Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 16
28 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 Skoðun x>v Hver verða kosningamálin í vor? (Spurt á Akureyri.) Kristjana Sigurgeirsdóttir skrifstofumaður: Ég hef ekki myndaö mér skoöun á því. En sjálfsagt fer baráttan af staö fljótlega eftir páska. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson dósent: Þaö er uppbygging Naustahverfis og þaö hvort þörf sé á uppbyggingu þess. Einnig skólamál. Kristinn Einarsson lögregluþjónn: Atvinnumálin, hef ég trú á, hvarvetna á landsbyggöinni þar sem ég fer um há menn varnarbaráttu í þeim. Haraldur byggingatæknlfræðlngur: Viö munum kjósa um fleiri ný störf. í þeim efnum eru menn annars ráöa- iausir og lofa upp í ermina á sér. Ármann Smárason nemi: Ég geri mér ekki grein fyrir því. En mér finnst aö atvinnumál hér megi bæta mikiö - og bæta alia félagsaö- stööu í bænum. Hannes Haraldsson vélvirki: Ekki er ótrúlegt aö þaö veröi atvinnumál- in. Núverandi valdhafar standa sig vel en ef til vill þurfa þeir góða kosningu svo þeir finni aö þeir séu á réttri leiö. Einkavæðingin í Hafnarfirði Frá Hafnarfirði. Spillingin í tengslum við einka- væðinguna virðist ekki ríða við einteyming hér á landi fremur en í Farum-bæ í Dan- mörku. Líkt og rón- amir koma óorði á brennivínið þá hafa margir for- svarsmenn einka- væðingar sett sótsvartan blett á einkaframtakið. í DV nýlega gat að líta fróðlega úttekt á sölu Landssímahúsins til einkaaðila og síðan leigu fyrirtækis- ins á þessu fyrrverandi húsnæði sínu. Með þeim samningum virðast stjórnendur Landssímans hafa kastað hundruðum mUljóna al- mannafjár á glæ. Þeir hafa farið sömu leið og Brixtofte, bæjarstjór- inn í Farum, selja fasteignir sínar og leigja þær síðan aftur. Hér er í reynd um einkaframkvæmdaleið að ræða sem virðist hafa leitt til gjald- þrots Farum-bæjar í Danmörku. Helstu talsmenn einkaframkvæmda hér á landi hafa verið kollegar Brixtofte. í Hafnarfirði, bæjarstjór- inn Magnús Gunnarsson, og Nýsis- maðurinn Sigfús Jónsson. í sama tölublaði DV gagnrýnir Nýsismaðurinn Akureyrarbæ fyrir að fara ekki að fordæmi Farum, þ.e. halda inn á braut einkafram- kvæmda. Bæjarstjóri Akureyrar og leiötogi sjálfstæðismanna þar, Krist- ján Þór Júlíusson, svarar hins veg- ar Nýsismanninum fullum hálsi í sama blaði. Hann telur mun ódýr- ara fyrir bæinn að byggja sjálfur sitt húsnæði og mismunurinn sé „betur kominn í bæjarkassanum en sjóöum Sigfúsar". „Sjálfstœðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur skuld- bundið bœjarbúa sína til að greiða vegna einkafram- kvæmdasamninga um byggingar yfir 6 milljarða króna á komandi árum og áratugum. “ Við Samfylkingarmenn í Hafnar- flrði höfum harðlega gagnrýnt þá einkaframkvæmdaleið sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur valið í Hafn- arfirði. Sjálfstæðismennirnir, Gunnar Birgisson, alþingismaður og leiðtogi sjálfstæðismanna i Kópa- vogi, og Kristján Þór, bæjarstjóri á Akureyri, virðast sammála okkur í megindráttum. Þeir hafa hafnað því að feta í fótspor Brixtofte í Farum sem hefur einkavætt nánast öll bæj- arumsvif með þeim afleiðingum að bærinn er talinn gjaldþrota. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði hefur skuldbundið bæjarbúa sína til að greiða vegna einkafram- kvæmdasamninga um byggingar yfir 6 milljarða króna á komandi árum og áratugum. Inni í þeim töl- um er hvorki rekstur né viðhald umræddra eigna. Eignamyndun bæjarins er engin. Þessir rúmu 6 milljarðar eru ekki færðir til skuld- ar í bókhaldi bæjarins. Félagsmála- ráðuneytið telur það hið besta mál. Áætlað er að skuldir bæjarsjóös Hafnarfjarðar séu um 9 milljarðar kr. um síðustu áramót auk á sjötta milljarð í einkaframkvæmdum. Ég óttast að Magnús sé að fara með bæinn sömu leið og Brixtofte í Danmörku. Málið er þverpólitískt eins og fram hefur komið. Einka- væðing og einkaframkvæmdir geta vissulega átt rétt á sér. Trúarbrögð- in mega hins vegar ekki taka yflr al- menna skynsemi manna. En „einkarónarnir" hafa vissulega komið óorði á allt sem kennt er við „einka“ ... Spaugstofunnar saknað Guðmundur Guðmundsson skrifar: Þvi i ósköpunum er ekki gamla góða Spaugstofan tiltæk núna? Mikið væri gott að hafa hana í Sjónvarpinu. Núna vantar ekki efnið, og þetta frá- bæra listafólk sem að henni stóð væri ekki í vanda við að gera grín að grunnhygginni þjóð sem lætur mis- vitra stjórmálamenn með frjáls- hyggjuglýju í augum enn og aftur teyma sig á asnaeyrunum. Hver vit- leysan á fætur annarri, og vinsældir þessarar ólukku ríkisstjórnar rjúka upp. Er ekki af nógu að taka? - Svo sannarlega. Nú hefur Sjónvarpiö loks endur- „Nú hefur Sjónvarpið loks endurráðið Spaugstofuliðið til að taka til við gagnrýn- ina og opna augu fólks fyr- ir hinum misvitru stjón- málamönnum, vekja þjóð- ina til umhugsunar.“ ráðið Spaugstofuliðið til að taka til við gagnrýnina og opna augu fólks fyrir hinum misvitru stjónmála- mönnum, vekja þjóðina til umhugs- unar. Það er kannske ekki til þess nokkur von, enda svo stutt síðan við komumst í snertingu við heiminn utan moldarkofanna. Bruðl, græðgi, sérhyggja, trúgirni og grunnhyggja. - Það er af nógu að taka til aö fram- leiða frábæran skemmtiþátt. Ungur heyrði ég sagt að þeir sem minnst hafa, og engin tækifæri til þess að bjarga sér, og kysu þaö afl sem hvað mest lemdi á þeim, það héti að kyssa á þann vönd sem það er lamið með. Þetta á svo sannar- lega við enn þann dag í dag. Það sýna manni þessar skoðanakannan- ir undanfarið um fylgi stjómar- flokkanna. Kannske ekki von um að það breytist neitt. En Spaugstofan getur hjálpað. ■V *■ Minna minni Garri heyrði öldrunarlækni lýsa því í útvarp- inu í gærmorgun að minni manna væri eins og vöðvi; því betur þjálfað, því betra. Gott væri til dæmis að leysa krossgátur á klósettinu í stað þess að mæna út í loftið. Nota ætti hveija stund fyrir hugarleikfimi alls konar. Það skilaði sér síðar. öldrunarlæknirinn nefndi þessu til stað- festingar að sænskar rannsóknir sýndu að minni langskólagengins fólks væri betra en annarra. Þó gat hann þess og lagði áherslu á að margir óskólagengnir væru vel sjálfmenntaðir og til- heyrðu því i raun hinum hópnum. Ætlaöi í bíó - fékk pönnuköku Sjálfur hefur Garri stundað háskólanám í fimm háskólum í sex heimsáifum og ætti þvi aö vera minnugur langt yfir meöallagi. Því er ekki að heilsa því hann man ekki lengur nafnið á móður sinni nema líta á mynd af henni sem hann ber i veskinu - til að muna eftir henni. Hann getur heldrn- ekki farið i bíó án þess að taka bíóauglýsinguna með sér til að vita í hvaða kvikmyndahús hann á að fara og á hvaða mynd. Um daginn gleymdi hann því og endaði á Litlu kaffistofunni á Sandskeiði með pönnuköku fyrir framan sig. Staðhæfmg öldrunarlæknisins, um öflugt minni menntamanna umfram óbreytta iðnaðarmenn og aðra slíka, stenst því ekki. Svo mik- ið veit Garri. Síreykjandi og sokkalausir Þó Garri sé langskólagenginn en muni