Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 20
32
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002
Tilvera
DV
Frumsýningar í bíóum:
Box, draugar og
f j ölskyldudrama
likamlega stæltur. Smith hefur feng-
ið góða dóma fyrir leik sinn og er
tilnefndur til óskarsverðlaunanna.
Þær þrjár kvikmyndir sem frum-
sýndar verða á morgun eru mjög
ólíkar. í Ali er verið að fjalla um fer-
il frægasta hnefaleikakappa sögunn-
ar, Muhammed Ali, sem áður hét
Cassius Clay. 13 Ghosts er hrein-
ræktuð draugamynd og In the
Bedroom er fjölskyldudrama sem
hefur fengið mjög góðar viðtökur og
er meðal annars tilnefnd til ósk-
arsverðlauna. Fyrir þá sem vilja
listrænar kvikmyndir sem eru ekki
á ensku er vert að benda á frönsku
bíódagana í Regnboganum en þar
eru áhugaverðar kvikmyndir sýnd-
ar alla helgina.
Allir sem eitthvað eru komnir til
ára sinna vita hver Muhammed Ali
er. Þessi frægasti hnefaleikakappi
sögunnar var mikill fjölmiðlamatur
In the Bedroom
Sissy Spacek og Tom Wilkinson eru
bæöi tilnefnd til óskarsverðlauna
fyrir leik sinn.
á sínum tima auk þess sem hann
kom í fyrstu öllum á óvart með getu
sinni. Ali, sem er í dag þjáður af
Parkinsons-veikinni, var aldrei spar
á stóryrðin og lét alla fá það óþveg-
ið sem að hans mati áttu það skilið.
Einkalíf hans var fjölskrúðugt.
Hann neitaði að taka þátt í
Víetnam-stríðinu, tók þátt í kröfu-
göngum gegn stjórn Bandaríkjanna,
gerðist múslími og var dyggur bar-
áttumaður fyrir réttindum svartra.
Það þótti því mörgum tími til kom-
inn að gera kvikmynd um Ali og
það féll í hlut hins ágæta leikstjóra
Michael Mann (The Insider, Heat)
að taka það að sér og gaf hann sér
góðan tíma í verkið.
Will Smith, sem leikur Ali, tók
einnig góðan tíma til undirbúnings.
Það gaf auga leiðþegar hann sam-
þykkti að leika Ali, þá rúm hann 80
kíló, að hann þyrfti að þyngja sig og
sú þyngd þurfti að fara í vöðvana. I
marga mánuði æfði hann fimm
daga í viku í æfingabúðum í
Colorado þar tO hann var búinn að
ná 100 kílóa þyngd og var orðinn
Atvinna
Innheimta áskriftar
Útgáfufélagiö DV leitar að starfsmanni til framtíðarstarfa á
innheimtudeild áskriftar. Leitað er eftir áreiðanlegum og stund-
vísum starfsmanni með einhverja bókhaldsþekkingu, almenna
kunnáttu á helstu tölvuforrit og færni í mannlegum samskiptum.
Þarf að geta byrjað strax. Vinnutími er milli kl. 9 og 17.
Alla tíð hefur DV verið lifandi hluti af lífi þjóðarinnar með ábyrgri
og kjarkmikilli fréttamennsku, vönduðum skrifum og þjónustu við
lesendur sína. Hjá DV starfar öflugur og samstilltur hópur
starfsmanna sem lítur til framtíðar með sóknarhug.
Vilt þú starfa með okkur? Sendu þá skriflega umsókn með almennum
uppl. og lýsingu á fyrri störfum til:
Útgáfufélagsins DV,
Þverholti 11,
105 Reykjavík,
merkt „Áskrift“
eða á netfangið selma@dv.is
ff:.;
13 Ghosts
Hér hefur einn draugurinn látiö vita af sér og Matthew Lillard
öskraraf hræðslu.
góðri leið með að verða þekktur
djassspilari þegar hann hóf að nema
leiklist með tónlistinni og eftir að
því námi lauk sneri hann sér alfar-
ið að kvikmyndum, hefur leikið í
hátt i 30 myndum. Meðfram leikn-
um hóf hann að skrifa handrit og
leikstýra stuttmyndum. Það er svo
með In the Bedroom, sem er hans
fyrsta kvikmynd í fullri lengd, sem
hann er að tryggja sér sess á meðal
þeirra bestu.
13 Ghosts
13 Ghosts er hreinræktuð drauga-
mynd og er endurgerð kvikmyndar
sem bar sama nafn og var gerð 1960.
Þá kvikmynd gerði William Castle,
sem gerði út á brellur og var mikill
hugmyndasmiður í þeim efnum.
Myndir hans þótt þó ekki merkileg-
ar, sannkallaðar b-myndir. Castle
hefur þó áunnið sér vissan sess í
kvikmyndasögunni fyrir uppátæki
sín. Fyrir tveimur árum var önnur
kvikmynd hans endurgerð, The
House on the Haunted Hill.
1 13 Ghosts segir frá fjölskyldu
sem hefur misst allt sem hún átti i
eldsvoða. Það verður því ekki með
orðum sagt sú gleði sem umlykur
fjölskylduna þegar hún fær þær
fréttir að fjölskyldufaðirinn Arthur
hefur erft hús eftir dularfuUan
frænda. Húsið er glæsilegt að innan
sem og utan, uppfullt af fallegum
húsgögnum og dýrgripum. Fjöl-
skyldan er alsæl þar til i ljós kemur
að húsinu fylgja þrettán draugar.
í aðalhlutverkum eru Tony
Shaloub, Embeth Davidts, Matthew
LiUard, Shannon Elizabeth og F.
Murray Abraham. Leikstjóri er
Steve Beck og er þetta fyrsta kvik-
mynd hans. -HK
*?.-íýk
■ tU-iiílUÍ+i: