Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py
DV-MYNDIR HARI
Slítandi fyrir taugakerfið
„Þegar maöur leikstýrir verki leggur maöur sig allan undir en ef maöur hefur líka skrifaö verkiö þá leggur maöur
sig allan undir í ööru veldi,“ segir Kjartan Ragnarsson leikstjóri. „Þaö er mjög slítandi fyrir taugakerfiö, ekki
ósvipaö því aö leika sér meö hættuleg eiturlyf. En þaö er alltaf heillandi aö skrifa og ég gæti þess vegna byrjaö
á nýju verki núna á eftir. “
Eins og að leika
sér með eiturlyf
- Kjartan, Anna Karenina og dómsdagur í öðru veldi
Kjartan Ragnarsson gekk inn í
Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavík-
ur haustið 1963 og hefur síðan verið
fastur hluti af íslenskri leikhústil-
veru. Áriö 1975 leikstýrði hann fyrsta
leikverki sínu, Saumastofunni, sem
var sýnd 200 sinnum í Iðnó. Þegar
kom í ljós hvers konar lukku Sauma-
stofan vakti þá var Kjartan fenginn
til að skrifa fleiri verk og veturinn
1976-77 voru þijú verk eftir Kjartan á
sviði í Reykjavík, Saumastofan og
Blessað bamalán hjá LR og Týnda
teskeiðin í Þjóðleikhúsinu. „Mér
fannst ég vera dálítið duglegur þá,“
segir Kjartan mörgum árum síðar
þar sem hann situr við suðurglugg-
ann í stofunni sinni við Hringbraut í
Reykjavík. í glugganum situr köttur
og á meðan Kjartan bregður sér frá
til að ná i kafli stelst ég til að athuga
hvað kötturinn heitir með því að
skoða hálsól dýrsins; datt I hug að
hún héti Antígóna, Anna Karenina
eða Virginía eins og þrjár síðustu
sýningar Kjartans í Þjóöleikhúsinu
en svo er ekki. Samkvæmt ólarskrán-
ingu heitir kisan Lísa. En nóg um
köttinn og meira um Kjartan...
Þakklát byrjun
Síðasta leikstjómarverk Kjartans
var Anna Karenina eftir Leo Tolstoj
sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóð-
leikhússins 1. febrúar. Kjartan hafði
séð leikgerðina erlendis og Stefán
Baldursson þjóðleikhússtjóri hafði
lesið hana í handriti og fannst þeim
báðum að hún byði upp á spennandi
vinnu með nútimaleikhús „eins og
mér þykir gaman að vinna með,“ seg-
ir Kjartan. „Þá tekur leikhópurinn
mikinn þátt í framvindunni. Við höf-
um lært vissar lexíur af nútímaball-
ett og víklcað út tungumál leikhúss-
ins. Leikhúsið hefur almennt þróast í
þessa átt og mér frnnst styrkleiki
þess liggja í þessu. Það er hægt að
segja allt á leiksviði, alveg eins og i
kvikmyndum."
Þeir sem hafa séð sýningar Kjart-
ans þekkja að fingrafór leikstjórans
era mjög áberandi. Eitt af því sem
einkennir sýningar Kjartans er
hvemig hann opnar þær. Áhorfand-
inn er nýskriðinn inn úr raunvera-
leikanum í misþægileg sæti leikhúss-
ins en veit ekki fyrr til en hann hef-
ur verið þrifinn með valdi og skellt
inn í „veruleika" sýningarinnar.
„Þannig hittir leikhópurinn áhorf-
endur og býður þá velkomna," segir
Kjartan, „og mér fmnst þetta þakklát
byrjun. Það er ekki prinsipp hjá mér
að byrja sýningar svona en ég leiöist
oft út í það.“
Laun syndarinnar
Anna Karenina og Antígóna hljóta
að teljast sterkar konur en þær era
eins ólíkar og hægt er. „Önnur er
kona hinna sterku prinsippa en hin
lætur undan tilfmningum sinum,"
segir Kjartan. „Móralistinn Tolstoj
bjó til sterka og heilsteypta mann-
eskju sem lét undan valdi tilfinning-
anna og hann hefur eflaust hugsað
önnu sem víti til vamaðar." En í
stað þess að verða andhetja varð
Anna að hetju. „Það er oft þannig
með mikla rithöfunda. Þeir standa
svo sterkt með persónum sinum að
öllum fer að þykja vænt um þær.
