Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 Fréttir DV Nígeríumenn og Kongómaður, búsettir hér, í tugmilljóna bíræfnu fjársvikamáli: Falsaðar millifærslubeiðn- ir Lloyds til Landsbanka - lögregla lagði hald á rúmar 3 milljónir - á 8. milljón var komið undan - tapað fé Tveir Nígeriumenn og Kongómaður, sem hafa verið búsett- ir hér á landi undanfarin ár, við Norðurmýri, í Kópavogi og Breið- holti, svöruðu i gær til saka fyrir bankasvik á annan tug milljóna króna á milli Islands og Bret- landseyja þar sem falsaðar milli- færslubeiðnir voru ítrekað notaðar. Annar Nígeríumannanna, sem býr með íslenskri konu og hefur stund- að sjómennsku um árabil, sagðist hafa lánað forsprakkanum í hópn- um, landa sínum, bankareikning sinn til að millifæra fé - peninga sem hann segist ekki hafa vitað að tengdust svikum. Prúðbúinn og snyrtilegur, í jakkafjötum, með bindi, talandi góða íslensku og sér- lega kurteis, greinargóður og yfir- vegaður, bar íslenski sjómaðurinn af hinum afriska uppruna af sér all- ar sakargiftir. Sama gerðu raunar meðákærðu meira og minna. Kongómaðurinn var framseldur hingað til lands frá Svíþjóð í mars. Hann situr í gæsluvarðhaldi en hin- ir tveir eru i farbanni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa komið á áttundu milljón króna undan, sennilega til útlanda. Lög- reglan lagði hins vegar hald á á fjórðu milljón króna. Sumt af því fé var raunar í fólsuðum peningaseðl- um „frá“ ýmsum löndum. Röð milljónafærslna En hverjar eru sakargiftir Ríkis- lögreglustjóra á hendur þremenn- ingunum? Brotin eiga sér öll stað árið 2001. Þann 10. apríl notuðu framan- greindur sjómaður og höfuðpaurinn falsaða millifærslubeiðni, sendu 5 1 5 tSS IS 6 it iititiSSS r i I i i i S i i t iiiiliiíf I í i S i S i S 5 _ _ ÍSliiSÍSSi II SiSiiSSSiS i! : H ! i I iiiSiHii HSSSSiiIIssi 111 Réttarhöldin hófust í gær Réttarhöldin standa yfir í tvo daga, enda var rannsóknin umfangsmikil þar sem mikiö afgögnum kemur viö sögu. Sakborningur fyrir rétti Sakborningurinn, sem hefur setiö í gæsluvaröhaidi frá í mars, kemur í fylgd fangavaröa frá Litla-Hrauni í Héraösdóm Reykjavíkur í gær. hana til Lloyds Bank, Haslemere Surrey Branch í Englandi. Hún bar það með sér að reikningseigandinn, Teden og Co. í Surrey, væri að biðja um að millifæra andvirði 2,5 millj- óna íslenskra króna yfir á reikning sjómannsins í Landsbankanum í Austurstræti. Hann tók megnið af upphæðinni út samdægurs. Lögregl- an ákærir svo báða mennina fyrir að skipta gróðanum milli sín. Ottar Sveinsson blaöamaöur 18. apríl notuðu mennimir tveir sömu aðferð - fengu Lloyds Hasle- mere til að millifæra 2,5 milljónir inn á reikning sjómannsins í Reykjavík. Miilifærslan náði hins vegar ekki frarn að ganga því Lloyds hafði samband við breskan reikn- ingseiganda í tæka tíð. Þann 12. júní fékk höfuðpaurinn starfsmenn Barclays Bank í London til að millifæra 1,2 milljónir króna af reikningi Youngs Disco Hire Sales inn á reikning í íslandsbanka- FBA í eigu nígerískrar konu, bú- settrar hér á landi. Færslan var svo afturkölluð að beiðni Barclays. Degi síðar segir lögreglan að höf- uðpaurnum hafi