og Hanna María Karlsdóttir
var gamla ræstingakonan Nana sem tekur sinn
samúðarfulla þátt í villtu lífi unga fólksins og
fær að launum að dansa við unga karlmenn
undir seiðandi söng Tom Waits, Walzing Mat-
hilda. Dansaramir nutu greinilega hverrar
sekúndu meðan þeir færðu áhorfendum þetta
verk og innlifunin skilaði sér alla leið inn í
hjörtun.
Síðara verkið er allt öðruvísi, minnti meira
á fimleikakeppni en túlkun á sögu eða aðstæð-
um, og síðan veit ég að „dansleikhús" er það
sem ég aðhyliist. En „Lore“ Richards Wher-
locks var líka skemmtilegt verk og sérstaka
nautn hafði ég af stóra dansaranum Trey Gil-
len sem ekki samrýmist beint hugmyndum
manns um ballettdansara en stelur einmitt
þess vegna allri athyglinni þegar hann er á
sviðinu. Máltækið að glápa eins og naut á ný-
virki átti vel við þar. Þrátt fyrir stærðina og
vöðvana er hann svo lipur og liðugur að hann
verður dansandi þversögn á sviðinu.
Að standast kröfur
Dansrýnir DV, Sesselja G. Magnúsdóttir, var
hrifin - en ekki eins hrifin og áhugamann-
eskjan. Henni fundust dansverkin glæsileg en
dansararnir ekki alveg standast kröfur dans-
höfundanna og spurði hvort verið gæti að
Katrín Hall, listrænn stjórnandi dansflokksins,
gerði meiri kröfur til danshöfunda sinna en
dansara.
Sé svo tel ég að það sé hárrétt stefna. Ef leik-
ari fær aldrei að leika erfiðara hlutverk en
hann hefur áður leikið þá þroskast hann varla
sem listamaður. Rithöfundur hlýtur að velja æ
meira ögrandi viðfangsefni og hamast við að
standast kröfur þess. Dansara fer ekki fram ef
verkin sem hann dansar í eru alltaf í svipuðum
þyngdarflokki. Ég sá ekki betur en dansarar ís-
lenska dansflokksins stæðust allar kröfur en ef
eitthvað vantaði á það er ég viss um að þeir
þjálfa sig upp í þær og verða sífellt færari að
takast á við erfið verkefni.
Og ég tek undir með Sesselju og hvet alia til
að drífa sig í Borgarleikhúsið. Þessi danssýn-
ing er æði.
Guðað á glugga
Svo er það Freud _______
og Gesturinn hans
sem kannski er Guð
sjálfur. Þíbilja frum-
sýndi leikritið um þá
í Borgarleikhúsinu í
vikunni sem leið og
gagnrýnandi Morg-
unblaðsins, Soffla
Auður Birgisdóttir,
var óánægð með
myndina sem þar er
dregin upp af Sig-
mundi Freud. Þessi prýðilega sýning mátti líða
fyrir það að gagnrýnandinn var ekki sáttur við
persónu Freuds og skoðanir í verkinu því þær
samrýmdust ekki skoðunum Freuds í tiltekn-
um verkum hans.
Hér vil ég bara segja A: að þetta leikrit er
skáldskapur - höfundur er bara að stytta sér
leið að ýmsum merkilegum umræðuefnum
með því að skíra aðra persónu sína Freud og
hina Guð - og B: að það er enginn handhafi
Freuds alls, ekki einu sinni hann sjálfur. Hann
er hvergi allur i einu verki. Og þó að „litlar
tengingar" séu „í textanum við fræðitexta
Freuds" getur þetta vel verið Freud - á þessari
ákveðnu nóttu þegar djöflar berja að dyrum og
annarlegur gestur guðar á glugga. Altént skipt-
ir það ekki máli því þetta er - eins og áður
sagði - skáldskapur. Og hvílíkur skáldskapur!