Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Afsal um skátaheimilið í Hafnarfirði komið í dagsljósið: Hvorki staðið við skilyrði afsals né verksamnings - fyrirfram kvittað upp á að skilyrði afsals hafi verið efnt Mál varðandi sölu og brottflutn- ing gamla skátaheimilisins að Hrauntungu 1 í Hafnarfirði verður æ furðulegra. Á fimmtudag kom öll- um að óvörum upp samningur um brottflutning hússins sem var i fór- um bæjarverkfræðings. Nú er kom- inn upp nýr flötur þar sem bæjar- ráðsmenn sjálfir hafa samþykkt gerð afsals á húsinu til handa Þor- steini Njálssyni, formanni bæjar- ráðs, í júní í fyrra. Var afsalið sam- þykkt og kvittað fyrirfram um að Þorsteinn hafi uppfyllt skilyrði af- sals um flutning sem enn hefur þó ekki verið staðið við. Enginn viömælenda DV um mál- ið, hvorki bæjarráðsmenn né Þor- steinn sjálfur, virðast hafa munað eftir afsalinu sem hefur reyndar ekki verið þinglýst. Þá er bærinn enn skráður lögformlegur eigandi hússins. Eins og fram kom í DV á mið- vikudag taldi Þorsteinn Njálsson, formaður bæjarráðs, sig hafa gert samning og gengið inn í áður gert samkomulag um flutning hússins við Frey Arnarsson, kvikmynda- tökumann hjá Sjónvarpinu. Lög- maður bæjarins, Guðmundur Bene- diktsson, sagði hins vegar í samtali við DV að engin slík samningsgerð hefði farið um hans hendur og hann kannast heldur ekki við að hafa séð neinn slíkan samning um sölu á húsinu. Þá lýsti Haildór Árnason, ritari bæjarráðs, því að skriflegur samningur hefði verið gerður um að fjarlægja húsið, en bara ekki við Þorstein. í fundargerð bæjarráðs 28. júni 2001 kemur fram að lagt var fram af- sal Hafnarfjarðarbæjar á fasteign- inni sem þar er reyndar sagt nr. 5 en ekki 57 við Hraunbrún, gamla skátaheimilinu, til Alfa-Evrópu ehf. (Húsið er í dag skráð við Hraun- tungu 1.) Þorsteinn Njálsson vék af fundi undir þessum lið. Bæjarráð heimil- ar bæjarstjóra að undirrita framlagt afsal. Undir fundargjörðina þennan dag rituðu Þorsteinn Njálsson, Ingv- ar Viktorsson, Steinunn Guðnadótt- ir, Lúðvík Geirsson og Valgerður Sigurðardóttir. Var afsalsundirrit- un bæjarstjóra samþykkt samhljóða að Þorsteini fjarstöddum. Afsal þetta er reyndar gert 21. júní og samkvæmt heimildum DV af sjálfum lögmanni bæjarins sem síð- Afsal skátaheimlisins Þar er fyrirfram kvittaö upp á aö skil- yröi afsals og samnings um brottflutn- ing hússins hafi veriö uppfyilt. Húsiö stendur samt enn á sínum staö og skráö eign bæjarins samkvæmt upp- lýsingum sýsluskrifstofu. an vissi ekki til að neinn samning- ur hafi verið gerður um að fjarlægja húsið. í Blaðinu Fjarðarpóstinum á fimmtudag er greint frá þessu dæmalausa máli og þar kemur fram að húsið, sem var afskráð hjá Fast- eignamati ríkisins árið 2000, er samt brunatryggt hjá Sjóvá-Al- mennum tryggingum fyrir um 16 milljónir króna. Samkvæmt síðasta fasteignamati var fasteignin metin á 9,2 milljónir króna og að brunabóta- mati 14,2 milljónir króna. í afsalinu kemur fram að Þor- steinn eigi að flytja húsið af lóðinni fyrir 1. ágúst 2001. Þar er einnig fidl- yrt að það sé ekki til í þinglýsingar- bókum sýslumanns. Þá segir: „Þar sem afsalshafi hefur að fullu efnt samningsskyldur sínar við af- salsgjafa lýsist hann hér með lögleg- ur eigandi ofangreindrar fasteign- ar.