Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 DV Merkava-dreki Hefndarárás á bækistöð Palestínu- manna ísraelskar F-16 orrustuþotur gerðu í gærkvöld árásir á bækistöð palest- ínsku öryggislögreglunnar í bænum Jebalya, um þrjá kílómetra norður af Gaza-svæðinu. Talið er að nokkrir foringjar úr palestínsku öryggissveitunum hafi verið staddir í bækistöðinni þegar loftárásin var gerð í gæ en engar frekari fréttir af mannfalli höfðu borist í gærkvöld. Að sögn sjónarvotta urðu þrjár öfl- ugar sprengingar í byggingunni og braust út mikill eldur í kjölfarið. Ætla má að árásin hafi verið gerð til að hefna árásar palestínskra Sala- hudin-liða á ísraelska bilalest í ná- grenni Netzarim-landnemabyggðar- innar í fyrraköld, þar sem þrir ísra- elskir hermenn létu lífið. Mannfallið var mikið áfall fyrir íraelska herinn og einnig það að helsta stolt þeirra, Merkava-3 skriðdrekinn, skyldi sprengdur í tætlur í árásinni. Má því ætla að árásarinnar verði grimmi- lega hefnt. Deilt um starfs- lokasamninginn Fullyrt er að Uffe Ellemann-Jen- sen, fyrrum utanríkisráðherra Dan- merkur, hafi vitað um starfsloka- samninginn sem gerður var við tvo fráfarandi framkvæmdastjóra Royal Greenland, fiskiðnaðarfyrirtækis grænlensku heimastjómarinnar. Mennirnir tveir skiptu á milli sín um 140 milljónum íslenskra króna. Uffe, sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, hefur gagnrýnt samn- inginn harðlega og ítrekar við danska blaðið Politiken að hann haíl ekkert um hann vitað. Málið hefur vakið mikla athygli þar sem annar viðtakenda fjárins er Lars Emil Johansen, fyrrum for- maður grænlensku heimastjómar- innar. Rekstur Royal Greenland hef- ur gengið afleitlega og er búist við að í næstu viku verði greint frá tapi upp á 2,7 milljarða íslenskra króna. Tattúið kom upp um nauðgarann Sextíu ára gamall Svíi var í vik- unni dæmdur til sex ára fangelsis- vistar og greiðslu þriggja miiljóna króna í skaðabætur fyrir margítrek- aðar nauðganir. Maðurinn deildi íbúð með syni sínum í Helsingborg í Svíþjóð. Það voru kærustur sonarins sem urðu fórnarlömb mannsins. önnur þeirra, fimmtán ára gömul stúlka, mátti þola að maðurinn nauðgaði henni funmtiu sinnum án þess að mark væri tekið á ákæmm hennar vegna þess að hún gat ekki sannað verknaðinn. Þegar sambandi henn- ar við soninn lauk varð hann sér úti um nýja vinkonu. Hún varð einnig fyrir barðinu á fóðurnum. Stúlkurnar ákváðu síð- an báðar að leggja fram nýjar kær- ur á hendur manninum. En orð stóð á móti orði og lögreglan hafði ekki sannanir sem nægðu til að dæma manninn fyrr en seinni kærasta sonarins lýsti tattúveringu á limi tengdafóður síns. Það dugði til að sakfella þrjótinn og dæma, að sögn Aftonblaðsins í Svíþjóð. -GÞÖ Fótboltafár í Kabúl: Oeirðir brutust út á knattspyrnuleik Til óeirða kom utan við Ólympíu- leikvanginn í Kabúl í gær þegar úr- valslið alþjóðlega friðargæsluliðsins atti kappi við úrvalslið höfuðborgar- innar, í fyrsta alþjóðlega íþróttavið- burðinum sem fram fer í Afganistan síðustu fimm árin. Óeirðirnar hófust þegar miðalaus- ir knattspyrnuáhugamenn reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn, sem fyrir var troðfullur þar sem um 25 þúsund manns nýttu hverja smugu á áhorfendasvæðunum. Afganska lögreglan, studd 350 manns úr alþjóðlegu friðargæslu- sveitunum, reyndi að halda fólkinu í skefjum en varð í lokin að beita bar- eflum, táragasi og hundum til að halda fólkinu utan vallarins. Sumun tókst þó að troða sér í gegn eða klifra yfir veggi og girðingar til að veröa vitni að þessum sögulega