Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 16
16 + 17 DV Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: S50 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritsljórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aB birta aBsent efni blaBsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viBmælendum fyrir viBtöl viö þá eóa fyrir myndbirtingar af þeim. Breytt hlutverk NATO Fundur utanríkisráöherra NATO-ríkjanna, sem hófst í Reykjavík í morgun og stendur fram á næsta dag, er mik- ilvægur í aðlögun Atlantshafsbandalagsins aö nýjum og breyttum heimi. Það sést best á því að fundinn sækja ekki aðeins utanríkisráðherrar bandalagsríkjanna nítján held- ur 46 utanríkisráðherrar. Þeirra á meðal er utanríkisráð- herra Rússlands en gert er ráð fyrir því að ráðherrar bandalagsins og hinn rússneski starfsbróðir þeirra gangi efnislega frá samkomulagi um nýjan samráðsvettvang NATO og Rússlands sem verður væntanlega undirritað í Róm síðar í þessum mánuði. Frekari stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs stendur fyrir dyrum. Bush Bandaríkjaforseti lagði þær lín- ur í ræðu í Varsjá í fyrra þar sem hann sagði að öll evr- ópsk lýðræðisríki, frá Eystrasalti til Svartahafs, ættu sama möguleika á öryggi og frelsi. Nýfrjáls ríki ættu að eiga sama aðgang og þau eldri að bandalaginu. Því eru hér á Reykjavíkurfundinum, meðal annarra, ráðherrar þeirra þjóða sem sótt hafa um aðild. Níu þjóðir hafa sótt um og verða þær beiðnir teknar fyrir á leiðtogafundi NATO í Prag í nóvember. Líta verður á Reykjavíkurfund utanrík- isráðherranna sem undirbúning Pragfundarins þar sem ákvarðanir verða meðal annars teknar um hvaða þjóðir komast inn að þessu sinni. Staða þeirra er misjöfn en góð reynsla hefur fengist af inngöngu Póllands, Ungverjalands og Tékklands í bandalagið. Staða NATO breyttist við fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins. Höfuðandstæðingurinn var ekki lengur til stað- ar. Bandaríkjamenn og önnur NATO-ríki líta ekki lengur á Rússland sem ógn heldur sem vinveitt ríki. Samkomulag Rússa og NATO, sem væntanlega verður gengið frá hér í Reykjavík, er merki þess. Aukin samvinna milli banda- lagsins og Rússa verður þannig einn meginþáttur leiðtoga- fundarins í Prag. íslendingar eru meðal stofnþjóða NATO. Við eigum heima í því varnarbandalagi vina- og nágrannaþjóða. Þangað sækjum við varnir okkar og vonir um öryggi og frið. Stækkun bandalagsins og aðlögun nýrra aðildarþjóða að lýðræði, varnarsamstarfi og umbótum í efnahagslífi á að auka öryggi og um leið hagsæld nýrra jafnt sem eldri aðildarþjóða. Hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september á liðnu ári breyttu gangi heimsmála og um leið hlutverki Atlants- hafsbandalagsins. Ráðherrarnir á Reykjavíkurfundinum ræða nú hina breyttu stöðu. Hryðjuverkamenn og samtök þeirra í mörgum ríkjum eru ógn gegn vestrænum lýðræð- isríkjum, skipulagi þeirra og borgurum. Gegn þeirri ógn og öfgaöflum þarf að berjast með tiltækum ráðum. Fram- tíðarhlutverk Atlantshafsbandalagsins mótast af þessu. Barátta gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi verður meg- inverkefni NATO. Um leið og menn líta til þeirrar framtíð- ar verður að huga að grundvallarþætti samstarfs banda- lagsríkjanna, sameiginlegum vörnum, að árás