Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 13 DV Svo rifjar hún upp að kynni þeirra tveggja hófust fyrir um það bil þrjá- tiu árum þegar hún fékk hjá honum eiginhandaráritun á ljóðabókina vinsælu, Má ég eiga við þig orð? Og Kristján Þórður bætir við: „Og nú ætlum við að eiga orð við Ólaf Hauk!“ Ólafur Haukur Símonarson býr sig undir aö meta fjölbreyttan höfundarferil sinn á ritþingi: íslendingar hér og rtú Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur ásamt spyrlum sínum og uppáhaldssöngvara Þau eru i óöaönn aö minna hann á hvaö hann hefur verið aö semja öll þessi ár. Áherslan á leikritin „Ritþingið fer þannig fram að við munum ræða feril Ólafs Hauks í réttri tímaröð," segir Kristján Þórð- ur, „við byrjum á bernsku- og mót- unarárum og þar verður hlutverk okkar að fá Ólaf til að tala - opna hann og gefa gestum innsýn í manninn bak við verkin. Ólafur verður í aðalhlutverki og við hugs- um okkur að fjalla um allan feril- inn en leggja áherslu á leikritin." - Hafið þið undirbúið ykkur vandlega, lesið leikritin eða skoðað myndbandsupptökur? „Nei, ekki get ég sagt það,“ segir Stefán, „kannski vegna þess að þessi leikrit eru manni svo minnis- stæð. En við höfum fundað með Ólafi Hauki og búið okkur þannig undir að eiga saman fróðlegan og skemmtilegan dag.“ „Þaö er svolítiö merkilegt aö vera stoddur d þessum punkti. Allt í einu er maöur þaö sem maóur hefur gert en ekki þaó sem maöur œtl- ar að gera eóa gœti hugsanlega gert. Þaö er á vissan hátt skrýtin tilfinning aó veröa þess var aö maöur á einhvern feril. Einhver sagói viö mig fyrir löngu: „Þegar þú sérö mynd af þér ífyrstu skólabókinni þá er þetta búiö! Þá geturöu fariö aö panta sálminn. “ En mér finnst ekkert aö þetta sé búið heldur bœói skemmtilegt og merkilegt aö fá tœkifœri til aö líta yfir verk sín í heild. Þaö gerir maöur ekki hversdagslega. “ Á laugardaginn kl. 13.30 hefst Ritþing Ólafs Hauks Símonarsonar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Hann hóf feril sinn sem sagnahöf- undur og ljóðskáld en hefur með tímanum orð- ið eitt afkastamesta leikritaskáld þjóðarinnar. „Nú er verið að sýna Boðorðin niu í Borgarleik- húsinu, það er verið að æfa Viktoríu og Georg í Þjóðleikhúsinu og svo er verið að frumsýna Þrek og tár fyrir norðan þannig að um leið og ný verk koma fram eru þau gömlu i umferð ann- ars staðar," segir annar spyrillinn, Stefán Bald- ursson þjóðleikhússtjóri: „Ólafur er ótrúlega fjölhæfur eins og sést vel á þvi hvað leikritin hans eru ólík innbyrðis. En þau eiga sameigin- legt að vera afar alþýðleg og beint út úr núinu. Hann fjallar um íslendinga hér og nú.“ Stjómandi ritþingsins er Kristján Þórður Hrafhsson og hinn spyrillinn er Guðrún S. Gísladóttir leikkona. Inn í samræður þeirra verður skotið vandlega völdum listrænum atrið- um: Jóhann Sigurðarson og Elva Ósk Ólafsdótt- ir leiklesa kafla úr skáldsögunni Vík milli vina og flytja brot úr nokkrum leikritum Ólafs og Olga Guðrún Árnadóttir syngur þrjú lög hans við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar. Enginn tími fyrir nostalgíu „Þetta er nú ekki gömul listgrein í landinu," segir Ólafur Haukur til skýringar á stöðu sinni meðal afkastamestu leikritaskálda. „Reyndar er það varla fyrr en með minni kynslóð sem um- talsverður hópur manna getur lifað af ritstörf- um. Með starfslaunum listamanna var gert átak til að stækka þennan hóp og eins og allir sjá sem líta í kringum sig þá hafa þessir sjóðir gerbreytt öllu listalífi í landinu." - Kvíðirðu fyrir að sitja fyrir svörum svona klukkustundum saman? „Nei, ég hlakka bara til,“ segir Ólafur. „Það sem ég hef látið frá mér fara er einhvem veginn svo gjörsamlega fyrir aftan mig. Mér dettur aldrei í hug að opna bók eftir mig. Þegar Kristján Þórð- ur nefnir eitthvað sem stendur í þessum skáldsög- um mínum kem ég alveg af fjöllum! Leikritin eru öðruvísi, þau hafa sum verið tekin upp aftur og svo hefur maður líka sjónrænt minni á sýning- arnar." - Þú ert sem sagt ekki sífellt að velta þér upp úr þínum fyrri verkum? „Það er nú svo í okkar