Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Rltsfjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Grsn númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
PlötugerO og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og! gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Risinn og olíuforsetinn
Draumur Kenneths Lays, aðalframkvæmdastjóra og
stjórnarformanns bandaríska orkurisans Enrons, var að
gera fyrirtækið að „Microsoft" orkuiðnaðarins. Sá
draumur óx i huga þessa víðfræga viðskiptajöfurs í hálf-
an annan áratug en varð að verstu martröð í bandarískri
fyrirtækjasögu seint á siðasta ári og endaði með risagjald-
þroti í byrjun þessa árs. Sjaldan hefur stórfyrirtæki hrun-
ið með jafn miklu brambolti í Bandaríkjunum og sér ekki
fyrir endann á óhljóðunum.
Sagan af Enron er eins og gjarnan gerist þegar fólk og
fyrirtæki fara á meiri ferð en fæturnir ráða við - hún er
hröð og æsileg og endar vitaskuld með ósköpum. Og
ósköpin i þessu tilviki teygja sig inn í innsta hring banda-
rískrar stjórnsýslu. Þau elta uppi sjálfan forseta landsins
og hitta hann fyrir í sjálfu peningaveskinu. Þessi ósköp
birta undarlega mynd af vinasambandi tveggja manna
þar sem annar dælir peningum í hinn og úr verða tvö of-
urmenni hvort á sínu sviði: forseti og forstjóri.
Forsetinn kallar forstjórann „Kenny boy“ á góðum
degi. Þessir perluvinir eiga hvor öðrum margt að þakka.
Lay á til dæmis heiðurinn af velgengni Bush í stjórnmála-
baráttunni. Hann hefur sjálfur, og ekki síst í krafti En-
rons, mokað fjármunum í kosningaverkefni Bush, jafnt í
tíð hans sem forseta og ríkisstjóra. Dagblöð vestra segja
að Bush hafi fengið greiddar allt að hálfum milljarði ís-
lenskra króna frá Enron i kosningasjóði sína þegar hann
barðist við A1 Gore um forsetaembættið árið 2000.
Nú er vík milli vina. Og sambandið óþægilegt. Það var
ekki laust við að Bush sendi Lay tóninn i stefnuræðu
sinni þar sem hann minnti á nauðsyn ábyrgðar við
stjórnun fyrirtækja. Um slíka ábyrgð verður fjallað á
næstu mánuðum fyrir rannsóknarnefnd bandariska
þingsins þegar forkólfar Enrons verða krafðir skýringa á
kúnstugum aðgerðum við að fela stórtap félagsins á síð-
ustu mánuðum. Þá er spurning hvaða háspil verða lögð á
borðið og hvort kóngar verða dregnir úr erminni.
Fyrstu fimmtán ár Enrons eru saga sigra og sambanda.
Engan óraði fyrir því að miðlungs jarðgasfyrirtæki í
Houston í Texas yrði á fimmtán árum stærsta orkudreif-
ingarfyrirtæki heims. Á þessum hálfa öðrum áratug varð
það að sjöunda stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna og náði
toppnum á lista yfir álitlegustu fjárfestingarkosti í heima-
landi sínu. Orkugróðinn virtist án allra endimarka -
draumur Kenneths Lays um „Microsoft“ orkugeirans
virtist ætla að rætast án nokkurra vandræða.
Engum vafa er undirorpið að ein af ástæðunum fyrir
velgengni Enrons er að þræðir þess ófu sig þétt um
bandarískt stjórnkerfi. Fá stórfyrirtæki vestra hafa getað
státað af jafn nánum vinskap við jafn marga valdamenn í
efstu þrepum stjórnsýslunnar og orkurisinn Enron.
Kunnur er vinskapur Kenneths Lays og George W. Bush
en ónefndir eru aðrir stórfelldir styrkþegar Enrons á borð
við varaforseta landsiris, dómsmálaráðherra, fjármálaráð-
herra og viðskiptaráðherra landsins.
