Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002
35
DV
Tilvera
Billy Crystal 55 ára
Gamanleikarinn Billy
Crystal á afmæli í dag.
Crystal varö fyrst þekkt-
ur i kvikmyndaheimin-
um þegar hann lék á móti
Meg Ryan í When Harry
met Sally. Þá haíði hann í mörg ár verið
vinsæll „stand-up“ grínisti og þótti sérlega
góö eftirherma. Billy Crystal er sá kynnir
óskarsverðlaunanna sem þykir hafa tekist
best upp eftir að Bob Hope hætti. Hann hef-
ur þó ekki gefið jafn oft kost á sér og að-
standendur hátíðarinnar hafa viljað. Eigin-
kona hans frá árinu 1969 heitir Janice
Goldfmger og eiga þau tvær dætur sem
báðar starfa í kvikmyndaheiminum, Jenni-
fer er leikkona og Crystal leikstjóri.
-Mifií
Gildir fyrir föstudaginn 15. mars
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
I Fjölskyldumálin eiga
' hug þinn aUan um
þessar mundir og er
samband á milli ást-
vina mjög gott. Þú ættir að heim-
sækja aldraða ættingja þína.
Flskarnir (19. (ehr.-?0. marsi:
Þú ert búin að vera
Iheldur niðurdreginn
undanfama daga en
ert nú allur að kætast.
Vinir eiga saman góðar stundir.
Happatölur þínar eru 6, 15 og 26.
Hrúturinn (21. mars-19. apríll:
Ef þú vandar þig ögn
^■^l>»meira muntu uppskera
ríkulega. Fjölskyldan
stendur einkar þétt
saman um þessar mundir.
Happatölur þínar eru 4, 7 og 21.
Nautið (20. aoril-20. maíi:
/ Ástvinur þinn er eitt-
hvað niðiu’dreginn.
Nauðsynlegt er að þú
komist að hvað það
er sem amar að. Vinur þinn
þarfnast þín.
Tvíburarnir (21. mai-21. iúnii:
V Það lítur út fyrir að þú
y^^guggnir á að fram-
— / / kvæma verk sem þú
varst búinn að ákveða
að gera. Reyndu að vera svolitið
harðari við sjálfan þig.
Krabbinn (22. iúní-22. iúií):
Þú hefur unnið vel að
| undanfornu og ferð nú
' að njóta árangurs
erfiðisins. Ástin er
skammt undan.
Happatölur þínar eru 4, 7 og 24.
Uónið (23. iúlt- 22. áeústl:
I Viðskiptin blómstra
hjá þér um þessar
mundir og það virðist
aUt verða að peningum
í höndunum á þér.
Happtölur þínar eru 5, 9 og 12.
■Mevian (23. áeúst-22. sept.l:
Það kemur upp
-A\\\ ágreiningur í vinnunni
^^V^l»en hann jafnar sig
* f ffjótt og andinn
í vinnunni verður betri en
nokkru sinni fyrr.
Vogin (23, sept.-23. okt.):
Það litur út fyrir að ein-
hver sé að tala illa um
þig en ef þú hefur öU
þín mál á hreinu þarft
þuekkert aðóttast. Sennilegastafar
þessi óvild eingöngu af öfund.
Sporðdfeklnn (24, okt.-2l. nóv.l:
Þú þarft að fara gæti-
lega í sambandi við
ipeningamál en úflit er
fyrir að þú hafir ekki
eins mikið á miili handanna
og þú bjóst við.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
-Það borgar sig ekki
"aUtaf að vera hjálp-
samur og þú ættir að
vera spar á að hjálpa
þeim sem þú veist ekki
hvar þú hefur.
Steingeitín (22. des.-19. ian.c
Þú eignast nýja vini og
það gefur þér nýja
sýn á ýmis mál.
Ástin virðist blómstra
um þessar mundir og þú nýtur
þess að vera tU.
huchi idj. se
Nemendur úr 7-SA í Varmárskóla í Mosfeilsbæ
Þessir fríöi krakkahópur er úr Varmárskóla kom í heimsókn á DV í tengslum viö verkefni um Ijölmiöla sem þeir
hafa veriö aö vinna. Hildur Brynjarsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, íris Hólm Jónsdóttir, Júlíus Óttar Björgvinsson,
Katrín Lea Hjálmarsdóttir, Katrín Rós Ragnarsdóttir, Kristjana Fenger, Linda Björk Jóhannsdóttir, Ólafur Guöjóns-
son, Sitja Haraldsdóttir, Steinunn Gustavsdóttir, Thelma Dögg Haraldsdóttir, Una Pétursdóttir, Víöir Víöisson,
Þórunn Helga Ármannsdóttir. Kennari: Elísabet Kristjánsdóttir.
Mjúkir pakkar og harðir
þegar Krílakot varð þrítugt
Á miðvikudag í síðustu viku var
mikið um dýrðir á leikskólanum
Krílakoti í Ólafsvík. Þá var haldið
upp á það að Krílakot varð 30 ára.
Opið hús var þennan dag og fjöl-
margir gestir komu í heimsókn og
þáðu veitingar hjá bæði börnum
og starfsfólki skólans.
