Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 14
14 Menning Ljóðstólar litblindrar fjölskyldu Það liggur við að maður verði upp- tendraöur á sál og geði við það eitt að stíga inn í Listasafn ASÍ, jafnvel þótt myndlistin á veggjunum reyni stund- um á þolrifin. Þetta hefur eitthvað með birtuna og lofthæðina í salnum að gera. Gesturinn fikrar sig eftir þröng- um göngunum á neðri hæðinni, paufast upp annan hvorn stigann, og þá opnast honum skyndilega rými sem virðist langtum víðáttumeira en það er í raun og veru. Ásmundur kallinn vissi hvað hann var að gera þegar hann byggði þetta hús. Og ótrúlegt, eft- ir á að hyggja, að borgarfulltrúar skuli eitt sinn hafa áformað að breyta því í barnaheimili. Þar með er ekki sagt að þessi salar- kynni Ásmundar henti öllum mynd- listarmönnum. Ég er til að mynda ekki frá því að stöllurnar þrjár sem nú sýna þar í sameiningu hefðu þurft annars konar umgjörð utan um obbann af verkum sínum. Bæði mál- verk Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur og textaverk Rögnu Sigurðardóttur eiga áhrifamátt sinn að hluta undir ákveð- inni nálægð - trúnaðarsambandi - við áhorfandann, en í stóru og skjanna- hvítu rými meginsalarins er þessari nauðsynlegu nálægð drepið á dreif. Hins vegar finnur Ragna fjölina sína, ef svo má segja, á neðri hæðinni, með því að gera alla gryfjuna að umgjörð fyrir textaverk. íslenska portrettiö Þriðji listamaðurinn, Sigriður Ólafs- dóttir, á ekki í vandræðum með rýmið á staðnum. Hvort sem myndir hennar hanga uppi í horni á neðri hæð eða á besta stað í stóra salnum hafa þær sterka nærveru. Sem helgast ekki ein- vörðungu af stærð þeirra eða litríki, heldur af jafnvæginu milli hins „inn- hverfa" og „úthverfa" í þeim. í portrettmyndum sínum af ungu fjölskyldufólki virðist Sigríður ekki vera á höttunum eftir innsýn í per- sónuleika fyrirsætna sinna, heldur miklu frekar vísbendingum um „grúppudýnamík“ hverrar fjölskyldu, Ein af portrettmyndum Sigríðar Olafsdóttur Listrænri vitnisburöur um samsetningu íslensku kjarnafjölskyldunnar viö upphaf 21stu aldar. eins og hún birtist í því hvemig hún stillir sér upp til myndatöku. Sérhver ljósmynd er síðan stækkuð, kannski „fótósjoppuð" að hluta, og yfirfærð á striga. Þá er það sem listakonan reiðir sig á innsæi sitt og pentskúfinn til að hnykkja á svipbrigðum fólksins og skil- greina betur innbyrðis tengsl þess. Við þetta öðlast þessi málverk víðari skírskotun en ella, verða listrænn vitn- isburður um samsetningu íslensku kjarnafjölskyldunnar við upphaf 21stu aldar. Um leið hleypa þau nýju lífi í ís- lenska portrettið, sem nú virðist vera í andarslitrunum. Myndir og texti Fyrir nokkrum árum vakti Inga Þórey töluverða athygli fyrir eins kon- ar þrívíðar útleggingar á litum sem i fljótu bragði virtust vera fullkomlega „afstrakt". I rauninni er nærtækara að kalla þau „konkret", þar sem þau eru ekki óhlutbundin tilbrigði um hið þekkta, heldur eins konar samantekt þess. í þetta sinn eru verk hennar áfram á þessum konkret nótum, þar sem hún tekur fyrir mynstur sem not- að er af augnlæknum til að gera lit- blindupróf á fólki. Margbrotin og fin- gerð veggmynd hennar, gerð með þessu mynstri, snýst upp í hlutgervingu „blindunnar" í fleiri en einum skiln- ingi. En eins og ég minnist á hér að ofan, er ég ekki viss um að þessi mynd geri sig nógu vel í galopnu rýminu. Ragna Sigurðardóttir er einn af mörgum íslenskum myndlistarmönn- um sem einnig fást við textagerð; er þar í kompaníi með Hallgrími Helga- syni, Þorvaldi Þorsteinssyni, Haraldi Jónssyni, Ástu Ólafsdóttur o.fl. Hún hefur einnig lagt fyrir sig fræðilega umfjöllun á tengslum myndar og texta á 20stu öld. í textatengdum verkum hennar hér skarast konkretið, frjáls lý- rík og innsetningarhefðin, ljóðstólar hennar með krossaumuðum setningum eru flott verk. