Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Hreinn Loftsson er holdgerv- ingur einkavæðingar á íslandi. í tíu ár gegndi hann formennsku í einkavæðingarnefnd og undir stjórn hans hafa 25 ríkisfyrir- tæki verið seld fyrir á þriðja tug milljarða króna. Undanfarna mánuði hefur mikill styr staðið um sölu Landssimans og á sið- ustu vikum hafa málefni fyrir- tækisins og stjómar þess vakið mikla athygli og þá sérstaklega umdeild starfslok Þórarins V. Þórarinssonar. Flestum kom á óvart að Hreinn Loftsson skyldi vera jafn afdráttarlaus í orðavali og raunin var í viðtali við Viðskiptablaðið fyrr í vikunni. Hreinn segir að hugsunin um að segja hug sinn allan opinberlega hafi lengi verið að gerjast. „Ég taldi það hins vegar eðlilegt og rétt að fara yfir feril- inn þegar mér bauðst það. Starf einka- væðingarnefndar hefur verið stór hluti af lífi mínu siðustu tíu árin, raunar átt hug minn allan. Segja má að mér hafi blöskrað frágangur starfs- loka Þórarins V. Þórarinssonar og hvemig á því máli var tekið. Ég tel að vandi Landssímans og annarra fyrir- tækja í eigu ríkisins hafi kristallast í þessu máli, þ.e.a.s. með hve veikum hætti var tekið á málinu og ákvað því að vekja athygli á því sem ég tel við- varandi vanda í ríkisrekstri og hvers vegna við ættum að koma fyrirtækj- um úr eigu rikisins á markað og í eigu einstaklinga. Þegar ríkið á fyrir- tæki er hætt við því að fólk sé ráðið til starfa út frá pólitískum sjónarmiðum en ekki einvörðungu eftir hæfileikum. Ég hef sjálfur verið virkur í pólitísku starfi og verið með pólitísk tengsl en það hefur verið grundvallaratriði í mínum huga sem aðstoðarmaöur í mörgum ráðuneytum að verða ekki eftir í ráðuneytunum. Margir aðstoð- armanna ráðherra hafa látið skilja sig eftir I þægilegum stöðum. Ég fór inn í viðskiptaráðuneytið sem aðstoðar- maður ráðherra árið 1984 sem póli- tískur aðstoðarmaður til að koma fram pólitískum sjónarmiðum en ekki til að komast í feita stöðu hjá rikinu. Þetta hefur verið „prinsipp" hjá mér síðan i þeim pólitísku stöðum og verk- efnum sem ég hef tekið að mér.“ - Voru mistök að ráða Þórarin V. Þórarinsson? „Ég tel að það mál allt saman beri mjög keim af því að verið var að leysa annað vandamál; rétt þótti að slá tvær flugur í einu höggi: ráða forstjóra Landssímans og leysa mál VSÍ sem þá var að renna inn í ný Samtök atvinnu- lífsins. Ég var gagnrýninn á þá ráð- stöfun þótt hún hafi í sjálfu sér ekki komið mér viö; mér kemur i raun ekki við hvað þeir heita sem stýra fyr- irtækjunum sem ég hef séð um sölu á eða hvemig þeir hafa fengið störfin. Fyrir Landssímann og einkavæðing- una fannst mér ekki stórmál þó að sá ágæti maður, Guðmundur Bjömsson, sæti áfram þar til nýr eigandi kæmi að fyrirtækinu eftir einkavæðingu enda var hún yfirlýst markmið ríkis- stjómar þegar Þórarinn tók stólinn af Guðmundi - og tryggði sér um leið starfið til 5 ára. Þetta þykir mér ekki skynsamleg ráðstöfun af hálfu þeirra sem að því máli hafa komið. Ég trúi því að einkavæðing fyrirtækjanna sé til góðs fyrir markaðinn, starfsfólkið og að það sé hlutverk nýrra eigenda að ráða stjórn og stjómendur. Ég gerði þetta því ekki að neinu stórmáli þar sem ég taldi að einkavæðing og nýtt eignarhald væri á næsta leiti. En ég hef ekki legið á þessari skoðun minni. Landssíminn var nýtt hlutafé- lag með yfir 90% hlutdeild á markaði