Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002
21
Helgarblað
DV
Meg Ryan:
Hann er ekki
kærastinn minn
Meg Ryan er vinsæl. Kannski fannst
henni um daginn að hún væri orðin of
vinsæl þegar fullkomlega ókunnugir
menn voru famir að segjast vera
kærastar hennar. Foreldrar hennar,
Andrea og Thomas, lentu nefnilega í því
að eina nóttina var kominn maður inn
á gólf til þeirra sem haíði farið fremur
óhefðbundnar leiðir inn í húsið, nefni-
lega brotið rúðu og skriðió þar inn.
Maðurinn, John Michael Hughes, var
ekkert ánægður með að lögreglan var
kölluð til. Kvaðst hann vera í fullum
rétti þar sem þetta væri heimili Meg
Ryan sem væri unnusta hans. Meg hefði
bara gleymt að setja lykilinn undir
mottuna og því hefði hann þurft að fara
nýstárlegar leiðir í inngöngu sinni.
Blessaður karlinn
hafði aðeins rugl-
ast á ættliðum og
ráfað heim til
tengdó en ekki
meintrar unnustu.
Lögreglan varð að taka eitthvert
mark á manninum og kom sér i sam-
band við Meg sem sagði að því færi
fjarri að hún vissi hver þessi maður
væri, hvað þá að hún hefði nokkru sinni
lagst með honum. Að sjálfsögðu er hún
búin að fá nálgunarbann á John Mich-
ael sem hún telur vera mikla ógnun við
öryggi sitt og sinna nánustu. Þessi saga
sannar svo að ekki verður um villst að
það getur verið afskaplega erfitt hlut-
skipti að eiga aðdáendur.
Russell Crowe:
Fær hann ekki óskar?
Leikarinn Russell Crowe
nýtur mikiiiar hylli í
Hollywood þessi misserin og
kvikmyndin Beautiful Mind
sem hann leikur aðalhlutverk-
ið í er tilnefnd tii nokkurra
óskarsverðlauna og þar með
talinn hann sjálfúr fyrir stór-
brotinn leik í aðalhlutverki.
Myndin byggir á sannsögu-
legum atburðum og fjallar um
stærðfræðing nokkum og
vandamál hans margvísleg. Nú hefur
farið af stað slúðurherferð sem senni-
lega er stýrt af öfundarmönnum Crowe
og samkeppnisaðilum og er ætlað að
koma í veg fyrir að myndin og Crowe
fái óskarsverðlaun.
Herferðin snýst um að kvikmyndin
sé einn allsherjar hvítþvottur
frá upphafi til enda og þar sé
ekkert minnst á nokkuð lykil-
atriði i ævi stærðfræðingsins
John Nash sem þó hafi skipt
hann miklu máli. Ekkert sé
sagt um meinta samkynhneigð
hans, steinþagað um óskilget-
inn son sem hann eignaðist og
látið líta svo út að eiginkona
hans hafi stutt hann f geðveiki
hans. Hið rétta mun vera að
eiginkona Nash fór frá honum þegar
hann truflaðist á geði.
Þetta segja öfundarmenn að sé ekki
nógu gott og aðeins til þess fallið að slá
ryki í augu fólks og óréttlátt að gera
skáldsögu úr lífi raunverulegs fólks til
þess eins að fá óskar.
Russell Crowe.
Sportjepplingurinn
sem bætir kostum
jepplingsins við
bestu eiginleika s
smábflsins.
Verð: Beinsk. 1.648.000 kr.
Sjáifsk. 1.748.000 kr.
Meðal staðalbúnaðar er:
Sítengt fjórhjóladrif, ABS hemlar,
álfelgur, upphituð framsæti,
þakbogar og rafdrifnar rúður.
Afimiki! og sparneytin 16 ventla vét, K9
K meöaleyösla aðeins 6.9 L á hundraöiö.
$ SUZUKI
#i
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Smáauglýsingar
allt fyrir heimilið
550 5000
Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS
Forvarnir einfaldari
en meðferð
Hollir lífshættir duga best
gegn beinþynningu
Árlega verða allt að 1200 einstaklingar fyrir beinbrotum sem rekja
má til beinþynningar hér á landi. Þar af eru mjaðmabrot um 200.
Beinbrot valda yfirleitt miklum búsifjum, sársauka og jafnvel
örkumlum. Auk þess nemur árlegur kostnaður samfélagsins vegna
þeirra hundruðum milljóna króna. Þar kemur margt til, jafnt
heilbrigðisþjónusta sem félags- og öldrunarþjónusta.
Stjómvöld á fsiandi hafa einsett sér að fekka brotum af völdum
beinþynningar um fjórðung á næstu árum. Til þess að það megi
takast þurfa ailir að vera upplýstir um vandamálið og huga að
þáttum sem styrkja beinin.
Það er einfaldara að koma við forvömum gegn beinþynningu en
aö meðhöndla hana. Áhrifaríkasta vörnin felst í holtum lífsháttum,
hæfilegri og reglutegri hreyfingu, og mataraeði sem tryggir D-vítamín
og raðlagðan dagskammt af kalki. Hann fest auðveldlega úr fslenskri
mjólk og mjólkurvörum.
BEINVERND