litla samfélagi að ef maður á að hafa möguleika á að framfleyta sér með skriftum þá verður maður að moka sig gegn- um skaflinn á hveijum degi,“ segir skáldið, kalt og raunsæislega. „Nei, þú hefur ekki haft neinn tíma fyrir nostalgíu," segir Olga Guðrún og hópurinn hlær. Guðrún sagðist heldur ekki hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir ritþingið. „En ég hef um- gengist manninn nokkuð reglulega undanfarið," segir hún með tviræðu brosi, og það kemur í ljós að hún leikur Viktoríu í leikriti Ólafs Hauks um Georg Brandes og Victoriu Bened- ictsson sem verður frumsýnt í næsta mánuði. Ryksugan á fullu Barnaefni Ólafs Hauks er viðamikið og kom í ljós á blaðamannafundinum að fyrstu skref hans sem leikskálds voru með sjónvarpsleik- þáttmn fyrir böm um félagana Hatt og Fatt sem Stefán Baldursson stýrði snemma á 8. áratugn- um. „Það var upphafið að ýmsu, líka til dæmis að minni lagasmíð," segir Ólafúr Haukur en mörg laga hans - ekki síst bamalög eins og „Ryksug- an á fullu" - era gróin í vitund þjóðarinnar. Þessi lög verða í brennidepli á rokkkonsert fyrir krakka í Borgarleikhúsinu kl. 14 á sunnu- daginn: „Konsert fyrir alla - krakka með hár og kalla með skalla", söngskemmtun fyrir alla fjöl- skylduna þar sem Edda Heiðrún Backman, Egg- ert Þorleifsson, Jóhanna Vigdís Amardóttir, Halldór Gylfason, KK og Olga Guðrún flytja vin- sælustu bamalög Ólafs Hauks ásamt hljómsveit undir stjóm Jóns Ólafssonar. Þar geta kynslóð- imar, sem hafa lifað með þessum lögum í land- inu, sameinast og notið þeirra í frábærum flutn- ingi. Ritþingið hefst eins og áður gat kl. 13.30 á laugardaginn og er ekki vitlaust að koma með fyrra fallinu því undanfarið hefur orðið þröngt á þessum þingum. Tónlist Munkar klípa í stelpur DV-MYND EINAR ÖRN Séð yflr sviðið í Seltjarnarneskirkju Heildarhljómur kórsins var þéttur, vel mótaöur og hljómmikill. Hluti úr Carmina Burana eftir Carl Orff (1895-1982) var leikinn í að minnsta kosti einni bíómynd um galdra og yfimáttúrulega atburði, Excalibur, kvikmynd Johns Boormans um Artúr konung og riddara hringborðsins. Sama tónlist, eða léleg eftirlíking hennar, hefur skreytt ótölulegan fjölda B-mynda um djöfla- dýrkun og annað þvíumlíkt og því kannski ekki nema von að einhverjir bíóflklar séu komnir með ógeð á verkinu. Ég hélt að ég væri einn af þeim en komst að öðm á tónleikum á sunnudagskvöldið í Seltjamameskirkju. Þar gat að heyra konsertuppfærslu á Carmina Burana 1 flutningi Háskólakórsins, kamm- erkórsins Vox Academica og stúlknakórs und- ir stjóm Hákons Leifssonar. Einsöngvarar voru sjálf Diddú ásamt Ólafi Kjartani Sigurðarsyni bariton og Þorgeiri J. Andréssyni tenór. Einnig var heilt gengi af slag- verksleikumm á sviðinu, þeir Ámi Áskelsson, Eggert Pálsson, Frank Aamink, Ólafur Hólm Ein- arsson, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout. Píanóleikarar vom tveir, Guðríður St. Sigurðar- dóttir og Kristinn Öm Kristinsson. Carmina Burana er nokkurs konar kantata og er texti verksins hluti af handritum frá þrettándu öld sem uppgötvuðust fyrir um tvö hundruð árum í munkaklaustri í Benedikt-Beuren f Bæjaralandi. Textinn er samansafh ljóða fyrrverandi munka sem höfðu fengið nóg af klausturlifmu og gert uppreisn, fóm að njóta lífsins, klípa í stelpur og dett’ í það. Eftir því er stemningin hressOeg og það skein í gegn í flutningnum á umræddum tón- leikum. Háskólakórinn og Vox Academica voru í sannkölluðu banastuði og sungu af fítonskrafti. Eina veikleika kórsöngsins var að finna hjá tenór- unum, sem saman vom nokkuð flatneskjulegir, enda of fáir, og skilst mér að veikindi hafi átt þar hlut aö máli. Annað var með eindæmum gott, heildarhljómur kórsins þéttur, vel mótaður og hljómmikill og sópranraddfrnar vora ótrúlega fínar, með hveija glæsilegu innkomuna á eftir annarri, og það á háu tónunum. Sérstakur stúlknakór úr 7. bekk Vesturbæjar- skóla og Melaskóla söng i litlum hluta verksins og gerði það ákaflega faflega. Einsöngvaramir vom heldur ekki af verri endanum, söngur Diddúar silfúrtær og hljómmikill og Ólafur Kjartan hæfilega belgingslegur. Gaman var líka að Þorgeiri J. Andréssyni; frammistaða hans sem svanur steiktur á teini var prýðileg. Hann var skrækróma og skelfmgu lostinn er hann söng: „Nú ligg ég á fati og flýg ei meir, ég sé glitta í tennur: Æ, mig auman!