Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002
11
DV
Útlönd
Kosningasigur Mugabes í Simbabve fordæmdur víða um lönd:
Forsetinn sakaður um
að stela kosningunum
Robert Mugabe, forseti Simbabve,
tryggði sér sex ár til viðbótar á
valdastóli í gær þegar hann var lýst-
ur yfirburða sigurvegari í forseta-
kosningunum sem fram fóru um
helgina. Stjómarandstæðingar köll-
uðu kosningaúrslitin aftur á móti
„rán um hábjartan dag“ og leiðtogar
erlendra rikja gagnrýndu niðurstöð-
una harðlega.
Morgan Tsvangirai, leiðtogi
stjómarandstöðunnar, sem laut í
lægra haldi fyrir Mugabe, sagði að
forsetinn hefði stolið kosningunum
með ofbeldi og hótunum og með því
að koma í veg fyrir að hundrað þús-
unda manna gætu neytt atkvæðis-
réttar síns.
Djúpstæður ágreiningur er milli
vesturveldanna og kosningaeftirlits-
manna frá Suður-Afríku, Nígeríu og
Namibíu um framgang kosning-
anna. Afríkuríki flykkjast nú að
baki Mugabe en vaxandi reiði gætir
REUTER-MYND
Kosningaúrslitunum fagnaö
Studningsmenn Mubages forseta og stjórnarflokksins í Simbabve fögnuöu
ákaft niöurstööum forsetakosninganna. Eins og vænta mátti sigraöi Mugabe
meö yfirburöum en andstæöingar hans og vesturveldin saka hann um aö
hafa haft rangt viö og hrætt andstæöinga sína frá því aö greiöa atkvæöi.
á Vesturlöndum vegna meints kosn-
ingasvindls forsetans og stuðnings-
manna hans.
Stjómvöld í Suður-Afríku hétu
því í gær að leggja Simbabve lið við
að blása nýju lifi í efnahag landsins.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hafnaði hins vegar úrslitunum og
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, lýsti yfir
áhyggjum sínum af ástandinu.
Mugabe hefur ekki tjáð sig eða
komið fram opinberlega frá því
hann greiddi atkvæði á laugardag.
Hermenn og lögregla komu upp
vegatálmum um allt land í gær og
fóru í eftirlitsferðir til að koma í
veg fyrir mótmæli almennings.
Tsvangirai hvatti fólk til að sýna
stiilingu en sagði að flokkur sinn
myndi reyna að fá kosningaúrslit-
unum hnekkt fyrir dómi. Hann
sagði að stuðningsmenn sínir hefðu
sætt misþyrmingum.
REUTERSMYND
Eftirlit viö sendiráðið
Kínverskir lögregluþjónar þramma um nærri spænska sendiráöinu í Peking þar sem tuttugu og fimm noröur-kóreskir
flóttamenn halda til og vilja fá póiitískt hæli. Flóttamennirnir hafa hótaö því aö svipta sig lífi ef þeir veröa sendir aftur
til Kína. í hópnum eru átta börn, þar af tvær munaöarlausar stúlkur.
Bush Bandaríkjaforseti segist
hafa litlar áhyggjur af bin Laden
Hosni Mubarak.
Mubarak lofar
Cheney stuðningi
Bandaríkjamenn fengu í gær mik-
ilvæga stuðningsyfirlýsingu frá
Hosni Mubarak, forseta Egypta-
lands, þegar hann lofaði Dick Chen-
ey, varaforseta Bandaríkjanna,
stuðningi í deilum þeirra við
Saddam íraksforseta og að Egyptar
myndu beita fullum þrýstingi til að
írakar samþykktu að hleypa vopna-
eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóð-
anna inn í landið. „Við munum gera
okkar tfl að fá Saddam Hussein ofan
af fyrri ákvörðun sinnu um að
banna vopnaeftirlit," sagði Mubarak
á blaðamannafundi í Kaíró í gær, eft-
ir fund sinn með Dick Cheney sem
nú er á fundaferð um Miðaustur-
lönd, þar sem hann leitar stuðnings
arabaríkja í hugsanlegum aðgerðum
gegn írökum. „Við munum hitta fufl-
trúa Saddams á fundi innan skamms
og gera þeim grein fyrir stöðunni,"
sagði Mubarak og bætti við að ef
ekkert gerðist eftir það yrði gripið tO
annara ráða.
