Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002
7
DV
Hótel Örk á uppboð vegna skulda:
Hef ekki orðið fyrir
áreiti lögreglumanna
- segir Jón Ragnarsson
einkum hafa starfað á Hótel
Valhöll og Lykilhóteli við
Mývatn. Sagði Jón að þessi
mál væru nú í höndum lög-
fræðings síns og unnið
væri að lausn samkvæmt
samkomulagi á milli lög-
fræðinga. „Ég hef alla vega
ekki orðið fyrir neinu áreiti
lögreglumanna,“ sagði Jón.
Fleiri kröfur eru á starf-
Jón Ragnarsson.
semi Jóns og á þriðjudags-
morguninn fór fram hjá
sýslumanninum á Selfossi
fyrra uppboð á Hótel Örk í
Hveragerði að kröfu Ferða-
málasjóðs og Framkvæmda-
sjóðs. Reyndar yfírtóku
Endurlán rikissjóðs kröfur
Framkvæmdasjóðs þegar
hann var lagður niður. Hót-
el Örk í Hveragerði skuldar
tæpar 600 milljónir króna og hluti
þeirrar upphæðar er í vanskilum.
Þar af skuldar hótelið Ferðamála-
sjóði 30 milljónir króna. Fram-
kvæmdasjóður bauð 50 milljónir í
hótelið og var óskað eftir framhalds-
uppboði á eigninni sem á að fara
fram 4. apríl næstkomandi. Segir
Jón að til þess muni ekki koma þar
sem gengið verði frá greiðslu skulda
fyrir þann tíma. -HKr.
Kristján Ásgeirsson segir skilið við pólitíkina á Húsavík:
Góður tími til að hleypa öðrum að
- Aðalsteinn Baldursson orðaður við oddvitasæti Húsavíkurlistans
Jón Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri og aðaleigandi Lykilhótela,
sem reka m.a. Hótel Örk, sagði í
samtali við DV að hann hefð ekki
orðið fyrir neinu ónæði af lögreglu-
mönnum vegna handtökuskipunar
sem gefin var út á hendur honum
fyrr i mánuðinum. Var handtöku-
skipunin gefin út vegna vinnurétt-
indabrota á fyrrum starfsmönnum á
hótelum í rekstri Jóns. Munu þeir
„Nú ætla ég að fara að koma heim
til mín. Ég er búinn að leiða lista
hér á Húsavík í 28 ár og þetta er
orðið alveg ágætt,“ segir Kristján
Ásgeirsson, bæjarfulltrúi á Húsa-
vík, en hann hefur nú ákveðið að
segja skilið við bæjarpólitikina eftir
langan og strangan feril sem nær
yfir 28 ár, eða allt aftur til ársins
1974. Á þessum tima hefur Kristján
verið oddviti síns lista, sem var
ávallt G-listi Alþýðubandalags,
stundum í samvinnu við óháða, og i
kosningunum 1998 leiddi hann
Húsavíkurlistann, H-lista Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og óháðra
sem fékk hreinan
meirihluta í bæj-
arstjórn, fimm
bæjarfulltrúa af
níu.
Það hefur oft
gustað um Krist-
ján í bæjarpóli-
tíkinni enda mað-
urinn harður Kristján
andstæðingur Ásgeirsson.
sem hefur ekki
látið sinn hlut átakalaust. „Nú er
þetta orðinn ágætisferill, ég verð 70
ára á árinu og það er best að hætta
þessu áður en langafabörnin komast
á kosningaaldur-
inn. Þetta er líka
góður tími til að
hætta og hleypa
öðrum að, hér á
Húsavik eru mál
í góðum farvegi
og allt á uppleið.
Ég hætti því
mjög sáttur,“
segir Kristján.
Jón Ásberg Sal-
omonsson, sem um árabil hefur verið
oddviti krata í bæjarmálunum á
Húsavík, hefur einnig ákveðið að
hætta afskiptum af bæjarmálunum en
hann skipaði 2. sætið á H-listanum
1998. Þá hættir einnig Grímur Kára-
son, bæjarfulltrúi H-listans, þannig
að eftir verða aðeins tveir af fímm
bæjarfulltrúum.
