Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 28
44
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
> Tilvera ÐV
lí f iö
Tónleikar í
Sigurjónssafni
Tónlistardeild Listaháskóla ís-
lands heldur tónleika í Lista-
safni Sigurjóns kl. 20 og tilheyra
þeir tónleikaröðinni Myrkum
músíkdögum. Flutt verða verk
eftir Atla Heimi Sveinsson,
Áskel Másson, Jónas Tómasson,
Karólínu Eiríksdóttur, Oliver
Kentish og Pál ísólfsson.
Krár
1 bÍNGO Á KAUPFELAGINU Það er
- *• tilvalið aö styrkja gott málefni í kvöld
og skella sér á bingó á Kaupfélag-
inu. Allur ágóöi bingósins rennur til
langveikra barna og nú þegar hefur
Kaupfélaginu tekist að safna 300 ,
þúsund krónum á 6 bingókvöldum. I
kvöld eru sérlega glæsilegir vinning-
ar í boöi, m.a tveir 20 þús kr. far-
símar, 15 þúsund króna fataúttektir
í Sautján og út aö boröa á Argent-
ínu. Bingóstjórar kvöldsins veröa aö
þessu sinni þrír talsins, fóstbræðra-
systkinin þau Helga Braga, Þor-
steinn og Sigurjón. Bingóið hefst
stundvíslega á slaginu kl. 21.
v Fundir og fyrirlestrar
Kynningarfundur um Víetnam veröur
haldinn í Versölum aö Hallveigarstíg
1 i dag. Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri Utflutningsráös
íslands, setur fundinn og síðan
hefjast erindi um Víetnam. Nguyen
Trong Hue viðskiptafulltrúi talar um
stofnun viðskiptasambanda,
Vilhjámur Guömundsson,
forstööumaöur Útflutningsráös,
fjallar um sjávarútveg og fiskvinnslu,
Sveinn Baldursson framkvæmda-
stjóri um upplýsingatæknigeirann,
Lárus S. Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri sölu- og
markaösmála hjá Marel, talar um
reynslu Marel í Víetnam, Einar
Magnússon um lyfjaiönaöinn og
Guöný Helga Gunnarsdóttir kennari
um menningarmun Víetnams og
<r. Islands. Fundurinn er opinn öllum.
Sýningar
■ NINNY I SPARISJODI
GARÐABÆJAR Nú stendur yfir
málverkasýning í Sparisjóönum í
Garöabæ, á verkum eftir
myndlistarkonuna Ninný, Jónínu
Magnúsdóttur.
■ UÓSBLÁ Á KAFFI MÍLANÓ
Helga Erlendsdóttir myndlistarkona,
„Ljósblá", hefur opnaö sýningu á
olíumálverkum í Kaffi Mílanó í
Faxafeni. Þaö eru abstraktverk og
fígúratívar landslagsmyndir.
■ KONUR SJÁ RAIITT Rautt er
nafniö á samsýningu átta kvenna
sem var opnuð í Húsi málarans um
helgina. Myndefni verkanna eru ólík
n en allar eiga myndirnar þaö þó sam-
eiginlegt aö vera í rauöum tón. Sýn-
ingin stendur í 3 vikur.
■ SVONA VARO BREHöHOLTIÐ TIL
Sýning hefur veriö opnuð í Hafnar-
húsinu á sögu Breiðholtsins en sýn-
ingin hefur fengið nafniö Byggt yfir
hugsjónir, Breiöholtiö frá hugmynd
aö veruieika.
■ ÞRJÁR í LISTASAFNI ASÍ
Listasafni ASI, Asmundarsal viö
Freyjugötu, er samsýning þeirra Ingu
Þóreyja Jóhannsdóttur, Rögnu
Siguröardóttur og Sigríöar
Ólafsdóttur. Þar eru þrívíð verk, verk
_ unnin meö tölvutækni og fleira
fallegt.
■ MYNDHÖGGVARASÝNING
Níels Hafstein og Sólveig
Aöalstelnsdóttlr sýna verk sín í
miörými Kjarvalsstaöa um þessar
mundir.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.ls
DV-MYNDIR EINAR J.