Á sama tíma sagði Bush Banda-
ríkjaforseti á blaðamannafundi í
Washington að Saddam væri vand-
ræðamaður sem taka þyrfti tO bæna,
en vfldi þó ekkert fuflyrða um hugs-
anlegar aðgerðir. „Við erum enn þá
að skoða málið, en ég útOoka ekki að
gripið verði tO aðgerða ef mál þróast
þannig," sagði Bush.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
sagði á fréttamannafundi i Hvíta hús-
inu í gær að nú orðið hefði hann litl-
ar áhyggjur af Osama bin Laden og
hugsaði meira um að ljúka ætlunar-
verkinu í Afganistan þar sem banda-
rískir hermenn hafa undanfamar
tvær vikur setið um liðssafnað tali-
bana og al-Qaeda samtakannna í
Shahi Kot-fjöUum í austurhluta lands-
ins. „Ég veit ekki hvar hann er niður-
kominn en veit að hann er á flótta, ef
hann er þá enn á lífi. Satt að segja
eyði ég ekki miklum tíma í að hugsa
um hann. Hann hefur verið gerður
áhrifalaus og hefur ekki lengur neinn
samastað fyrir samtök sín. Talibana-
stjómin, gestgjafar hans í Afganistan,
hafa verið upprætt og hann hefur
mætt örlögum sínum,“ sagði Bush og
bætti við að hryðjuverk snerust um
meira en einn mann.
„Við eigum örugglega eftir að lenda
í fleiri aðgerðum í Afganistan, eins og
þeim sem verið hafa i gangi síðustu
vikurnar. Baráttu okkar gegn hryðju-
verkaöflunum er hvergi lokið og hún
á eftir að ná langt út fyrir Afganistan.
Hernaðarráðgjafar okkar eru þegar á
FOippseyjum og verða fyrr en seinna
sendir tO Jemens og Georgíu tO að
þjálfa þarlenda heri í baráttunni við
hryðjuverkamenn. Við munum elta
þá uppi aOs staðar, sjálfir eða með að-
stoð bandamanna okkar. Þetta verður
löng barátta," sagði Bush.
REUTERSMYND
í réttarsalnum
Aþilio Soares, fyrrum landstjóri á
Austur-Tímor, fyrir rétti í morgun.
Réttarhöld hafin
vegna fjölda-
morða á A-Tímor
Réttarhöld hófust í Jakarta, höf-
uðborg Indónesíu, í morgun yfir
átján mönnum fyrir þátt þeirra i of-
beldisverkunum og blóðsútheOing-
unum á Austur-Tímor á árinu 1999.
Meðal sakborninganna eru þrír
hershöfðingjar.
Stjómvöldum í Indónesíu er mik-
ið í mun að sanna fyrir umheimin-
um að þeir sem bera ábyrgð á
fjöldamorðunum verði látnir svara
tO saka.
Sameinuðu þjóðirnar telja að á
annað þúsund manna hafi verið
drepin í kjölfar atkvæðagreiðslu þar
sem íbúar Austur-Tímor lýstu því
yfir að þeir vOdu sjálfstæði. Þar
voru að verki vopnaðar sveitir á
snærum stjórnvalda sem nutu
stuðnings indónesíska hersins.
Miklar tafir hafa verið við undir-
búning réttarhaldanna.
Ástæða til að vera kátur
Anfinn Kallsberg, lögmaöur Færeyja,
hefur ástæöu til aö vera ánægöur
meö efnahagsástandiö á eyjunum.
Styrkar stoðir
undir efnahags-
lífinu í Færeyjum
Anfinn KaOsberg, lögmaður Fær-
eyja, og samsteypustjórn hans sitja
að svo góðu búi að jafnvel verð-
lækkun á fiskmörkuðum erlendis
og vaxtahækkanir heima fyrir
myndu ekki verða tO þess að kafla
efnahagskreppu yfir eyjamar.
Þetta er mat Hermans Oskarsson-
ar, formanns efnahagsráös Færeyja,
í samtali við dönsku fréttastofuna
Ritzau.
Herman telur heldur ekki að at-
vinnuleysi myndi aukast þótt að-
eins hægði á hjólum efnahagslífs-
ins. Nánast ekkert atvinnuleysi er í
Færeyjum nú og í nokkrum at-
vinnugreinum er mikOl skortur á
starfsfólki. Þá hefur verið mikOl
tekjuafgangur á færeysku fjárlögim-
um í nokkur ár.