Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 Fréttir Tl\/~ Fólk rekur sig á gjaldskráafrumskóg sjúkrakerfisins: Mismunandi gjaldtaka við umbúðaskipti - ekki sama hvort vísað er til læknis eða hjúkrunarfræðings Slysadeild Landspítalans í Fossvogi Ekki er sama hvort þaö er Jón eöa séra Jón sem tekur aö sér aö skipta um umbúöir á endurkomusjúklingum. Nýlegt dæmi sannar aö þargetur munaö yfir 30 prósentum. Stórhækkuð hlutdeild sjúklinga í sjúkrakostnaöi á sér íleiri hliðar en snúa beinlínis að hækkun á greiðsluþaki sjúklinga áður en til endurgreiöslu kemur úr 6000 krón- um í 18.000 krónur. Nú virðist sem fólk sem kemur ítrekaö á slysadeild vegna t.d. skipta á sáraumbúðum geti þurft að borga mismunandi upphæðir eftir því hjá hverjum það lendir í hvert skipti. Getur þar mun- að mörg hundruð krónum frá degi til dags hvað rukkað er fyrir viðvik- ið, t.d. 1.400 á mánudag eða 2.100 krónur á þriðjudag, samkvæmt upp- lýsingum heimildarmanns DV. Aö sögn Sigurðar Páls Óskarsson- ar, sviðsstjóra á fjármálasviði Land- spítalans, getur þar verið um að ræða mismunandi mat á aðgerð í hvert skipti eftir því hvort í hlut á læknir eða hjúkrunarfræðingur. Hann segir að í janúar 1996 hafi tal- an 1.400 krónur verið sett inn sem grunngjald í gjaldskrá sem hlutur sjúklings fyrir ákveðnar einingar vegna umbúðaskipta. Það er vegna samninga Tryggingastofnunar ríkis- ins við lækna. Þetta hafi síðan hækkað upp 1.600 krónur og þaðan upp í 2.100. Síðan hafi það lækkað á ný í 1.800 krónur og síðan í 1.600 krónur auk 40 prósenta af því sem er umframkostnaður. Hjúkrunar- fræðingar hafa hins vegar ekki slik- an samning við Tryggingastofnun og því er í raun ekki til nein viðmið- unargjaldskrá fyrir þá. Þetta gjald átti að hækka 1. febrúar í 2.100 krónur og er undir tveim heitum í gjaldskrá eftir því hvort læknir á í hlut eða ekki. Sigurður taldi líklegt að í lægra tilvikinu hefði einfald- lega gleymst að hækka gjaldskrána. Sigurður segir að síðan 1996 hafi þetta gjald aldrei verið kostnaðar- greint. Því sé tekin viðmiðun af laun- um viðkomandi stétta þegar komið er til annarra en lækna. Það getur verið t.d. af launum hjúkrunarfræðinga, fé- lagsráðgjafa, næringarfræðinga eða sálfræðinga samkvæmt ákveðinni formúlu. Því til viðbótar geti verið mismunandi mat læknis eða hjúkrun- arfræðings á ástandi sjúklings í hverju tilfelli hvað innheimt sé í hvert skipti. Því getur fólk sam- kvæmt þessu hæglega þurft að greiða misháar upphæðir fyrir sams konar viðvik. Fer það þá eftir því hvort vís- að er til læknis eða hjúkrunarfræð- ings og einnig eftir því hversu marg- ar einingar eru metnar inn í verkið hverju sinni. -HKr. Landspítali: 100 mannár í fríum Læknar á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi eiga um eitt hundrað mannár í óteknum frium sem hafa safnast upp á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi frá árinu 1997. Þá gengu nýjar reglur um vinnutlma í gildi hér á landi i samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Samkvæmt fréttum Morgunblaðs- ins eru dæmi um að einstakir lækn- ar eigi inni allt að heils árs frí. Ástæða þessa eru vinnutímaákvæði vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu sem tóku gildi hér á landi á árinu 1997. Ágreiningur hefur hins vegar verið um túlkun þessara ákvæða við Læknafélagið en samkomulag náðist ekki fyrr en á þessu ári. Var þá