“ - Eins og fram hefur komið í DV er húsið enn á sínum stað. Nú- verandi afsalshafi efndi því ekki skyldur sínar samkvæmt afsalinu, né skyldur sínar gagnvart svoköll- uðum verksamingi frá 12. júní í fyrra. Þar var ákvæði um að húsið yrði fjarlægt fyrir 20. júlí 2001 og með ákvæðum um dagsektir. í haust mun bæjarverkfræðingur hins vegar hafa samþykkt frestun á flutningi, að ósk Þorsteins. -HKr. Félag smábátaeigenda í ísafjarðarsýslu: Alvarleg staða í fiskveiðum vestra - félagið vill efla línuveiðar í strandbyggðum landsins Á fundi Eldingar, félags smábátaeig- enda í ísafjarðarsýslu, í gær var rædd sú alvarlega staða sem upp er komin í fiskveiðum vestra. í fréttatilkynningu vegna málsins segir að afhám veiði- kerfisins 1. september hafi haft gríðar- leg áhrif á Vestfjörðum. Línuútgerð sé nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár. Erfiðleikar ein- stakra útgerða og þjónustuaðila hafa fylgt í kjölfarið, samfara atvinnuleysi hjá verkafólki og sjómönnum. Þann 1. september sl. var fellt úr gildi þorskaflahámarkskerfi króka- báta. Telja Eldingarmenn aö þetta Eldlng vlll efla línuvelðar Félagiö telur aö þannig megi á ný bæta stööu byggöanna. veiðikerfi hafi reynst með eindæmum vel og sé því mikil eftirsjá í því. Elding barðist hart gegn afhámi veiðikerfisins og lögðu margir því lið, m.a. bæjar- og sveitarstjómir. Stjóm Eldingar er einhuga um að berjast fyrir breytingu á lögum um stjóm fiskveiða þannig að línuveiðar dagróðrabáta mundu njóta ívilnunar umfram önnur veiðarfæri. Þannig mætti hugsa sér að afli þessara báta teldist ekki að fullu til kvóta og 80% yrðu færð sem frádrag frá úthlutuðu aflamarki eða krókaaflamarki. Er stjóm félagsins sannfærð um að yrði þessi tillaga að lögum mundi línuút- gerö á Vestfjörðum aftur fara að dafha og atvinnulíf henni samfara ná betri stöðu. Telur stjómin tillöguna mjög í anda þess að auka framboð á ferskum fiski og minnka ásókn í stærsta fiskinn. Efl- ing línuveiða í strandbyggðum lands- ins sé öflugasta átak sem hægt sé að gera til viðhalds byggðar f sjávar- byggðum Islands. Efling línuveiða sé framlag til betri umgengni um auð- lindina. Óskar stjóm Eldingar eftir að tillag- an verði tekin til alvarlegrar umræðu í komandi sveitarstjómarkosningum í sjávarbyggðum landsins. -HKr. Ríkisútvarpið: Enginn mál- farsráðgjafi Váin sem við blasir á Breiðamerkursandi: Tel best að stífla Jökulsá - segir Páll Þór Imsland jarðfræðingur oi ; y 4 s km I_I_I__L_J_( Kortiö gerði Páll áriö 2000 og sýnlr það mlklnn mismun á því sem þar er í dag. Ríkisútvarpið hefur í spamaðar- skyni frestað ráðningu nýs máifars- ráðgjafa til stofnunarinnar. Margrét Pálsdóttur sem gegnt hefur starf- inu hefur verið í launalausu leyfi vegna starfa sinna erlendis en hefur nú sagt því lausu. „Gerð var tilraun í fiarvem Margrét- ar með málfarsráð- gjöf sem Reykja- víkurakademían veitti, en hún var lítið notuö. ís- lenzkufræðingar hafa starfað á fréttastofunum við yfirlestur frétta og verður svo fram- vegis,“ segir í nótu sem Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri hefur sent til starfsmanna sinna. Fram kemur í bréfinu að Gunnar Stefánsson, dagskrárfulltrúi á menn- ingardeild, hafi „vinsamlegast fallizt á að veita um sinn ráðgjöf um almenn málfarsleg atriði eftir því sem að- stæður hans leyfa vegna annarra starfa," eins og segir orðrétt. -sbs Páll Þór Imsland jarðfræðingur hefur í mörg ár fylgst náið með þró- un og náttúrufarsbreytingum á Breiðamerkursandi og sú þróun hef- ur nú leitt til ástands sem virðist yf- irvofandi og er ógnvænlegt fyrir framtíð samgöngumannvirkja og háspennulína á svæðinu. „Þetta er skýrt dæmi um náttúrufarsþróun sem lengi vel vekur litla athygli en endar í válegu ástandi þegar hugs- anlegar