kappleik sem endaði með 3-1 sigri friðar- gæsluliðsins. Leikurinn fór fram i kjölfar óeirð- anna á flugvellinum í Kabúl í fyrra- dag, þar sem Abdul Rahman, sam- Afganskar fótboltabullur Miöalausir fótboltaáhugamenn klifra inn á troöfuilan völlinn. gönguráðherra þjóðstjórnarinnar, lést eftir áverka sem hann hlaut þeg- ar æstir pílagrímar réðust að hon- um, þar sem hann beið flugs í opin- bera heimsókn til Delhí á Indlandi. Pílagrímarnir, sem voru um 1000 á leið til Mekka í Sádi-Arabíu, höfðu sumir beðið flugs í tvo daga og þegar kvisaðist að bandaríska herstjórnin í Kandahar heföi ákveðið að loka vell- inum fyrir fluginu létu þeir reiði sína bitna á ráðherranum. Fréttir af atburðinum eru þó mis- vísandi og að sögn talsmanna stjórn- valda er hugsanlega um samsæri að ræða. Hafa fjórir menn þegar verið handteknir, þar af tveir háttsettir foringjar úr afgönsku öryggissveit- unum. Aðeins nokkrum stundum eftir at- burðina á flugvellinum lenti Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, á vellinum og átti hann viðræður við Hamid Karzai, leiðtoga þjóðstjórnar- innar, áöur en hann heilsaði upp á landa sína í friðargæslusveitunum. í ljósi atburðanna er ljóst að Karzai hefur ítrekað óskir sínar um fjölgun í friðargæslusveitunum og aukna að- stoð við þjálfun og uppbyggingu af- ganska hersins. REUTERMYND Útför Margrétar prinsessu var gerð frá Windsor-kastala í gær Þúsundir Breta vottuöu Margréti prinsessu viröingu sína í nágrenni Windsor-kastala í London þegar útför hennar fór þar fram í St. George-kapellunni í gær. Um 400 manns, meölimir konungsfjölskyldunnar, vinir og starfsfólk, voru viöstaddir athöfnina og þar á meöal öldruð móöir prinsessunnar og börn hennar tvö, Linley lávaröur og laföi Sarah. Hér á myndinni sjáum viö líkfylgdina yfirgefa Windsor-kastala en Margrét veröur lögö til hinstu hvíldar viö hiiö fööur síns, Georgs konungs sjötta, í einni hvelfingu kastalans. Milosevic ætlar að kalla Clinton fyrir stríðsglæpadómstólinn: Segir Clinton hafa fyrirskipað árásina á kínverska sendiráðið Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseti, sagði í gær á öðr- um degi málsvamar sinnar fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag, að hann ætlaði að kalla Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, og nokkra aðra vestræna stjómmála- leiðtoga fyrir réttinn þegar að vitna- leiðslum kæmi. Hann sagðist einnig vilja leggja spumingar fyrir þá Helmut Kohl, fyrrum kanslara Þýskalands, Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, Kofl Annan, að- alritara Sameinuðu þjóðanna, Madeleine Albright, fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Klaus Kinkel, fyrram utanríkisráðherra Þýskalands, og þá bandarísku emb- ættismenn sem komu að gerð Daytons-samningsins sem batt enda á stríðið í Bosníu og Króatíu. Milos- evic hafði áður tilkynnt að hann ætlaði að kalla Jacques Chirac Frakklandsforseta fyrir réttinn en Milosevic þungur á brún. hann hefur fullan rétt á að kalla hvem sem honum sýnist til vitna- leiðslu, svo framarlega sem dómar- amir telji vitnisburð viðkomamdi skipta máli. Milosevic, sem sjálfur sér um málsvörn sína, hélt í gær áfram að ásaka NATO um glæpi gegn mann- kyninu í Balkanskagastríðinu og staðhæfði að Clinton hefði persónu- lega og með ráðnum hug fyrirskipað loftárásina á kínverska sendiráðið í Belgrad. Hann væri því kominn á spjöld sögunnar sem fyrsti vestræni leiðtoginn til að láta varpa sprengj- um á kínverskt yfirráðasvæði. Hann sagði einnig að leyniþjón- usta sín hefði hlerað