Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Qupperneq 26
26 DV-MYND HARI Ljósabekklr og áhættan á sortuæxlum Jón Hjaltalín Ólafsson læknir, Elín Anna Helgadóttir læknanemi og Báróur Sigurgeirsson standa meö Vilhjálmi Rafnssyni aö rannsókn á tengslum sortuæxla og Ijósabekkjanotkunar. Sortuæxli eru oröin sú tegund krabba- meina sem eru algengust hjá ungu fólki og sérstaklega ungum konum. Rannsókn á tengslum sortuæxla og ljósabekkjanotkunar: Þetta er dauðans alvara - Vilhjálmur Rafnsson læknir segir skyldu að vara við ljósabekkjum Helgarblað Um nokkurt skeið hafa ljósa- bekkir og sólböö verið tengd við hreysti og góða heilsu. Þó hafa verið uppi háværar raddir sem varað hafa við óhóflegri notkun ljósabekkja og hafa talið hana geta valdið húðkrahbameini og myndun sortuæxla. Nú stendur yfir rannsókn á tengslum ljósabekkjanotkunar og myndunar sortuæxla og er það fjórða árs nemi í læknadeild Háskóla Is- lands, Elín Anna Helgadóttir, sem vinnur að henni með læknunum Báröi Sigurgeirssyni, Jóni Hjaltalín Ólafssyni og Vilhjálmi Rafnssyni. Rannsókn Elínar Önnu er hluti af mjög viðamikilli rannsókn á sortu- æxlum hérlendis en þar er um að ræöa samstarfsverkefni þar sem að auki koma aö læknarnir Kristín Þór- isdóttir húðlæknir, Rafn Ragnarsson og Ólafur Einarsson lýtalæknar og Kristrún R. Benediktsdóttir meina- fræðingur. Konur meira áberandi Tíðni sortuæxla hefur aukist jafnt og þétt hjá hvíta kynstofninum um allan heim og er ísland engin undan- tekning. Séu tölur frá 1985-1989 tekn- ar og bornar saman við tölur frá 1995-1999 kemur í ljós að tíðni sortu- æxla hjá konum hefur aukist úr flmm af hveijum hundraö þúsund íbúum i fjórtán af hverjum hundrað þúsund íbúum. Hjá körlum hefur aukningin verið minni eða úr þrem- ur í átta af hverjum hundraö þúsund íbúum. Aukningin hefur verið mest hjá ungu fólki og er svo komið að sortuæxli er algengasta krabbamein- iö hjá ungu fólki á íslandi. Þessi mikli munur á kynjunum er sérstak- ur fyrir ísland því erlendis er tíðnin jöfn á milli kynja eða karlar í meiri hættu á að fá sortuæxli. „Ljósabekkir eru að sumu leyti verri en sólarljósið," segir Bárður. „Bylgjulengd geislanna sem eru í ljósabekkjum er mjög löng og geisl- arnir komast djúpt ofan í húðina og brjóta meðal annars niður bandvef. Þetta leiðir oft til mikiflar hrukku- myndunar hjá þeim sem stunda Ijósabekki. Ungt fólk verður gamalt fyrir aldur fram. Við sjáum snemm- bær öldrunareinkenni hjá ótrúlega ungu fólki sem stundar ljósabekki. Einnig getur húðin orðið mislit auk þess sem önnur óæskileg einkenni koma fram eins og til dæmis æðaslit og aukinn hárvöxtur auk húðkrabba- meina og forstiga þeirra.“ Varðandi önnur krabbamein í húð en sortu- æxli má benda á nýja bandaríska rannsókn sem tengir flöguþekju- krabbamein og grunnfrumukrabb- mein (basal cefl carcinoma) við notk- un sólarbekkja (http://www.msnbc.com/news/7003l 2.asp?Osi=-&cpl=l#BODY). Aukin tíðni æxla Segja má að sprenging hafl oröið í tíðni sortuæxla um 1990. „Ástæðan fyrir því að við réöumst í þetta verkefni er sú mikla aukning sem hefur orðið á tíðni sortuæxla á íslandi," segir Bárður. „Það er at- hyglisvert aö sjá hve hlutfafl ungra kvenna er hátt. í kringum 1985 eru ungar konur um 10-20% af heildinni en á undanförnum árum er hlutfall ungra kvenna í hópi þeirra sem fá sortuæxli um 60-70%. Þá vaknaði spumingin um hvað ungar íslenskar konur gera sem ungar konur í ná- grannalöndunum gera ekki. í rann- sókn sem Vilhjálmur Rafnsson gerði ásamt fleirum kom í ljós að notkun ljósabekkja meðal ungra islenskra kvenna er ótrúlega mikil. Einungis 2,5% ungra kvenna hafa aldrei farið í ljós. Að því er ég best veit eigum við íslendingar líklega heimsmet á þessu sviði. Við húðlæknar höfðum líka séð mikið af ungu fólki, á þrítugsaldri eða jafnvel undir tvitugu, sem var með sortuæxli. Það sem margir þess- ara sjúklinga áttu sammerkt var að þeir áttu mikla ljósabekkjasögu. Reyndar hefur lengi verið grunur um þessi tengsl samkvæmt erlend- um rannsóknum. Hins vegar hefur reynst örðugt að sanna það endan- lega.