Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 9 DV Fréttir Landfyllingarúrskurður í Arnarnesvogi felldur úr gildi: Nú er gert ráð fýrir minni uppfyllingu - sem ekki þarf að fara í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur fellt úr gildi úrskurð um mat á umhverfisáhrifum landfyllingar vegna fyrirhugaðs bryggjuhverfis í Amamesvogi í Garða- bæ. Er þetta gert að beiðni Björgunar og Byggingarfélags Gunnars og Gylfa ehf., BYGG, en stofnunin úrskurðaði í málinu 20. september 2001. Ástæður þess að úrskurðurinn var nú felldur úr gildi em breytt framkvæmdaáform á svæðinu sem ekki em háð umhverfis- mati. Fyrirhugað var reisa á landfylling- unni 2000 manna íbúðabyggð og áttu ffamkvæmdir að hefjast á seinni hluta ársins 2002 og ljúka á ánmum 2006-2007. I matsskýrslu sem lá til grundvallar úrskurði Skipulagsstofn- unar var kynnt 7,3 hektara landfylling í Amamesvogi. Átti hún að vera fram- lenging á núverandi 2,7 hektara land- fyllingu sem notuð hefur verið sem skipakví. Athugun Skipulagsstofnunar leiddi í ljós að svæðið nyti bæjarvemd- ar og væri á náttúruminjaskrá vegna sérstakrar náttúra, landslags, um- hverfis- og útivistargildis. Einnig var bent á að fyrirhugað bryggjuhverfi væri ekki í samræmi við aðalskipulag Garðabæjar 1995-2015. Þó var með vís- an til ýmissa skilyrða í niðurstöðu Skipulagsstofnunar fallist á fyrirhug- aða landfýllingu í Amamesvogi sem nú hefur verið fellt úr gildi. Bergljót S. Einarsdóttir, skipulags- fulltrúi Garðabæjar, segir að fram- kvæmdaaðilar fyrrnefndrar uppfyll- ingar hafi lagt fram nýjar hugmyndir í málinu. „Það liggur nú fyrir tillaga þeirra að deiliskipulagi svæðisins og tillaga að breytingu á aðalskipulagi á sama svæði. Bæjarstjóm hefúr samþykkt að auglýsa það að fenginni heimild Skipu- lagsstofnunar. Þar er gert ráð fyrir fyll- ingu sem er 2,5 hektarar og sú fylling þarf ekki að fara í umhverfismat. Þar er gert ráð fyrir samtals 760 íbúðum. Þar af era 560 óskilgreindar íbúðir og 200 íbúðir fyrir aldraða." Bergljót seg- ist vona að hægt verði að auglýsa skipulagið á næstu vikum. Þá ættu framkvæmdir að geta hafist á næsta ári. -HKr. Arnarnesvogur í Garðabæ Búist er viö aö nýjar tillögur aö deiliskipulagi og breyttu aðalskipulagi veröi auglýstar á næstunni. Ný íbúðabyggð rís nærri Glerárkirkju á Akureyri: Sóknarnefndin mótmælir Bæjarfulltrúi ósáttur: Er að gjalda fyrir ágreining við oddvitann Jón Hólm Stefánsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, segir í yfirlýsingu sem hann hef- ur sent ffá sér vegna prófkjörsúrslita sjálfstæðismanna að það sé afar sjald- gæft ef ekki eins- dæmi að sitjandi bæjarfulltrúi, úr meirihluta, skuli falla um fimm sæti í prófkjöri, úr fjórða í níunda. Það geti því tæpast nokkrum dulist að þama hafi verið á ferðinni óvenjuvel skipulögð, persónu- leg aðgerð sem ekki gegnir hagsmunum sjálfstæðismanna eða sveitarfélagsins. „Af því má sjá að miklu hefur mátt fóma til að fá þessa niðurstöðu í próf- kjörinu.“ Jón segist vera ánægður með þann árangur sem hefur náðst í málefnum sveitarfélagsins en hann hafi gagnrýnt hægan ffamgang mála og að möguleikar til enn betri árangurs hafi ekki verið nýttir. Hefur þar of oft þurft að koma til málefhalegs ágreinings. „Fyrir þann ágreining er ég nú væntanlega að gjalda,“ segir Jón Hólm. Hann segir að þrátt fyrir þessa niðurstöðu prófkjörs- ins, sem hljóti að teljast dapurleg taki hann ekki sæti á lista sjálfstæðismanna í Ölfusi í vor. -NH Akureyri: Seinagangur í samninga- viðræðum Sóknarnefndin telur aö skipulagstillagan sé gerö eftir pöntun tiltekins verk- taka sem þegar hafi veriö úthlutaö svæöinu. Áköf