George W. Bush hefur einatt verið nefndur „oliuforset-
inn“ vegna olíuauðs Bush-fjölskyldunnar og tengsla sinna
við oliuiðnaðinn. Helsti styrkveitandi hans og annarra
helstu ráðamanna í stjórn Bandarikjanna er fallinn með
látum og brölti. Enron-málið sýnir enn og aftur að það
getur verið erfitt að eiga öfluga vini i pólitík. Það á jafnt
við í Bandaríkjunum og heima á íslandi, þar sem menn
gæta þess vandlega að hafa allt bókhald stjórnmálaflokk-
anna lokað niðri í læstum hirslum.
Jónas
Haraldsson
aöstoOarritstjórí
Laugardagspistill
I>V
Febrúarfiðringur
ingunni og albúminu. Það er hægt
að oma sér við góðar minningar
með því að fletta því. í febrúar er
líka langt frá jólum en minning
þeirra birtist í formi plastreiknings
sem setur fjárhag venjulegra heim-
ila á hliðina. Þegar sá góði hagur er
hvort sem er úr lagi genginn sakar
ekki að ganga örlítið lengra og láta
sig dreyma um ferð í sólina, jafnvel
þótt aflir viðkomandi viti að skyn-
samlegra væri að halda að sér
höndum og reyna að vinda ofan af
vitleysunni. Spuming er svo hvaö
er skynsamlegt og hvað ekki. Ekk-
ert garantí er fyrir því að maður
lifi nema einu sinni. Ber þá ekki að
nýta þá períódu með stæl? Fjárhag-
urinn er hvort sem er lítið annað
en bókhaldslegt atriði.
Ég veit nokk hvað til míns friðar
Hún fer hratt yfir í
huganum og áður en ég
veit af minnist hún
endalausra sandstranda
Rimini á Ítalíu, sólardag-
anna þegar við héldum
áfram til Rómar og síðar
Pisa, þar sem reynt var
eftir mœtti að rétta
tuminn við.
heyrir á miðjum þorra. Konan er
ferðaglaðari en ég og hefur stuðlað
að flandri okkar um lönd og álfur.
Ég tuða svolítið en minna en áður.
Mér er þetta ekki eins leitt og ég
læt þótt ég bendi henni góðfúslega
á okkar hag ekki síður en þjóðar-
hag. Ferðabækflnga þarf ekki leng-
ur að sækja, þeir detta inn um lúg-
una. Flestir em þeir bláleitir en
það helgast líklega af þvi að á for-
Myndimar eru freistandi, sem og
tilboðin. Fallega fólkiö buslar í
flæðarmálinu, brúnt og brosandi.
Elskendur leiðast inn í sólarlagið. í
fjarlægð bærast pálmalaufln. Ann-
ars staðar ganga fjölskyldurnar
saman eftir sandströndinni. Hjónin
eru hönd í hönd, drengurinn leidd-
ur af pabba og stúlkan af mömmu.
Einingin er alger, gleðin skín af
hverju andliti. Veðrið er dásamlegt
- sól, sjór og himinn renna saman.
Hamingjunni verður vart með orð-
um lýst.
Allt er þetta í hrópandi ósam-
ræmi við gráan hvunndaginn í
febrúar á íslandi. Það er dimmt,
ýmist frost eða rigning, slabb eða
snjór. Særokið lemur rúðumar svo
ekki sést út. Asfaltið sest á bílana.
Bömin gráta þegar þau eru vakin á
morgnana, ýmist í skóla eða leik-
skóla. Þau vilja ekki klæða sig og
því síður borða. Þeir sem eiga bíl
þurfa að skafa rúðumar; hinir eiga
á hættu að missa af strætó.
Það er á þessum tímapunkti sem
mörlandinn er veikastur fyrir
draumalandinu, sólinni, hitanum,
ástinni, kælandi drykk og kvöld-
verði með glitrandi víni á útiveit-
ingastað.
