Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 Fréttir I>V Nýr leiðtogi sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, Ragnheiður Ríkharðsdóttir skólastjóri: Ætlar að endurreisa fána flokksins DV-MYND HILMAR ÞÖR Leiötoginn Hér er Ragnheiöur Ríkharðsdóttir í faðmi fjölskyldunnar i gær ásamt Daða Runólfssyni, eiginmanni sínum, og Heklu Ingunni, dóttur þeirra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 52 ára skólastjóri, er nýr leiðtogi sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ. Hún hlaut um helgina glæsilega kosn- ingu í fyrsta sæti framboðslista ílokksins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Fimm efstu í próf- kjörinu hlutu allir bindandi kosn- ingu. „Þetta kom mér sannarlega á óvart," sagði Ragnheiður i gær. Hún kveðst ákveðin í að endurreisa flagg sjálfstæðisstefnunnar í bænum, en síðustu átta árin hefur flokkurinn setið í skugga minnihluta í bæjar- stjórn. Fyrr á árum þótti Mosfells- sveit og síðar Mosfellsbær eitt hinna óhagganlegu virkja sjálfstæð- ismanna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir hlaut 456 atkvæði, en 882 kusu í Mosfells- bæ. I öðru sæti varð Haraldur Sverrisson og Herdís Sigurjónsdótt- ir í því þriðja en hún er eini bæjar- fulltrúinn sem gaf kost á sér í próf- kjörinu. Öll þrjú kepptu að fyrsta sætinu. Hafsteinn Pálsson lenti í fjórða sæti og fékk bindandi kosn- ingu eins og hin þrjú. „Það er verk að vinna í bæjarmál- um. Það þarf að taka á stjórnsýsl- unni, bæjarfélagið fær á sig allt of margar stjórnsýslukærur vegna slælegra vinnubragða. Menn eru ekki að vinna vinnuna sína. Hér er lika hrikaleg miðstýring sem veitir ágætum starfsmönnum bæjarins ná- kvæmlega ekkert svigrúm, stjóm- málamenn eiga að treysta sínum mönnum," sagði Ragnheiður í gær. Dæmi um þetta eru meðal annars ráðning skólastjóra við Lágafells- skóla sem dregin var til baka eftir viku og var það ferli kært. Þá segir Ragnheiður að klúður í lóðaúthlut- unum hafi kostað aðra kæru. Ragn- heiður segir að Sjálfstæðisflokkur- inn muni koma fram með frábæran hóp fólks sem bæjarbúar muni treysta fyrir stjórntaumunum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Lnga Jóna Þórðardóttir sem keppti að leiðtogakjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík eru báðar Skagamenn og raunar þremenningar. Afi Ingu Jónu í fóðurætt og amma Ragnheið- ar í fóðurætt voru systkini. Af þeim er mikil knattspyrnuætt, og þeir frændur Guðjón Þórðarson og Rík- harður Daðason fengu í gær að vita um sigur Ragnheiðar út til Stoke- borgar. Faöir Ragnheiðar er Rík- harður Jónsson, margfræg knatt- spyrnukempa af Akranesi. -JBP Nýjasta æðið er „drottn- ingarbollur" íslendingar hesthúsa í dag, og hafa reyndar verið að úða i sig síðan fyrir helgi, kynstrum af rjómabollum og öðrum bollutegundum í tilefni bollu- dagsins. Kunnugir telja ekki óvarlegt að áætla að framleiddar séu um ein milljón rjómabolla þessa helgi af öllum mögulegum sortum. Nú er meira að segja hægt að fá bollur samkvæmt smekk hennar hátignar Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Á Kaffi konditori Kaupmannahöfn á Suðurlandsbraut hafa menn staðið sveittir við bollubakstur síðan á fimmtudag. Þar eru m.a. bakaðar eðal- bollur samkvæmt ströngustu kröfum dönsku hirðarinnar. „Ætli við bökum ekki um tíu þús- und bollur af ölllum mögulegum gerð- um og þar á meðal þessar drottningar- bollur," sagði Þormar Þorbergsson konditorimeistari. „Þetta eru vatnsdeigsbollur sem fylltar eru með vanillukremi og hind- berjum. Þær eru svolítið sætari en venjulegar bollur. Það var bakarí í Danmörku sem bjó þetta upphaflega til fyrir drottninguna en nú er hægt að fá þetta um alla Danmörku og lika hér hjá okkur.“ Þótt Danadrottningu líki sætindin þá baka Þormar og hans fólk líka boll- ur af allt öðrum toga. Það eru sykur- lausar bollur fyrir sykursjúka. -HKr. DV-MYND E.