“ Hljómsveit slagverksleikara og píanista skil- aði sinu hlutverki með rniklum sóma, píanó- leikurinn var aðdáanlega skýr og ömggur, sama má segja um hnitmiðaðar barsmíðar slagverks- leikaranna. Vandasamt styrkleikajaöivægi þess- ara tveggja hljóðfærahópa var með ágætum og skrifast það á markvissa kór- og hljómsveitar- stjóm Hákonar Leifssonar. Hann hefur greinilega unnið frábært staif. í stuttu máli sagt: Einstaklega skemmtilegir tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir. Jónas Sen ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Hvað rís úr djúpinu? 1 tilefni af sjötugsafmæli Guðbergs Bergs- sonar verður haldið málþingið „Hvað rís úr djúpinu?" - um fagurfræðilega möguleika okkar tíma - í Hafnarborg á laugardaginn og hefst það kl. 13.15. Verður erfitt fyrir áhugamenn um bókmenntir að velja milli þess og ritþings Ólafs Hauks sem hefst um sama leyti í Gerðubergi. Á þinginu í Hafn- arborg mun hópur skálda, fræðimanna og útgefenda halda stutt erindi um viðfangs- efnið og Kvartett Tómasar R. kemur einnig fram. 1 fyrsta erindinu, „Skrifað á fegurðina: um ábyrgð uppákomunnar", veltir Oddný Eir Ævarsdóttir fyrir sér ábyrgð okkar á því sem við köllum okkar tíma og gildi fag- urfræðilegra uppákoma í samræðu við þá Jacques Derrida, Francoise Proust og Guð- berg Bergsson. Á eftir skoðar Gauti Krist- mannsson samband orðs og myndar í fagur- fræði 18. aldar og ber það saman við sam- band orðs og myndar síðnútíma í erindinu „Að deyja fallega: hin nýja og gamla fagur- fræði orðanna hjá Gotthold Ephraim Less- ing“. Ármann Jakobsson fjallar um áttunda dulmagnið í skáldævisögu Guðbergs í er- indi sínu „Kattartungur, sannleikur, inntak og form“, og í erindinu „Fagurfræði séra Péturs í Vallanesi" ræðir Matthías Viðar Sæmundsson fagurfræðilega kosti, hlut- hyggju og goðsagnir á tímum nýstefnu í skáldsagnagerð. Aðrir fyrirlesarar eru Kristín Ómarsdótt- ir, Eiríkur Guðmundsson, Álfrún Gunn- laugsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Lise Hvarregaard og Kristján B. Jónasson. Að lokum flytur Guðbergur Bergsson sjálfur er- indið „Fagurfræðin fylgir anda samtím- ans“. Kynnir er Birna Bjarnadóttir. Þingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Flauta og kammermúsík Tvennir tónleik- ar verða i Ými um helgina. Á laugar- dagskvöldið kl. 20 heldur Stefán Höskuldsson (sjá mynd) einleikstón- leika á flautu en eiginkona hans, Elizaveta Kopelman píanó- leikari, leikur með honum í nokkrum verkanna. Stefán er búsettur erlend- is og margir hafa beðið þessarra tónleika hans með eftirvæntingu. Hann var síðastlið- ið vor valinn einn þriggja ungra listamanna til að hljóta styrk úr listráði Ýmis og eru þessir tónleikar haldnir af því tilefni. Á efn- isskrá eru verk eftir Carl Reinecke, Samuel Barber, Lowell Lieberman, Magnús Blöndal Jóhannsson og Franz Schubert. Sunnudags-matinée hefst að venju kl. 16 á sunnudaginn. Þar koma fram Gerrit Schuil, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Helga Þórarinsdóttir og leika meðal annars pianókvartett nr. 31 í c-moll eftir Brahms. Á efnisskránni eru einnig sónata nr. 6 í A-dúr fyrir lágfiðlu og píanó eftir Boccherini, Ádagio i Es-dúr eftir Franz Schubert fyrir píanótríó og sónata fyrir fiðlu og selló eftir Maurice Ravel. Meistarasöngvararnir Á laugardaginn kl. 13 mun Richard Wagner-félagið á Islandi sýna af myndbandi í Norræna húsinu óperu Wagners Meistara- söngvarana frá Núrnberg. Sýnd verður ný- leg uppfærslu frá Deutsche Oper í Berlín, leikstjóri er Götz Friedrich og hljómsveitar- stjóri Rafael Frúhbeck-Burgos. í helstu hlut- verkum eru Wolfgang Brendel, Gösta Win- bergh og Eva Johansson. Á undan sýning- unni flytur Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, inngangsorð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.