Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 24
36
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002
Tilvera
DV
■ G+ HIP HOP A GAUKNUM Robbi
Chronic mun hrista fram úr erminni
nokkra snillinga til aö spila á hip
hop kvöldi á Gauknum í kvöld. Um
er að ræöa að Sage Francis og DJ
Shalem B veröa á staönum en Af-
kvæmi guöanna munu hita upp.
■ JAMES HICKMAN Á Ó BRIENS
Trúbadorinn James Hickman spilar
frá 11 og fram eftir kvöldi á Ó.
Briens, Laugavegi 73.
■ LIFANDI TÓNLIST Á VÍDALÍN
Sænsk-íslenska bandiö BROAD
með Mats Nielsson og Bjössa
Viihjálms leikur á Vídaiín í kvöld.
Soul, popp, blús og rokk.
Tónleikar
■ MINNINGARTONLEIKAR
Tónleikar verða í kvöld í
Háskólabíói til minningar um
fórnarlömb flugslyssins í Skerjafiröi
7. ágúst 2000 og til styrktar söfnun
vegna óháðrar rannsóknar á
orsökum slyssins. Fram koma
margir frábærir skemmtikraftar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.
■ HAMRAHLIÐARKOR í
LISTASAFNl Hamrahlíðarkðrinn
heldur tónleika í Llstasafni íslands
kl. 20.30 í kvöld. Uppistaöa
efnisskrárinnar eru verk sem byggja
á þjóðlegum arfi og svo erlend verk,
Bartók, Kodály og hasídískir
gyöingasöngvar.
Fundir og fyrirlestrar
■ NORRÆNT MENNINGARkVÓLD
Norrænt menningarkvöld fyrir
framhaldssskólanema veröur í
Norræna húsinu í kvöld kl. 20.
Stuttmynd, upplestur, dans og
tónlistaratriöi. Bornar veröa fram
veitingar, farið í spurningakeppni og
upplýsingar veittar um Nordjob.
■ LEjKJAFRÆÐI Fyrirlestur um
leikjafræöi til heiöurs John Forbes
Nash verður í kvöld í Odda, stofu
101, og hefst kl. 20. Fyrirlesari er
Gylfi Magnússson, dósent í
viðskipta- og hagfræðideild HÍ.
Leikhús
■ HVER ÉR HRÆDDUR? í kvóid ^
sýnir Pjóöleikhúsiö Hver er hræddur
viö Virginíu Woolf? kl. 20.
■ KYNJAVERUR Leikfélag Kvenna-
skólans í Reykjavík, Fúria, mun í
kvöld kl. 20 sýna leikritiö Kynjaverur
í Stúdíó.is, eða gamla sjónvarpshús-
inu viö Laugaveg.
■ MEP FULLA VASA AF GRJÓTI í
kvöld sýnir Þjóöleikhúsiö verkið Meö
fulla vasa af grjóti kl. 20.
■ MEO VÍFH) j LÚKUNUM Borgar-
leikhúsiö sýnir í kvöld leikritiö Meö
vífiö í lúkunum kl. 20.
Djass í Kaffi-
leikhúsinu
Kvartett Kára Ámasonar
spilar í Kaflileikhúsinu,
Hlaðvarpanum, í kvöld undir
merkjum Múlans. Kvartettinn er
skipaður þeim Kára Ámasyni
trommuleikara, Sigurði
Flosasyni saxófónleikara, Ómari
Guðjónssyni gítarleikara og
Þorgrími Jónssyni bassaleikara.
Prógrammið samanstendur af
lögum eftir Wayne Shorter frá
Blue Note tímabili kappans.
Tónleikamir hefjast kl. 21.00.
POPP______________________
■ FIMMTUPAGSFORLEIKUR Sveit-
irnar D.U.S.T. og Case troða upp á
fimmtudagsforleik Hins hússins í
Pósthússtræti 3-5 (gamla lögreglu-
stööin) í kvöld. Tónleikarnir hefjast
kl. 20 og er 16 ára aldurstakmark.
Frítt inn.
Krár
Sýnir handverk sitt á Sléttuvegi 13:
Prjóna til að sofna
ekki yfir sjónvarpinu
Ábrelöa
„Ég vissi ekki hvað ég átti aö gera við allar slæöurnar og hálsklútana í
skúffunni svo ég tók fyrir að nýta þær svona," segir listakonan.
