Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 13
^----- MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 DV Utlönd 13 Ekkert lát var um helgina á átökum ísraela og Palestínumanna: l Harkalegar loftárásir ísraela á Gazaborg Höfuöstöövar öryggissveita Yass- ers Arafat, forseta Palestínu, voru aftur skotmörk ísraelskra herþotna í gærkvöld sem skutu flugskeytum aö byggingunni sem er í Gazaborg. Þykkur reykur steig upp í kjölfarið og hermdu fyrstu fréttir að um 15 manns heföu orðið fyrir áverkum, margir vegna fljúgandi glerbrota frá byggingunni. Nokkrum klukkustundum áður höfðu tveir palestinskir menn skot- ið til bana tvo ísraela og sært um 18 til viðbótar í bænum Beersheba sem er í suðurhluta ísraels. Palestínskir skæruliðar höfðu einnig skotið nýrri gerð af heimagerðu flugskeyti til ísraels frá Gazaströndinni. Eng- inn hlaut skaða af í þeirri árás en ísrealar sögðu hana alvarlegan vitn- isburð um aukna hörku í hemaði Palestínumanna. Stuttu eftir árásirnar á Gazaborg átti sér stað önnur árásahrina á norðanverða Gazastrandlengjuna, í REUTER-MYND Særð dóttlr Palestínsk kona fer meö særöa dóttur sína á sjúkrahús í Gazaborg í gær eftir árásir ísraela. grennd við flóttamannabúðir í Jabalya. ísraelskar herþyrlur skutu minnst 10 flugskeytum á heimili Palestínumanna og aðrar byggingar samkvæmt vitnum. Arafat hefur ekki verið í Gaza- borg síðan í nóvember siðastliðn- um. Meðan á árásunum stóð var hann í Rammalla á Vesturbakk- anum en hann hefur haldið sig þar síöustu tvo mánuði. í Beersheba svöruðu ísraelar fljótt fyrir sig og drápu byssumenn- ina tvo aðeins nokkrum mínútum eftir skotárás þeirra en hún var gerð til að hefna fyrir innrás ísra- elshers í Nablus á Vesturbakkanum þar sem um tugur Palestínumanna voru særðir. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, er nýkominn úr ferð sinni til Bandaríkjanna og safnaði saman helstu ráðamönnum sínum til að ræða nýjustu atburðina í átökum ísrael og Palestínu. REUTERTHYND Komiö með kistu Margrétar prinsessu til Kensington Palace Margrét, yngri systir Elísabetu Bretlandsdrottningar, lést snemma á laugardagsmorgun 71 árs aö aldri en banamein hennar var hjartaáfall. Hún lá á Konunglega sjúkrahúsi Játvaröar sjöunda í Lundúnum þegar hún lést. Afganskir fangar á Kúbu eru Bandaríkjamönnum til trafala George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í síðustu viku að bandarísk stjórnvöld hygðust fara með fanga úr hryðjuverkastríðinu í Afganistan samkvæmt Genfarsátt- málanum. Það átti þó aðeins við talibanana en liðsmenn Al-Qaeda-samtakanna teljast hryðjuverkamenn og því ekki striðsfangar. Það er hins vegar ekki heiglum hent að bera kennsl á fangana sem haldið er í Guantanamo-flóa á Kúbu því fangamir vilja síður en svo gefa upp hvort þeir eru talibanar eða liðsmenn Al-Qaeda. Alls eru nú 220 fangar komnir til Kúbu frá Kandahar en bandaríski herinn hefur á sínu valdi 237 til við- bótar í Afganistan. Hermaður bandaríska hersins sem stjórnar yf- irheyrslum í Kúbu hefur viður- kennt að þær gangi hægt. REUTER-MYND Talibanl eða llðsmaöur Al-Qaeda? Ekki ætlar þaö aö reynast auövelt aö bera kennsl á fangana á Kúbu. „Stór hluti fanganna segist vera talibanar, við höfum svo getað bor- ið kennsl á fámennan hóp Al-Qaeda- liðsmanna og þá eru nokkuð margir þar á milli sem við vitum ekki hvor- um hópnum tilheyra,“ sagði Mike Lehnert sem stjórnar yfirheyrslun- um. Borin hafa verið kennsl á nokkra Al-Qaeda-liðsmenn með utanaðkom- andi hjálp en enginn fanganna hef- ur viöurkennt að vera liðsmaður samtakanna þar sem Osama bin Laden stjómar lögum og lofum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum er ekki heimilt að yflrheyra stríðs- fanga og því er vandinn mikill fyrir Bandaríkjamenn. Bush vildi treg- lega flokka talibanana sem stríðs- fanga en eftir mikinn þrýsting mannréttindasamtaka þar í landi sem og frá fyrirmönnum í Evrópu lét hann undan. Vikulegt flug til Rimini í sumar frá 39.805* fyrstu 300 sætin Rimini Perlan vlð Adrlahaflð Heimsferðir bjóða í sumar dvöl á hinum geysivinsæla strandstað Rimini á Ítalíu. Rimini við Adríahafíð er einn stærsti og vinsælasti sumarleyfísstaður í Evrópu enda sækja hingað ferðamenn alls staðar að úr heim- inum til að njóta þess sem staðurinn hefúr að bjóða. Heimsferðir bjóða þér vinsælustu gististaðína á Rim- ini, frábærlega staðsetta við ströndina og örugga þjón- ustu fararstjóra Heimsferða, sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Fyrstu 300 farþegamir tryggja sér ótrúleg kjör á ferðinni til Rim- ini og stórlækkun á verði ferðar frá því í fyrra. Heimsferðir störlækka verðið til Rimini Yfir 20.000 kr. verðlækkun á mann frá því f fyrra Fyrstu 300 sætin á sértilboði Frábærir gististaðir Heimsferðir bjóða þér topp gististaði í hjarta Rimini, rétt við fallega ströndina. Verðkr. 39*805 M.v. bjón mcð 2 böm, 23. maí, Auriga Apartmenls. 5 nætur mcó 8.000 kr. a&Jætti. Verðkr. 58*950 M.v. 2 í stúdíó. Auriga, 12 nætur. 20. júní, með 8.000 kr, afslxtti. Kynntn þér ItaHubækling Heimsferða Beint flug alla fimmtudaga Brottför frá Keflavfk kl. 17.30 Hug heim á þriðjudagsmorgnum c? V-/ Heimsferðir Skógarhlíð 18, símí 595 1000. www.heimsferdir.js

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.