Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 Sport r>v Spáin góða Það voru fyrirliðar, þjálfarar og formenn knattspymudeilda félaga Simadeildar karla sem höfðu atkvæðisrétt í hinni ár- legu spá KSÍ um lokastöðu deild- arinnar. -esá 1. Grindavík ............. 257 stig 2. ÍA .........................242 3. Fylkir......................232 4. KR..........................222 5. FH..........................212 6. ÍBV ........................120 7. Fram .......................110 8. KA..........................102 9. Keflavík........................78 10. Þór............................75 Kristján Guðmunds- son, þjálfari Þórs: Kemur ekk- ert á óvart „Nei, nei, þessi spá kem- ur alls ekkert á óvart. Við bjuggumst við þessu, meðal annars vegna þess að þetta er það sem við höfum heyrt frá boltasérfræðing- um landsins," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari nýliða Þórs, sem er spáð því hlutskipti að verma botnsæti Símadeildar- innar að móti loknu. „Þetta er engu að síður ágætt að nokkru leyti, það losnar til að mynda um ákveðna pressu þótt það sé auðvitað ekkert gaman að því að vera taldir lakastir í deild- inni. Hluti ástæðunnar er vitaskuld að fyrir tveimur árum vorum við að spila í C-deildinni og það er stórt stökk að koma í efstu deild á þennan hátt. Að vissu leyti höfum við einnig áhyggjur af því að hafa farið svona hratt upp en á endanum hlýtur það að snúast um viðbrögð mann- skaparins sem við höfum að beita og hvernig hann tekur á málunum. Þó langar mig að taka það fram að þetta er afskaplega gott fyrir Akureyrarbæ að vera komnir í slag þeirra bestu enda þurfti bærinn á vítaminsprautu að halda í boltamálunum." -esá Ólafur Þórðarson, ÍA: Titilvörnin rður erfið „Já, ég er al- veg sæmilega sáttur við það,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Islands- meistara ÍA, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við því að liði hans var spáð öðru sæti í deildinni af kollegum sínum. „Það er í sjálfu sér allt í lagi fyrir okkur, við höfum tapað nokkrum leikmönnum frá því í fyrra og við erum með nokkra lykilmenn í meiðslum eins og er. Við sjáum til þegar líður á tíma- bilið hvort eitthvert vit er í þess- ari spá. Þegar allt kemur til alls er erfitt að verja íslandsmeistaratit- il, það er alveg ljóst og það mun reyna vel á mína stráka í sumar hvort sem þeir eru tilbúnir til þess eða ekki. Annars vona ég bara að deild- in verði skemmtileg í sumar og að mörgu leyti tel ég hana verða nokkuð svipaða þeirri í fyrra - það er að segja jafnt og spenn- andi mót, bæði á toppnum og á hinum enda hennar. Það gerir þetta bara meira spennandi fyrir vikið.“ -esá Eggert Magnússon, formaður KSÍ, er ánægður með sjónvarpsréttarsöluna til SportFive: Knattspyrnan þarf á þess- um peningum að halda „Það er vitaskuld alltaf erfitt að þurfa að horfa upp á að láta eitt- hvað eftir sem maður hefur borgað dýrum dómum fyrir en í tilfelli SportFive held ég að ef menn horfl skynsemisaugum á málin þá geri þeir nákvæmlega það,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, um eitt helsta áhyggjuefnið fyrir komandi tímabil í Simadeild karla, hvort eitt- hvað verði sýnt frá deildinni í is- lensku sjónvarpi en KSÍ hefur selt sýningarréttinn til þýsk-franska fjölmiðlafyrirtækisins SportFive. „Ég treysti mönnum til að klára þessi mál, enda er framkvæmda- stjóri SportFive staddur hér á landi til að ganga frá þessum málum. Það virðist hins vegar sífellt vera eitt- hvert tregðulögmál í þessu, að menn vakni ekki til lífsins fyrr en mótið er rétt handan við hornið. En ég hef fulla trú á að menn klári þetta. Um samninginn sjálfan hef ég svo ekkert nema gott að segja. Við gerð- um hann á alveg hárréttum tíma, áður en verð á sjónvarpsrétti i Evr- ópu fór að hríðlækka. Við vorum mjög heppnir að því leyti því ís- lensk knattspyma þarf á öllum þess- um peningum að halda og gott bet- ur,“ sagði Eggert enn fremur. Eins og landsmenn vita, eftir óvissuna um sýningarrétt HM í knattspyrnu, er staða íslenskra fjöl- miðla þannig að ekki er rik ástæða til að vera bjartsýnn að samningar náist við SportFive en núverandi samningur KSl við fyrirtækið nær til næstu þriggja tímabila. Auk sýn- inga frá deildakeppninni er einnig verið að ræða um bikarkeppnina og landsleiki, bæði heima og heiman. Eggert er hins vegar greinilega vongóður um að aðilar komist að sameiginlegri niðurstöðu og segir framkvæmdastjóra fyrirtækisins staddan hér á landi til að ganga frá samningum og að hann fari ekki á brott fyrr en þeir séu í höfn. „Auðvitað