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin „Aö búa og rannsaka" stendur til 17. feb. Listasafn ASÍ viö Freyjugötu er opið kl. 14-18 nema mán. ■»bi—» —a ' "t-.. Laufvindar blésu ljúfir Hinn góðkunni austfirski skólastjóri og kvæðasmiður Sigurður Óskar Pálsson hefur nú látið undan velunnurum sínum og gefið út ljóðabókina Austan um land með „alvar- legri“ kveðskap eftir sig en þekktastur er. Sigurður er frá Borgarfirði eystra og það umhverfi má sjá í mörgum ljóðanna. Reyndar heitir fyrsti og lengsti hluti bók- arinnar í heimahögum og geymir aðallega náttúruljóð sem sum vísa á ákveðna staði á bernskuslóðum Sigurðar. Til dæmis heitir fyrsta ljóð bókarinnar „Undir Dyrfjöllum". Þetta eru afar svipfalleg ljóð, kliðmjúk og tregafull i tóni, fjalla mörg um hverfulleika mannlegrar tilveru andspænis staðfestu náttúr- unnar. Sigurður notar alltaf stuðla og oftast á nokkuð hefðbundinn hátt en rímið fer hann spar- lega með, notar það stundum rétt til að hóa ljóðum saman. Hann er oft listfengur í myndhverfingum, til dæmis bendi ég á aðra vísuna i „Fimm vísum um nóttina". Það sérkennilega við margar náttúrumyndir í þessum ljóðum Sigurðar er að veturinn, frostið og stormurinn eru þar jafnsýnileg og vor og sumar, jafnvel langþráð. Það er hvíld frá allri biðinni eftir vori og sumri í islenskum skáldskap. Undurfallegt er til dæmis ljóðið „Hlíðin", nýgerving sem sýnir „hana“ bíða, kvíðalausa, brúðgumans sem göngu þreytir um þögla dali, brattar heiðar og fjöll. í lok- in verður ljóst að „hún“ er landið og brúðarslæðan hennar er fyrsta mjöll haustsins. „Pilsaþytur" hef- ur annan tón: Góa kerling stendur við stórþvott í noróri, strengir snúruna þvert yfir fjarðarmynnið, hengir upp línió. Síóan dustar hún pilsin og storminum stefnir á línið. Hann sterklega rífur þaó niður og feykir því yfir landið. Þar breiðir hún úr því brimhvítu, köldu. ÍnftMMff&Vul. Sijjmður óskar Pálsson Annar bókarkaflinn heitir Á geigsgötum. Þar eru níu ljóð með fornum svip en fjalla þó um ógæfu nútímamannsins, náttúruspjöll hans, stríðsógn og myrka framtíð- arsýn. Sérnöfn eru þar táknræn, „lífsins Gnitaheiði" sem einnig vísar til Snorra Hjartarsonar sem Sigurður hefur lært margt af, og Kvíðaskógur. Lokakaflinn, Slóðir, er ósam- stæður en þar verða ljóðin aftur persónuleg. Þar finnur lesandi tnannsgaman / líka að sá sem yrkir er orðinn roskinn maður, og bókinni lýkur á klassísku dauðaljóði: Tygjaður naslar í varpanum hrímbleikur hestur. Húsbóndinn sjálfur nióur við steðjann er sestur; þungbúinn, fráneygur horfir um hríó útí bláinn, hamrinum lyftir, tekur aó dengja Ijáinn. Austan um land sýnir vel hvað síðklassísk ljóða- gerð er ennþá lifandi með þjóðinni. Arfur þeirra Snorra Hjartarsonar og Jóns Helgasonar er ekki uppurinn enn. Það er vel. Silja Aðalsteinsdóttir Siguröur Óskar Pálsson: Austan um land. Félag Ijóöaunnenda á Austurlandi 2001. Klemmdur í Sessunautarnir í lifi manns eru margir. Og misjafnir. Kynntist einum þeirra um daginn sem varð til þess að ég fór að velta þessu langa og mikilúð- lega orði fyrir mér; sessunautur ... eins og mað- ur njóti þess alltaf að sitja hjá fólki. Onei. Ekki var það í þetta sinn. Maðurinn var veglega þrek- inn og þvalur i framan. Og rauður, ekki bleikur eins og venjulega kremlitað fólk af hvíta kyn- stofninum, heldur hvellrauður. Á að giska mað- ur á meyrum aldri og þarna sátum við þétt við annars hlið, tveir í miðju leikhúsi að horfa á rússneska klassík. Stólarmurinn á milli okkar var hans. Það var ekki tilraunarinnar virði að ég reyndi að smokra mínum granna framhandlegg upp á arminn; hrammurinn hans var þar fastur fyrir. Sá hluti vambarinnar sem komst ekki fyrir í sæti 332 vall yfir í sæti 333 og 331. í því síðar- nefnda sat ég með part úr annars vömb. Og þessi hljóð. klassíkinni Þau voru engu lík. Gætu minnt á hval i svefn- rofunum. Dimm og neðan úr miklum maga. Og ekki nóg með það. Ekki aldeilis. Það var eins og maðurinn væri líka að stynja upp úr sér sjálfu leikritinu; í hvert sinn sem leikari hæfi upp raust sína væri hann að maula á orðunum inni í lokuðum munni sinum. Hafði ekki kynnst svona áður. Aldrei. Missti meira og minna af leikritinu. Einhver undarleg útgáfa þess umlaði við hliðina á mér. Og gat ekki þagað og sagði samt ekkert nema í hálfum hljóðum. Ég horfði í kringum mig og sá að næsta fólk horfði öðru hvoru undarlega á manninn. Það virtist finna til með mér, en sá samt að ég var í vonlausri aðstöðu, klemmdur i klassíkinni. Annars var sýningin þung. Eins og nærri má geta. -SER. