Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 59 Helgarblað Hilda og Ruth mættar Það var margt um manninn á Casa Grande á fimmtudagskvöldiö og þess- ar tvær blómarósir voru sérlega brosmildar. Sú til vinstri heitir Hilda og bar Ijósmyndari blaösins ekki frekari kennsl á hana en sú til vinstri heitir Ruth og er Reginalds aö eftirnafni og á sér litríka fortíö sem vinsæl barnastjarna og söngkona. Stóra húsiö loksins opnað Það hefur lengi verið veitinga- staður til húsa á neðstu hæðinni í stóru húsi við Tryggvagötu og hefur undanfarin misseri haft á sér suð- rænt yfirbragð og það hefur heitið ýmist Tres Amigos eða einfaldlega Amigos. Það þýðir vinir og víst er að oft hafa aliir gestimir og öll dýr- in í skóginum verið vinir þegar ölið flæðir um borð og bekki, dynjandi salsatónlistin keyrir upp hjartslátt- inn og kryddaður maturinn hækkar blóðþrýstinginn. Nú hefur staöurinn skipt um eig- endur og nafn og heitir Casa Grande. Það þarf ekki löggiltan dómtúik í spænsku til þess að skilja að það þýðir Stóra húsið á íslenskri tungu. Þar var sannarlega glatt á hjalla á fimmtudagskvöldið þegar staðurinn var formlega opnaður og endanlega innsiglað að þarna mundu þeir sem flknir eru í suð- rænan mat og sveiflandi tónlist eiga afdrep fyrir stormum sinna tíða. Á íslensku er sagt að þar sem sé hjartarúm sé húsrúm og vísar það tÚ þjóðar sem alitaf hefur búið þröngt en ekki endilega sett það fyr- ir sig þegar þarf að taka á móti gest- um. í Stóra húsinu verður væntan- lega alltaf tekið vel á móti gestum meða húsrúm leyfir. DVWYNDIR HARI Nýlr húsbændur vlð Tryggvagötu Þau ætla sér aö ráöa öllu innan stokks og utan viö Tryggvagötuna á Casa Grande, eöa í Stóra húsinu. Þaö er Viggó Dýrfjörð sem er vinstra megin og Anna Jóhannsdóttir hægra megin sem buöu nýja oggamla gesti velkomna á fimmtudagskvöldiö. Of gamall fyrir Kung-Fu? Kvennagullið og stórleikarinn Warren Beatty hefur löngum þótt lipur í hreyfingum enda er haft fyrir satt að hann hafi sængað hjá fleiri konum í Hollywood en títt er um stórstjörnur og þarf trúlega nokkuð til að skara framúr á þeim vettvangi. Sumir segja að hann hafi náð því að sofa hjá þremur kynslóðum af leikkonum enda er kappinn 65 ára gamall eða hálfnað- ur í sjötugt. Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar það fréttist að hann ætlaði að fara að leika í kvikmynd eftir Quentin Tarantino og enn hærra lyftust brúnir manna þegar ljóst var að kappinn ætlaöi að taka virkan þátt í bardagasenum mynd- arinnar sem er í stíl austrænna bardagamynda og þvi ljóst að kvennaljóminn aldraði verður að svífa um loft- ið í einhvers konar Kung-Fu stíl. Beatty hefur þegar hafið æf- ingar og undir- búning fyrir bar- dagaatriðin og vekur athygli að það er langt á undan öðrum leikurum mynd- arinnar sem skartar stjörnum eins og Lucy Liu og Uma Thurman en sú síðar- nefnda fær að hvíla sig í barneign- arfríi góða stund áður en hún mætir til æfinga þegar gamli Beatty verður loksins til í tuskið. Warren Beatty Hann mun ætia aö fara aö leika bardagamynd þótt hann sé kominn hátt á sjötugsaidurinn. Kurt Russell: Þykist vera bóndi Það er kunnara en frá þurfi að segja að þeir sem eiga mikið af peningum eru ekki alltaf viljugir til þess að borga skatt af þeim. Þetta þekkjum við íslendingar mætavel og getur hver litið í eigin barm þegar kemur að skattsvikum og undanskotum. Hjónakornin Kurt Russell og Goldie Hawn hafa lengi fengist við kvikmyndaleik og hagnast allvel af því. Þau eiga margt eigna og góðra bæði lönd og lausafé. Meðal þess sem þau eiga er allmikill bú- garður í Aspen í Colorado-ríki þangað sem menn streyma til þess að renna sér á skíðum. Þetta er veruleg landareign og undir venjulegum kringumstæð- um þyrfti að greiða umtalsverðan eignaskatt af skikanum. Þetta gera flestir nágrannar þeirra hjóna en þau fundu smugu í skattalögunum og hafa komið af stað túnrækt og heyframleiðslu á hluta landsins og eru þar með taldir bændur í aug- um skattayfirvalda og sleppa næst- um alveg við að greiða skatt. Þetta þætti áreiðanlega nokkuð sniðugt sums staðar í heiminum en sagt er að nágrannar Russell og Hawn séu grjóthneykslaðir á þessum tiktúr- um. Kurt Russell Hann hefur ásamt konu sinni, Goldie Hawn, komiö sér undan skatt- greiðslum meö því aö leika bónda. Tilnefnd til menningar- verðlauna DV BORGARLEIKHÚSIÐ Leikféiag Reykjavikur ■ Lislnbraut 3-103 Reykjavik Mlðasala S68 8000 • www.borgarlclkhus.is IKEA er opib: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.