Mér verður oft hugsað til Bjarts í
Sumarhúsum við hlið Önnu. Bjartur
sem Halldór hugsaði sem víti til
vamaðar varð að óskabami þjóðar-
innar.
Ég er ekki frá því að fyrir ofan
skrifborð Tolstojs hafi verið
minnismiði sem á var letrað: laun
syndarinnar era dauðinn. En þrátt
fyrir ætlun höfundarins lifir engin
persóna hans eins og Anna Karen-
ina.“
Fjarri friðarstólnum
Kjartan fer á næstu vikum út til
Borás í Svíþjóð til að setja upp sýningu
á Pétri Gaut. Fyrir fáum misserum var
Kjartani boðin leikhússtjórastaða í
Borás en ekki samdist um laun. „Ég
vildi búa á íslandi að minnsta kosti
fyrsta árið, var ekki tilbúinn að fara
frá öllu. En samningar um ferðir á
milli náðust ekki,“ segir Kjartan.
„Annars era Svíar svo miklir jaftiaðar-
menn að þrátt fyrir að þeir greiði leik-
stjórum hærri laun en gerist og geng-
ur á íslandi þá er því öfúgt farið með
yfirmenn leikhúsanna."
Og það er enginn draumur hjá
Kjartani að verða leikhússtjóri. „Ég
held að það skemmtilegasta sem hægt
er að gera í leikhúsi sé að vera leik-
stjóri," segir Kjartan sem hefur verið
lausráðinn leikstjóri síðustu ár en er
nú fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu. „Það
hefur marga kosti að vera lausráðinn
en því fylgir óneitanlega óöryggistil-
finning. Ég hugsaði mér að verða loks
ráðsettur á friðarstóli þegar ég sótti
um leikhússtjórastarfið í Svíþjóð en
það gekk ekki eftir - sem betur fer því
ég hef fengist við mjög spennandi verk-
efni síðan.“
Jafnómöguleg og alltaf
Og íslenskt leikhús, hvemig finnst
þér það?
„íslenskt leikhús er mjög lifandi;
þaö er mikið að gerast. En það er ekki
fullkomið. Og pirraðar óánægjuraddir
era nauðsynlegar. Raddir sem segja:
Við erum jafiiómöguleg og alltaf. Allt
leikhús hefur alltaf verið „deyjandi";
alltaf hafa verið til ófullnægðar leit-
andi kynslóðir sem segja allt „koló-
mögulegt og steindautt". Núna er til
dæmis sagt að „allt sé vel gert en eng-
in áhætta tekin varðandi stefnu i leik-
húsinu". Hvaða stefnu? Hver er list-
ræn steftia í kvikmyndagerð Friðriks
Þórs Friðrikssonar? Enginn biður um
stefhu hans í kvikmyndum. Ég hef
stefnu í hverri leiksýningu en ég áskil
mér rétt til þess að koma aðra leið að
lífinu í hverju verkefni því ég er von-
andi margbrotinn maður. En það era
sömu vandamál í íslensku leikhúsi og
alltaf: það er leitun að nýskrifum sem
era afgerandi og spennandi en það
helgast af því að skrif fyrir leikhús eru
eitt erfiðasta form skáldskapar."
Leikhúsið og ljóðlistin hafa löngum
verið sögð deyjandi og því verða ljóð-
skáld og leikhúsfólk að svara spum-
ingunni um af hveiju í ósköpunum
það sé nú að þessu. „Af því,“ segir
Kjartan, „mér þykir leikhús óskaplega
skemmtilegt. Ég lyftist allur upp í leik-
húsinu. En leikhús er dálítið hættuleg-
ur staður: áhorfandinn er hvergi jafn
innilokaður og í leikhúsinu. Fólk getur
hent frá sér ljóðabók, skáldsögu, geng-
iö út úr bíói og slökkt á sjónvarpinu.
En þegar áhorfandinn er sestur inn í
leikhús þá kemst hann ekki auðveld-
lega út, þó það sé leiðinlegt. Þaimig
getur leikhúsið orðið óvinur fólks fýr-
ir lífstíð og kannski er það þess vegna
sem leikhúsfólk tekur minni áhættu
en myndlistarmaður sem er með uppi-
stand."