mótmæli sóknamefndar Lög- mannshlíðarsóknar hafa borist við fyrirhuguðum byggingarffamkvæmd- um á auðu svæði austan Glerárkirkju á Akureyri og hafa mótmælin gegn auglýstri deiliskipulagstillögu verið rædd á fundum umhverfisráðs bæjar- ins. Sóknamefndin mótmælir harð- lega hinni auglýstu deiliskipulagstil- lögu og er vísað til bréfs dags. 19. júní 2001 vegna þessara mála sem ekki hafi verið svarað. Sóknamefndin bendir á að sam- kvæmt fyrri hugmyndum að skipu- lagi á þessu svæði hafi ávallt verið haft í huga að Glerárkirkja nyti sín sem best og að innan ákveðins geira við ásstefnu kirkjunnar yrði sýn til hennar óheft. Sóknamefndin telur að skipulagstillagan sé gerð eftir pöntun tiltekins verktaka sem þegar hafi ver- ið úthlutað svæðinu og unnin af arki- tekt á hans vegum. í henni teygi tveggja hæða íbúðarbyggingar anga sína langt inn á það svæði sem sam- kvæmt fyrri hugmyndum hafi verið litið á sem „verndarsvæði". í ofaná- lag teygi hljóðmön við Hlíðarbraut sig enn lengra til vesturs. Sneiðmynd á uppdrætti sé villandi, eðlilegra hefði verið að gera sneiðingu frá gatnamótum Hlíðarbrautar og Smára- hlíðar með stefnu að kirkjunni, til að ganga úr skugga um þau áhrif sem sóknamefndin bendi á. Þá hefur umhverfisráði borist minnisblað ffá Skipulagsstofnun þar sem bent er á nokkur atriði sem lag- færa þurfi. Enn fremur að gera þurfi betri grein fyrir bUastæðum keðju- húsa, þar sem leyfðar verða tvær íbúðir, sýna þurfi númer lóða og skU- greina þurfi í skUmálum hvað sér- notaréttur á raðhúsalóðum þýði. í afgreiðslu umhverfisráðs á at- hugasemdunum segir að svæði það sem tUlagan fjallar um hafi verið skil- greint sem miðsvæði allt frá staðfest- ingu aðalskipulags, þar tU landnotk- uninni var breytt í íbúðarsvæði á sl. ári. Um nýtingarhlutfaU svæðisins gUti þá almennt ákvæði aðalskipu- lagsins um að á miðsvæðum skyldi miða deUiskipulag við nýtingarhlut- faU á bUinu 0,7-1,1. Ljóst er að slík nýting hefði ekki náðst nema með margra hæða húsum. I niðurstöðu umhverfisráðs segir einnig að sú breyting að gera reitinn að íbúðarsvæði með einnar og tveggja hæða húsum, þýði að byggðin verði öll lægri en gera hefði mátt ráð fyrir samkvæmt því aðalskipulagi sem gUt hafði aUt ffá 1990. Hljóti þvl þessi breyting ein og sér að teljast stórt skref tU móts við það sjónarmið sem fram kemur í bréfi sóknarnefndar Lögmannshlíðarsóknar frá 19. júní 2001, að Glerárkirkja fái notið sin sem best. Harmar ráðið að þvi bréfi hafi ekki verið svarað formlega. -gk - um málefni fatlaðra Stjómendur þjónustu Akureyrar- bæjar við fatiaða hafa sent bréf tU Páls Péturssonar félagsmálaráðherra þar sem mótmælt er seinagangi í viðræð- um bæjaryfirvalda og félagsmálaráðu- neytis um málefni fatlaðra. Frá ára- mótum hafa samningar bæjarins við ríkið um þennan málaflokk ekki verið í gUdi. Segir í bréfinu, sem 21 stjórn- andi Akureyrarbæjar í málefnum fati- aðra, skrifar undir að kyrrstaða í samningaviðræðum valdi áhyggjum. í ársbyrjun 1997 fluttust málefni fatl- aðra frá rikinu yfir tU bæjarins sem hafði tímabundið rask í fór með sér. Breytingar tU fyrra horfs myndu óhjá- kvæmUega setja sama ferli aftur af stað, segir í bréfinu. „Við teljum því að ekki eigi að flytja málaflokkinn aftur tU ríkisins og erum þess fullviss að sú þjónusta sem veitt er í dag sé góð og eigi heima innan sveitarstjórnarstigs- ins. Er það vegna nándar fólksins við þjónustuaðUann. Fatiaðir eins og ófati- aðir þegnar samfélagsins eiga að njóta félagsþjónustu síns sveitarfélags," seg- ir í bréfinu tU ráðherrans. -sbs TiLBÚIN EFTIR 4 DAGAI B0NUSVIDE0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.