“ Þetta er hættulegt Á árunum 1996 til 2000 greindust 186 íslendingar með svoköfluð ífar- andi sortuæxli og 127 greindust með staðbundin sortuæxli. Á árunum 1992-1996 dóu 23 vegna sortuæxla. „Við höfúm það á tilfinningunni þrátt fyrir að engar tölur liggi fyrir að dánartalan sé mjög vaxandi, þó að viö bindum vonir við að hún haldist ekki alveg í hendur við hina miklu aukningu sem hefur komið fram á tíðni sortuæxla. Það er þó já- kvætt að á seinni árum virðast fleiri greinast með þessi æxli á frumstigi. Þetta er lykilatriði, því ef slík æxli greinast á frumstigi er oftast um lækningu að ræða. Greinast æxlin seint getur taflið verið tapað,“ segir Bárður. Samkvæmt bandarískum rannsóknum voru likumar á því að greinast með sortuæxli einhvem tíma um ævina einn á móti 1500 árið 1960 en í dag em líkumar einn á móti 70. Vilhjálmur Rafnsson segir að notkun Ijósabekkja sé tvíeggjað sverð. Margir hafi geysilega löngun til að líta vel út og sæki því í ljósa- bekkina en hins vegar sé ljóst að það fari ekki vel með húðina. Hann seg- ir að þótt ekki hafl tekist að sanna hvemig ljósabekkir leiði til krabba- meins þá séu vísbendingamar ótví- ræðar. „Það era afar sterkar vis- bendingar um að notkun ljósabekkja leiði til myndunar sortuæxla," segir Vilhjálmur. „Vísindamenn hafa fundið margar vísbendingar sem benda til þess. Og þótt menn vilji rannsaka þetta frekar þá er ekki þar með sagt að þangað til sé hægt að halda því fram að óhætt sé að nota ljósabekki. Það verður að vara fólk við. Við værum að svíkja fólk ef við segðum ekki frá því að þetta væri hættulegt. Þetta leiðir einnig hugann að því hvort yfirvöld eigi að gripa til vamaraðgerða, einkum þegar ungt fólk á i hlut. Yfirvöld reyna tU dæm- is að vemda ungt fólk fýrir reyking- um með áróðri; boðum og bönnum gegn reykingum. Hér era einnig miklir hagsmunir í húfi, sumir hafa fjárhagslegan ávinning af því að sem flestir fari í ljósabekki og sólarlanda- ferðir og aðrir borga glaðir fyrir að komast í ljósabekki og ferðir." íslendingar í áhættuhópi Elín Anna segir að margir viti ekki hvað sortuæxli séu og geri sér ekki grein fyrir alvarleikanum. Sortuæxli geta verið banvæn mein ef ekki næst að greina þau á frum- stigi en fólk hefur tilhneigingu tfl að gera lítið úr vandanum þar sem æxlin sitji í húðinni. Það er stað- reynd að sortuæxli hafa mikla tU- hneigingu tU að mynda meinvörp (dreifa sér tU annarra líffæra) og era að sumu leyti ágengari en önn- ur krabbamein. „Sortuæxli eru banvæn mein,“ segir Bárður. „Þetta er dauðans alvara." Það sem gerir lífslíkumar betri en í tU dæmis lungnakrabbameini er ekki að sortuæxlin séu síður líffræði- lega ágeng, heldur aö einkenni þess síðamefnda koma fram þegar æxlið er gengið lengra og því aukn- ar líkur á að meinvörp hafl náð að myndast. En ef sortuæxli ná að vaxa í ákveðna dýpt og komast inn í æðamar og dreifa sér eftir æða- kerfmu tU annarra líffæra þá er taf- lið yfirleitt tapað. Það ber því að leggja mikla áherslu á að flestir verða varir við ef svartur blettur myndast í húðinni eða ef fæðingar- blettur breytir sér. Ekki er hægt að „Bylgjulengd geislanna sem eru í Ijósabekkjum er mjög löng og geislam- ir komast djúpt ofan í húðina og brjóta meðal annars niður bandvef. Þetta leiðir