og það krefst þess að menn hafi nær- færna aðkomu að markaðinum; það var verið að opna hann og hleypa nýj- um aðilum inn og því óhjákvæmilegt Það er líf eftir einkavæðingarnefnd - Hreinn Loftsson talar um Landssímann, afsögn sína og vináttuna við Davíð að fyrirtækið missti einhverja mark- aðshlutdeild. í því em ekki bara ógn- anir heldur einnig ný tækifæri og reynir því mjög á útsjónarsemi og kænsku stjórnenda." @IPbell-ævintýrið - Þú talar um að stjómin hafl verið í molum og fyrirtækið rek- ist illa í fyrirtækjaflórunni. í gagnrýni á sjónarmið þín hefur komið fram að þú hefðir átt að segja þetta fyrr. „Gagnrýni mín er þríþætt: Ég hef gagnrýnt Þórarin og hvernig hann hefur t.d. staðið að samkeppnismál- um. Ég var beðinn um að hætta því tali sem ég og gerði því ég trúði því að með einkavæðingunni myndi það vandamál leysast. Þessu yrði ekkert breytt. Ég hef þekkt til Þórarins lengi og veit að honum er margt til lista lagt. Ég er t.d. fullviss um að hann yrði góður lögmaður enda er hann greindur og mikill málafylgjumaður. Honum lætur hins vegar ekkert sér- lega vel að laða fólk til fylgis við sig sem er nauðsynlegur eiginleiki stjóm- anda í fyrirtæki á borð við Landssím- ann. Hann kemur úr hörðu umhverfi VSÍ þar sem deilt var hart um kaup og kjör og hefur eflaust mótast mjög af því. Síðan kemur hann inn í Lands- símann og heldur áfram á sömu braut á markaðnum. Varðandi önnur gagnrýnisatriði mín þá kom það upp þegar við byrjuð- um vinnuna við undirbúning sölunn- ar að Landssíminn hafði staðið í hlutabréfakaupum í ýmsum sprotafyr- irtækjum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við spurðum út í það og Þórarinn og Friðrik Pálsson stjómarformaður funduðu með framkvæmdanefndinni. Við gengum eftir því og fengum að vita í hvaða fjárfestingum fýrirtækið hefði staðið enda gat það haft áhrif á söluna. Ásakanir voru um það úti á markaðnum að Síminn væri að kaupa upp samkeppni. Niðurstaðan varð sú að Landssímamenn færu sér hægt í sakirnar meðan á söluferlinu stæði og við yrðum upplýstir um allar frekari fjárfestingar. Á þessu máli var tekið og um þessar fjárfestingar fjallað í sölulýsingunni. Svo er það þriðji þátturinn sem ég hef gagnrýnt og tengist hann veikri stjómun fyrirtækisins. Þegar við réð- um PriceWaterhouseCoopers til að verðmeta fyrirtækið kom fram gagn- rýni frá fulltrúum þeirra á áætlana- gerð fyrirtækisins. Þeir töldu að stjómendur hefðu ekki staðið nægi- lega vel að því. Ég átti eftir það fund með Friðriki og samgönguráðherra og varð niðurstaöa okkar sú að farið yrði yfir og hert á allri áætlanagerð í sam- ráði við PwC. Þessi vinna tók nokkum tíma og þegar henni lauk vorum við sannfærðir um að áætlana- gerð fyrirtækisins væri komin í lag og að fyrirtækið væri tilbúiö til skrán- ingar og sölu. Þetta var einn þeirra þátta sem urðu til þess að ekki varð af sölu sl. vor en fleiri atriði spiluðu einnig þar inn í. Ég hef allan tímann verið á þeirri skoðun að í Landssímanum væm fyr- ir hendi allir þeir veikleikar sem ein- kenna stjómun ríkisfyrirtækja: æðstu stjómendur eru ekki nægilega fagleg- ir í störfum sínum og eru fyrst og fremst í stöðum sínum á pólitískum forsendum. Lausnin er einkavæðing og starfsfólk fyrirtækisins á ekkert betra skilið en að losna út úr viðjum ríkisrekstrarins. Fyrirtækið líöur fyr- ir eignarhaldið því að þetta