Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 Fréttir DV Útlit fyrir að NATO-fundurinn í Reykjavík marki tímamót í öryggismálaumræðunni: Heimspólitísk „trúlofun“ á Reykjavíkurfundi - búist við undirritun samkomulags um mjög náið samband NATO og Rússlands Útlit er fyrir að vorfundur NATO, sem haldinn verður í Reykjavík um miðjan maí, verði þegar fram líða stundir skilgreindur sem einn merkasti fundur í sögu bandalagsins. Þar næst trú- lega það markmið að stað- festa „heimspólitíska trúlof- un“ eða samkomulag um mjög náið samstarf NATO við Rússa og miklu nánara en hingað til hefur þekkst. Ákvörð- un var tekin um að freista þess að ná slíku samkomulagi á utanríkis- ráðherrafundi NATO í desember. Þá sagðist Halldór Ásgrímsson von- ast til að fundurinn í maí myndi ekki síður marka timamót en leiðtogafundurinn í Höfða 1986 sem markaði upphaf endaloka kalda stríðsins. „Það er rétt að við Jochka Fischer ræddum um Reykja- víkurfundinn og þetta sam- starf við Rússland á fundi okkar í dag (i gær) og við leggjum mikið upp úr því að hægt verði að undirrita í Reykjavík samkomulag milli Atlantshafsbandalagsins og Rúss- lands um nýjan grundvöll í sam- starfi aðilanna,“ segir Halldór Ás- grímsson. Halldór segir að i þessu samkomulagi felist mjög náið sam- starf NATO og Rússa en það feli þó ekki í sér aðild Rússa að bandalag- inu. „Við erum að tala um meiri aö- komu þeirra að öllu því sem At- lantshafsbandalagið er að gera á ör- yggismálasviði. Þessi samvinna kemur ekki síst til vegna baráttunn- ar gegn hryðjuverkum," segir Hall- dór. Samstarf NATO og Rússa hefur farið stigvaxahdi á umliðnum árum og hófst með frumkvæðinu sem kallað var „Partnership for peace“ en í því tóku þátt auk Rússa ýmsar aðrar þjóðir sem áður tilheyrðu „austurblokkinni". í dag er sam- ráðsvettvangur NATO og Rússa byggður á samráðssamningi frá 1997 og á þeim grunni í gegnum svo- kallað Samstarfsráð, (Permanent joint Counsil) en sá vettvangur gengur iðulega líka undir nafninnu „19+1“, þ.e. Natóríkin + Rússland. Utanrikisráðherra segir það rétt að hér séu menn að tala um aö leggja þessar tölur loks saman og tala um vettvang ríkjanna tuttugu. „Þetta setur vitaskuld Reykjavík- urfundinn I alveg nýtt samhengi og fundurinn verður einn af mikilvæg- ustu fimdum Atlantshafsbandalags- ins þvi þarna verður rætt um allt í senn; stækkunina, samstarfið við Rússland og baráttuna gegn hryðju- verkum," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. -BG . Halldór Ásgrímsson. Forsvarsmaður Rauða hersins haslar sér völl í Kína: Gríðarleg tækifæri eru í fiskiðnaðinum - segir Ketill Helgason DV, BOSTON:______ „Eg er í ráðgjafar- starfi hjá Norfisk. Mér sýnist að ílestir fallnir eða brottreknir forstjór- ar endi í slíku starfi og ég er þar engin undantekning," seg- ir Ketill Helgason, fyrrverandi aðaleig- andi fyrirtækjanna sem kennd voru við Rauða herinn á Vestfjörðum. Þau fyrirtæki urðu gjaldþrota fyrir nokkrum árum en síðan hefur fátt spurst til Ketils eða þess hvað hann er að fást við. Ketill var staddur á sjávarútvegssýn- ingunni í Boston þar sem hann kynnti vörulinu Nor- flsks sem fyrrum meðeigandi hans í Rauða hemum er aðaleigandi að. Fyrirtækið selur undir vörumerk- inu Origin Iceland sem hefur verið gagnrýnt af íslensku sölufyrirtækj- unum og þá sérstak- lega I ljósi þess að varan er að mestu framleidd úr kín- versku hráefni. Ket- ill vildi ekkert tjá sig um þá gagnrýni