Að sögn Gunnlaugar Friðriks-
dóttur skólastjóra má rekja upp-
hafið að þessum skóla tH fundar í
Kvenfélagi Ólafsvíkur þann 28.
febrúar 1969. Þá komu þrjár kon-
ur, þær Jóhanna Gunnarsdóttir,
Gestheiður Stefánsdóttir og Guð-
rún Tryggvadóttir, með þá hug-
mynd að reka barnaheimHi. Það
var svo ári síðar, 7. febrúar 1970,
að starfið hófst í Félagsheimilinu
og fyrsti forstöðumaður var Gréta
Jóhannesdóttir. Að sögn Gunn-
laugar eru núna tvær deildir við
skólann og aHs 68 böm, á aldrin-
um 20 mánaða tO 6 ára, sem þar
dvelja. Fyrir dyrum stendur að
stækka þurfi leikskólana bæði í
Ólafsvík og á HeUissandi þar sem
fæðingum hefur fjölgað mjög í bæj-
arfélaginu á síðasta ári.
Eins og í öHum öðrum afmælum
barst fjöldi pakka, bæði mjúkir og
harðir. Krakkarnir voru spenntir
að vita hvaö í þeim var og hjálp-
uðu skólastjóranum fúslega tU að
taka þá upp. -PSJ
DV-MYND PÉRJR JÓHANNSSON
Flottur pakki
Leikskólanum í Ólafsvík bárust góöar gjafir og hér eru hinir ungu nem-
endur aö rogast meö einn haröa pakkann, glæsilega gjöf. Meö þeim er
skólastjóri Krílakots, Gunnlaug Friöriksdóttir.
Justin staðinn
að keleríi
Drengjasöngv-
arinn Justin
Timberlake var
staðinn að því á
dögunum að kela
við brúnhærða
og íturvaxna
breska stúlku
sem hafði snætt
með honum há-
degisverð. Telja
margir að þar sé
hugsanlega komin ástæöan fyrir
skilnaði þeirra Justins og söngfugls-
ins unga og aðlaðandi, Britney Spe-
ars.
Ekki nóg með það, heldur sást
einnig tU Justins dansa innUega og
eggjandi við sömu stúlku, að talið
er, á vinsælum næturklúbbi í kvik-
myndaborginni HoUywood.
HeimUdarmaður breska blaðsins
The Sun í Los Angeles segir að
Justin og brúnettan hafi fyrst farið
saman út í síðasta mánuði, skömmu
áður en hann slóst í lið með Britney
við frumsýningu kvikmyndarinnar
sem hún lék í, Krossgatna.
Cameron neitar
að borða svín
Leikkonan Cameron Diaz ákvað
að gera grænmetisæta um daginn
þegar henni var tjáð að grísirnir
sem hún var vön að leggja sér tU
munns væru á sama andlega
þroskastigi og þriggja ára gömul
mannanna böm. Þá var leikkon-
unni nóg boðið.
„Guð minn almáttugur, hugsaði
ég með mér, þetta er eins og að
borða frændur sína og frænkur,"
segir Cameron í viðtali viö banda-
rísku útgáfu tímaritsins Esquire.
Ekki nóg með að Cameron hætti
að borða svin, hún gaf annað kjöt
líka upp á bátinn, Svo hætti hún að
reykja í leiðinni og kaffidropa lætur
hún ekki heldur framar inn fyrir
sínar fógru varir. Leikkonan segist
þó sakna þess aðeins að rúUa sér
ekki lengur rettur, eins og áður.
„Maður tekur reykinn ekki aUtaf
ofan í sig. Þetta var indælis tegund
hugleiðslu. Ég kem örugglega tU
með að byrja aftur,“ segir Cameron
Diaz stórleikkona.
Meg orðin leið
á að vera sæt
OKvikmyndastjaman Meg Ryan er
orðin fertug og því finnst henni tími tU
kominn að fá að leika hlutverk við
hæfi. Hún er skUjanlega orðin hund-
leið á að leika eintómar sætar og góð-
ar stelpur.
„Ég er orðin fost í minni eigin
ímynd. Þetta er farið að verða dálítið
pirrandi. Það hefur ekki verið auðvelt
að vera sæta stelpan í næsta húsi
svona lengi,“ segir leikkonan vinsæla í
viðtali við breska blaðið The
Independent.
Meg var í London um daginn tU að
kynna nýjustu myndina sína, Kate og
Leopold. Þar er á ferðinni rómantísk
gamanmynd þar sem Meg leikur vís-
indakonu.
I viðtalinu við Independent segir
leikkonan að það séu takmörk fyrir
því hversu lengi hægt sé að leika sæt-
Allt er fertugum fært
Leikkonan Meg Ryan er fertug og
vill fá að leika hlutverk í samræmi
viö aldur sinn og andlegan þroska.
ar og huggulegar ungar konur. Meg
hefúr greinUega náð þeim tímamótum
í lífi sínu.
Lögmannafélag Islands
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Lögmannafélags íslands 2002
verður haldinn föstudaginn 15. mars n.k., kl. 14:00, í Sunnusal, Hótel Sögu. DAGSKRÁ:
1. Aðalfimdarstörf samkvæmt 8. gr. samþykkta fyrir Lögmannafélag íslands.
2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins.
3. Önnur mál. Að loknum aðalfundi LMFÍ verður haldinn aðalfundur félagsdeildar LMFÍ. DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 6. gr. reglna um félagsdeild LMFÍ.
2. Tillaga um breytingar á reglum um félagsdeild LMFÍ.
3. Tillaga um aukið samstarf félagsdeildar við Lögfræðingafélag íslands o.fl.
4. Önnur mál.
Stjörn Lögmaimafélags fslands
r
•L