er í rótina öflugt og gott fyrirtæki. Fjárfestar standa frammi fyrir því við kaup á ríkisfyrirtækjum að þeir fá uppsveifl- una sem verður við breytt vinnubrögð í fyrirtækjunum. Það er nánast und- antekningalaust að fyrirtækin hafa tekið stakkaskiptum til hagsbóta fyrir starfsfólk, hluthafa og markaðinn eft- ir einkavæðingu. Það mun gerast þann dag sem Landssíminn verður sjálfstætt fyrirtæki á markaði. Þess vegna hef ég sagt að jafnvel undir þeim kringumstæðum sem nú em sé það góð fjárfesting að eiga og kaupa hlut i Landssímanum.“ - í sölulýsingu er fyrirtækið @IPbell sagt metið á 135 milljónir en það fyrirtæki var í raun bara brunarústir. Hvað fannst þér um ævintýrið í kringum @IPbell? „Ég hafði ekki mikla skoðun á einstökum liðum á þessum lista um fjárfestingar og gerði mér ekki grein fyrir virði fyrirtækisins. Einnig verður að gæta jafnvægis því sumar fjárfestingar geta verið slæmar og aðrar góðar og þannig unnið hverja aðra upp. Ég taldi almennt að óheppilegt væri að fyrirtæki í eigu ríkisins stæði í svona viðskiptum á sama tíma og sala þess var undirbúin. Það væri fremur hlutverk nýrra eigenda og stjórnenda eftir einkavæðingu að taka ákvarðanir um slíkar fjárfestingar. Þegar maður les í DV um kaupin á @IPbell og allt í kringum það verður maður svo eitt stórt spurningarmerki. Hvað voru mennimir að gera?“ Sturla haldi haus „Ég er ekki í nokkrum vafa um að Landssíminn er öflugt fyrirtæki og góð söluvara. Við höfum lent í ýmsu, til dæmis hófst salan örfáum dögum eftir árásirnar á Bandaríkin og ég held að enginn hafi gert sér grein fyr- ir sálfræðilegum áhrifum þeirra á fjárfesta og hversu illilega brenndir margir stórir fjárfestar eins og lífeyr- issjóðimir voru af fjárfestingum sín- um frá árinu 2000 og fyrri hluta 2001. Menn héldu að sér höndum, voru hræddir. Ekki má heldur gleyma því að menn héldu að við yrðum lágir í verð- lagningu. Menn gerðu sér grein fyrir því að verðmat fyrirtækisins væri á réttu róli. Verðlagningin er svo annar hlutur: Ef maður á glæsikerru og vantar peninga verðleggur maður hana þannig að maður geti fengið pen- ingana í vasann. Verðmæti bílsins getur verið mun meira en aðstæðurn- ar leiddu til þess að þú þurftir að selja. Ríkið er ekki í þessari stöðu og ekki á þeim buxunum að selja á lægra verði en eðlilegt getur talist út frá verðmæti fyrirtækisins. íslensk stjórnvöld eru ekki ein um þetta. Tékknesk stjómvöld hafa farið í gegn- um svipaða reynslu í vetur varðandi eitt af orkufyrirtækjum sínum sem til- raunir voru gerðar til að selja fyrr í vetur. Fjölmargir aðilar sýndu því áhuga en boðin voru undir vænting- um. Tékkneska ríkisstjórnin sagði þá alveg eins og sú íslenska varðandi Landssímann: Við þurfum ekki að selja nema við fáum rétt verð. Þetta er ekki klúður, þetta er ábyrg afstaða. Ég tel rétt að hafa ekki selt Landssímann á undirverði. 