Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 42
Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002
DV
DV fylgist með
Eiði Smára Guðjohnsen
með Chelsea á
Villa Park á laugardag:
Leika
Við erum stödd á Villa Park í
Birmingham á laugardagssíðdegi
fyrir réttri viku. Klukkan er að
verða þijú, það er 12 stiga hiti og
sólin hefúr verið að gægjast fram úr
skýjunum í Englandi. íslenska
blaðamanninum finnst þetta hálf-
gert hitabeltisveðurfar því þegar
hann yfirgaf landið snemma um
morguninn var 8 stiga frost á Mið-
nesheiðinni og skafrenningur.
41.137 áhorfendur bíða spenntir
eftir að leikur heimamanna, Aston
VUla, og Chelsea hefjist. Augun eru
óneitanlega límd á landann úti á
velli, hinn hávaxna og þrekna ís-
lending sem er að gera það svo gott
með Chelsea. Hann finnur það á
blaðamönnunum í kringum sig, sér-
staklega þeim sem eru frá Binning-
ham, að þeir óttast hið óárennilega
sóknarpar Chelsea, Jimmy Flyod
Hasselbaink, hinn dökka, og hinn
ljóshærða Gudjohnsen sem þeir
bera fram með áherslu á o-ið í miðj-
unni. Eiður Smári hrækir í hálf-
sköllóttan og harðan grassvörðinn
og er tilbúinn að hefja leikinn.
í austurstúkunni, The Holte End,
sem ein rúmar um 10 þúsund
manns, hefur yfírþyrmandi og sam-
taka hópur Birminghamkarla upp
raustina í þéttskipuðum risakór.
Þama eru hörðustu stuðningsmenn
heimamanna samankomnir.
íslendingurinn í blaðamanna-
stúkunni horflr á ægilegan skar-
ann, hljóðbylgjan skellur á manni.
Hvilikur kraftur og hávaði, hvílík
stemning. Maður verður hálfskelk-
aður. Það er ekki fúrða að stöku
framkvæmdastjórar leggist inn á
sjúkrahús. Um leið og Villa-stuðn-
ingsmennirnir hafa lokið sér af
heyrast önnur öskur. Æstir Chel-
sea-aðdáendur frá London, sem
komnir eru til að fylgja sinum
mönnum, eru í vesturstúkunni, sem
rúmar sennilega um 8 þúsund
manns, og benda í gríð og erg yfir á
Villamenn og segja eitthvað sem
gæti útlagst sem: já, komið þið bara,
við völtum yflr ykkur!
Hér er ekki tomma gefm eftir.
Háspenna - hætta fyrir hljóð-
himnur
Kunnuglegur dómari, stuttur en
þéttvaxinn og rauðbirkinn, blæs
kröftuglega í flautuna. Leikurinn er
haflnn. Manni fmnst allt vera að
ganga af göflunum. I hvert skipti sem
Villa-menn snerta boltann æsast
þeirra áhorfendur eins og köll þeirra
eigi að skila boltanum fram völlinn
og helst í mark. Svona er þetta í
Englandi. En hvað sem því líður þá
hlýtur þessi vöflur að teljast ljóna-
gryfia. Slíkur er hávaðinn, eins kon-
ar þrýstingur. Leikmenn Chelsea eru
hörkuhressir. Þeir sýna strax að þeir
eru ofar á stigatöflunni en Viflamenn
og hafa unnið síðustu þrjá leiki - þeir
eru að klifra upp efstu hlíðar úrvals-
deildarinnar.
Hinn grásprengdi ítalski Claudio
Ranieri, þjálfari Chelsea, stendur
bendandi snöggt með vísifmgri og
kallandi við hliðarlínuna í
nælonúlpu og gljáfægðum svörtum
spariskóm. Hann er greinilega búinn
að ná góðum tökum á liðinu eftir að
hafa byrjað með það á síðast ári. ítal-
anum fmnst sínir menn hafa átt að
ná að skora eftir góð færi áður en
áfallið kemur. Aston Villa nær for-
ystunni. 1-0. Lætin i tugþúsundum
brjálaðra Birminghambarka sem
fagna eru slik að manni finnst hljóð-
himnumar vera að springa. Allar
stúkur fagna - nema vesturstúkan.