- segir Þorgerður Sveinsdóttir, 95 ára
Þeir eru ekki margir sem fagna
níutíu og fimm ára afmæli með eig-
in listsýningu. En það gerir hún
Þorgerður Sveinsdóttir sem sýnir
nú ýmiss konar muni i þjónustusel-
inu viö Sléttuveg. Fjöidinn skiptir
tugum ef ekki hundruðum. Lista-
konu vill hún samt ekki kalla sig,
heldur handverkskonu og segist
hafa mikla ánægju af aö búa eitt-
hvað til. „Það heldur mér gangandi,
bæði andlega og líkamlega. Stund-
um er ég með verki í síðunni en um
leið og ég fer að gera eitthvað sem
ég hef gaman af þá líður mér betur,“
segir hún. Á kvöldin þegar hún
horfir á sjónvarpið kveðst hún
grípa prjónana. „Ég varð að hafa þá
svo ég sofni ekki,“ bætir hún við
glettin.
Listaverk úr ýmsum efnum
Rammann smíðaöi Hallsteinn,
bróðir Þorgerðar, en hann var
bæði rammasmiöur og listmálari.
Mislöng spor
Eitt af nýrri verkum Þorgerðar.
Systir Ásmundar
Ýmiss konar handiðn var stund-
uð á æskuheimili Þorgerðar að
Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu.
Karlmennimir smíðuðu og hún
fylgdist með listaverkum verða til í
vefstól móður sinnar, Helgu Ey-
steinsdóttur, auk þess sem allur
fatnaður var unninn heima. Hópur-
inn var stór sem þurfti að klæða því
börnin voru ellefu talsins. Sjö strák-
ar og fjórar stúlkur. Þorgerður var
yngst barna. Meðal systkina hennar
var Ásmundur Sveinsson mynd-
höggvari sem var 14 árum eldri en
hún. „Ég var skírð þegar hann
fermdist. Það var stundum sagt að
við væmm lík í skapinu," segir hún
og hlær nett. Hún minnist þess að
Ásmundur hafi iðulega verið að búa
eitthvað til í höndunum þegar hann
var unglingur. „Hann var oft uppi á
lofti, yfir bláu stofunni í gamla bæn-
um, að fást við eitthvert handverk
en hann vildi ekki sýna okkur
krökkunum það,“ segir hún.
Bjó í koti í Kringlumýri
Þorgerður varð kennari og átti 70
ára útskriftarafmæli frá Kennara-
skólanum á síðasta ári. Hun byrjaði
ferilinn sem farkennari, fyrst uppi í
Borgarfirði, svo vestur á Snæfjalla-
strönd við ísafjarðardjúp. Einnig
kenndi hún á Hellissandi og síðan
Flateyri, þar sem hún kynntist
mannsefninu, Sveini Jónssyni, frá
Hvilft í Önundarfirði. Þau fluttu
saman suður 1941 og þá var lítið um
húsnæði í borginni. „Það var ekki
nokkra almennilega íbúðarholu að
fá,“ rifjar hún upp. „Á endanum
fengum við lítið kot inni í Kringlu-
mýri og vorum þar með kú og
nokkrar hænur. Enginn strætis-
vagn nálægt og engin búð. Svolítið
annað en núna!“
Kenndi þroskaheftum
Þorgerður er þriggja bama móðir
og þegar þau voru vaxin úr grasi
DV-MYNDIR PÖK
Handverkskonan
Þorgerður Sveinsdóttir hefur lagt gjörva hönd á margt um ævina. Þrátt fyrir háan aldur sér hún enn til að hann-
yrða og lesa sér til ánægju.
Ohlutbundin list
Þorgerður fór að mála upp úr sjötugu.
hóf hún að kenna þroskaheftum
börnum handavinnu, fyrst við
Höfðaskóla,
síðar Öskju-
hlíðarskóla.
„Ég tel mig
hafa lært
mikið á því
að vinna
með þessum
bömum því
ég þurfti
alltaf að vera
að hugsa upp
eitthvað sem
þau hefðu
gaman af og
þroskaði
hæfileika
þeirra," seg-
ir hún og
heldur
áfram: „Þau
voru líka svo ánægð þegar þau
fundu að þau gátu gert meira en
þau höfðu haldið, eftir veru sína í
öðrum skólum, þar sem öll áhersla
var lögð á bókina. Ég hafði enga
kennslustofu og þurfti að bíða þar
til aðrir voru búnir að kenna því
bóknámið var látið ganga fyrir. En
þegar krakkarnir vom spurðir hvað
þeim þætti skemmtilegast í skólan-
um þá var það handavinnan!"
Byrjaði sjötug að mála
Það var ekki fyrr en um sjötugt
sem Þorgerður byrjaði að mála.
Hún les með hjálp stækkunarglers
en gleraugun duga við hannyrðirn-
ar. Hún er vel em og fylgist með
málefnum líðandi stundar. Mann
sinn missti hún fyrir tíu árum en
þrátt fyrir það áfall og að ýmiss
konar heilsuleysi hafi herjað á hana
heldur hún enn reisn sinni, sjálfs-
bjargarviðleitni og skapandi hugs-
un. -Gun.