Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002
Viðskipti__________
Umsjón: Viðskiptablaðið
Verðstríð hjá líkams-
ræktarstöðvu nu m
Svo virðist sem skollið sé á verð-
stríð milli helstu líkamsræktar-
stöðva höfuðborgarsvæðsins ef
marka má nýjustu tilboð frá fyrir-
tækinu Planet Pulse. Á þessum árs-
tíma er töluvert farið að hægja um í
sölu líkamsræktarkorta og þá er oft-
ar en ekki gripið til þess ráðs aö
lækka verðið. Þetta kom fram í Við-
skiptablaðinu I gær.
Jónína Benediktsdóttir, líkams-
ræktarfrömuður og framkvæmda-
stjóri Planet Pulse, segist í samtali
við Viöskiptablaðið hafa gefist upp
á metnaðarfullri stefnu sinni i
tengslum við almennar líkamsrækt-
arstöðvar og sjái sér ekki annað
fært en að lækka verðiö til sam-
ræmis við það sem gerist annars
staðar. Árskortið býðst nú starfs-
fólki fyrirtækja á 21 þúsund krónur
en aö öllu jöfnu kostar slíkt kort
tæpar 42 þúsund krónur. Um er að
ræða kort í silfurstöðvar Planet
Pulse en fyrirtækið mun áfram
Afkoma Þyrpingar:
98,4% eigna
í útleigu
Velta Þyrpingar hf. á síðasta ári
nam 1.421 milljón króna og hagnað-
ur var 39,6 milljónir króna. Segja
má að árið 2001 hafi verið viðburða-
ríkt rekstrarár fyrir Þyrpingu en
um var að ræða fyrsta heiía rekstr-
arárið eftir sameiningu Þyrpingar
og Eignarhaldsfélagsins Kringlunn-
ar. í ársskýrslu félagsins segir að
sameiningin hafi skilað hagkvæm-
ari rekstri og skrifstofu- og stjórn-
unarkostnaður lækkað veruiega.
Góð aukning var á tekjuhlið fé-
lagsins frá árinu 2000 til ársins 2002,
eða 23%. Á sama tíma jukust rekstr-
argjöld aðeins um 10%. Hagnaður
fyrir íjármagnsgjöld og skatta var
725 milljónir króna en var 517 millj-
ónir króna árið áður. Fjármagns-
gjöld voru umfram áætlun á árinu
2001 vegna þess að gengi krónunnar
féll um 14,4% sem olli 512 milljóna
kr. gengistapi.
í lok árs 2001 voru 3.705 fermetrar
óleigðir. Þann 1. mars 2002 voru ein-
ungis 1.900 fermetrar óleigðir, eða
1,6% af heildarfermetrum í eigu
Þyrpingar, Veginn tími leigusamn-
inga nær til 2. febrúar 2012. Mörg
verkefni eru fram undan hjá félag-
inu og þar er helst stækkun Hótel
Esju sem hófst í haust.
UPPB0Ð
Framhald uppboös á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjáif-
um sem hér segir:
Brúnir, Austur-Landeyjahreppi, þingl.
eig. Akrafóður hf., gerðarbeiðandi
Landsbanki íslands hf., mánudaginn
18. mars 2002 kl. 10.30.
Strandarhöfuð, Vestur-Landeyja-
hreppi, þingl. eig. Albert Jónsson,
gerðarbeiðandi Lánasjóður landbún-
aðarins, mánudaginn 18. mars 2002 kl.
11.30._____________________
Reynifell 7b, sumarhús og lóð, Rang-
árvallahreppi, þingl. eig. Guðríður
Inga Andrésdóttir, gerðarbeiðandi
Búnaðarbanki íslands hf., mánudag-
inn 18. mars 2002 kl. 13.30.
Árbakki, Holta- og Landsveit, þingl.
Eig. Anders Hansen og Lars Hansen,
gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Rík-
issjóður og Lánasjóður landbúnaðar-
ins, mánudaginn 18. mars 2002 kl.
15.00.
SÝSLUMAÐURINN Á HVOLSVELLI
bjóða kort í lúxus-stöðvar, sem
kenndar eru við gull, á verði í
kringum 200 þúsund krónur.
Þessi verðlækkun kemur nokkuð
á óvart í kjölfar þeirra ummæla
Jónínu fyrir nokkrum misserum að
verð á líkamsræktarkortum hér á
landi væri óeðlilega lágt miðað við
það sem þekkist erlendis og að lág-
verðsstöðvar hefðu skaðleg áhrif á
þennan markað. „Ég er að sjálf-
sögðu ekki ánægð með að þurfa að
lækka verðið en annað virðist ekki
bíta í því frumskógarlögmáli sem
gildir á þessum markaði. Með þessu
verður fólk því miður að sætta sig
við skerta þjónustu því það sér hver
heilvita maður að það fæst ekki
mikið keypt með því að borga að
jafnaði 80 krónur í hvert skipti. Þá
hefur borið á þeirri stefnu hjá sum-
um líkamsræktarstöðvum að selja
fólki árskort sem það noti svo aÚs
ekkert," segir Jónína. Aðspurö
hvort til stæði að selja eða loka ein-
hverjum stöðvum Planet Pulse vís-
aði Jónína því til föðurhúsanna og
sagði reksturinn ganga mjög vel.
