Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 49
Afmælisbörn John McEnroe 43 ára Einn frægasti tennisleikari heims- ins og örugglega sá litrikasti, John McEnroe, á afmæli í dag. McEnroe vakti strax mikla athygli fyrir skemmtiieg tilþrif og mikiö keppnis- skap og fóru leikir hans oftar en ekki út í vafasama skemmtun fyrir áhorf- endur og ijölmiöla. Urðu dómarar oft fyr- ir barðinu á honum en McEnroe var óhræddur við að láta þá fá orð í eyra þegar honum mislíkuðu dómarnir. Hlaut hann stundum á ferli sínum miklar sekt- ir fyrir framkomu sína. McEnroe hefur unnið alla stærstu titla sem hægt er að vinna á tennis- mótum atvinnumanna og var i fjögur ár í röð efstur á lista yfir bestu tennisspilara heimsins. John McEnroe fæddist í Wiesbaden í Þýska- landi og var faðir hans for- ingi í bandaríska flughern- um. McEnroe hefur róast með árunum, tekur þátt í öldungamótaröð atvinnu- manna og er mjög sigursæll þar. Eigin- kona hans til marga ára heitir Patty og eiga þau sex börn, það elsta sautján ára og það yngsta þriggja ára. Stjörnuspa Gildir fyrir sunnudaginn 17. febrúar og mánudaginn 18. febrúar Vatnsberinn (20. ian.-l8. febr.i: Fiskarnir (19. febr.-20. mars); Spá sunnudagsins Ástvinur þarfnast mik- illar athygli. Þú færð hrós í vinnunni fyrir unnið verk og er það þér mikils virði. Vertu jákvæður í garð þeirra sem vilja hjálpa þér en tekst það kannski ekki vel. Happatölur þínar eru 6, 17 og 32. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Spa sunnudagsins Þú færð fréttir af gömlum vini sem þú hefúr ekki hitt lengi. Dagurinn verður fremur við- burðalítill og rólegur. Spa mánudagsins Þér er umhugað xun fjölskyldu þína og hún nýtur athygli þinnar í dag. Notaðu kvöldið fyrir sjálfan þig. Tvíburarnir (21. mai-21. iúni): Spá sunnudagsins ert heppinn í dag, bæði í vinnunni og einkalíftnu. Þú átt í vændum skemmtilegt kvöld með góðum vinum. Spa mánudagsíns Einhver er óánægður með frammistöðu þina í ákveðnum viðskiptum. Sýndu fólki að þú vitir þínu viti. Liónið (23. iúlí- 22. ágústi: verða þér ofarlega í huga eink- um fyrri hluta dagsins. Einhver segir eitthvað sem fær þig til aö hugleiða breytingar. Aðstæður gera þér kleift að hrinda breytinginn í framkvæmd án þess að þú þurftir að hafa mikið fyrir því. Vogin (23. sept.-23. okt.): Spá sunnudagsins Það rikir góður andi í vinnunni og þú færð skemmtilegt verkefni viðv. Hópvinna gegnur vel í dag. í dag virðast viðskipti ekki ætla að ganga vel en ef þú ferð varlega og hlustar á ráð reyndra manna gengur allt að óskum. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: Spa sunnudagsins átt í einhverjum y- erfiðleikum í dag í \ Pljsamskiptiun þínum við fjölskylduna. Með kvöldinu slakn- ar á spennunni. Spá mánudagsins: Þú ættir að huga að persónu- legum málum þínum í dag og lofa öðrum að bjarga sér á eigin spýtur. Spá sunnudagsins hluti dagsins er rólegur en kvöldið verður viðburðarrík- ara. Einhver óvænt og fremur skemmtileg uppákoma bíður þín. Spa manudagsins Hætta er á að ákveðin manneskja komi af stað deilum ef margir hittast á sama stað. Reyndu að halda þig utan þeirra. Nautið (20. apríl-20. maí.): Spá sunnudagsins r Breytingamar liggja í loftinu og það gerir rómantíkin hka. Kvöldið hentar vel til heimsókna. Happatölur þínar eru 5, 13 Og 21. Ferðalag gengur að óskum og ástæða er til að ætla að rómantík sé á næsta leiti. Þér gengur ekki eins vel í vinnunni. Krabbinn (22. iúni-22. iúlíl: Spá sunnudagsins BÁkveðin manneskja veldur þér vonbrigð- um. Eitthvað sem hún gerir breytir áætlun þinni en ekki láta það á þig fá. Spá mánudagsins: Vinur þinn er hjálpsamur en ekki notfæra þér hjálpsemi hans án þess að endurgjalda hana. Happatölur þínar eru 2,14, 31. Mevian (23. áeúst-22. seot.i: Spa sunnudagsins ^Vv E AXiA Ef þú ert á leiðinni í ||sferðalag skaltu gefa * f þér góðan tíma til und- irbúnings. Annars gæti allt farið úr skorðum á síðustu stundu. Spá mánudagsins Þín bíður annasamur dagur bæði heima og í vinnunni. Fjölskyldan ætti að vera saman í kvöld. Happatölur þínar eru 12, 23, 36. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.i: ur Spa sunnudagsins bjartsýnn varðandi í vinnunni. Þú nýt- > meiri virðingar og fólk treystir þér. Þér gengur vel að fmna lausn á erfiðu vandamáh. Þú mætir mikilli góðvild í dag og færð hjálp við erfitt verkefni. Vin- ur þinn hefur um mikið að hugsa og þarf á þér að halda. Steingeitin (22. des.-i9. ian.): Spá sunnudagsins Vertu tillitssámur við -- jrj vin þinn sem hefur ný- lega oröið fyrir óhappi eða miklum vonbrigðum. Ekki helga þig vixmunni um of. Spa mánudagsms Enginn veit jafnvel og þú hvemig best er að haga deginum í vinn- unni svo þú skalt ekki láta aðra segja þér fyrir verkrnn. Stórútsala Yfirhafnir í úrvali b LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 57 V Helgarblað msÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardaga frá kl. 10-15 25-70% afsláttur Allt á að seljast Regnjakkar og úlpur á 2.900 Kanínuskinnin komin Hattar og húfur í úrvali Michael Jordan 39 ára Mesti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, á afmæli á morgun. Eins og kunnugt er byrjaði hann að leika aftur í NBA-deildinni í vetur eftir að hafa verið „hættm“ í nokkur ár. Endurkoma hans hefur verið mikil lyftistöng fyrir körfu- boltann vestanhafs þótt eitthvað hafi tapast af snerpunni sem áður ein- kenndi hann. Jordan, sem í mörg ár hefur verið einn tekjuhæsti íþrótta- maður heimsins, hefur látið málefni þeirra sem minna mega sina meðal kynbræðra sinna til sín taka og veitir fé á báða bóga auk þess sem hann situr í stjómum nokkurra hjálpar- stofnana. Um skeið gerðist Jordan leikmaður í hafna- bolta en hafði ekki erindi sem erfiði, þá hefur hann leikið í kvikmyndum (Space Jam) og er mikill golfáhugamað- ur og hafði um skeið áhuga á að gerast atvinnumaður í þéirri iþrótt. Eigin- kona hans heitir Juanita (þau skildu fyrir stuttu en eru vist tekin saman aft- ur) og eiga þau tvö böm. Giftu sig í háloftunum í tilefni af Valentínusardeginum buðu Flugleiðir upp á brúðkaups- ferð til íslands. Fimm bandarísk pör gripu tækifærið og giftu sig í flugi FI642 frá Baltimore til Keflavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slík at- höfn fer fram í Flugleiðaþotu og hef- ur hún vakið mikla athygli beggja vegna Atlantshafs. Pörin sem eru víða að úr Bandaríkjunum voru sammála um að brúðkaupið hefði verið spennandi og skemmtilegt. Stacie og Chris Douglas sögðu að þau hefði langað til að athöfnin yrði Brúðkaupstertan skorin Athöfnin hófst í flugstöðinni í Baltimore með veislu þar sem vinum og vandamönnum var boðin brúðarterta og kampavín. ógleymanleg og að það hefði svo sannarlega tekist. „Við ætluðum að gifta okkur í ágúst en sáum tilboðið frá Flugleiðum á Netinu og stukk- um á það. Ef það verður jafn gaman á íslandi og í flugvélinni verður brúðkaupsferðin ógleymanleg." Athöfnin hófst í flugstöðinni í Baltimore með veislu þar sem vin- um og vandamönnum var boðin brúðarterta og kampavín. Þegar þau gengu um borð var brúðarvalsinn leikinn og í flugvélinni sá Robert P. Duckworth um borgaralega giftingu áður en brúðgum- inn kyssti brúð- ina. Kristin Geirs- dóttir flugfreyja segir að athöfnin hafi verið mjög sæt. „Brúðhjónin sneru að farþeg- unum á meðan á athöfninni stóð og svo voru rosk- in hjón um borð sem fengu að vera með og end- umýja brúð- kaupsheitið sitt. Eftir athöfnina fengu þau kampa- vín og allir klöpp- uðu fyrir þeim. -Kip Ogleymanleg athöfn Stacie og Chris Douglas sögðu að þau hefði langað til að athöfnin yröi ógleymanleg og að það hefði svo sannarlega tekist. „Efþaö verðurjafn gaman á íslandi og í flugvélinni þá verður brúðkaupferðin ógleymanleg." Vio upphaf hveitibrauðsdaganna Brúðhjónin Jim Tinsley og Wendy Vogenitz, Stuart og Collen Swanigan, Brian Savro og Wes Green, Robert og Kethy Hill auk Roberts P. Duckworth, sem gaf þau saman, við komuna til Keflavíkur í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.