ekki margt minnir hann þó að há- skólakennarar hans hafi iðulega gengið á veggi á meðan þeir héldu fyrirlestra (voru búnir að gleyma að þeir væru fyrirstaöa). Þeir reyktu meira að segja (mundu ekki að það var bannað) og voru oftar en ekki í sinn hvorum sokknum ef þá einhverjum. Iðnaðarmennimir sem byggðu hús Garra þegar hann loks lauk langskólanámi sínu voru skömminni skárri. í flestum var hægt að fletta upp eins og alfræðibók, sérstaklega í rafvirkjunum, og aldrei skorti svör. Þau voru kannski ekki alltaf rétt en það er aukaatriði. Þeir mundu þó svörin og um það snýst málið. Þetta ætti öldrunarlæknirinn að leggja á minnið áður en hann fer næst I útvarpið. Ef hann man þá að mæta. CyXffi Þjóðleikhúsið utan dyra Þrifnaöur undir væntingum. Óhrjálegar hurðir Hulda Þórðardóttir skrifar: Ég fór ásamt bamabömum mínum að sjá hið bráðskemmtilega leikrit Jón Odd og Jón Bjama sl. sunnudag. En aðkoman að Þjóðleikhúsinu er öm- urleg. Fyrst mæta manni glerbrot um allan pallinn neðan aðaltrappanna, báðum megin. Þá eru hurðirnar ekki til augnayndis - ég var að vísu ekki að fara í leikhúsið til að horfa á þær - en mér varð starsýnt á þær vegna þess hve óhrjálegar þær voru. Allar flagn- aðar og skítugar. Þetta er til vansa á svo fögru húsi. Ekki þýðir að segja nokkrum að þetta sé allt að kenna Árna Johnsen og hans afglöpum. Þetta er einfaldlega vanhirða. - Upp með þrifhaðinn! Stóragerðismorð- ingjarnir lausir Kristinn Sigurðsson skrifar: Hvað skyldu hinir svonefndu Stóra- gerðismorðingjar hafa setið lengi inni? Ég sá þáttiim Sönn sakamál í Sjón- varpinu fyrir stuttu og þar var lýst og sviðsettur atburðurinn hræðilegt morð á bensínafgreiðslumanni við stöð eina í Stóragerði. Illþýðið fékk 18 og 17 ára fangelsisdóm. Hæstiréttur taldi dóminn of þungan og mildaði hann. Greint hefur verið frá að náðun- amefnd hafi náðað þessa kóna og þeir hafi aðeins setið inni í 6-8 ár. Ótrúlegt en satt! Era þvi lausir í dag. Óskandi er að Víðimelsmorðinginn fái þyngri dóm, enda var hann hlaðinn morð- vopnum. Mikilvægt að slikir saka- menn séu færðir til dóms í jámum. Einnig ætti að taka fram, í dómi, að náðun komi ekki til greina. Það er lág- marksvirðing við fómarlömbin. Foringi í sínu ríki Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Á síðustu dögum hefur staða Ríkisend- urskoðunar komið inn í umræðuna. - Sigurður Þórðarson er sannur foringi i sínu ríki, og til hans ber ég fullt traust, svo Siguröur og til hans fólks i Þóröarson. embættinu. Fyrir mörgum árum vann ég með honum og get boriö þess vitni að hann er stál- heiðarlegur maður og harður í hom að taka þegar það á við. Sjómannaafsláttur er tímaskekkja Björn Gislason skrifar: Ég undrast um- mæli sjávarútvegsrá- herra í DV 8. mars sl. er hann segir að margt renni stoðum undir að sjómannaaf- slátturinn sé tíma- skekkja en hyggist þó ekki beita sér fyrir því að afslátturinn verði afnuminn! 'Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla víst að bera fram frumvarp sem afnemi þennan fáránlega sjómannaaf- slátt - í áfóngum. En enginn vill eða þorir að játast undir þá þörfu smíð sem frumvarpið yrði. Enginn þorir, enginn vill. Sjómannaafslátturinn er tímaskekKja (ekkert „ef til vUl“ með það). En allt eru þetta sömu heybræk- umar í sölum Alþingis, og senn líður að því að virðing þingsins verður að engu vegna manndómsskorts og þjónkunar við sérhagsmunahópa. Áml M. Mathlesen. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.