Bjöm Leifsson, oftast kenndur
við World Class, segir það verð sem
Planet Pulse bjóði, vera langt fyrir
neðan það sem þurfi til að rekstur
líkamsræktarstöðvarinnar geti bor-
ið sig en lægsta tilboð á árskorti hjá
World Class er 29.100 krónur miðað
við 20% afslátt. „Sú þjónusta sem
stöðvar mínar bjóða hefur fallið vel
í kramið hjá mínum viðskiptavin-
um og sönnun þess er sá fjöldi fólks
sem kýs að stunda sina líkamsrækt
í World Class.
Ég tek það sérstaklega fram að
þeir viðskiptavinir sem kaupa ár-
skort og nota þau ekki eru versta
auglýsing sem fyrirtæki mitt getur
fengið," segir Björn.
DV MYND E.ÓL
Anægöir á aðalfundi
Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson gátu borið höfuðið hátt á aðalfundi Pharmaco í
gær, en síðasta ár var metár í sögu félagsins og rekstur þessa árs lofar einnig mjög góðu. Björgólfur Thor, sem er
stjórnarformaður félagsins, segir hagnað þess á síðasta ári hafa numið meira en hálfum öðrum milljarði króna en
rekstrartekjur félagsins hafi verið á sextánda milljarð. Tekjuaukningin nemi 36 prósentum.
S j óvá-Almennar:
Gott afkomuár að baki
Hagnaður Sjóvár-Almennra
trygginga hf. fyrir árið 2001 nam 590
milljónum króna samanboriö við
424 milljóna króna hagnað árið
áður. Hagnaður sl. árs var nokkuð
umfram væntingar markaðsaðila
sem gerðu ráð fyrir 522 milljóna
króna hagnaði. Hagnaður af vá-
tryggingarekstri var 61 milljón
króna en árið áður var tap að upp-
hæð 460 milljónir króna.
Afkoma félagsins á árinu var við-
unandi og í samræmi við væntingar
stjórnenda og er ljóst að afkoma af
vátryggingarekstri, einkum öku-
tækjatryggingum, hefur breyst til
batnaðar eftir slæma afkomu und-
anfarinna ára. Fækkaði öku-
tækjatjónum um 7%. Alls nema
eignir félagsins 22.526 milljónum
króna og nemur eigið fé tæpum 4,4
milljörðum króna. Veltufé frá
rekstri nam 1.930 milljónum króna
og jókst um milljarð milli ára.
Kostnaðarhlutfall félagsins lækkaöi
úr 22% í 24% milli ára og eiginfjár-
hlutfall batnar um tvö prósentustig
og nam 20%.
Jákvæð þróun varð í vátrygginga-
rekstri á liðnu ári og skiptir hækk-
un iðgjalda á árinu 2000 þar mestu
máli. Er gert ráð fyrir að afkoma fé-
lagsins í heild á árinu 2002 verði
svipuð og á fyrra ári. Á árinu keypti
Sjóvá-Almennar vátryggingastofna
Vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu og
Bátatryggingu Breiðafjarðar. Þá er
rétt að geta þess að Ólafur B. Thors
lét af starfi framkvæmdastjóra hjá
félaginu í byrjun þessa mánaðar eft-
ir hartnær Qögurra áratuga starf að
vátryggingum.
---------------------------------------
Hærra yfirtökutilboð í Arcadia:
Verið að skoða málið
Baugur er að vinna að endur-
skoðun yfirtökutilboðs sem fyrir-
tækið lagði fram í 80% hlutafjár
Arcadia Group og hvort skynsam-
legt sé að hækka tilboðið. Þetta
kom fram í Viðskiptablaðinu sem
kom út í gær. í samtali Viðskipta-
blaðsins við Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóra Baugs, kom fram aö
vinna á þessu stæði yflr. „Við höf-
um enn þá mikinn áhuga á þessu
fyrirtæki og það felast mikil tæki-
færi í rekstrinum þó að verðið á
félaginu hafi hækkað aðeins á síö-
ustu vikum,“ sagöi Jón Ásgeir.
Viðræðum um hugsanlega yflr-
töku Baugs á Arcadia var slitið í
lok janúar og var opinber skýring
gefln á því að ekki hefði reynst
mögulegt að ljúka fjármögnun á
tilboðinu innan þess frests sem
stjóm Arcadia taldi ásættanlegan.
Þá kom fram að Baugur hefði ekki
sagt sitt síðasta í þessu máli. Til-
boð Baugs hljóðaði upp á 280 til
300 pens fyrir hvern hlut og hefði
fjárfestingin því numið 454 millj-
ónum punda eða um 65 milljörðum
króna ef að miðað er við hærri
mörkin.
