Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002
DV_______________________________________________________________ Útlönd
Vorfundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Reykjavík í morgun:
Gengið frá samráðsvett-
vangi NATO og Rússlands
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra og átján starfsbræður hans í
Atlantshafsbandalaginu (NATO)
settust niður í morgun til að ganga
frá samkomulagi við ígor ívanov,
utanríkisráðherra Rússlands, um
stofnun nýs samstarfsvettvangs
þessara fornu kaldastríðsóvina.
Með undirritun samkomulags um
hið nýja ráð verður bundinn endi á
fimm mánaða samningaferli. Á hin-
um nýja samráðsvettvangi munu
NATO og Rússar móta sameiginlega
stefnu í ýmsum málaflokkum, svo
sem baráttunni gegn hryðjuverkum
og annarri sameiginlegri ógn.
Breið samstaða er um það meðal
ráðherranna að beina sjónum sín-
um aðallega að þeim málaflokkum
þar sem fyrir fram er vitað um að
hagsmunir fara saman.
Það hefur þó ekki komið í veg fyr-
ir að vandamál hafi skotið upp koll-
A ponum i vesturoænum
Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra ergestgjafi starfsbræöra sinna í
Atlantshafsbandalaginu og rússnesks kollega þeirra, ígors ívanovs, á
vorfundi NATO sem haldinn er í Háskólabíói í dag og á morgun.
inum á samningafundum embættis-
manna. Þýskur stjórnarerindreki
upplýsti dönsku Ritzau-fréttastof-
una um að nýliðin helgi hefði verið
notuð til samningaviðræðna.
Samkomulagið um samstarfsvett-
vanginn verður endanlega staðfest á
leiðtogafundi í Róm síðar í maí.
„Það verður endanlega til marks
um að kalda stríðinu er lokið,“ seg-
ir George Robertson, framkvæmda-
stjóri NATO.
Á tveggja daga fundi utanríkis-
ráðherranna er einnig ætlunin að
fara yfir áætlanir um stækkun
NATO til austurs. Níu ríki í Austur-
Evrópu hafa sótt um aðild að NATO
og verður gengið frá stækkuninni á
leiðtogafundi bandalagsins í Prag í
Tékklandi í haust. Þá verður skoðað
hvemig hægt sé að minnka bilið
milli herja Bandaríkjanna annars
vegar og Evrópuríkja hins vegar.
Arafat á ferð og flugi
Yasser Arafat, leiötogi Palestínumanna, heimsótti í gær þrjá palestínska bæi á Vesturbakkanum í fyrstu ferö sinni út
fyrir Ramallah síöan hann varö laus úr fimm mánaöa gíslingu ísraelsmanna í bækistöövum sínum í bænum.
Bandarískar sér-
sveitir drápu 5
hryðjuverkamenn
Bandarískir sérsveitarmenn
drápu fimm menn sem grunaðir eru
um að tilheyra al-Qaeda eða talibön-
um í áhlaupi í sunnanverðu
Afganistan.
í sömu árás handtóku bandarísku
hermennirnir 32 menn höndum og
vora sumir þeirra sárir eftir bar-
dagana.
Svo virðist sem sérsveitarmenn-
imir hafi gert árás á gamalt heimili
múllans Múhameðs Ómars, leiðtoga
talibanastjómarinnar sálugu í
Afganistan, sem ekkert hefur spurst
til í marga mánuði.
Steven O’Connor, höfuðsmaður í
bandaríska landgönguliðinu, sagði
fréttamönnum að ekkert mannfall
hefði orðið í liði hans.
Fangamir voru fluttir til Bagram-
herstöðvarinnar í nágrenni af-
gönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar
sem þeir verða yfirheyrðir. Höfuðs-
maðurinn gat ekki fullyrt um hvort
allir hinir handteknu væru al-Qa-
eda-liðar eða talibanar.
REUTERSMYND
Tekist á í Kína
Kínverskir lögregluþjónar kljást viö
noröur-kóreska konu úti fyrir
jaþönsku ræöismannsskrifstofunni í
Shenyang í Kína.
Þrír norðanmenn
til Suður-Kóreu
Þrír Norður-Kóreumenn sem leit-
uðu hælis á bandariskri ræðis-
mannsskrifstofu i Kina í síðustu
viku héldu til Suður-Kóreu í morg-
un. Óljóst er hins vegar hvað verð-
ur um sjö manns sem leituðu hælis
á ræðismannsskrifstofum Kanada
og Japans.
Mál þetta hefur verið afar erfitt
fyrir kínversk stjómvöld. Þau hafa
lengi vel talið sig skuldbundin til að
senda alla norður-kóreska flótta-
menn aftur til síns heima en þau
era einnig undir miklum þrýstingi
annars staðar frá um aö virða
mannréttindi.