fyrst hægt að reikna út af nákvæmni hversu mik- ið væri um uppsöfnuð frí og kom í ljós að á spítalanum höfðu safnast upp hundrað mannár lækna í ótekn- um fríum. -HKr. Hækkun á kostnaði vegna sjúkraþjálfunar: Fólk í gríðarlegum vanda og er ekki á bætandi - segir formaður Öryrkjabandalags íslands Mjög mikið heftir veriö hringt í Ör- yrkjabandalag íslands að undanfömu af fólki sem er komið í vanda vegna aukins kostnaðar við sjúkraþjálfún. Þegar hann bætist ofan á stóraukinn læknis- og lyfja- kostnað er fólk oft ráðþrota. „Fólk er í gríð- arlegum vanda og stendur í ýmsum Sverrisson. tilvikum frammi fyrir því að fara ekki í sjúkraþjálfun," sagði Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabanda- lagsins. DV ræddi við konu í gær sem greið- ir nú tífaldan kostnað miðað við það sem áður var fyrir sjúkraþjálfun fatl- aðrar dóttur sinnar þrisvar sinnum í viku. „Það segir sig sjálft að miðað við þær almannatryggingar sem ríkisvald- ið ætlar öryrkjum þá era þeir ekki borgunarmenn fyrir þessu,“ sagði Garðar. „Þetta kemur til viðbótar við þann aukna sjúkrakostnað sem menn hafa orðið fyrir á síðustu misserum, ekki síst eftir siðustu áramót. Það er talsvert síðan aö við urðum vör við að Dýr sjúkraþjálfun Mæögurnar Aöaibjörg Sigþórsdóttir og Aöaibjörg Gunnarsdóttir standa frammi fyrir gríöarlegum hækkunum á kostnaöi viö sjúkraþjálfun, eins og DV greindi frá ígær. fólk er farið að veigra sér við að heim- sækja lækna ef það kennir sér meins, undirgangast rannsóknir og leysa út lyfseðla. Svo bætist hækkun á sjúkra- þjálfuninni við.“ Garðar sagði að Öryrkjabandalagið gæti ekki verið stuðpúði milli aðila. Ríkisvaldið ætti nú þegar að geta auk- ið endurgreiðslur sínar að minnsta kosti um það sem næmi því sem það hefði nú þegar boðið sjúkraþjálfúrum. Þá mættu sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfarar, sem komiö hefðu í Öryrkja- bandalagið og lýst áhyggjum sínum vegna öryrkja, sýna þær í verki með því að koma einnig til móts og veita þeim einhvem afslátt meðan þetta ástand væri viðvarandi. Báðir aðilar yrðu að sýna ábyrgð í þessu máli. JSS Deila ríkisins og sjúkraþjálfara veldur hækkun þjónustu og setur rauð strik í hættu: Oformlegar þreifingar í gangi - ráðherra vonast eftir samkomulagi á næstu dögum og eðlilegum endurgreiðslum í kjölfarið „Ég get í sjálfu sér ekkert annað um þetta sagt en að ég treysti því að menn setjist niður og semji þannig að það komist á það ástand varðandi greiðsluþátttökuna sem var áður en deilan hófst,“ segir Jón Kristjánsson um þau áhrif sem deila sjúkraþjálfara við ríkið hefur haft fyrir þá sem þurfa að njóta þessarar þjónustu. DV hefur heimildir fyrir því að samn- ingsaðilar séu að þreifa á málum með óformlegum hætti en aðspurður vill heilbrigðisráðherra einungis segja að hann hafi enn von um að niðurstaða geti náðst með samningum. „Ég vona að menn leggi hart að sér næstu dagana að reyna að ná þessu saman,“ sagði Jón. Hækkun á kostnaði vegna sjúkraþjálfunar er einn stærsti liðurinn í því að vísi- tala neysluverðs hækkaði mun meira en gert var ráð fyrir um mánaðamótin og stefnir nú óðfluga upp fyrir Jón Kristánsson. hin svokölluðu rauðu strik. Staf- aði það bæði af breyttum reglum um greiðsluþátttöku og hækkun á töxtum sjúkra- þjálfaranna. Jón var spurður hvort ekki væri ljóst að ríkið væri að fóma meiri hags- munum fyrir minni í þessum samningaviðræðum