tekist að fá starfs- menn National Westminster Bank i London til að millifæra 1,2 milljónir króna af reikningi í eigu P.B.Conway á reikning framan- greindrar konu í Reykjavík. Milli- færslan náði fram að ganga en var bakfærð að beiðni bankans ytra eft- ir að svikin komust upp. Maðurinn sem var framseldur frá Svíþjóð og höfuðpaurinn eru báðir ákærðir fyrir fjársvik og skjalafals i ágúst síðastliðnum með því að hafa í tvö skipti svikið út samtals 5,5 mUljónir króna. Notaðar voru milli- færslubeiðnir, sendar til Northem Bank í Belfast á N-írlandi, sem leit út fyrir að vera frá eigandanum, N.I.C.E.M. í Belfast. Upphæðimar, tæpar 2,8 milljónir í hvort skipti, vom millifærðar á reikning fyrr- nefnda mannsins í SPRON við Skólavörðustíg. Peningana tók hann út stuttu eftir að þeir vom lagðir inn og fór svo til útlanda, en þaðan fékkst hann framseldur í mars. Góðæri hjá grá- sleppukörlum Veiðar hafa gengið vel á yfir- standandi grásleppuvertíð og fæst óvenjugott verð fyrir hrognin. Ein- ar Sigurðsson, grásleppukarl á Raufarhöfn, segir að verðið hafi ver- ið óviðunandi um skeið en nú séu breyttir tímar. „Menn gera meira út núna vegna þess hve verðið er gott og þetta er miklu betra en var t.d. i fyrra og hittifyrra. Þá var eiginlega ekki hægt að standa í þessu,“ segir Einar. Einar hefur fengið allt að 65.000 krónur fyrir tunnuna og fara hrogn- in bæði á markað innanlands og er- lendis. Úr hrognunum er unninn kavíar. Vorhret gengur nú yfir Norður- og Austurland og hafa margir grá- sleppukarlar tekið upp net sín til að forðast tjón. 1 hretinu sem gekk yfir upp úr mánaðamótum varð töluvert tjón á netum og m.a. hjá Einari. „Það varð svakalegt brim og ég missti helminginn af mínum netum. Menn tala um að síðast hafi orðið svona slæmt hret á þessum árstíma fyrir 30 árum,“ segir Einar. Heildarlandsframleiðsla á grá- sleppuhrognum í fyrra var 6.700 tunnur en Einar á von á að magnið geti orðið allt að 10.000 i ár og jafn- vel meira. Alls gera 12 út á grásleppu á Rauf- arhöfn en norðaustursvæðið er eitt öflugasta veiðisvæði landsins. Ver- tíðin hófst 20. mars og endar 10. júní. -BÞ Afþreyingarsetur íslands á Akureyri: Strandblak og ylströnd - meðal hugmynda um nýtt hlutverk innbæjarsvæðisins og Eyjafjarðar Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar er nú með hugmynd Tryggva Sveinbjörns- sonar, „Afþreyingar- setur íslands", til skoð- unar. Tryggvi telur af- þreyingarmöguleika stórlega vannýtta á Eyjafiarðarsvæðinu og vill koma upp sam- ræmdu fiölskyldu- og útivistarsvæði í inn- bænum á Akureyri og suður Eyjafiörðinn. Meðal annars verði heitu vatni veitt í tjörnina í innbænum þannig að þar verði yl- strönd á sumrin, líkt og í Nauthólsvík. Þá sér Tryggvi fyrir sér strandblak í sandinum við Leirunesti að lokn- um framkvæmdum og gerð hjóla- og göngu- stíga sem tengja myndu svæðið sem eina samfellu. Hægt yrði að leigja tveggja til sex manna fiölskylduhjól og ferðast um á þeim. Tryggvi segir að meginhugmynd- in gangi út á að nýta þau mannvirki sem fyrir eru en í 5 ára áætlun hans Sex saman Ein af hugmyndunum viö Afþreyingarsetur íslands er aö allt aö