Jón Ásgeir sagði að frá þeim tíma
sem Baugur kom fram með hug-
myndir um verðið á yfirtökunni
hefði Arcadia hagnast um að
minnsta kosti 50 mOljónir punda
sem eru rúmir 7 milljarðar ís-
lenskra króna. „Það er því ekki
ósanngjarnt að borga aðeins hærra
verð fyrir félagiö. Við erum því að
skoða það hvort við ættum að
hækka yfirtökutilboöið. Það kemur
allt til greina," sagði Jón Ásgeir.
DV
m
HEILDARVIÐSKIPTI 3.323 m.kr.
Hlutabréf 816 m.kr.
Húsbréf 612 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
; Sjóvá-Almennar 162 m.kr.
j © Baugur - 74 m.kr.
© HÞ 65 m.kr.
MESTA HÆKKUN
© Flugleiöir 12,6%
! © Sjóvá-Almennar 2,8%
©SH 2,0%
MESTA LÆKKUN
j © Íslandssími 6,3%
© AcoTæknival 3,4% :
© Baugur 3,3%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.291 stig
- Breyting Q 0,02 %
Hagnaður Skinneyjar-
Þinganess 516 milljónir
Skinney-Þinganes hf. skilaði 516
milljóna króna hagnaði eftir skatta á
árinu 2001, en hagnaður var 68 milljón-
ir árið 2000. Hagnaður fyrir afskriftir
var 1.363,4 milljónir, sem svarar til
41,84% af rekstrartekjum, en veir
23,05% á árinu 2000, að því er fram
kemur í tilkynningu frá félaginu.
Þar kemur fram að fjármagnsgjöld
hafl verið 385 milljónir í stað 286 millj-
óna árið áður. Rekstrartekjur á árinu
voru 3.259 milljónir á móti 2.002 millj-
ónum árið 2000. Veltufé frá rekstri
hækkar á milli ára úr 298 milljónum í
1.144 milljónir og er 35,11% af tekjum.
Veltufjái'hlutíáll er 1,15 og eiginfjár-
hlutfall hækkar úr 13,15% í 26,83%.
Niðurstaða efnahagsreiknings er 4.391
milljón, skuldir og skuldbindingar
3.213 milljónir og nettóskuldir 2.253
mOjónir.
Segir að árið 2001 hafi verið félaginu
mjög hagstætt. Mestu skiptir að sOd-
veiðar og -vinnsla voru reknar með
góðri afkomu en það hefúr ekki gerst
mörg undanfarin ár. Það er ljóst að sú
sameining sem farið var í árið 1999
með sameiningu þriggja fiskvinnslu-
og útgerðarfyrirtækja á Homafirði og
sú endurskipulagning sem farið var í í
ffamhaldinu er að skOa árangri.
Minni hagnaður Bayer
Stærsta lyfjafyiirtæki Þýskalands,
Bayer, birti afkomutölur í gærmorgun
og minnkaði hagnaður á fjórða árs-
fjórðungi um 43%. Ástæður verri af-
komu eru kostnaður sem hlaust vegna
kólesteróOyfsins Baycol. Hagnaður á
hlut var 19 sent og lækkaði hann úr 34
sentum á sama tíma í fyrra.
Sala minnkaði úr 8,05 miOjörðum
evra í 7,37 mOIjarða evra. Þrátt fyrir
þetta var afkoman betri en væntingar
markaðsaðOa og hækkuðu bréf félags-
ins í kjölfar birtingarinnar. Forráða-
menn félagsins era bjartsýnir á aíkom-
una á árinu og gera ráð fyrir að skOa
umtalsveröum hagnaði.
Aukin sala á lúxusbílum
Helstu bOaframleiðendur hafa
birt sölutölur fyrir siðasta mánuð í
Evrópu en sala dróst saman um
1,4% í mánuðinum. Þar kom fram
að Volkswagen og General Motors
misstu markaðshlutdeOd í febrúar
en ástæða þess er talin vera sú að
fyrirtækin hafa ekki sett nýjar týp-
ur bOa á markaðinn nýverið. Sem
dæmi dróst sala Volkswagen saman
um 7,2% og markaðshlutdeOd
minnkaöi um 1,1 prósentustig, í
17,6%. Á sama tíma jókst sala Peu-
geot um 6,8%. Sala jókst á BMW,
Mercedes-Benz og Daimler Chrysler
en sala á BMW jókst um 33% og
voru seldir 34.611 bOar í mánuðin-
um. Sala á Jagúar jókst um 68% og
voru seldir 2.406 bílar á sama tíma.
GENGIÐ
14. 03. 2002 M. 9.15
KAUP SALA
UlÍDollar 100,290 100,810
ö£Pund 141,940 142,660
l*B Kan. dollar 62,850 63,240
S 51 Dönsk kr. 11,8690 11,9340
H Norsk kr 11,3470 11,4100
SuS Sænsk kr. 9,6500 9,7030
Sviss. franki 60,1400 60,4700
1 • jiap.yen 0,7764 0,7810
g ECU 88,1734 88.7032
SDR 125,6700 126,4200