Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 Helgarblað________________________________________________________________________________________________P'V Græðgi, ofstopi, morð: Endasleppt hjú- skaparafmæli Frásögn hans var sú að hann hefði legið á maganum á sjóbretti sem hrað- báturinn dró og Pegye verið við stýrið þegar alda skall á bátnum og hefði hann hringsnúist og stefnt beint á brettið. Honum hefði tekist að komast um borð en kona hans var horfm. Eric leitaði um stund og kafaði til að freista þess að fmna konu sína en allt kom fyrir ekki. Hann hélt þá til lands og tikynnti mannshvarf. Hafln var leit ofansjávar og neðan og meðal annars var dvergkafbátur notaður tO að skyggnast um á hafsbotni. Þyrlur og herflugvél flugu fram og til baka um leitarsvæðið en hvergi fannst tangur eða tetur af horfnu konunni. Slys á sjó á þessum slóðum eru ekki óalgeng en lögreglumennimir, sem rannsökuðu hvarflð, töldu að hér væri ekki allt með felldu og því meira sem þeir grófu upp um Eric Bechler þeim mun meira styrktist grunur þeirra um að hann hefði átt þátt í hvarfi konu sinnar. En sönnunargögn voru engin, ekki einu sinni lik til að staðfesta að Pegye væri látin. mmsm Ósennilegt þótti að Pegye hefði drukknað. Þótt hún væri orðin 38 ára gömul og tveggja bama móðir var hún vel á sig komin til sálar og líkama. í háskóla var hún meistari í þríþraut og tók þátt í útsláttarkeppni fyrir Ólymp- iuleika fyrir Bandaríkin. Meðal greina í þríþraut er sund. Þótt hún væri löngu hætt að keppa hélt hún áfram að stunda æfmgar og var hreystin upp- máluð. Maður hennar var funm árum yngri og ágætlega útlítandi en var eft- irbátur konu sinnar á flestum sviðum. Mislukkað hjónaband Þegar eftir að Pegye hvarf vöknuðu grunsemdir um að maður hennar hefði orðið henni að bana. Grunurinn styrktist enn þegar í ljós kom að tveim mánuðum fyrir hvarf konunnar hafði Eric líftryggt hana fyrir 2,5 milljónir dollara og var hann skráður sem einkaerfmgi líftryggingarinnar. En þar sem ekkert lik fannst var erfitt að ákæra hann fyrir morð og var lögregl- una farið að gruna að hann hefði gefið upp ranga staðsetningu þegar hann til- kynnti að frúin hefði fallið útbyrðis. Auk þess að vera frábær íþrótta- kona gekk Pegye vel í skóla og útskrif- aðist úr háskóla í heimaríki sinu, Nýju-Mexíkó. Þá flutti hún til Kalifom- iu og setti á stofn líkamsræktarstöð og brátt átti hún nokkrar slíkar í og um- hverfis Newport Beach. Þá hitti hún Eric Bechler. Hann kom á eina heilsusræktarstöðina til að fá meðferð við ökklameiðsli. Sameigandi Pegye, Norma Ballew, sagði siðar að hann hefði verið staurblankur háskólastúd- ent en séð tækifæri til að lifa þægilegu lífl þegar hann kynntist faliegri konu og vel stæðri sem rak gróðavænlegt fyrirtæki. Þau giftust 1992 og Eric fékk starf hjá fyrirtækinu. En strax frá byijun kunni hann því illa að eiginkonan skyldi vera yfirmaður hans. Ballew sagði að eina ástæðan íyrir því að hann hóf störf hjá fyrirtækinu hefði verið að hann var ekki fær um að vinna annars staðar. Hann haföi enga starfsmenntun eða reynslu af að vinna fyrir sér. Hann fór samt þegar í byijun að skipta sér af rekstrinum með kjána- legum yflrgangi. Hann fór að reyna fyrir sér með fasteignabraski og opn- aði netsíður sem Pegye greiddi fyrir. Misklíð og riffiidi var algengt meðal hjónanna, oftast vegna fjármála. 