við sjúkraþálfarana,. Svaraði hann því til að leitast væri við að hafa hækkun hjá sjúkraþjálfurum í einhverjum takti við það sem væri hjá öðrum stéttum en ráðherra telur að þegar upp úr slitnaði hafi þrátt fyrir allt ekki verið alveg fullreynt. Varðandi það hvort hugsanlegt væri eitthvað af vísitölu- hækkuninni myndi ganga til baka með samningum, segir ráðherra: „Hugsanlega, en samningar eru vita- skuld forsendan fyrir því að það kom- ist á „normalt" ástand, það er að segja að endurgreiöslumar verði svipaðar og þær vom,“ segir Jón Kristjánsson. -BG Báran SH: Vogmær í netinu Það var sjaldséður fiskur sem Öm Amarson skipstjóri og áhöfn hans á Bárunni SH ftá Rifi kom með í land síðastliðinn mánudag eftir netaróður. I ljós kom að þetta var vogmær. Heim- kynni vogmeyjar em í norðaustan- verðu Atlantshafi, frá íslandsmiðum og Noregi, um Norðursjó og Bret- landseyjar, suður til Madeira og nokkrum sinnum hefur hana rekið á land við strendur Islands. í ferðabók sinni birtu þeir Eggert 1 Ólafsson og Bjami Pálsson veglega koparstungu af fiskinum og bættu ýmsu viö alþjóðlega þekkingu á hon- um og kölluðu bæði vogmeyju og vog- meri. 5 bókum segir að fiskurinn sé ætur en ekkert lostæti, og engin nytsemi er af honum. Lítið er vitað um lífshætti fisksins en sennilega er hann mið- sævisfiskur. Vogmærin er silfúrgljá- andi með 1-5 dökkum dílum á hvorri hlið og uggar em rauðir. Hún er lang- j vaxin og mjög þunnvaxin og kviðrönd- in er þykkari, likt og hnífsblað sem snýr egginni upp. Fiskurinn sem Bár- an SH veiddi var 135 cm langur og 2,7 kg að þyngd. Að sögn Birgis Stefáns- sonar, starfsmanns Hafrannsókna- stofnunar í Ólafsvík, verður fiskurinn frystur og geymdur þannig fyrst um sinn. -PSJ í fyrir páska Nýja fjölveiði- og túnfiskveiðiskip Vestmannaeyinga, Guðni Ólafsson VE 606, mun væntanlega fara í sína fyrstu veiðiferð fyrir páska. Skipið var smíð- að í Kína og kom til Eyja 13. mars. Síð- an hefur verið unnið að fúllnaðarfrá- gangi og niðursetningu á ýmiss konar tækjum og búnaði. Guðjón Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Sæhamars sem á skipið, segist mjög ánægður með það. Hann segist ekkert hafa út á vinnu Kínverjanna að setja og bilun í dælubúnaði á heimleiðinni frá Kína hafi ekkert með þeirra vinnu að gera. „Vonandi verður skipið klárt fýrir páska. Þá byrjum við fýrst á línu hér innan landhelginnar. Nú er verið að ganga frá aðgerðarplássi um borð, enda er mest af búnaðinum frá íslensk- um fýrirtækjum. Það hefúr ekkert komið upp á sem við vissum ekki um fýrir fram.“ Skipið er 1.509 tonn að stærð. -HKr. „ Nýtt Eyjaskip: A línuveiöar Enn mjög góö loðnuveiði „Það er enn til fullt af loðnu í sjón- um en það styttist auðvitað tíminn með hverjum deginum sem hægt er að veiða hana. í nótt er þetta búið að vera alveg ágætt, við komum út nærri mið- nætti og erum komnir með um 600 tonn,“ sagði Bjami Bjamason, skip- stjóri á loðnuveiðiskipinu Súlunni, í morgun. Veiðisvæðið í nótt var út af Snæ- fellsjökli en í gærdag veiddist loðna víða í Faxaflóa. Menn búa sig undir að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess að loðnuganga kom upp að landinu úr vestri en því miður er sú loðna jafn- stutt frá hrygningu og hin sem kom „hefðbundna" leið þannig að veiðitím- inn lengist ekki og em eftir um 10 dag- ar að menn telja. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.