1 kjölfestusölunni kom fram mikill áhugi og ég tel að fyrir- tækið verði selt. Núna er mikilvægt að menn taki sig til og fari í gegnum fyrirtækið og skipti um stjómendur. Það er hægt að gera marga góða hluti fyrir fyrirtækið og alla hluthafa þess. Síðan er hægt að fara af stað aftur með söluna þegar markaðirnir taka viö sér. Ég treysti núverandi stjórnvöldum undir for- ystu Davíðs Oddssonar til að taka með festu á þeim málum sem ég hef gert að umræðuefni á aðalfundi félagsins sem er á næsta leiti. Það er hagsmunamál allra hluthafa." - Hversu löng verður biðin? „Ég held að markaðurinn taki við sér á þessu ári og ef hætt verður við sölu núna skapist aftur tækifæri strax í haust. Ég hvet Sturlu til að halda haus í málinu og láta ekki berja sig niður enda er með öUu ósanngjarnt hvemig hamast hefur verið á þeim vandaða og góða manni, ekki bara í þessu máli heldur einnig í fleiri mál- um að undanfórnu. Það er ekkert klúður í gangi. Menn eiga að vera ró- legir og taka á málinu af festu og ör- yggi, þá fer þetta allt saman vel. Klúðrið væri að fara að ráðum Össur- ar og lækka verðið á fyrirtækinu. Ég þekki ekki það mál þar sem dóm- greind Össurar hefur ekki brugðist enda er hann afleitur stjómmálamað- ur. Eftir nokkur ár verður þetta bara enn einn hvellurinn sem hann hefur staðið fyrir.“ Fáum nýtt landslið - Hvað finnst þér um þær kröf- ur að samgönguráðherra axli sín skinn og taki á sig ábyrgð? „Eins og ég segi þá er ekkert klúð- ur í gangi. Ég upplifi þetta söluferli ekki þannig. Ég ber fullkomna ábyrgð á því hvemig til hefur tekist með söl- una. Þetta er ósköp einfalt mál, við sögðum: fyrirtækið er 40 milljarða króna virði og við seljum ekki undir því verði. Hvert er klúðrið? Það að við seljum ekki undir því verði? Það er ekkert klúður; við erum samkvæmir sjálfum okkur. Það er ekki réttlætan- legt að gefa eftir." - Þú hefur sjálfur sagt að stjómun fyrirtækisins sé í mol- um og allt í ólagi. Er ekki klúöur fólgið í því? „Ég hef sagt að þetta sé viðvarandi vandamál í ríkisfyrirtækjum og éinkavæðing sé lausnin. Ef ekki tekst að selja í fyrstu tilraun er brýnt að taka til og láta af þessari aðferðafræði sem er alltof algeng í ríkisfyrirtækj- um að ekki séu hæfustu einstakling- arnir ráönir til starfa. Þessari gagn- rýni verður að bregðast við. Núna er tækifæri til að senda sterk skilaboð um að taka eigi faglega á málum. Standi stjórnvöld þannig aö þessu verður enginn skaði. Meiri skaði hlyt- ist af því að lækka verðið. Menn eiga að setjast niður og viðurkenna að þetta er ekki alveg rétti hópurinn sem við erum með: fáum nýtt landslið, setjum okkar bestu menn inn á völl- inn til að stýra Landssímanum." Tek mínar eigin ákvarðanir - Það vakti mikla athygli þegar þú sagðir af þér sem formaður einkavæðingamefndar. Þið Dav- íð Oddsson hafið verið nánir póli- tískir samherjar og vinir. Þýðir afsögn þin í kjölfar orða Davíðs um Baug á Alþingi að vinslit hafi orðið milli ykkar? „Nei, ég lít ekki svo á. Ég lít svo á að við Davíð séum jafn nánir vin- ir og áður. Það hefur ekki slegið á vináttu mína gagnvart honrnn og ég vona að það sé gagnkvæmt. Ég er hins vegar sjálfstæður einstakling- ur með sjálfstæðan rekstur auk þess sem ég er stjómarmaður í fyrirtækj- um. Ég verð að taka mínar eigin ákvarðanir og hef ekki borið það undir Davíð Oddsson hvaða verk- efni ég tek að mér eða hvaða skjól- stæðinga lögmannsstofa mín tekur að sér. Ég lít ekki á flokksskírteini þegar að því kemur. Ég reyni að hafa ofan í mig og á. Þegar menn hafa gagnrýnt mig fyrir framgöngu mína hef ég sagt að enginn hugsi um Hrein Loftsson nema Hreinn Loftsson. Ég get ekki stjómað mínu lífi af ótta við að það líti illa út gagnvart einhverjum öðmm. Ég hef aldrei gefið frelsi mitt eftir til Sjálf- stæðisflokksins. Ég tek tillit til póli- tískra sjónarmiða þegar ég vinn pólitisk störf eins og formennska i einkavæðingarnefnd er. Ástæðan fyrir því að ég sit sem stjómarfor- maður Baugs er sú að ég hef ekki sömu sýn á fyrirtækið og Davíð Oddsson. Ég er þeirrar skoðunar að við höfum tekið fast á málum hjá Baugi og gert okkur grein fyrir markaðsstöðu fyrirtækisins. Við erum mjög meðvituð um gagnrýn- ina á Baug og hvemig á að taka á henni.