en segir kínverska hráefnið vera ljóm- andi gott. Ketill segist hafa dvalið meira og minna í borginni Dalian í Norðaustur- Kína undanfarin tvö ár þar sem hann hef- ur keypt og selt fiskafurðir rétt eins og heima á islandi. Hluta ársins búa hann og eiginkona hans, Ingibjörg Vagnsdóttir, í Bol- ungarvík. Ketill segist kunna vel við ráðgjafarstarfið í Kina. „Kína hefur breyst hratt og ég kann vel við mig þar. Þar eru gríð- arleg tækifæri í fiskiðnaði og gott hráefni sem auðvelt er að selja,“ segir Ketill Helgason. -rt DV-MYND REYNIR TRAUSTASON Ketill til Kína Hjónin Ketill Helgason og Ingibjörg Vagnsdóttir hafa undanfarin ár dval- ið í Kína þar sem þau vinna að sölu á sjávarafurðum. Þau voru á sjávar- útvegssýningunni í Boston að kynna vörur sinar. • DV-MYND ÞÓK Nýtt segulómtæki Hjartaverndar Tækið eyðilagöist er það féll niður þar sem verið var að hífa það inn á plan nýrrar rannsóknarstöðvar í Kópavoginum. Óhapp við nýja rannsóknarstöð Hjartaverndar í Kópavogi: Nytt 180 milljóna króna segulómtæki eyöilagðist - slitnaði niður er tveir kranar voru að hífa það inn á plan í skóm drekans: Fengu sólar- hringsfrest Aðstandendur heimildarmyndarinn- ar í Skóm drekans fengu í gær sólar- hringsfrest til að fara yfir gögn forráða- manna fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Island.is en hinir síöamefndu hafa farið fram á að lögbann verði sett á myndina. Framleiðendurnir, Hrönn Sveinsdótt- ir og Böðvar Bjarki Pétursson, hafa tíma til klukkan 14 í dag til að skila greinargerð til sýslumannsins í Reykja- vík og skýra frá sinni hlið málsins. For- ráðamenn og fimmtán fyrrum keppend- ur fegurðarsamkeppninnar fara fram á lögbannið í krafli þess að stúlkumar hafi ekki gefið leyfi fyrir myndatöku og að Ungfrú ísland.is eigi einkarétt á myndbirtingum úr keppninni. Þessu hafna framleiðendur heimildarmyndar- innar og segja vegið að heiðri kvik- myndagerðarmanna. Efnistök og nálgun við myndefnið hafi verið með eðlilegum hætti. -aþ Nýtt segulómtæki, um 180 millj- óna króna virði, sem verið var að flytja í nýja rannsóknarstöð Hjarta- vemdar að Holtasmára 1 í Kópavogi eyðilagðist síðdegis í gær. Verið var að hífa tækið inn á plan stöðvarinn- ar með tveim bílkrönum er óhappið varð. Bilun virðist hafa orðið í krana og féll tækið til jarðar og er talið gjörónýtt. „Það var verið að flytja hér inn tO okkar segulómtæki sem átti að fara inn í nýja myndgreiningardeUd hjá okkur," sagði VUmundar Guönason- ar, forstöðulæknir Hjartaverndar. „Það er hluti af nýrri rannsóknar- stöð og í tengslum viö öldrunar- rannsókn. Viö erum að opna hér fljótlega nýja rannsóknarstöð og fara af stað með þessa öldrunar- rannsókn sem styrkt er af banda- rísku heUbrigðisstofnuninni.“ VUmundur segir að vissulega sé þetta tjón mjög bagalegt en hann segist þess fúUviss að innílytjand- inn, Hekla, og framleiðandinn, General Electric, geri aUt sem í þeirra valdi stendur tU að töfin verði sem minnst við að útvega nýtt tæki. Guðmundur Hreiðarsson, yfir- maður þeirrar deUdar Heklu sem sá um innflutning segulómtæksins seg- ir að strax eftir óhappið í gær hafi verið sett í gang ferli tU að kanna möguleika á að útvega nýjan segul. „Sem betur fer er tækið tryggt en það bætir þó auðvitað ekki taflr og annan skaða. Tækiö kostar um 160 tU 180 mUlj- ónir króna. Þetta var 6 tonna segul- ómtæki sem þarna slitnaði niður. Það er eitt allra nýjasta og full- komnasta tæki sinnar tegundar