Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 37 DV EIR á fimmtudegi Vorið komið í Svíþjóð Vorið er komiö til Svíþjóðar og þykir það með fyrri skipunum. Á Skáni, syðst í Svíþjóð, hefur verið rjómablíða undanfama daga, fuglar sungið og hérar hlaupið um stéttir. Bera menn sig vel og hlakka til lífsins fram undan. Vor Fuglar syngja - hérar hoppa. Erótískir undirtónar. Björk of djörf fyrir MTV Tónlistarstöðin MTV neitar að sýna nýjasta myndband Bjarkar Guðmundsdóttur á þeim forsend- um að það sé of djarft fyrir áhorf- endur stöðvarinnar. Það er mynd- gerð útgáfa af laginu Cocoon af Vespertine-diskinum sem fer fyrir brjóstið á stjórnendum MTV sem kalla þó ekki alit ömmu sina í þessum efhum: „Myndbandið er í ekta Bjarkar-stíl, djarft og til- raunakennt en það eru erótískir undirtónar og meint nekt söngkon unnar sem fer yflr það strik sem MTV setur sér varðandi birtingu efnis,“ segir í danska Ekstra-blað- inu. Leikstjóri myndbandsins er Eiko Ishioka. Borgin breytist Veitingasölum Hótel Borgar verður lokað í næsta mánuði og ekki opnaðir aftur fyrr en á vordögum. Tíminn verð- ur notaður til gagngerra breytinga á staðnum og er steína nýrra rekstraraðila að færa sali hótelsins sem mest í upp- runalegt horf - Hótel Borg art deco - stíl Aftur til fortíöar - fjórða áratug- innréttingar frá Nor- aj-jns pag er . Guðmundur Bjamason, veitingamaður í Ósló, sem tekið hefur við rekstrinum ásamt bróður sínum en þeir hafa rekið veitingahús í Noregi um árabil. Nýjar innréttingar koma fullfrágengnar frá Noregi og verður púslað saman á staðnum..líkt og Lego-kubbar,“ eins og starfsmenn orða það. Salarkynni næst gluggum við Pósthússtræti verða fyrir léttari veit- ingar en innri salir glæsilegri og íburð- armeiri. Verða þeir tengdir með löng- um hringbar fyrir hótelgesti og aðra. Þar inn af (Skuggabar) verður koniaks- stofa og fundarherbergi með full- kominni aðstöðu. Veitinga- og rekstrar- stjóri hefur verið ráðinn Yngvi Már Guðmundsson. Hann lofar huggulegum stað með toppveitingum á sanngjömu verði en upp á síðkastið hefur Hótel Borg verið að selja hamborgara með frönskum og sósu á 1600 krónur.og þar með verðlagt sig út af markaðn- um,“ eins og kunnur sælkeri orðaði það. Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram aö Rannveig Rist er ekkert skyld El- ínu Hirst. BORGA, BORGA... ..óteljandi og hag- stæð langtimalán áhvílandi." (Fasteignablaö Morgunblaösins.) .m GÓÐAR KONUR „Þeir eiga báðir góðar konur.“ (Þorvaldur Gylfason í Lesbókinni um tvo snillinga meö geöræn vandamál.) HELGARVEÐRIÐ „Fastar samveru- stundir bjórvina eru einu sinni í viku, þ.e. að lokn- um vinnutíma hvern fóstudag." (Úr samþykktum Bjórvinafélags Veöurstofu ísiands.) Meö bjórinn við rafmagnstöfluna Ómar rafvirki handleikur kassa meö þýskum Veltins-bjór. Á meöan bíöa rafmagnsvírarnir. Rafvirkjar í stuði - flytja inn 60 tegundir af áfengi til hliðar við rafmagnstöfluna Rafvirkjamir í Rafkóp/Samvirki eru ekki við eina taugina tengdir. Auk þess að framleiða megnið af þeim rafmagnstöflum sem Lands- virkjun notar flytja þeir inn ókjörin öll af áfengi og skiptir þá engu hvort um er að ræða viskí, bjór eða eð- alvin. Þó eru þeir ekki drykkfelldir: „Við kynntumst þessu í gegnum franska fyrirtækið Alstom sem við erum með umboð fyrir. Alstom framleiðir allt frá farþegaskipum til jámbrauta og það var eiginlega hjá þeim sem ævintýrið hófst. Þeir höfðu réttu samböndin og komu okkur á bragðið,“ segir Ómar S. Gíslason rafvirki sem sér ekki eftir að hafa stigið fyrsta sporið á braut Bakkusar. Innflutningurinn hefur bætt nýrri vídd í líf hans og hinna rafvirkjanna hjá Rafkóp/Samvirki sem vart líta