Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 24
40 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 Tilvera I>V Gull- og silfurflugan afhent Ingvar Guömundsson hlaut Gull- og silfurfluguna í ár fyrir aö hafa veitt stærsta lax ársins á öllum veiöi- svæöum fétagsins. Hér tekur hann viö gripnum góöa úr hendi Siguröar Steinþórssonar. Árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur: Tíu glæsileg verðlaun veitt Hún var fjörleg árshátíö Stanga- veiðifélags Reykjavíkur sem haldin var á Hótel Sögu á laugardagskvöld- ið. Skemmtiatriði voru mörg og fjöl- Tekiö á móti blómum María Karen Siguröardóttir forstööumaöur afhendir Guðmundi blómvönd. Guðmundur Ingólfsson í Grófarsal: Óðöl og innréttingar A laugardaginn var opnuð sýning á verkum Guðmundar Ingólfssonar ljós- myndara í Grófarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Guðmundur er í hópi okk- ar kunnustu ljósmyndara og er hver sýning á verkum kærkomin öllum áhugamönnum um ljósmyndun. Sýning- in í Grófarsal ber yfirskriftina Óðöl og innréttingar og samanstendur af flórum myndaseríum sem Guðmundur hefur unnið i gegnum tíðina í Reykjavík og nágrenni. Bregður ljósmyndarinn með- al annars upp myndum af mannlífi í miðborginni, gömlum sjoppum og horfnum pylsuvögnum sem minna okk- ur á hvemig okkar nánasta umhverfí breytist með tíð og tíma. breytt en veislustjóri var Gísli Marteinn Baldursson og heiðurs- gestur Halldór Ásgrímsson. Veitt voru verðlaun fyrir stærstu laxa sumarsins, tíu glæsileg verðlaun voru veitt en þau afhentu Valtýr Guðmundsson og Ari Þórðarson úr fræðslunefnd félagsins. Afreksbikar kvenna Að þessu sinni krækti Ragnheið- ur Halldórsdóttir í þennan bikar fyrir stærsta lax veiddan á flugu af konu á öllum veiðisvæðum félags- ins. Ragnheiður veiddi fiskinn i Hít- ará 9. september á fluguna Collie Dog. Fiskurinn vó 7 kg. Konubikarinn Ragnheiður Halldórsdóttir fær einnig þennan bikar fyrir 7 kg lax- inn sem hún veiddi á fluguna Collie Dog í Hítará þann 9. september eins og áður hefur komið fram. Útilífsbikarinn Þetta árið hreppir Pétur H. Ólafs- son bikarinn fyrir 3,6 kg lax veidd- an á fluguna Black Braham þann 19. júlí en hann er veittur fyrir stærsta lax veiddan á flugu í Elliðaám. Cortlandbikarinn Jens P. Clausen fær bikarinn fyr- I kjól og hvítt Bubbi Morthens, tóntistarmaöur og stangaveiöimaöur meö meiru, lét sig aö sjálfsögöu ekki vanta á árshátíöina. Hér er hann ásamt Siguröi Steinþórs- syni, hönnuöi Gull- og silfurflugunnar eftirsóttu'. ir 7,8 kg lax veiddan á fluguna Black Braham í Norðurá þann 24. ágúst. Ron Thompson-styttan Stærsta lax á flugu í Stóru Laxá fékk Guðmundur Stefán Maríasson. Hann veiddi 9,2 kg fisk 30. septem- ber á svæði III og tók fiskurinn rauða Francis-keilu. Veiðivonarbikarinn Sogið státar oft af stórum löxum og þetta árið reyndist stærsti lax veiddur á flugu koma í hlut Ingvars Guðmundssonar. Hann veiddi 9,5 kg fisk á Blue Charm þann 6. septem- ber á svæði Alviðru. Nanoq-bikarinn Gylfi Valtýsson veiddi stærsta lax á flugu í Hítará árið 2001 og það geröi hann 14. september á rauða Frances-túbu. Laxinn vó 7,1 kg. Redingtonbikarinn Þessi bikar er veittur fyrir stærsta lax eða sjóbirting veiddan á flugu í Tungufljóti og þetta árið var það Svend Ricter sem vann það af- rek þann 18. október. Fiskurinn tók Snældu og vó 9,3 kg. Vesturrastarbikarinn Stærsta lax á leyfilegt agn á öllum ársvæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 2001 veiddi Stefán Kristjánsson. Stefán veiddi 10,2 kg fisk á Devon 27. september í Soginu fyrir landi Bíldsfells. GuU & silfur-flugan Þau verðlaun sem flestir taka eft- ir eru verðlaun Gull & silfurversl- unarinnar og það reyndist vera Ingvar Guðmundsson sem hana hlýtur fyrir stærsta lax veiddan á flugu á öllum ársvæðum SVFR á síðasta ári. Laxinn var 9,5 kg og kom á Blue Charm þann 6. septem- ber í Soginu við Alviðru. -G.Bender Breiðholt í nýju ljósi DV-MYNDIR EINAR J. Fræknir veiöimenn Verölaunahafar á árshátíö Stangaveiöifélags Reykjavíkur stilla sér upp til myndatöku ásamt verölaunagripum sínum. Sungiö af lyst Söngvararnir Jóhann Friögeir, Andrea Gylfadóttir og Diddú skemmtu stanga- veiöimönnum meö himneskum söng sínum. DV-MYNDIR EINAR J Skipulagshöfundar heiöraöir Viö opnun sýningarinnar fengu skipulagshöfundar Breiöholtshverfis afhenta blómvendi fyrir störf sín. Frá vinstri: Guörún Jónsdóttir, Knútur Jeppesen, Ágústa Kristófersdóttir sýningarstjóri, Stefán Örn Stefánsson (fyrir hönd Reynis Vilhjálmssonar) og Gunnar Friöbjörnsson (fyrir hönd Geirharðs Þor- steinssonar). Áhugi á skipulagsmálum hefur auk- ist til muna á undanförnum árum, meðal annars í kjölfar umræðu um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og bygg- ingu tónlistarhúss í miðborginni. Á laugardaginn var opnuð í Listasafni Reykjavíkur sýning sem ber yfirskrift- ina Byggt yfir hugsjónir, Breiðholt frá hugmynd að veruleika. Eins og nafnið gefur til kynna er þar brugðið ljósi á Breiðholtshverfi í Reykjavík og Qallað um skipulag hverfisins og byggingu þess frá ýmsum hliðum. Ágústa Krist- ófersdóttir, sagnfræöingur og safnvörð- ur í Listasafni Reykjavfkur, ber hitann og þungann af sýningunni og hefur hún viðað að sér efni úr ýmsum áttum til að gefa sem gleggsta mynd af hverf- inu. Meðal annars notar hún gamlar blaðagreinar, sjónvarpsmyndir, skipu- lagsuppdrætti og líkön. Borgarstjóraefnlö kynnir sér Breiöholtiö Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra og borgarstjóraefni, var meöal gesta á Breiðholtssýningunni. Hér sýnir Eiríkur Þorláksson, forstööu- maöur Listasafns Reykjavíkur, Birni líkan af hverfinu góöa. yO'BÍLABÚD VTtABBA :: Tangarhöföa 2 :: Sími 5671650 :: .— 4 lao vfltpai*ævintýrí fýrir norðan! I flUGFÍlAG ÍSLANDS SPORTFEMHR Akureyri - Mývatn Netfang: sporttours@sporttours.is www.sporttours.is - sfmi 461 2968 SBA-NORÐURLEIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.