Aldursforsetinn
Borghildi Indriöadóttur þótti námskeiöiö
áhugavert.
Teiknimyndafólk framtíöarinnar
Ólöf Vignisdóttir, Daníel Björn Sigurbjörnsson og Þorgrímur Óli
Viktorsson.
Einbeitingin á fullu
Ragnhildur Kristjánsdóttir kvaöst ekki alltaf
skilja kennarann en það kæmi ekki aö sök
því aö sumir krakkarnir gætu túlkaö.
Teiknimyndanámskeið í Norræna húsinu:
Allt verður að vera
í smáskrefum
Bíógagnrýni
Smárabíó/Regnboginn/Laugarásbíó -
Tölur sem
Það er timafrekt en skemmtilegt að
gera teiknimyndir. Það kom þeim
saman um, krökkunum fimmtán sem
í síðustu viku sátu námskeið í þeirri
iðju í Norræna húsinu. Þeir voru á
lokasprettinum þegar DV-fólk hitti
þá. Einn hópurinn af þremur var
byrjaður aö setja hljóð inn á klippi-
mynd sem hann hafði unnið í samein-
ingu, að sjálfsögðu með hjálp kennar-
ans, Hönnu Pedersen frá Danmörku.
Hinir tveir hópamir biðu eftir sama
verkefni en voru að teikna örmyndir
á meðan. „Lengstu myndimar sem
við höfum gert eru einnar mínútu
langar og það tók fjóra klukktíma að
mynda þær,“ sagði Hlín Önnudóttir,
einn þátttakenda. Sjálf var hún með
eina örmynd á 16 blöðum sem hún
bjóst viö að yrði svona fimm sek-
úndna löng! Þegar haft var orð á að
lítið væri á hverju blaði kom skýring-
Myndin komin á skjáinn
Þau voru aö setja hljóöiö inn á: Olaf
Bragi Thor Eyþórsson frá Noregi,
Hanna Pedersen kennari frá Dan-
mörku. Herborg Árnadóttir, Isak
Toma frá Japan og Lea Hvargaard
Nielsen frá Danmörku.
1 t S "f • Hilmar
skipta mali
in: „Þetta er ósýnilegur maður að
leita að gleraugunum sínum og þaö
sjást bara í honum augun!“ Borghild-
ur Indriðadóttir, 14 ára, var aldursfor-
setinn í hópnum. Hún lýsti vinnuferli
klippimyndanna. „Við semjum fyrst
söguþráð, teiknum persónur, klippum
þær út úr pappa og limum þær svo
saman á liðamótunum með kenn-
aratyggjói.” Ragnhildur Kristjáns-
dóttir botnaði frásögnina. „Þegar við
fórum að mynda þá hreyfum við þær
pínulítið. En það verður allt að vera i
smáskrefum. Svo þegar þetta er sýnt
hratt verður þetta eins og alvöru-
teiknimynd." Þorgrímur Óli Viktors-
son kvaðst ákveðinn í að leggja fyrir
sig teiknimyndagerð þegar hann yrði
stór. „Það er búinn að vera draumur
minn mjög lengi,“ sagði hann. í sama
streng tók Daníel Björn Sigurbjörns-
son en Ólöf Vignisdóttir sagðist ætla
að sjá um bakgrunna í slíkum mynd-
um. Greinilegt var að Hönnu Peder-
sen hafði tekist að kveikja áhuga
sumra barnanna á þessari listgrein
og efla hana hjá hinum.
-Gun
Don’t Say a Word + +
Neita aö tala
Michael Douglas í hlutverki sálfræöingsins og Brittany Murphy í hlutverki
stúlkunnar sem geymir leyndarmáliö.