oft til mikill- ar hrukkumyndunar hjá þeim sem stunda Ijósa- bekki. Ungt fólk verður gamalt fyrir aldur fram. leggja nægUega áherslu á að fólk gefi slíkum breytingum gaum og leiti læknis fljótt. Elín Anna segir ljóst að húðgerð Islendinga sé þess eðlis að við séum klárlega í áhættuhópi. Hins vegar sé landfræðfleg staða landsins þannig að vart sé hægt að komast fjær miðbaug og því stuttur sólar- gangur og sólarijósið veikt. „Sýnt hefur verið fram á að tíðni sortu- æxla minnki um funm prósent á meðal einstaklinga í áhættuhópi við hveija breiddargráðu frá mið- baug,“ segir Elín Anna. „Sam- kvæmt þessu ætti mikU útivera á íslandi ekki að vera stór áhættu- þáttur. Því má í raun segja að á ís- landi búi fólk í miklum áhættuhópi við aðstæöur sem ættu ekki að ýta undir þróun sjúkdómsins." Árið 1980 var fyrsta sólbaðsstof- an opnuð á íslandi, tveimur árum síðar vora þær orðnar fimm, sjö árið 1983, átta ári síðar og 21 árið 1985. Sama ár var opnuð fyrsta stóra líkamsræktarstöðin á land- inu og „íslendingar endanlega dregnir út úr moldarkofunum og dýrkun á stæltum brúnum kropp- um var í algleymingi", eins og Elín Anna segir í inngangi að verke&ii sinu. „Þessi þróun er enn í gangi og likamsræktarstöðvar og sólbaðs- stofur spretta upp á hveiju götu- horni." LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 DV „Það eru afar sterkar vísbendingar um að notkun Ijósabekkja leiði til myndunar sortu- æxla, “ segir Vilhjálmur. „Vísindamenn hafa fundið margar vísbend- ingar sem benda til þess. Og þótt menn vilji rann- saka þetta frekar þá er ekki þar með sagt að þangað til sé hægt að halda því fram að óhætt sé að nota Ijósabekki. Það verður að vara fólk við. Við værum að svíkja fólk ef við segðum ekki frá því að þetta væri hættulegt. Sortuæxlafaraldur Húð fólks er viðkvæmust á yngri árum en þar era Ijósaböð einnig vinsælust. Jón Hjaltalín Ólafsson segir að í mörgum ríkjum Banda- ríkjanna sé farið fram á undir- skrift foreldra viiji böm yngri en álján ára fara í jjósabekki. „Við verðum að verja bömin okkar vel,“ segir Bárður. „Skemmdir á húð geta komið fram árum eða áratugum síðar. Ég fmn fyrir auk- inni meðvihmd í mínu starfi. For- eldrar, og þá oftast móðirin, koma tU mín áður en haldið er tU út- landa tU að fá ráðleggingar varð- andi sólarvöm og hegðun i sólinni. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir fimm tU tíu árurn." Sú aukning sem er í tíðni sortu- æxla telur Bárður að eigi sér skýr- ingu í breyttu lífsmynstri sem hafi orðið fyrir mörgum árum. „Það tek- ur líklega langan tima að vinda ofan af þessu,“ segir Bárður. „Skýr- ingamar á þessari miklu aukningu era ekki nægUega góðar, þó líklega megi um kenna breyttum sólarvenj- um og aukinni notkun ljósabekkja. Við sem störfúm á þessu sviði upp- lifum i raun sortuæxlafaraldur; við sjáum nánast nýjan sjúkling í hverri viku.“ Reglubundið eftírlit Eins og kom fram hér að ofan er fólk orðið meðvitaðra um sortu- æxli. Greining á þeim getur verið erfið og mikflvægt er að fólk leiti lækna verði það vart við breytingar eða nýmyndun á blettum í húð. Reglulegt eftirlit einstaklinga með mikið af fæðingarblettum og með aðra áhættuþætti er mjög mikU- vægt. Benda má á að Krabbameins- félagið hefúr gefið út fræðslubæk- ling um húðkrabbamein þar sem ffarn koma helstu einkenni svo og lýsing á hveming fólk getur sjáift skoðað húðina reglulega. Bækling- inn má einning nálgast á Netinu (http://www.krabbameins- felagid.is/pdf/frithudk.pdf). -sm Nýgengi sortuœxla í húð Karlar Konur 15 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 Heimíld: Krabbameinsskráln

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.