sex manns geti feröast saman á hjóli. er gert ráð fyrir að fyrstu skref nýs Afþreytingarseturs verði tekin strax í sumar. Auk fyrrgreinds sér Tryggvi fyrir sér tennisvelli, mikla möguleika samfara vatnaíþróttum og rútu sem æki á ákveðnum tímum milli safna. Glerhúsið í innbænum myndi gegna hlut- verki þjónustumið- stöövar og hefur eig- andi hússins, Höld- ur, sýnt hugmynd- unum mikinn áhuga, að sögn Tryggva. Alls yrðu fiárfest- ingar einkaaðila um 10 milljónir kröna til að byrja með en ekki er búið að verðleggja nauðsynlega að- komu bæjarins að verkefninu. Akur- eyrarbær þarf að breyta núverandi skipulagi til að Af- þreyingarsetrið verði að veruleika og segir Tryggvi kerfið nokkuð sein- virkt en er þó sæmi- lega bjartsýnn á að hugmyndin verði að veruleika. Hvað nafngiftina, Afþrey- ingarsetur íslands, varðar segir Tryggvi að það sé aðeins vinnuheiti en vísi til þess forystuhlutverks sem Akureyrarbær, mótvægi höfuðborg- arsvæðisins, gæti tekið sér i þessum efnum. -BÞ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.41 22.26 Sólarupprás á morgun 04.17 04.02 Síödegisflóö 19.43 12.26 Árdegisflóö á morgun 08.01 00.24 Veöriö i kvöld 4oVc/« » iHl^„ -2' «5? .6° t/* Léttskýjaö og kalt Norðan 8-13 m/s, en 13-18 með austurströndinni. Smáél norðaustan- lands en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst, en víða næturfrost. Hlýnar lítillega Áfram norðanátt, 8-15 m/s, með éljum austan- og noröaustanlands. Annars léttskýjaö um mestallt land og hiti á bilinu 0-12 stig, hlýjast syðst. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur HiU 7° Hiti 8° Hiti 8" til 15° til 15° til 13° Vindur: Vindur: Vindur 8-13 ">/* 5-10 "V* 8-13 ms HægviBri og Hægt veöur Áfram hægt í yfirieitt áfram, léttskýjat> veöri og hlýtt léttskýjaö um um land allt og um mestallt land allt. hlýtt ýfir daglnn. (ang. m m/s Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinnlngskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviöri 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 Veöriö kl. 6 AKUREYRI alskýjaö 0 BERGSSTAÐIR órkoma í grennd 0 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 2 EGILSSTAÐIR úrkoma í grennd 0 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 3 KEFLAVÍK léttskýjaö 1 RAUFARHÖFN snjóél 0 REYKJAVÍK léttskýjaö 0 STÓRHÖFÐI léttskýjað 2 BERGEN skýjaö 14 HELSINKI þokumóöa 13 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 12 ÓSLÓ léttskýjað 11 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN rigning 7 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 11 ALGARVE léttskýjaö 14 AMSTERDAM skúr 12 BARCELONA léttskýjaö 15 BERLÍN þokumóöa 16 CHICAGO heiöskírt 8 DUBUN skúr 10 HALIFAX rigning 5 FRANKFURT skýjaö 13 HAMBORG skýjað 15 JAN MAYEN snjóél 0 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG skýjað 9 MALLORCA þokumóöa 14 MONTREAL 4 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 2 NEW YORK rigning 9 ORLANDO léttskýjaö 23 PARÍS skýjaö 12 VÍN léttskýjaö 17 WASHINGTON léttstbjaö 12 WINNIPEG heiðskírt 5 BYGC.T A UPPLYSINGUM FRA VEÐURSTO dnnim-i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.