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 _______________________PV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Nemendur á Myrkurn Næstu tónleikar á Myrkum músíkdög- um verða í kvöld kl. 20 í Listasafni Sigur- jóns. Um þá sér Tón- listardeild Listahá- skóla íslands og leikin verða verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Áskel Másson, Jónas Tóm- asson, Karólínu Eiríksdóttur, Oliver Kentish og Pál ísólfsson. Auk nemend- anna tekur Anna Guðný Guðmunds- dóttir pianóleikari þátt í tónleikunum. Fyrirlestrar I dag kl. 12.30 flytur Brian Wendlem- an, myndlistarmaður frá Svíþjóð, op- inn fyrirlestur í Listaháskóla íslands í Laugarnesi, stofu 024, um myndlistar- manninn Donald Judd og stofnun hans í Texas. Á miðvikudaginn á sama tíma flytur Tracey Samuel, textílhönnuður frá Skotlandi, fyrirlestur við LHÍ, Skip- holti 1, stofu 113: „Tíska, prjón, hönn- un.“ Tracey er sjálfstæður hönnuður hjá Soniu Rykiel í París. Davíð og Kristín Marja gera það gott Smásagnasafn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra kom nýlega út á þýsku hjá Steidl-for- íaginu og hefur fengið prýðilegar viðtökur. „Sannkall- aður happafundur" varð bókin til dæm- is í umsögn Peters Henning í tímaritinu Weltwoche. Hann skrifar líka í Spiegel Kultur Extra og segir m.a.: „í þessum sögum er ekki sagt frá atburðum sem breyta heimin- um en Davíð Oddsson veitir okkur óvænta innsýn í sál þjóðar sinnar." Dagblaðið taz (Die Tagezeitung) ger- ir að umtalsefni að það gangi sjaldan upp aö blanda saman stjórnmálum og listum en á íslandi sé þessu öðruvisi farið, þar sé nánast hefð fyrir því að stjórnmálamenn komi úr listaheimin- um; í bókinni séu „ákaflega gaman- samar og kyndugar smásögur", hún sé skemmtileg og í henni myndist „hríf- andi andrúmsloft. Það sýnir að það get- ur opnað jafnvel stjórnmálamanni ótæmandi möguleika ef hann hefur skilið gangvirki starfs síns og dregur ekki fiöður yfir það sem hann hefur lært.“ Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er komin út hjá Krúger-forlaginu í Þýskalandi og var höfundi boðið á bókastefnuna í Frankfurt í haust í tilefni af því. Dómar í þýskum ijölmiðl- um hafa verið á eina lund. Die Welt segir að „þessi stórkostlega saga rann- saki mannlegt eðli í krók og kima“, gagnrýnandi Ticket segir að barnið Agga og heimsdaman Freyja séu skemmtilegar andstæður sem bæti hvor aðra upp á dásamlegan hátt og í Oldenburger Volkszeitung segir að frá- bær kímnigáfan brjótist alltaf í gegn og sé aldrei ofaukið. Þetta sé sannarlega stór skáldsaga. Gagnrýnandi Kieler Nachrichten segir ekki auðvelt aö flokka Mávahlát- ur. Sagan sé í senn glæpasaga, þjóðfé- lagslýsing og beri auk þess merki hefð- bundinnar þroskasögu. Þetta sé „skemmtileg þorps- og tíðarandalýsing þar sem gesturinn frá Ameriku hleypi fjöri í atburðarásina." Westfalische Nachricten fjallar um Mávahlátur und- ir fyrirsögninni „Þessi ísbláu augu“ og segir að þetta sé skáldsaga um völd og veröld kvenna sem karlmenn hafi eng- an aðgang að. Mávahlátur hafði áður verið gefin út hjá litlu forlagi í Þýskalandi en er nú endurútgefin undir merkjum Krúger sem er í hópi öflugustu forlaga lands- ins. Kvikmynd Ágústs Guðmundssonar eftir sögunni sópaði að sér Edduverð- launum í haust sem leið, eins og menn minnast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.