glaðan dag án þess að vín beri á góma og þó eru þeir alltaf með stuð (rafmagn) innan seilingar. Spænski Estrella-bjórinn og sá þýski Veltins eru meðal þeirra veiga sem rafvirkjamir í Kópavogi bjóða landsmönnum upp á svo ekki sé minnst á frönsku Chenet-vínin sem eru í flöskum með sveigöum flöskuhálsi. Ákaflega skemmtileg á borði. Þá má nefna skoska Chiefta- ins-viskíið og írska rjómalíkjörinn fi'á Brogans. Þrátt fyrir mikið úrval af rauð- og hvítvinum í vöralista rafvirkjanna í Kópavogi þá hefúr Ómar meiri áhuga á sterku drykkjunum: „Þeir era ein- hverra hluta vegna áhugaverðari og gefa meira tilefni til pælinga," segir hann, allsgáður að venju. HAFNFIRSK EINKAMÁL „Ég er 36 ára karl- maður sem óskar eftir góöri konu, með sambúð i huga, helst sem vinnur í Samkaupum i Hafn- arfirði." (Augtýsing í Fjaröarpóstinum.) NEI, TAKK! „Guð forði okkur frá allsherjarlausn- um fortíðarinnar til lausnar á framtíö- inni.“ (Þórhildur Þorleifsdóttir í DV um nýja heimssýn.) New York Times- brúðkaupið Hefna sín á Árna Sögðum frá því hér á síðunni í síðustu viku að bandaríska stór- blaðið New York Times hefði áhuga á brúðkaupi tveggja Banda- ríkjamanna í Bláa lóninu. Brúð- kaupið fór svo fram í fyrradag en þar hétust hvort öðru þau M. Ratchik, lyfsalasonur frá New York, og S. Ko sem er af japönsk- um ættum. Áhugi New York Times helgaðist ekki af því að skötuhjúin væru svo fræg heldur af einstæðri ástarsögu að baki sambandi þeirra. Ratchik og Ko ferðuðust lengi í sama neðanjarð- arlestarvagninum og gáfu hvort öðru auga yflr dagblöð og bækur sem þau voru að lesa. Gekk svo lengi án þess að til tíðinda drægi. Dag einn, þegar Ratchik var að þvo tau sitt í þvottahúsi fjölbýlis-- húss þar sem hann býr, gekk Ko þar inn með sinn þvott. Höfðu þau þá alltaf búið í sama húsinu án þess að hittast. Síðan hafa þau ver- ið óaðskiljanleg. Það var þessi ást- Rétta myndin Bláa lóniö NYT v\H myndir. New York Times vill brúðkaup Bandaríska stórblaöiö The New York Times hefur sýnt brúðkaups- vigslu í Bláa lónínu mikinn áhuga. Athöfnin er iyrirhuguð á þriðjudag- Fréttln Brúökaupiö í fyrradag. arsaga sem New York Times vildi fá að birta. Og gerir á næstu dög- um. * r *- - með strætóauglýsingu „Sumir reyna að tengja en við neitum,“ segir Hilmar Eiríksson, framkvæmdastjóri Merkingar, sem límt hefur sérstæðar auglýs- ingar á strætisvagna þar sem vísað er beint í frétt sem birt- ist í DV fyrir hálfu öðru ári undir fyrirsögninni „Rotað- ist á bónstöð". Sagði þar frá Árna Johnsen sem fékk stiga í höfuðið þegar hann gekk inn á bónstöð við Skúlatún með þeim afleiðingúm að hann rotaðist. í fréttinni kenndi Ámi starfsmönnum Merkingar um slysið og það sámaði Hilmari framkvæmda- stjóra. „Við vorum aldrei sáttir við lýsingar Árna,“ segir hann. Á strætóauglýsingum Merkingar stendur orðrétt: „Við hentum stiga í hausinn á honum en hann lagaðist ekki neitt“. í frétt DV segir Árni hins vegar sjálfur í gamansömum tón: „Maður hefði meitt sig ef mað- ur hefði ekki fengið þetta í höfuðið." Merking hefur umráðarétt og leigir út allt auglýsinga- pláss sem í boði er á strætis- vögnum í Reykjavík - á alls 67 vagna. Fyrirtækið fékk samn- inginn eftir útboð en sam- kvæmt honum eru pólitískar auglýsingar bannaðar á stræt- isvögnunum. Þó er hægt að fara á svig við þær reglur með hugvitssamlegum hætti eins og dæmið um Áma og stigann sann- ar. Auglýsingar á strætisvagna hljóta að teljast góður kostur því fuUgerö auglýsing á bakhlið tiu strætisvagna í tíu daga kostar ekki nema 50 þúsund krónur. SC3 DV-MYND GVA Snjóbekkir Þéttsetnir í fönninni standa þeir auöir. *.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.