Don’t Say a Word er ein þeirra
mynda sem hefði átt að hafa alla
burði til að vera afbragðs sakamála-
mynd. Hún er gerð eftir skáldsögu
Andrews Klavans sem valin var besta
sakamálasaga ársins og þar vantar
ekki fléttur samfara ágætum persónu-
lýsingum. Handritið er einnig ágæt-
lega skrifað og með Michael Douglas i
fremstu víglínu hefði átt að vera auð-
velt fyrir góðan leikstjóra að þjappa
efninu í pottþéttan sálfræðitrylli. Svo
er nú samt ekki. Leikstjórinn Gary
Fleder (Kiss the Girls) nær ekki að
binda endana saman þannig að eftir
því sem liður á myndina verður hún
æ lausari í böndum bg einstaka per-
sónur vafra inn og út án þess að hafa
tilgang.
Upphafsatriðið gerist 1991. Verið er
aö ræna bankahvelfingu þar sem
geymdur er 10 milljóna dollara gim-
steinn. Ránið fer í vaskinn og for-
kólfarnir lenda í steininum. Síðan er
farið í nútímann, við kynnumst sál-
fræðingnum Nathan Conrad (Michael
Douglas) sem fenginn er til að líta á
unga stúlku sem hefur einangrað sig
frá umheiminum og viröist vera á
leiðinni á geðveikrahæli. Það eina
sem hann fær upp úr henni er að hún
muni ekki segja frá. Conrad telur
hana ekki eiga mikla von og heldur til
síns heima þar sem eiginkona, bundin
við rúm vegna beinbrots, bíður hans,
ásamt dóttur þeirra. Það sem hann
ekki veit er að ræningjarnir frá árinu
1991 eru komnir á stjá, búnir að af-
plána sinn dóm og eru á eftir gim-
steininum góða. Þeir hafa hreiðrað
um sig í íbúð í það mikilli nálægð við
Conrad að þeir geta fylgst með öllu
sem hann og fjölskylda hans gerir.
Þeir ræna dóttur hans og lausnar-
gjaldið er tölur sem geymdar eru í
minni stúlkunnar sem hann rannsak-
aði. Hefst nú kapphlaup við timann
þar sem hver sekúnda er dýrmæt.
Helsti kosturinn við Don’t Say a
Word er tengingin á milli miskunnar-
lausra glæpamanna og saklausrar fjöl-
skyldu Conrads. Þeir eru inni á teppi
hjá honum og fylgjast með ferðum
hans. Hann getur hvorki hreyft legg
né lið án þess að þeir viti hvar hann
er. Þetta skapar rafmagnað andrúms-
loft sem hverfur síðan þegar nálægðin
er ekki eins mikil eins og í lokaatrið-
um myndarinnar. Þá eru atriðin góð
þar sem Conrad reynir allt sem hann
getur til að fá stúlkuna til að segja frá
þeim tölum sem skipta öllu máli.
Michael Douglas er, eins og vænta
mátti, virkilega góður í hlutverki
Conrads. Hann hefur kraftinn til að
geta einn haldið uppi mynd og segja
má að hlutverkið sé klæðskerasniðið
fyrir hann. Sean Bean er einnig góður
í hlutverki hins miskunnarlausa
Koster sem við fáum allt of lítinn bak-
grunn á. Það dúkkar upp lögreglu-
kona (Jennifer Epostio) sem er á hæl-
unum á honum (ein þeirra persóna í
myndinni sem virðast óþarfar) og er
að tengja hann við fleiri morð sem við
fáum ekkert að vita um. Það eru fleiri
slíkir angar í myndinni sem lítinn til-
gang hafa og tefja fyrir eins og teng-
ing annars sálfræðings (Oliver Platt)
við glæpahópinn.
Það má sem sagt finna margt að
Don’t Say a Word hvað varðar stíl. Á
móti kemur að sum atriðin eru vel
gerð, til að mynda þau sem tengjast
bamsráninu og spennan er mikil í
fyrrihluta myndarinnar.
Leikstjóri: Gary Fleder. Handrit: Anthony
Peckham og Patrick Smith Kelly eftir
skáldsögu Andrew Klavan. Kvikmynda-
taka: Amir Mokri. Tónllst: Mark Isham.
Aóallelkarar: Michael Douglas, Sean
Bean, Brittany Murphy, Famke Janssen,
Oliver Platt og Jennifer Eposito.