1996 seldi Pegye sinn hlut í heilsu- ræktinni fyrir 1,6 miiljónir dollara og keypt var hús við höfhina í Newport Beach. Daginn sem brúðkaupsafmælið örlagaríka bar upp á leigði Eric 19 feta hraðbát og átti nú að hressa upp á stormasamt hjónabandið. Bömin vora skilin eftir í umsjá Normu Ballew. Pegye og Eric Bechler voru glœsilegt par og héldu upp á fimm ára hjúskaparafmœli sitt tvö ein á hraðbáti úti fyrir strönd sunnanverðrar Kaliforníu. Timamótin bar upp á sunnudaginn 6. júlí 1997. Tvo syni sína skildu þau eftir í umsjá vinkonu frúarinn- ar. Bátinn tóku hjónin á leigu og lögðu í hann frá Newport Beach. Tveim klukkustundum síðar birtist Eric í bátaleig- unni og sagði farir þeirra hjóna ekki sléttar. Iþróttakonan Pegye var frábær íþróttakona og trúöi enginn sem hana þekki aö hún heföi drukknaö þótt hún dytti útbyröis. Krókódflatár Lögreglan var viss um að konan hafði verið myrt. Venjulega finnst lík þeirra sem drukkna fljótlega á þessum slóðum, þau fljóta upp, en Pegye var hvorki á yfirborðinu né á botni eða í sjónum þar á milli. Allir vissu hve frá- bær sundkona hún var og við hesta- heilsu og að eitihvað var meira en lít- ið graggugt við hvarf hennar. Á með- an lögreglan leitaði sönnunargagna átti syrgjandi ekkiilinn viðtöl við blöð og kom ffarn í sjónvarpi og endurtók aftur og aftur hve hræðilegt slys hefði hent í skemmtisiglingunni í brúð- kaupsafmælinu. En þeir sem rannsök- uðu máið sáu ekki annað en krókódíla- tár hrynja af hvörmum hins sorg- mædda. Ekki leið á löngu þar til kvenna- ljóminn var aftur kominn á kreik og nú með fyrirsætu og kvikmynda- leikkonu sem tjaldaði óspart hæfileik- um sínum og leikrænum likamsvexti fýrir ff aman myndavélar en dramatísk túlkun var henni að öðra leyti ofúrefli. Þau hittust í veislu og löðuðust þegar í I hlutverki Upphafssena í einni af myndum Tinu. Æskugleðí Pegye á þeim árum sem hún var meistari í þríþraut og keppti í úr- tökumóti fyrir ólympíuleika. stað hvort að öðra. Tina New sagði vini sínum síðar að hún laðaðist eink- um að karlmönnum sem lifðu glanna- legu lífi á mörkum borgaralegs siðgæð- is. Eric aftur á móti sagði sínum vin- um að Tina væri hin fullkomna ást- kona sem lifði fyrir kynmök. Brátt flutti Tina heim til Erics en tengdaforeldrar hans tóku bömin tvö að sér. Skötuhjúin lifðu hátt og leið tíminn í sífelldri veislu. Vinir Tinu úr glansheimi tísku, lélegra kvikmynda og kláms vora tíðir gestir á heimilinu. Samband þeirra stóð fram til ársins 1999 og einkenndist af glaumi og eitur- efnanotkun. Þau vora farin að rífast heiftarlega og lokst skildi Tina við Eric eftir að hann lúbarði hana. Þegar hún iagði ffam kæra á hend- ur honum fyrir ofbeldi og líkamsmeið- ingai' sá lögreglan sér leik á borði og var hún spurð hvort hún hefði ein- hverja hugmynd um með hvaða hætti kona Erics fyrrverandi hefði látist. Glæsimenniö Eric Becler var bráðmyndarlegur og mikill kvennaljómi en staðfestulítill ónytjungur. Hún sagði að elskhuginn og sambýlis- maðurinn hefði ekki sagt beinlínis að hann hefði myrt hana en eftir að hann fór að sýna sér ofbeldi og berja hana hefði hana farið að gruna margt. Andlegt ofbeldi Tina féllst á að láta lögregluna festa á sig hleranarbúnað og reyna að fá Eric til að segja sér hvernig hvarf Pegye hefði borið að. Þau hittust í veitingahúsi og smám saman tókst Tinu að fá manninn til að skýra frá hvað gerðist í brúðkaupsafmælinu. Þegar þau hjónin vora komin alilangt frá ströndinni hafði Eric hellt eins miklu kampavini í konu sína og hún frekast vildi taka við til að sljógva hana. Að þvi kom að hún dottaði og lét hann þá til skarar skríða. Hann tók með sér lítil lyftingalóð og nú keyrði hann eitt þeirra í höfuð konu sinni, Á 90 mínútna segulspólu sem lög- reglan fékk i hendur vora fullgildar játningar og sitthvað fleira um samlíf þeirra og Tina ræddi fijálslega um af- hjúpandi störf sín fyrir framan myndavélar. Eric lýsti erfiðu hjóna- bandi og sagði að enginn maður hefði getað þoiað yfirlæti og það andlega of- beldi sem Pegye sýndi honum. Hefði hann fýrir löngu verið búinn að ráð- gera að koma henni fýrir kattamef en ekki látið verða af því fyrr en í brúð- kaupsafinælinu. En þá stóð skilnaður þeirra fýrir dyrum hvort sem var. Morðinginn hrósaði sér af þvi hve vel hann hefði falið slóð sína og plat- að lögregluna. Hann gaf upp ranga staðsetningu og var aldrei leitað á þeim slóðum þar sem harrn kastaði líkinu í sjóinn og batt nokkur lyft- ingalóð við svo að ekki