Þetta eru þeir Tryggvi Jóhannsson,
foseti bæjarstjórnar, og Gunnar Bóas-
son og þeir eru báðir orðaðir við að
leiða H-listann í komandi kosningum.
Það er reyndar einnig Aðalsteinn
Baldursson, formaður Verkalýðsfé-
lags Húsavikur. Aðalsteinn neitaði
því ekki þegar DV ræddi við hann í
gær en sagði að það yrði bara að
koma í ljós hvort hann gæfí kost á sér
til starfa á þessum vettvangi. -gk
Fréttir
Læknisvottorð:
Ekki endanleg-
ur sannleikur
Danskur dómstóll hefur fellt dóm
í máli þriggja uppeldisstarfsmanna
við stofnun á Sjálandi þar sem
læknisvottorðum þeirra er hafnað
og litið sé á fíarvistir þeirra frá
vinnu sem vinnustöðvun sem brjóti
gegn kjarasamningi. Stéttarfélag
þremenninganna er aukinheldur
dæmt til greiðslu bóta en það var
talið standa að baki fíarveru þeirra.
Frá þessu er greint á vef Samtaka
atvinnulifsins en fréttin birtist upp-
haflega í Jyllands Posten. í samtali
við JP segir formaður vottorða-
nefndar danskra læknasamtaka að
læknisvottorð séu ekki í öllum til-
vikum endanlegur sannleikur -
enda meðal annars byggð á upplýs-
ingum viðkomandi sjúklings. -aþ
Allir grunnskól-
ar einsetnir
Grunnskólum í borginni hefúr fíölg-
að um sjö frá því grunnskólinn var
fluttur til sveitarfélaga árið 1996 og
stöðugildum kennara hefur fíölgað um
268 á sama tíma. Fjölgun kennara má
einkum rekja til fleiri nemenda, leng-
ingar skóladags og nýrra skóla. Þetta
kemur fram í Starfsáætlun fræðslu-
mála fyrir árið 2002. í áætluninni seg-
ir jafnframt að rekstur fræðslumála
hjá Reykjavíkurborg fari nú upp í 38%
af heildarrekstri málaflokka borgar-
innar. Nemendur i 45 grunnskólum
borgarinnar voru 15.493 sL haust en
það er um þriðjungur grunnskólanema
á landinu öllu.
Fjórir skólar verða einsetnir á árinu
og eru þá allir grunnskólar borgarinn-
ar einsetnir. Á árinu er jafnframt gert
ráð fyrir að átta nemendur verði um
hveija tölvu og mötuneytum fíölgi i
skólum. -aþ
Aöalsteinn
Baldursson.
mísof/ój afsl
msm
fee, 1J4ZQ)
m/50P/olafsl!
rnm
Stærðin
skiptir máii!
Pizza
Margarita
Pizza með Pizza með Pizza með Pizza með
1 áleggsteg. 2 áleggsteg. 3 áleggsteg. 4 áleggsteg.
krv, 68,Q|
m/50% afsll
mvm
m/S.p^o; afsll,
msis
m/50%, afsll, kfl 1.280.
m/50/VoafsL m/50.% afsl.
um |w
MlWQj m/50%, afsl. kW m/SO/'V'oj afsllj ktv, 1J83,Qj m/5Q%i afsll,
kr.695 kv. 805 vw, 1 r - kr.915
imUSQ) m/50% afsl. krt 2.110, ■anufii krv. 243.0? m/50%,afsll
msm mtm kr1215;
1% afsláttur af listaverðj þegar þú sækir pizzu. Gildir ekki með öðrum tilboðum/afsláttarmiðum • Gildir út mars 02
Reykjavík • Hringbraut 119, sími 562 9292
Langirimi 21, og Fákafeni 11, sími 55 44444
Kópavogur • Smiðjuvegur 2, sími 55 44444
Hafnarfjörður • Hjal ahraun 13. sími 565 2525