Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Side 5
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002_ I>V Fréttir Pólskum íslendingi á Eskifirði bannað að gangast í bankaábyrgðir: Þjóðerni ræður ekki í lánveitingum - segir bankastjóri Landsbankans „Ég vísa því alfarið á bug að mis- munvm gagnvart viðskiptavinum á grundvelli þjóðemis eigi sér stað hjá okkur,“ segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka islands hf., í samtali við DV. Eins og blaðið greindi frá um helgina fékk Aleksandra Jan- ina Wojtowicz á Eskifírði afsvar hjá útibússtjóra Landsbankans á staðnum um að mega vera í ábyrgðum fyrir 20 þúsund króna yfirdráttarheimild á ávísanareikningi systur sinnar. „Ástæðan sem mér var gefin var sú að ég væri ekki alvöru íslendingur," sagði Aleksandra við DV. Bankastjóri Landsbankans segir hins vegar að samkvæmt sínum upp- lýsingum hafi slík orðaskipti aldrei átt sér stað. Auk þess hafi starfsfólk Landsbankans á Eskifirði sýnt Aleksöndru og hennar fjölskyldu sanngirni í þeim viðskiptum sem þau hafi átt við bankann. Að öðm leyti kveðst hann ekki geta tjáð sig um þetta einstaka mál vegna laga um bankaleynd. Um útlánareglur Landsbankans segir Haildór J. Kristjánsson að þar sé tekið tillit til viðskiptastöðu lántak- enda, trygginga, ábyrgða og viðskipta- sögu viðkomandi. „Fullyrðingar um þjóðemismismunun í þessu sambandi eru algjörlega rangar. Við erum með hundruð erlendra viðskiptavina um allt land og margir þeirra eru meðal okkar bestu viðskiptavina. Við erum með erlenda ríkisborgara í starfsliði okkar, höfum gert okkur sérstakt far um að þjónusta erlenda ferðamenn sem hingað koma og starfrækjum einnig viðskiptaþjónustu við erlenda fjárfesta. Þessar staðreyndir tala sínu máli,“ segir Halldór. -sbs DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON í veðurblíðu Þær voru aö leik í veöurblíöunni! Þykkvabænum heimasæturnar í Hábæ I og II, Sólrún og Hjördís. Alltaf er nóg aö gera ! sveitinni viö leik og störf. Þaö er líka erfitt aö sitja á sér í svona veöurblíöu á miðjum þorra, því velja mörg börn þann kost helstan að fara út í leik, meöan gefst tími frá námi og verkum. ORYGGI ÞÆGtNÐI UMHVERFI TOUÍ30RG GÚMMÍ- mottur dreglar dúkar Fjölbreytní I efnisvali og formum oulsen SKEIFAN 2, 108 REYKJAVIK siml 530 5900, fax 530 5910 http:llwww.poulsen.ls Smáauglýsingar visir.is eiga einn • Nýr Polo er stærri en fyrirrennari hans og býr yfir fádæma skemmtilegum aksturseiginleikum, lipurð og afli. Þessi glæsilega hannaði bíll býöst með frábærum vélarútfærslum, nýrri bein- skiptingu, langtímaolíubúnaöi og svo mætti lengi telja. Komdu og reynsluaktu þessum einstaka bíl sem allir ættu að eiga. Volkswagen Polo var sæmdur hinum eftirsóttu verðlaunum Gullna stýriö af þýska tímaritinu Bild am Sonntag. Það gerist ekki betra. Volkswagen Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is www.vw

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.