Bláskreyttum Lundúnabúum bregð-
ur. Þama ríkir þögn, blandin eins
konar sorg, í hávaðanum.
En þeir hressast brátt. Lundúna-
búar era komnir til að styðja sína
menn og hefja brátt söng. Þeir fagna
Ljóshærði ógnvaldurinn
/ eitt skiptið í leiknum hálflamaöi
Eiöur Smári tugi þúsunda Villa-
stuöningsmanna úr hræöslu, sér-
stakiega þá sem sátu í The Holte
End. Hann fékk þaö líka borgaö
til baka.
meðal annars að Liverpool er að fara
illa með Hermann Hreiðarsson og fé-
laga á heimavelli þeirra í Ipswich.
Förum aftur gegnum ein af göng-
unum og út á völl. Nú er flautað til
leiks á ný. Leikurinn hefst með lát-
um. Eftir nokkrar mínútur er Eiður
Smári tvisvar búinn að komast í
gegnum vöm Vifla en án þess að bolt-
inn rati í markið.
Þetta eru vonbrigði.
Hvað ætli Lampard-pabbi sé að
hugsa einhvers staðar rétt hjá? Ætli
hann sé að bölva okkar manni fyrir
að klúðra þremur tækifærum? Nei,
hann er öragglega mest að hugsa um
strákinn sinn. Vonast til að Lampard
yngri setji mark.
Og Chelsea-liðið heldur áfram aö
vera sóknarliðið. Villa á rispur inn á
mifli. Við getum ekki annað en dáðst
að þessum liðum. Og þama er Dari-
us Vessel líka, sá sem skoraði mark
fyrir Engand gegn Hollandi i vik-
unni. Tæknin og áræðið sem leik-
mennimir búa yflr er stórkostlegt.
Þegar maður situr á vellinum er
hægt að gera sér grein fyrir að þó
sjónvarp sé gott þá sýnir það okkur
Leikvangur Aston Villa
í Birmingham.
41.137 áhorfendur mættu á laugar-
dag til aö horfa á leik heimamanna
og Chelsea. Fyrir fram var búist viö
aö Chelsea myndi vinna.
raunveruleikann miklu síður, auk
þess sem stemningin skilar sér ekki
nema að litlum hluta. Emanuel Petit
í Cheisea gefst aldrei upp en hneyksl-
ast þegar dæmt er á hann. Honum
finnst breskir dómarar hafa minna
umburðarlyndi gagnvart frönskum
leikmönnum. Eiður Smári er nú tek-
inn út af. íslendingum á vellinum
hefur fækkað um 100 prósent.
Prúðbúinn hnjaskher
Öskur kveða við. Einn leikmanna
Vifla hefur meiðst.
Nú sést hve umgjörð leiks eins og
þessa er mikil. Þrír menn í svörtum
og virðulegum einkennisbúningum
spretta fram og hlaupa af stað frá
hliðarlinunni. Þetta er hnjask-liðið
eins og Bjami Fel myndi kalla það.
Þremenningamir era svo flottir að
þeir era með kaskeiti líka. Tveir era
komnir með sínar börumar hvor
langleiðina út á völl. Sá þriðji er eitt-
hvað seinni á sér. Hann snýr við, ætl-
ar að ná i þriðju börumar, en hikar.
Halda þessir menn að það sé
sprengjuárás í ísrael? hugsar blaða-
maður: Einn maður fékk spark í
kálfa og heilt slökkvflið er komið af
stað. Það vantar bara sírenur á húfur
hnjaskhersins, þá væri þetta full-
komið. Þriðji kaskeitiskarlinn nær
líka í börur en stansar á móts við
varamannabekkina. Hann hlýtur að
vera að hugsa; Eitthvað verður mað-
ur að hafa að gera fyrst maður er
ráðinn í svona virðulegt starf.
Þrennar börar eru bomar út af.
En enginn leikmaður. Leikurinn
heldur áfram. Langt er liðið á síðari
hálfleik. Leiknum fer senn að ljúka.