“ - Sem stjómarformaður Baugs hefurðu sterkar taugar til fyrir- tækisins en jafnframt hefurðu sterkar taugar til einkavæðingar- nefndar. Þurftirðu ekkert að hugsa þig um hvort þú héldir áfram í stjórn Baugs eða einka- væðingamefnd? „Jú, ég hef hugsað um það í marga mánuði eða allt frá því ég tók að mér stjómarformennsku í Baugi. Þá gerði ég mér grein fyrir því að einn daginn myndi ég hætta í einka- væðingarnefnd. Og það er líf eftir einkavæðingamefnd. Ég hef áhuga á rekstri og er heillaður af því starfi sem ég gegni hjá Baugi. Það er mér heiður og ánægja að taka þátt í upp- byggingu fyrirtækisins og útrás.“ Engin lína frá Davíð - Telurðu að forsætisráðherra hafi farið offari í orðum sínum varðandi Baug? „Ég geng ekki beint gegn Davíð í þessu máli eða öðrum. Hann má hafa sína skoðun á þessu félagi. Það gekk ekki lengur upp að ég sæti í þessum tveimur stöðum eftir að Davíð gagnrýndi fyrirtækið með þeim hætti sem hann gerði. Hann er frjáls að því og þessi gagnrýni breytir því ekki að ég virði hann og er stuðningsmaður hans. Ég er hins vegar ósammála sýn hans á fyrir- tækið. Ég hef verið virkur þátttakandi í stjórnmálum um nokkuð langan tíma og gegnt pólitískum störfum eins og til dæmis formennsku einkavæðingarnefndar og fleiri slík- um störfum á hans vegum auk þess sem ég var aðstoðarmaður hans í upphafi ferils hans sem forsætisráð- herra. Frá 1983 til 1988 var ég að- stoðarmaður í ýmsum ráðuneytum þar sem ég barðist fyrir breytingum í frjálsræðisátt og átti þar náið sam- starf við Matthías Á. Mathiesen. Ég starfaði sem aðstoðarmaður hans þegar hann var viðskiptaráðherra og seinna þegar hann varð utanrík- isráðherra og síðast samgönguráö- herra. Ég lærði margt af Matthíasi enda er hann vandaður og góður maður sem ég stend í þakkarskuld við að mörgu leyti. Allur minn póli- tíski ferill hefur miðað að því að losa um höft og hleypa frelsi inn í hagkerfið. Ég hef tekið virkan þátt í stefnumörkun og komið að stjómar- sáttmálum þriggja ríkisstjóma Dav- íðs Oddssonar og alltaf hafa störf mín miðað að því að opna hagkerfið og brjóta frelsinu braut. Ég hef þá skoöun að það muni hafa það í for með sér að hæfileikamenn úr ólík- ustu áttum spretti upp. Ég fagna því sem náungi úr Vestmannaeyjum af alþýðufólki kominn að einhverjir náungar eins og ég blómstra ein- hvers staðar vegna þess að búið hef- ur verið til þjóðfélag þar sem hæfi- leikamir fá að njóta sin.“ Menn velta því fyrir sér hvort forsætisráðherra sé samstiga þér í gagnrýni þinni. Hefurðu haft samráð við Davíð með gagnrýni þina á stjómendur Símans? „Ég hef ekki haft neitt samráð við Davíð um þetta mál og vil ekki að hann hafi nokkum ama af því sem ég segi. Það er algjörlega mín ákvörðun að tjá mig um þetta mál og ég hef enga línu fengið frá Davíð. Gagnrýni min kemur frá hjartanu. Ég kom fram með grundvallarsjón- armið mín og stend engum reikn- ingsskap þeirrar gagnrýni nema sjálfum mér.“ -sm/rt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.