flyti upp. Eric var ákærður og við yfirheyrslur bar hann að allt væri það lygi sem hann hefði sagt Tinu og hún tók upp á band. Sagðist hann aðeins hafi veriö aö segja henni það sem hún vildi heyra og hefði það æst hana upp og hefðu þau notið ástaleikja i kjölfarið. Hann bætti við að hann hefði verið raglaður af e-piiluáti þegar hún tók játningar hans upp á band og afhenti lögreglunni. Eric Blecler var ekki eins klár og hann hugði þvi að hann fékk aldrei eyri af líftryggingunni sem átti að gera hann ríkan. Tryggingafélög greiða ekki út líftryggingu nema dán- arvottorð liggi fyrir og það var ekki hægt að gefa út vegna þess hve morð- inginn var slyngur að fela slóð sina og lík hinnar myrtu. Hann var fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði og dæmdur í lífstíð- arfangelsi og hefur ekki heimild til að sækja um náðun. Tina Now heldur áfram í leiklist- inni og geta þeir sem áhuga hafa á listrænni tjáningu hennar keypt sér spólumar Baywatch Nights og Siik Stalkings ef þeir vilja kynnast hæfi- leikum hennar nánar. mmm Milljónamæringur? Sakamaður sem dæmdur var í langa fangelsisvist í Brunswick í Georgíufylki vann 31 milljón doll- ara í lottói. Undanfarin ár hefur hann verið í reynslulausn og því frjáis ferða sinnan innan tilskilinna takmarka. En þrátt fyrir að vera orðinn margfaldur milljónamæringur verð- ur hann að strita á lágum launum allt þangað til hann hefur afplánað dóminn. Skilorðinu fylgir nefnilega sú kvöð að hann verði að hafa fasta vinnu og ef hann svíkst um að mæta verður honum stungið inn aftur. Forfærði piltana í Oklahoma situr kona á fertugsaldri í fangelsi fyrir að forfæra unglinga. Hún bauð krökk- um á aldrin- um 12 til 16 ára til bjór- drykkju á heimili sínu og kenndi þeim skemmtilegan leik sem hún nefndi sannleikinn og að þora. Leikreglur voru að drekka bjór og fara úr fótunum. Stúlka ein sagði fyrir rétti að sú fullorðna hefði leikið sér að því að berhátta og taka stráka inn í svefn- herbergi með sér. Hún var líka seig að fá stelpurnar til að fara úr í bjór- veislunum og var kærð fyrir það líka. Engum sögum fer af því hvaða leiki konan kennir samföngum sín- Myrti karlinn og var sýknuð Kona i Birmingham í Englandi var sýknuð af morði eiginmanns síns þótt hún viðurkenndi að hafa stungið hann hnífi í brjóstið með skaðvænlegum afleiðingum. Hún drap karlinn árið 1999 en þau höfðu verið gift síðan 1979. Allan tímann sýndi maðurinn konu sinni andúð og ofbeldi og kvaldi hana á ýmsan hátt með yfirgangi og barsmíðum. Hann hafði samt tíma til að gera henni börn og áttu þau tvö. Konan varð þunglynd og miður sín og gafst lokst upp á hjónabandinu og flutti að heiman. Eftir nokkurra mánaða fjarveru bankaði hún upp á hjá karlinum, sem bjó á gamla heimil- inu, til að ræða við hann um skiln- að að lögum. Hnn brást hinn versti við og þegar hún ætlaði að yfirgefa húsið ærðist hann og réðst á kon- una. Hún greip þá hnif sem var við höndina og stakk honum 1 öxlina á kvalara sinum. Dómurinn taldi að ekki hefði ver- ið um viljaverk að ræða og hefði konan ekki ætlað að myrða mann- inn. Einnig var tekið tillit til and- legs ástands hennar. Var hún því sýknuð. Umsvifamikill morðingi Einn dug- legasti fjöldamorð- ingi sögunn- ar var Úkra- ínumaðurinn Anatoly Onoprienko sem myrti 52 manneskjur. Það tók dóm- arann tvo sól- arhringa að lesa ákæru- skjaldið áður en hann dæmdi mann- inn til dauða. Vörn hans var sú að dimm öfl hefðu skipað honum að fremja morðin og hefði hann ekki verið sjálfráður gerða sinna. Félagi hans, Rogozin, aðstoðaði við 13 morðanna. Eftir morðin rændu þeir þá sem eitthvað áttu. Morðæðið rann fyrst á Anatoly árið 1989 en þá myrtu þeir félagar 9 manns. En á sex mánaða tímabili, 1995-1996, myrti Anatoly 43 mann- eskjur. Þá var hann 39 ára. Rogozin hlaut 13 ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í óhæfuverkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.