Dómsdagur í öðru veldi
Nokkuð hefur dregið úr skrifúm
Kjartans fyrir leikhús á undanfómum
árum. Síðasta leikritið sem hann skrif-
aði var Nanna systir sem hann skrif-
aði með Einari Kárasyni og var sýnt
hjá Leikfélagi Akureyrar og síðar í
Þjóöleikhúsinu. „Já, ég hef skrifað
minna," viðurkennir Kjartan. „Þegar
maður leikstýrir verki leggur maður
sig allan undir en ef maður hefúr líka
skrifað verkið þá leggur maður sig all-
an undir í öðra veldi. Þaö er mjög slít-
andi fyrir taugakerfíð, ekki ósvipað
því að leika sér með hættuleg eiturlyf.
En það er alltaf heillandi að skrifa og
ég gæti þess vegna byijað á nýju verki
núna á eftir.“
Þegar þetta hljómar...
„Mér finnst gagnrýni geta verið
spennandi og umhugsunarverð," segir
Kjartan. „Leikstjóri og höfundur fá
röksemdir fyrir gagnrýni á verkið sem
þeir geta verið sammála eða ósam-
mála. Leikarinn er hins vegar í erfið-
ari aðstöðu. Hann fær gjaman ekki
nema eina litla athugasemd. Hann get-
ur fengið þá athugasemd að hafa verið
„óvenju klaufalegur" og situr uppi
með þau orð án frekari skýringar. Það
er því miklu auðveldara að taka gagn-
rýni sem leikstjóri og höfundur en sem
leikari, maður fær frekar útskýringar
á hvað gagnrýnandinn á við.
Upplifun leikarans af sýningu er allt
önnur en leikstjórans. Hann finnur
fyrir samhljómstilfinningu inn í miðri
hringiðunni. En hann getur ekki upp-
lifað heildina á sama hátt og leikstjór-
inn. Það er eins og að vera í hljóm-
sveit, maður skynjar hljóminn á ann-
an hátt ef maður er uppi á sviðinu og
spilar með. Fyrir framan sviðið skynj-
ar maður betur heildina. En ég hef val-
ið starf leikstjórans fram yfir allt. Þar
nýt ég mín best. Og meðan ég fæ að
gera það þá er ég ánægður." -sm
Gunnar Hansson leikari hefur
verið önnum kafinn að undanfómu.
Hann leikur hinn
rómaða Blíðfinn í
samnefndu leik-
riti sem sýnt er á
stóra sviði Borg-
arleikhússins.
Einnig fer hann
með stórt hlut-
verk í sýninguni
Fyrst fæðist mað-
ur sem sýnt er á nýja sviðinu í sama
leikhúsi. Svo hefur Gunnar einnig
skotið upp kollinum í skemmtilegu
auglýsingunum um það sem ekki
má auglýsa.
Fullt nafn:
Gunnar Hansson.
Fæðlngardagur og ár:
26. maí 1971.
Maki:
Guðrún Lárusdóttir.
Börn:
Snæfríður Sól (8 ára) og Kormákur
Jarl (6 ára).
Bifreið: _____________________
Renault Mégane Scénic.
Skemmtilegast að gera:
Vera með fjölskyldunni, vinum og
bara skemmtilegu fólki yfir höfuð.
Leiðínlegast að gera:
Brjóta saman þvott og taka upp úr
innkaupapokum.
Uppáhaldsmatur:
Rjúpurnar á jólunum.
Uppáhaldsdrykkur:
Maltöl.
Fremstur íþróttamanna:________
Tiger Woods.
Fallegasta kona utan maka:
Dóttir mín.
Með/móti ríkisstjórninni:
Með í sumu, móti í öðru.
Hvern langar þig til að hitta?
Tiger Woods.
Uppáhaldsleikari:
John Cusack.
Uppáhaldsleikkona:
Cameron Diaz.
Uppáhaldstónlístarmaður:
Bono.
Uppáhaldsrithöfundur:
Hallgrímur Helgason.
Uppáhaldsbók:_________________
Allar „Far Side“-bækumar.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Nelson Mandela.
Besta teiknimyndapersónan:
Hómer Simpson
Eftirlætissjónvarpsefni:
íþróttir.
Uppáhaldsstjónvarpsstöð:
Discovery.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
David Letterman.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Golfvellir um allan heim.
Hverju stefnirðu að?
Að læra meira í dag en í gær
Hvað óttastu mest?
Að hefndin nái yfirhöndinni í
heiminum.
Hvaða eftirmæli viltu fá?_____
„Hann skilur eftir sig stóra ham-
ingjusama fjölskyldu."