afleiðingar hennar blasa við,“ segir Páll Þór. Að mati Páls Þórs er þessi þróun nú svo langt gengin að við blasir að hafið geti rofið Ósfiöru og opnað Jökulsárlón til sjávar og það myndi leiða til mikils ójafnvægisástands og líklega yrði þama til óstöðugur sjávarfallaós sem ætti það til að flandra með ströndinni fram og til baka. Páll segir að við þessari ógn þurfi að bregðast og tryggja það að nátt- úran spilli ekki á næstunni afar dýrmætum landsnotum. „Auðveld- ustu og bestu lausnina tel ég vera að stífla Jökulsá, hækka í lóninu og loka þannig fyrir strauminn fram og til baka á eyðinu og að veita ánni úr lóninu annars staðar þar sem hún á langa leið til sjávar og þá er hægt að verja þennan fiörustubb sem er í hættu,“ sagði Páll í gær. „Ef þetta er gert og vatninu hleypt vestur í Nýgræðnakvísl eða austur og í farveg Stemmu þá á áin svo langa leið út í sjó og af því að þá væri orð- ið hærra í lóninu en sjávarmálið þá rennur áin ailtaf í eina átt, enginn straumur og Jökulsá orðin venjuleg á en ekki sjávarfallaós eins og hún er nú,“ sagði Páll Þór Imsland. Páll segir að við þetta myndi lón- ið stækka eitthvað og jökum fiölga í því fyrst, síðan mundu jakarnir bráðna hægar og endast betur því sjórinn sem nú kemur inn í lónið á flóðinu er um 5 gráða heitur en hita- stig í lóninu 0 gráður og myndi það haldast þannig.. Mælingar á heildarrofi á þessu svæði frá 1904 til 1999 sýna að rofið er samtals 769 metrar eða að meðal- tali 8,1 metri á ári og því auðvelt að gera sér grein fyrir að hverju stefn- ir. -JI Markús Örn Antonsson. REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18.05 17.40 Sólarupprás á morgun 08.26 09.12 Síödegisflóð 21.05 13.21 Árdegisflóö á morgun 09.19 01.38 Hægt kólnandi SV átt, víða 10-15 m/s og él sunnan- og vestantil en léttskýjað á Norðausturlandi. Hægt kólnandi veður og vægt frost um mestallt land slðdegis. VeðWgl íi mosjiim Norðaustanátt NA 8-13 m/s á Vestfjörðum en annars SV 8-13. Él sunnan- og vestantil en skýjað með köflum á Noröausturlandi. Frost 0 til 5 stig. [ Vedtiö n. Mánudagur (T' \ Þriðjudagur Miðvikudagur W3 HHi 3* Ww Hiti 0° Hiti 0° «1 12” til O* til 4° Vtndur: 10-15 "Y* Vindur: 15-20 "V* Vindur: 10-15‘A K * Þykknarupp meö vaxandi SA átt vestantll. NV Hvöss SA átt og slydda eða snjókoma Norðlæg átt og éljagangur, einkum 10-15 m/s og austantll en noröantil. Frost él á hægarl SV átt og 0 tll 4 stig. Norðausturlandi él vestantll. Hltl en léttskýjaö kringum suðaustanlands. frostmark. Frost 3 tll 12 stlg. Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviöri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 4 »—i AKUREYRI rigning 7 BERGSSTAÐIR rigning 6 BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. 5 EGILSSTAÐIR skýjað 6 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 7 KEFLAVÍK súld 6 RAUFARHÖFN rigning 2 REYKJAVÍK rigning 6 STÓRHÖFÐI þokumóða 7 BERGEN skýjaö 7 HELSINKI snjókoma 0 KAUPMANNAHÖFN skýjað 4 ÓSLÓ skýjaö 3 STOKKHÓLMUR 5 PÓRSHÖFN skúr 8 ÞRÁNDHEIMUR skúr 3 ALGARVE heiðskírt 16 AMSTERDAM léttskýjaö 4 BARCELONA léttskýjað 10 BERLÍN léttskýjaö 5 CHICAGO skýjaö 4 DUBLIN þokumóða 8 HALIFAX skýjaö 1 FRANKFURT léttskýjaö 6 HAMBORG skýjaö 4 JAN MAYEN úrkoma í gr. -8 LONDON léttskýjaö 7 LÚXEMBORG heiðskírt 5 MALLORCA skýjað 11 MONTREAL heiöskirt 0 NARSSARSSUAQ snóél -2 NEW YORK skýjaö 1 ORLANDO heiðskírt 10 PARÍS léttskýjaö 4 VÍN léttskýjað 4 WASHINGTON hálfskýjaö -2 WINNIPEG heiöskírt -8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.