Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 Fréttir DV 4. umferð í DV-Sport Snocrossinu fer fram við Skútustaði í Mývatnssveit laugardaginn 16. mars Kl. 14:00 Þéttsklpuð dagskrá á Mývatnsmóti og þar má enginn láta sig vanta... ► Föstudagur 15. mars ► Laugardagur 16. mars Garmin GPS fjallaratleikur ísspyrna á Mývatni við Skútustaði kl. 13:30 kl.. 11:00 Samhliöa brautarkeppni Æfingar í Snoerossinu hefjast kl. 14:00 kl. 11:30 Kynning á keppendum í 4. umferð DV-Sport Snocrossins snocrossinu á föstudagskvöld kl. 14:00 stundvlslega. Glæsileg kl. 21:00 viö Selið-Hótel Mývatn. sleðahátíð verður svo haldin í -------------------------------- Skjólbrekku á laugardagskvöld þar Varðeldur og flugeldasýning að sem boöið verður uppá ýmis kynningu lokinni. skemmtiatriöi og veisluhlaðborð. ► Sunnudagur 17. mars Farin veröur hópferð á vélsleðum frá Skútustööum aö Dettifossi og Þeistareykjum undir leiösögn félaga í Vélsleðaklúbbi Mývatns- sveitar. Allar frekari upplýsingar og skráning í síma: 464-4164 og á www.myvatn.is. Dansleikur fram á nótt með hljómsveitinni A-menn. SPORTF£RÐ3« www.sporttours.lm *"ltv §0$ ATHYG U TediSmyndir JHM Sport PC3LRRIS M€fl€ Ölf motoitroirt Q R.SIQMUNDSSON A.—-A KmttarbúOir Greihlnm ÍiPlJmi YAMAHA &LXMX DV-MYND: E.ÓL. Reynslan er góö „Líklegt þykir mér að vegna góðrar reynslu þá sjái fleiri fyrirtæki sér hag í því að ganga til samstarfs viö menningar- stofnanir," segir Ólafur Kvaran, forstöðumaöur Listasafns íslands. „En það er að sjálfsögðu einnig háð menningar- stefnu stjórnvalda og fjárveitingum til menningarstofnana í framtíðinni og enn fremur efnahagsástandinu í heild sinni hvort fyrirtæki hafi svigrúm til slíks samstarfs." Lyfjarisi styrkir listina - Pharmaco helsti styrktaraðili Listasafns íslands Snemma í vikunni var gengið frá samstarfssamningi Listasafns ís- lands og Pharmaco hf., sem verður helsti styrktaraðili safnsins á þessu og næsta ári. Ljóst er að þessi samn- ingur mun gefa safninu og starf- semi þess talsvert svigrúm. En í hvað verður 12 milljóna króna fram- lagi Pharmaco á þessu og næsta ári einkum varið? Ólafur Kvaran, for- stöðumaður Listasafns íslands, er viðmælandi DV í fréttaviðtalinu að þessu sinni og hann var spurður þessarar spumingar. „Þessi samningur er afar mikil- vægur fyrir Listasafii íslands en fram undan eru dýrar sýningar eins og sýning frá Tretjakov-safiiinu í Moskvu sem flallar um rússneska aldamótalist. Þá mun Listasafnið standa að sýningu á íslenskri mynd- list í Tretjakov-safninu í Moskvu í haust sem verður metnaðarfyllsta kynning sem verið hefur á íslenskri list í Rússlandi." - Eru gildandi samstarfssamning- ar Listasafns íslands við önnur einkafyrirtæki eða hafa verið á und- anfornum árum? „Samstarfssamningur Listasafnsins og Símans rann út um siðustu áramót og hafði þá verið í gildi frá árinu 1999. Það má segja að sá samningur hafi brotið ákveðið blað hvað varðar sam- skipti menningarstofnana ríkisins og annarra fyrirtækja og markað þannig ákveðin tímamót. Við höfúm markað þá stefriu að Listasafnið leitar eftir samstarfi við einn aðalstyrktaraðila, eins og samstarfið við Pharmaco, en jafnframt hefur safiiið og mun áffam í framtíðinni leita eftir stuðningi fyrir- tækja við framkvæmd einstakra að- greindra verkefiia. Þessi stuðningur hefúr verið safninu á liðnum árum mjög mikilvægur. Vil ég nefha i því sambandi sýninguna í Corcoran-safn- inu í Washington síðastliðið haust.