Febrúar
Ferðaskrifstofumar negla okkur
í febrúar. í þeim stutta mánuði fer
það saman að drjúgt er síðan sum-
arið leið en ekki síður langt í það
næsta. Sumarið er bara til í minn-
síðum þeirra renna
saman himinn og haf
þótt bera fólkið sé í
forgrunni.
Hugarflug
Konan les upp-
hátt: „Costa del Sol,
Benidorm, Mall-
orca, Barcelona,
Rimini, Verona,
Garda, Budapest,
Prag og London.
„Manstu," segir
hún með blik í
auga, „þegar við
vorum í Barce-
lona? Hljómkvið-
an í gosbrunnin-
um var æði.“
Hún fer hratt yfir
í huganum og
áður en ég veit af
minnist hún
endalausra
sandstranda
Rimini á Ítalíu,
sólardaganna
þegar við héld-
um áfram tfl
Rómar og síðar
Pisa, þar sem
reynt var eftir
mætti að rétta
tuminn við.
Budapest er
stórkostleg,
brýrnar og
glæsihúsin.
„Enga borg
elska ég þó
eins og
Prag,“ segir
Blýantar enn nagaðir
Björn
Þorláksson
blaöamaöur
Sjónarhorn
Einhverju sinni sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson að í Seðlabank-
anum hefðu menn ekkert skárra
með tímann að gera en naga blý-
anta. Þetta þóttu óheppileg um-
mæli en í þeim leyndist sannleiks-
kom eins og jafnan þegar umdeild
ummæli eiga i hlut. Tilgangurinn
hjá Jóni Baldvin var að benda á
hve stór hluti opinberra starfs-
manna hefði það náðugt. Þótt hann
tæki Seðlabankann sem einangrað
dæmi var hann örugglega að hugsa
viðar.
Trúin á frjálst framtak og minni
ríkisrekstur hefur farið vaxandi í
seinni tíð. Frá því að Davíð Odds-
son tók við stjómartaumunum hafa
orðið miklar breytingar í samfélag-
inu. Fjöldi ríkiseigna hefur verið
einkavæddur og alla jafna með
þokkalegum árangri að því er séð
verður. Bankarnir hafa t.d. plumað
sig vel eftir að þeir voru háeffaðir.
Davíð er helst þakkað fyrir nýja
sýn hjá annars forsjárþurfandi
þjóð. Leifar gömlu kommahugsun-
arinnar voru á borðum lands-
manna fram á síðasta áratug síð-
ustu aldar en með grænu Ijósi á
hnefaleikana í vikunni má segja að
eitt síðasta vígi forsjárhyggjunnar
hafi fallið.
Stóra höggið
Það hlaut hins vegar að fara svo
að vélin hikstaði hjá stjóminni í
þeim breytingum öllum sem hún
hefur staðið fyrir og það var þá
ekki bara kerti sem bilaði heldur
bræddi vélin hreinlega úr sér.
Ótímabær einkavæðing Landssím-
ans er klúður án hliðstæðu og
stöðugt virðist bætast viö þá harm-
sögu frá degi til dags. Þessi vika
hefur verið sérlega viðburðarík.
Þjóðin var varla búin að ná andan-
um aftur eftir starfslokasamning-
inn við Þórarin Viðar þegar Hreinn
Loftsson, fyrrverandi formaður
einkavæðingamefndar, kvaddi sér
hljóðs og gagnrýndi harðlega ýmis-
legt er tengist stjómun fyrirtækis-
ins. Hrúðrið féll af sárum Símans
og úr undum ríkisins blæddi á ný.
Ekkert útlit er fyrir storknun í
bráð því nýjustu upplýsingar
benda til að ríkið gæti þurft að end-
urgreiða öllum þeim sem keyptu
bréf í fyrirtækinu í fyrra. Með því
Sigmundur Ernir