vildi ég að þessu máli væri löngu lokið og auðvitað ætti það að vera þannig en það virðist sem aðilar hafi ekki sest almenni- lega niður til þess að klára þetta fyrr en núna. En fyrst og fremst skiptir það okkur helst máli að við getum nú borgað til íslensku félag- anna það sem þau eiga að fá því peningamir eru fyrir hendi. I ræðu sinni sagði Eggert að ásýnd knattspymunnar fælist í markaðsvinnu KSÍ og lýsti hann ánægju með samstarfið við Sport- Five, og vonaðist til að það gæti haldið áfram um ókomin ár. -esá Karsten Mahlmann frá SportFive, Agnar Már Jónsson frá Símanum og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sýna samstarf sitt í verki á kynningarfundi KSÍ fyrir Símadeild karla sem hefst 20. maí næstkomandi. Óstöðugleiki í liðum - en býst við mjög spennandi móti, segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur „Ég gef nú ekki mikið fyrir spána nema að því leyti að ég vona að þetta efli mína menn og áhangendur liðsins í baráttunni i sum- ar,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálf- ari Grindavíkur, sem var spáð titl- inum i gær. „Það er þó afar athyglisvert að litlu sjávarplássi suður með sjó, þar sem búa ekki nema 2300 manns, sé spáð titli í upphafi aldar. Þetta skap- ast þó kannski mest af tilvistar- kreppu stórveldanna, bæði mann- skaps- og fjárhagslega, og reyna um leið að koma sökinni i þessu kaffi- samsæti yfir til Grindavíkur. Annars tel ég það ógjöming að spá með einhverri vissu um útkomu mótsins og enginn fær stigin sem telja hér í þessum sal. Mannskapurinn lítur ágætlega út og við erum alveg þokkalega undir þetta mót búnir. Nú er bara að henda sér út í djúpu laugina næsta mánudag. Það er hugsanlegt að það bætist einhverjir leikmenn við hóp- inn okkar i vikunni en það mál er á það viðkvæmu stigi að ég get ekki gefið neitt nánar út um það,“ segir Bjarni grafalvarlegur. „Við höfum horft upp á það und- anfarin ár að hefðin hefur gífurlega mikið að segja og það getur vel ver- iö aö liðum eins og KR og álíka lið- um líði vel að vera spáð sæti um miðja deild. Um mótið almennt vil ég segja að það er afar langt síðan ég hef séð lið búa við jafn mikinn óstöðugleika á undirbúningstímabilinu og nú og ber það vitni um þá bremsu sem er sett á kaup á erlendum leikmönn- um. Á móti kemur að yngri leik- menn fá að spreyta sig meira og af þvi stafar óstöðugleikinn. Ég bíð eft- ir spennandi móti.“ -esá Dómgæslumálin: Hugsað um velferð leik- manna „Heiðarleiki og háttvísi" er og hefur verið aðalsmerki knatt- spymudómgæslu um heim all- ann og er ísland engin undan- tekning. Að sögn Halldórs B. Jónssonar, formanns dómara- nefhdar, hafa dómarar sennileg- ast aldrei komið jafn vel undir- búnir til leiks og nú og sér fram á góöa samvinnu dómara, þjáif- ara og ekki síst leikmanna. „Að þeir nái að skapa sér gott starfs- umhverfi," eins og hann orðaði það sjálfur í ræðu sinni á kynn- ingarfundi KSÍ fyrir Simadeild- ina sem senn fer að hefjast. Halldór sagði helstu áherslur sumarsins vera að hugsað verði um velferð leikmannanna og eru áherslur í dómgæslu samkvæmt því. Til að mynda verður leik- maður að yfirgefa völlinn þegar hann þarf aðhlynningu í leik og má hann ekki koma aftur inn á hann fyrr en leikurinn hefur hafist á ný. Er það gert svo hug- urinn beri ekki menn ofurliði og þeir fái þá aðhlynningu sem þeim ber. Ekki nóg með að þessu verði framfylgt í efstu deild karla held- ur einnig í 1. deildinni þar sem þessi regla á einnig við í milli- ríkjaleikjum og U-21 landsleikj- um svo eitthvað sé nefnt. Engar auglýsingar á buxum Varðandi auglýsingamál á búningum félaga er það nýmæli að frá og með 1. júlí mega hér á landi auglýsingar aðeins vera á treyjum, ekki buxum. Sagði Hall- dór að fyrirmönnum UEFA greinilega blöskrað ástandið víðs vegar um Evrópu og sett því þessar reglur. Þá er leikmönnum óheimilt að vera með hvers konar auglýs- ingu eða áróður á nærklæðum en víða hefur það þekkst að menn séu í bolum sem á standi einhvers konar slagorð eða þess háttar sem þeir svo sýni þegar þeir fagna marki. Halldór tók skýrt fram að hvers kyns „X-eitt- hvað“ væri með öllu óheimilt. -esá Fvrirliðar liöanna i Símadeildinni Efri röð frá vinstri: Þorvaldur Makan (KA), Gunnlaugur Jónsson (ÍA), Kjarfan Antonsson (ÍBV), Ólafur Örn Bjarnason (Grindavík) og Zoran Lju- bicic (Keflavík). Neðri röð frá vinstri: Finnur Kol- beinsson (Fylki), Einar Þór Daníels- son (KR), Hilmar Björnsson (FH), Ágúst Gylfason (Fram) og Hlynur Eiríksson (Þór).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.