“ - Vantar mikið upp á að þau framlög sem safnið fær frá opin- berum aðilum dugi fyrir þeim markmiðum og metnaði sem þið stjómendur safnsins hafið? „Það má segja að sú fjárveiting sem safiiið fær nú á fjárlögum standi straum af launakostnaði og kostnaði við að reka byggingar safhsins. Auk þess sem safiiið fær árlega 12 milljón- ir króna til kaupa á listaverkum. Þannig hefur safnið þurft að afla sjálft fjármuna til að kosta aðra starf- semi, eins og vegna sýninga og upp- byggingar gagnagrunns, sem hefur það mikilvæga markmið að miðla upplýsingum og þekkingu um verk safiisins." „Það liggja fyrir ákveðnar leikreglur milli aðila frá upphafi sem eru virtar. Þegar gerðir eru slikir samningar þá liggur fyrir af hálfu safnanna hvaða verkefni er áformað að ráðast í og það er síðan ákvörðun fyrirtœkjanna hvort þau vilja taka þátt í að gera þau að veruleika. “ - Eru í samningum sem þið hafið gert einhverjar klásúlur um íhlut- unarrétt stuöningsfyrirtækja í ykk- ar starf? „Nei, engin slík ákvæði eru til stað- ar í þessum samningi. Ég hef heldur aldrei orðið fyrir neinum þrýstingi eða tillögugerð frá þeim fyrirtækjum sem við höfum átt samstarf við.“ - Telur þú að samstarfssamning- ar af þessum toga muni færast í vöxt á komandi tíð? „Það er erfitt að spá um það, en lík- legt þykir mér að vegna góðrar reynslu þá sjái fleiri fyrirtæki sér hag í því að ganga til samstarfs við menningar- stofiianir. En það er aö sjálf- sögðu einnig háð menningar- stefnu stjóm- valdaogfjárveit- ingum til menn- ingarstofnana í ffamtíðinni og enn fremur efnahagsástand- inu í heild sinni hvort fyrirtæki hafi svigrúm til dv-mynd: gva s^És samstarfs. Listarinnar menn Frá handsali samninga Pharmaco og Listasafns Islands sl. mánudag. Knútur Bruun, formaður safnráðs, Sindri Sindra- son, forstjori Pharmaco, Ólafur Kvaran, forstööumaöur Listasafns Islands, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórn- armaður í Pharmaco. Fréttaviðtalið Siguröur Bogi Sævarsson blaöamaöur Aukið samstarf viö fyrirtæki líklegt - Að listasöfn njóti stuðnings og framlaga frá emkafyrirtækjum, er ekki til staðar hættan á því að þetta rýri það listræna sjálfstæði sem þau eiga að hafa og þurfa? „Nei, ég tel það ekki vera, án stuðn- ings gætu söfiiin ekki ráðist í mörg mikilvæg verkefni. Það liggja fyrir ákveðnar leikreglur milli aðila frá upphafi sem eru virtar. Þegar gerðir eru slíkir samningar þá liggur fyrir af hálfu safnanna hvaöa verkefni er áformað að ráðast í og það er síðan ákvörðun fyrirtækjanna hvort þau viija taka þátt í að gera þau að veru- leika. Síðan geta samstarfssamningar einnig tengst þáttum eins og að efla fræðslustarf eða að markaðssetja söfri- in og markmið fyrirtækjanna getur einnig verið að tengja sig söfnunum al- mennt frekar en einstökum verkefn- um.“ Dæmi af ís- lenskum ex- pressjón- isma - Hver eru helstu verkefni Listasafns íslands á næstu misser- mn, sýningarhald og annað slíkt? „Nú stendur yfir sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals, Finns Jónsson- ár, Jóhanns Briem og Jóns Engilberts sem viö nefiium Huglæg tjáning - máttur litarins og er dæmi af íslensk- um expressjónisma. í lok apríl verður opnuð sýning frá Tretjakov-safninu sem fjallar um rússneska myndlist frá lokum 19. aldar og fram til 1930 og þá veröa í fyrsta sinn sýnd verk á íslandi eftir listamenn eins og Kandinsky og Malevich, sem voru helstu brautryðj- endur abstraktlistarinnar. Þetta er gíf- urlega verðmæt sýning og er trygging- arverðmæti hennar tæpir fimm millj- arðar króna. í sumar verður hefðbundin sumar- sýning safiisins sem gefúr yfirlit yfir íslenska myndlist á 20. öld. Á haust- mánuðum verða tvær sýningar, ann- ars vegar yfirlitssýning um sögu ljós- myndarinnar, sem kemur frá Modema Museet í Stokkhólmi og hins vegar sýning sem fiallar um tímabilið 1980-2000 í íslenskri myndlist.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.