talsvöðvarsam- skipti milli höfuðstöðva NATO og orrustuflugmanna þar sem þeim hefði verið fyrirskipað að skjóta á lest traktora í Kosovo. Þar með hefði NATO gerst sekt um glæpi gegn mannkyninu. Talið er að réttarhöldin yfir Milosevic muni standa í allt að tvö ár en eftir að málsvörn hans lýkur mun ákæruvaldið hefja vitnaleiðsl- ur yfir allt að 350 vitnum sem ætl- unin er að kalla fyrir réttinn. Stuttar fréttir Tillögur Bush gagnrýndar Tillögur George W. Bush Banda- ríkjaforseta um að- gerðir til að draga úr losun loftteg- unda sem taldar eru valda gróður- húsaáhrifum í heiminum, hafa fengið misjafnar viðtökur bæði heima fyrir og erlendis. Tillögur Bush, sem gera ráð fyrir hvetjandi skattaafslætti til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem draga úr losun slíkra efna, em hugsaðar sem svar við Kyoto-bókuninni sem Bush hafnaði í fyrra. Gagnrýnisraddir segja að tillög- urnar beri keim af undanlátssemi við stóriðnaðinn og séu aðeins léleg tilraun til að losa sig undan ábyrgð- inni. Kommar saman I Nepal Helstu stjórnarandstöðuflokkar Nepals, Kommúnistaflokkurinn og Marx-Lenínistasamtökin UML og ML, hafa sameinast aftur í einn stóran kommúnistaflokk eftir að hafa starfað hver í sínu lagi síðustu fjögur árin. Sameiningin á sér stað fyrir þingkosningar þar sem stjóm- arandstaðan hyggst styrkja stöðu sína í baráttunni gegn ríkjandi Con- gressflokki sem nú hefur þægilega meirihlutastöðu í þinginu. Lifandi martröð Alsirski flugmað- urinn, Lotfl Raissi, sem sakaður er um að hafa þjálfað nokkra af hryðju- verkamönnunum sem þátt tóku í árásunum í Banda- ríkjunum þann 11. septemter og nýlega var látinn laus gegn tryggingu úr fangelsi i London, hefur lýst vem sinni bak við rimla sem lifandi martröð. „Ég mun aldrei ná mér eftir þessa þrekraun," sagði Raissi sem segist vera saklaus. „Ég er enginn hryðju- verkamaður og hef andstyggð á verkum þeirra. Samt hef ég fengið meðferð eins og sekur maður.“ Eldur I flóttamannabúðum Mikill eldur kom upp í Yarl Wood-flóttamannabúðum í nágrenni Bedford í Englandi, eftir að óeirðir brutust þar út i fyrrakvöld. Eldar loguðu í alla fyrrinótt og fram eftir degi í gær og er talið að tjónið nemi allt að 35 milljónum punda. Um 400 flóttamenn munu að jafnaði dvelja í búðunum og munu nokkrir þeirra hafa sloppið lausir og er nú leitað. Að sögn lögregluyflrvalda hófust óeirðirnar eftir að reynt var að koma 55 ára gamalli konu óviljugri undir læknishendur. Fimm manns munu hafa slasast í eldinum, þar af tveir starfsmenn, en fjórar hjúkrun- arkonur sluppu naunlega þegar þær lokuðust inni í eldinum. hjálpar Hjálparsamtök sem stýrt er af syni Gaddafis Líbíuforseta og kennd era við for- setann, hafa að und- anfórnu aðstoðað illa stadda araba sem af ýmsum ástæðum hafa orðiö innlyksa í Afganistan, en eru á engan hátt tengdir talibönum eða al-Qaeda-sam- tökum Osama bin Ladens. Sumir þeirra hafa búið í landinu í meira en áratug og eftir að aðgerðir Banda- ríkjamanna hófust hefur fólkið þurft að búa við miklar hörmungar. Fjöra- tíu manna hópur, aðallega konur og börn, var nýlega fluttur til Trípólí í Líbíu og stendur til að flytja fleiri þangað á næstunni. Ákærður fyrir njósnir Brian P. Regan, 39 ára fyrram foringi í bandaríska flughemum, sagðist í gær saklaus af ákærum um njósnir fyrir írak, Kína og Líbíu þegar hann var leiddur fyrir rétt í Bandaríkjunum i gær. Þetta er í annað sinn sem Regan lendir í njósnamáli, en í fyrra var hann ákærður fyrir að leka í Líbíumenn. Gaddafi til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.