sem framleitt er í heiminum f dag. Svona tæki eru framleitt samkvæmt pöntunum og að því er mér skUst eru sett upp þrjú svona tæki í heim- inum á hverjum degi. Það sem þama eyðUagðist er þó aðeins hluti af búnaðinum. Við ættum að vita það í dag hvenær hægt verður að út- vega nýtt tæki. Þetta segulómtæki kom tU lands- ins í janúar og var búið að bíða í húsi hjá VaUarvinum þar sem seg- uUinn var tengdur við rafmagn og rennandi vatn tU kælingar. Það kom með sérfiugi í gegnum Eimskip og TVG-Zimsen frá Texas. Við von- umst nú tU að geta endurtekið þann leik með stuttum fyrirvara," sagði Guðmundur Hreiðarsson. Hann seg- ir þó ljósa punktinn í þessu öUu saman hafa verið að engin slys urðu á fólki. -HKr. Ákvórðun ráðherra Nýju stjómar- mennimir í Lands- símanum segjast ekki hafa sett það sem skUyrði fýrir stjómarsetu að laun yrðu hækkuð. Ákvörðun um að tvö- falda launin virðist þvi fyrst og fremst vera að frumkvæði Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra. - RÚV greindi frá. Greiða ekki tekjuskatt EUefu af stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins greiddu þrátt fyrir góðan hagnað ekki krónu í tekjuskatt tU ríkisins á árum 1994-2001. ÖU em þau skráð á Verðbréfaþingi fslands og högnuðust samtals um rúmlega 7,6 miUjarða á þessum árum. ÖU áttu þau um siðustu áramót yfirfæranlegt tap sem dregst frá hagnaði fyrirtækjanna. Þetta skattalega tap nam rúmlega níu mUljörðum króna um síðustu áramót. - Mbl. greindi frá. Rækjuvinnslan stöðvuð Hlé verður gert á rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hóbnavík fram í aprO en rækjuvinnslan er uppistaðan í at- vinnulífinu á Hólmavík. Hóbnadrang- ur er dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa og er ástæða stöðvunar- bmar sögð hátt hráefnisverð og verð- lækkun á rækju. Um 20 manns sem starfa hjá Hólmadrangi verða greidd dagvinnulaun í stoppmu, en ekki bón- us. - RÚV greindi frá. Uppbygging nyrðra Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráð- herra hefúr lagt tU aö í kjölfar sölu hluta- bréfa ríkissjóðs í Steinullarverksmiðj - unni á Sauðárkróki verði liðlega 100 mUljónum króna var- ið tU atvbmuuppbyggingar í Skaga- firði. Ríkissjóður kaupir í Símanum Ríkissjóður er búinn að leysa tU srn um 60% af því hlutafé sem seldist í Landssíma íslands hf. í útboði tU al- mennmgs á sínum tíma, en það eru um 720 miUjónfr króna af þebn 1.200 miUjónum sem seldust í útboðmu og greiðsla barst fyrfr. Á króatísku og pólsku Textavarpið byrjaði í gærmorgun að bfrta fréttir á pólsku og serbó-króat- isku. Er það Fjölmenningarsetur á Vestíjörðum sem stendur á bak við þessa þjónustu. Gert er ráð fyrfr að síð- umar verði uppfærðar vikulega. Eru pólsku fréttfrnar á blaðsíðu 148 og þær serbó-króatísku á blaðsíðu 149. f ókus I »ÁTÍ Á MORGUN Fídel rokkar Rokksveitm Fídel prýðir forsíðu Fókuss á morgun en sveitin er af mörgum talrn bjartasta vonrn í rokkrnu um þessar mundfr. Plata sveitar- innar kemur einmitt út á morgun og segja drengfrnfr okkur allt um hana og annað sem tengist Fídel. Hippatískan í borg- inni er skoðuð, Páil Óskar viðurkennfr að hann sé orðbm gamall og Maggi legó lætur gamminn geisa um málefni plötu- snúða á íslandi. Þá er rætt við nokkra drengi sem stunda það að taka myndfr á skemmtistöðum borgarinnar - við komumst að því af hveiju ungar stúlkur fletta sig klæðum þegar þessir menn bfrtast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.