Það sem af er þessu ári hafa 162
Norður-Kóreumenn flúið suður yfir
landamærin. í fyrra flúðu 583, eða
fleiri en nokkru sinni fyrr.
Tugir létust í
árás í Kasmír
Að minnsta kosti þrjátíu og tveir
týndu lífi þegar harðlínumenn réð-
ust á langferðabíl og herbúðir í ind-
verska hluta Kasmírs í morgun.
Meðal hinna látnu voru bæði konur
og börn. Þetta er mannskæðasta
árás í héraðinu í nærri átta mánuði.
Árásin var gerð í dagrenningu í
morgun. Hana bar upp á sama tíma
og Christina Rocca, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandarikjanna, var í
Nýju-Delhi til að reyna að draga úr
spennunni milli Indverja og
Pakistana vegna Kasmír.
Talsmaður indverska hersins
sagði að bardagamir hefðu staðið í
fjórar klukkustundir og að árásar-
mennirnir þrír hefðu verið drepnir.
Colin Powell ítrekar stuðning
við stofnun palestínsks ríkis
Viltu auka við atvinnumöguleikana?
Komdu þá til okkar á aukin ökuréttindi !
Við kennum þér á leigu- vöru og hópbifreið
einnig vörubifreið með effirvagn.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, heimsótti í gær þrjá bæi á
Vesturbakkanum í sinni fyrstu ferð út
fyrir, Ramallah þar sem hann var í
gíslingu tsraela í bækistöðvum sínum
í heOa fimm mánuði. Arafat notaði
tækifærið í Nablus til að sannfæra
þjóð sína um að ekkert yrði gefið eft-
ir i frelsisbaráttu Palestínumanna og
sagði að palestínskt rfki yrði að veru-
leika fyrr en seinna með eða án sam-
þykkis ísraelsmanna. Samþykkt mið-
stjómarfundar Likud-bandaiagsins
um helgina hefði engin áhrif á þær
ráðagerðir. „Með þessari samþykkt er
Likud-bandalagið að brjóta Óslóar-
samkomulagið frá árinu 1993,“ sagði
Arafat.
Hann bætti síðan við að Jerúsalem
yrði höfuðborg sjálfstæðs ríkis Palest-
ínumanna. „Jerúsalem er og verður
höfuðborg okkar hvað svo sem aðrir
segja," sagði Arafat sem fékk hlýjar
móttökur hjá hundraðum stuðnings-
manna sem tóku á móti honum í
Nablus.
Arafat kom einnig við í Fæðingar-
kirkjunni í Betlehem, þar sem hann
skoðaði verksummerki eftir umsátrið
áður en hann hélt til Jenin. Þar
stoppaði hann í ráðhúsi borgarinnar
en varð að hætta við fyrirhugaða
heimsókn til flóttamannabúðanna af
öryggisástæðum, en Arafat hafði ætl-
að sér að skoða rústimar í búðunum
eftir eyðileggingu ísraelsmana.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ítrekaði f gær stuðn-
ing bandaríkra stjómvalda við stofn-
un palestínsks ríkis og sagðist hafa
rætt samþykkt Likud-bandalagsins
viö Ariel Sharon í gær. Sharon hefði
sannfært sig um að samþykktin hefði
engin áhrif á afstöðu hans um stofiiun
palestínsks rikis, en samþykktin
þykir mikið pólitískt áfaU fyrir
Sharon og merki um aukinn stuðning
við harðlínustefnu Netanyahus og
viss merki um sterka stöðu hans inn-
an flokksins.
Israelar héldu í nótt áfram aðgerð-
um sínum gegn meintum hryðju-
verkamönnum á Vesturbakkanum
þegar þeir réðust til atlögu í bænum
Hebron, þar sem þeir skutu einn liðs-
mann öryggissveitanna tU bana auk
þess að handtaka 14 manns.
Frábær kennsluaðstaða.
Reyndir kennarar og góðir kennslubílar.
Mörg verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína
til náms í auknum ökuréttindum, (allt að 40 þúsund krónur.)
Greiðsluskilmálar við allra hæfi !
Hringið eða komið og leitið upplýsinga.
Sfmi 567-0300
E-mail mjodd@bilprof.is
Þarabakka 3 109 Reykjavík
Fagmennska
í fyrirrúmi!!
LTU
Þýsk gæði og þjónusta
Miinchen
Flugsæti 29.500u
Föst aukagjöld innifalin
Diisseldorf
Flugsæti 30*400kr.
Föst aukagjöld innifalin
Flug og bíll
Ævintýraheimar Mið-Evrópu
Verð32*350kr.
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára
Innifalið: Flug, bíll í B-flokki í viku
og föst aukagjöld
ODYRT FLUG
TIL EVRÓPU!
TERRA vdv
NÓVA jso
-SPENNANDI VALKOSTUR-
I Stangarhyl 3A • 110 Reykjavík • Simi: 591 9000 • terranova.is