ÓL. Drottningarbollur að hætti hússins Starfsfótk á Kaffi konditori Kaupmannahöfn hefur staöið alla helgina viö bollubakstur, líkt og flestir bakarar landsins. Rjóminn i bollumenningunni aö þessu sinni er „drottningarbolla“ samkvæmt ýtrustu gæöakröfum Danadrottningar. Hroð fæðing Slökkviliðsmaöurinn Ólafur Ingi og kona hans, Ingunn Þóra, ásamt syni sínum, Axel Inga, og nýburanum sem lá mikiö á aö komast i heim- inn. Fæðing í sjúkrabíl: Loksins verkleg þjálfun - sagði slökkviliðsmaður sem tók á móti eigin barni „Þetta gekk allt eins og í lygasögu og bæði móður og barni heilsast vel,“ segir Ólafur Ingi Grettisson sem tók á móti syni sínum í sjúkra- bíl á laugardag. Sjálfur er Ólafur Ingi ekki óvanur að athafna sig í sjúkrabílum því hann starfar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hefur því flutt ófáar ófrískar kon- ur á sjúkrahús. Þegar kona hans, leikskólakennarinn Ingunn Þóra Hallsdóttir, fékk hríðir á laugardag, einum degi fyrr en áætlað var, var Ólafur Ingi í frii og hringdi hann því eftir vinnufélögum sínum um fjögurleytiö. Ingunn Þóra var hins vegar varla fyrr komin inn í bílinn en að allt fór í gang og kom 53,5 cm langur strákur og 15 merkur i heim- inn milli Garðabæjar og Kópavogs. Ölafur Ingi tók einn á móti krílinu því hann hafði beöið sjúkraflutn- ingamanninn sem kom með bílstjór- anum að keyra sinn bíl niður á spít- ala. Á þeim sex árum sem Ólafur Ingi hefur starfað hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur hann aldrei lent í því aö þurfa að taka á móti bami en þrátt fyrir litla verk- lega þjálfun þá gekk allt vel. „Þetta eru innan við 10 tilfelli á ári þar sem börn fæðast í sjúkrabílum," segir Ólafur Ingi sem varla er enn búinn að ná sér eftir ævintýri helg- arinnar. „Sem starfsmaður slökkvi- liðsins er ég náttúrlega búinn að fá þjálfun í því hvernig á að taka á móti bami og í sjúkrabílnum er sér- útbúnaður til að nota í svona tilfell- um,“ segir hinn stolti faðir. Fyrir eiga þau Ólafur og Ingunn fimm ára gamlan son, Axel Inga, sem lá ekki eins mikið á í heiminn eins og bróö- ur hans. „Þetta er góð reynsla fyrir starfið í slökkviliðinu," segir Ólafur Ingi sem má segja að hafi svo sann- arlega fengið verklega þjálfun í fæð- ingarhjálp um helgina. -snæ Neita flugmenn skoðun? Talið er hugsan- legt að flugmenn í Fé- lagi íslenskra at- vinnuflugmanna neiti að mæta í lækn- isskoðun á meðan Þengill Oddsson stýr- ir þeim fyrir Flug- málastjóm. Lögmað- ur félagsins og Qugmanns, sem brotið var á, segir að mikill trúnaðarbrestur sé enn á milli félagsins og Flugmála- stjómar. - RÚV greindi frá. Innbrot í Rugskóla íslands „Þetta er tjón upp á tvær milljón- ir,“ segir Össur Brynjólfsson, yflr- kennari við Flugskóla íslands við Reykjavíkurflugvöll, um það tjón sem skólinn varð fyrir þegar inn- brotsþjófar létu þar greipar sópa um helgina. Alls hurfu þrir skjávarpar og tvær fartölvur úr kennslustofum skólans og unnu þjófamir, sem lík- lega komust inn um glugga, einnig mikið tjón á innihurðum. „Það er greinilegt að þama hafa verið menn á ferð sem þekktu aðstæður," segir Össur. Hann gmnar þó alls ekki nemendur skólans um verknaðinn þar sem ekki var hreyft við náms- og prófgögnum. Þjófnaðurinn mun ekki skerða kennsluna í skólanum en mál- ið er í rannsókn. Þyrstur þjófur Brotist var inn í verslun ÁTVR í Spönginni um helgina og stolið það- an einhverju magni af áfengi. Að sögn Lögreglunnar í Reykjavik tók þjófurinn eða þjófamir einungis rauövín og bjór með sér, en einhverj- um mun liklega þykja það illa valið þegar hægt var að velja úr öllu því sem ÁTVR býður upp á. Innbrotið í ÁTVR er eitt af átta innbrotum helg- arinnar en önnur fyrirtæki sem urðu fyrir óvæntri heimsókn var m.a Sjó- mannaskólinn, verslun við Laugaveg og verslun við Eddufell. Sameining felld Aðalfundir hestamannafélaganna Léttis og Funa felldu tillögu þess efnis að sameina félögin á fundi að Hrafna- gili á laugardag, en 2/3 hluta atkvæða þurfti til að samþykkja tillöguna. Að- eins eitt atkvæði felldi tillöguna hjá Létti og tvö atkvæði hjá Funa. - Eid- faxi.is greindi frá. íslensk sniglaræktun Jakob Narfi Hjaltason, tómata- og blómabóndi í Laugagerði í Biskups- tungum, hefur fengið leyfi til þess að flytja inn og rækta snigla til manneld- is en sniglar þykja á finni veitingahús- um flottir forréttir. Imiflutningurinn þurfti blessun landbúnaðarráðuneytis, sérfræðinga- nefhdar um framandi lífverur, Nátt- úruvemdar ríkisins og yfirdýralækn- is. Næsta skref er að afla fram- kvæmdaleyfis en að því búnu getur Jakob Narfi útvegað sér snigla til ræktunar en hann ætlar að framleiða 250 tonn á ári. - RÚV greindi frá. Netverðlaun kennara HÍ Menntamálanefnd Stúdentaráðs Há- skóla íslands veitti í síðustu viku net- verðlaun kennara. Að þessu sinni var það Anna Dóra Sæþórsdóttir, kennari í ferðamálafræði i jarð- og land- fræðiskor, sem hlaut verðlaunin sem vom frá Nýherja. Lést í slysinu í Hamarsfirði Konan sem lést í umferðarslysinu í Hamarsfirði við Djúpavog á fóstu- dag hét Ágústa Eg- ilsdóttir. Hún var 45 ára og lætur eftir sig eiginmann og fjögur böm. Ágústa vann við harðfiskverkunina Sporð á Eskifirði. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.