Skyndilega er hinn eitraði Jimmy
Floyd Hasselbaink kominn í gegn -
eitthvað er að gerast. Hann sendir
boltann til hliðar. Þar birtist fljótur
leikmaður sem sparkar snöggt. Bolt-
inn fer fram hjá markmanninum.
Chelsea gerir mark. Beint fyrir fram-
an eigin áhorfendur. Og hver er
þetta. Jú, já, einmitt það. Það er
Frank Lampard yngri. Faðir hans
sést hvergi. Nú hlýtur sá gamli að
vera ánægður. Nokkrum mínútum
síðar kemst Jimmy Floyd einn inn
fyrir, aleinn, og skýtur. Æ, æ, æ.
Fram hjá. í dauða- dauðafæri. Þegar
leikurinn er flautaður af förum við
aftur inn á teppalagða gangana. Eng-
inn brosir beinlínis, enginn er
ánægður með jafntefli, enginn nema
einn maður - við sjáum Lampard aft-
ur. Nú brosir hann.
-Ótt
Maöurinn sem lét hlutina gerast
Jimmy Floyd Hasselbaink var maöurinn á bak viö flest sem máli
skipti fyrir Chelsea.
andi á Eið Smára eins og þeir
væru að segja: Hvað varstu að
reyna?
Ooooooh, heyrist i Chelsea-end-
anum þar sem menn setjast
svekktir. Úff, hugsar íslenski
blaðamaðurinn, orðinn stífur í
sætinu. Þarna hefði verið gott fyr-
ir íslenskt stolt að fá mark. Segj-
um ekki meira.
Dómarinn flautar brátt. Kominn
er hálfleikur. Við förum inn og
fáum okkur eitthvað. Gleði svífur
yfir vötnum hjá Villa-áhorfendum.
Birmingham-útvarpsmenn sitja og
halda áfram að lýsa með glampa í
augum. „Let’s have a cup of tea,“
segir einhver.
Þáttur fótboltafeðga
Á einum af teppalögðmn göngun-
um inni í stórri stúkubyggingunni er
þögufl maður sem virðist vera að
skoöa ljósmyndir á veggjum. Hann
forðast að horfa framan í annað fólk,
sennilega vegna þess að hann er
frægur. Jú, ekki ber á öðra. Þetta er
Frank Lampard, fyrrverandi leik-
maður og þjálfari West Ham, sem
kominn er alla leið til Birmingham
til að horfa á leikinn. Ástæðan er
greinilega einföld: Sonur hans,
Frank yngri, er i Chelsealiðinu. Báð-
ir feðgamir hafa leikið landsleiki fyr-
ir England. Á sjónvarpsskjám era
sýndar hálfleikstölur úr öðrum leikj-
um í Englandi og Skotlandi. Þar sést
og standa upp i hvert skipti sem
þeirra menn vinna boltann eða nálg-
ast markið hinum megin.
Eiður heitur
Þegar líður á hálfleikinn fær
Eiöur Smári boltann vinstra meg-
in og sækir fram í áttina að Villa-
markinu. Hann er að komast einn
inn fyrir vörnina. Risakórinn fyr-
ir aftan mark Villa þagnar. Það er
eins og tíu þúsund manns í austur-
stúkunni séu að bíða eftir aftöku.
Allir sitja. Hinum megin rís öll
Chelsea-stúkan úr sætum og horf-
ir yfír völlinn endilangan. Hinn
tekníski, snöggi og óárennilegi ís-
lendingur er kominn upp að mark-
inu í skotstöðu. Varnarmaðurinn
sem átti að passa Eið nær ekki að
hindra skot hans. Of seinn. íslend-
ingurinn lætur riða af.
Það liggur við að maður heyri
óttann og hjartsláttinn í kórnum
ægilega. Skotið fer ... æi. Ó. Fram
hjá. Yfir og beint upp í æsta stúk-
una. Barkarnir í austri, á bak við
markið, standa allir snöggt upp og
öskra eins og þeir séu að fagna
marki. Margir benda strax stork-