á eina þjóð þýði árás á þær allar. Þótt varla sé ágreiningur um þetta meginmarkmið er ekki þar með sagt að samband NATO-þjóðanna sé vanda- málalaust. Bandalagið er grundvöllur þess að Bandaríkin koma að öryggismálum í Evrópu en bilið milli hernaðar- legrar getu Bandaríkjanna og annarrra NATO-þjóða eykst stöðugt. Bandaríkjamenn leyna því ekki að þeim þykir sem evrópsku bandalagsþjóðirnar leggi of lítið til öryggis- og varnarmála. Atlantshafsbandalagið stendur frammi fyrir nýjum að- stæðum og mun aðlaga sig þeim. Breytt hlutverk banda- lagsins hefur verið að þróast og verður innsiglað á leið- togafundinum í Prag í haust. Reykjavíkurfundur utanrík- isráðherranna er mikilvægt skref á þeirri leið. Jónas Haraldsson ____________________________________________ÞRIDJUDAGUR 14. MAÍ 2002_ÞRISJUDAGUR 14. MAÍ 2002 DV Skoðun Samfylkinguna til áhrifa Það skiptir miklu máli, kjósandi góður, hvemig þú verð atkvæði þínu í sveit- arstjórnarkosningunum í vor. Kosningar á heima- slóð snúast í enn ríkari mæli en alþingiskosningar um umhyggju, lífsgæði og betra mannlíf. Áherslur ráðamanna í bænum þín- um geta skipt sköpum fyr- ir velferð fjölskyldunnar, uppvaxtarskilyrði bam- anna og hvort ævikvöld öldruðu foreldranna verð- ur með þeim hætti sem ykkur, skylduna dreymdi um. Það er í heimabænum sem virkt ör- yggis- og stuðningsnet þarf að vera til staðar ef fötlun eða alvarleg veikindi koma upp. Þess vegna er svo þýðing- armikið að velja fólk til forystu sem hefur jafnrétti, öfluga fjölskyldu- stefnu, lýðræðisleg vinnubrögð, já, manngildið sjálft að leiðarljósi. Samfylkingin fyrir þig Samfylkingin er nýr flokkur og býður nú í fyrsta sinn fram eigin lista í flestum bæjarfélögum. Annars Rannveig Guðmundsdóttir þingmaöur Samfylkingarinnar fjöl- staðar er Samfylkingin með i sameiginlegum framboðum eins og t.d. Reykjavíkurlist- anum. Undanfari Samfylk- ingarinnar voru sameigin- legu félagshyggjuframboðin sem kenndu sig við bæjar- nöfnin, t.d. Kópavogslistinn. Nú býður Samfylkingin fram i Kópavogi, Garðabæ, Hafharfirði, Keflavík, Grindavík, svo nefndir séu nokkrir stærstu bæir i Reykjaneskjördæmi en ann- ars staðar er flokkurinn aðili að sameiginlegum framboðum. Samfylkingin hefur uppi öflugan málflutning og hefur náð eyrum íbú- anna eins og skoðanakannanir um hvað tekist er á um í þessum kosning- um undirstrika. Samfylkingin býður fram ferska lista og fólkið okkar legg- ur áherslu á skýra og ábyrga stefnu. Rauður þráður er vönduð vinnubrögð og manngildi í fyrirrúmi. Virkt íbúalýðræði í bænum minum.Kópavogi, leiðir Flosi Eiriksson sterkan lista þar sem í forystu er fólk með fjölbreytta Frá Kópavogi. - „Samfylkingin leggur áherslu á að vinna fyrir fólk og með fólkinu í bænum. Hún boðar virkt íbúa- lýðræði, aukið samráð við íbúana um málefni þeirra, um forgangsröðun og framkvæmd verkefna. “ Hálendisvegir - sátt um sex tíma Þar kom að hálendisvegum. Um þá eru þó skiptar skoðanir. Það er því rétt að reyna að líta á viðfangsefnið í viðu samhengi. Það sem skiptir miklu er að gera leiðina til Akureyrar eins hraðfæra og hægt er. Þetta er eitthvað sem heitir þrir og hálfur tími, sem leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar getur orðið. En Það er mikið til vinn- andi, og þar stendur það helst upp úr, að landið veröi eitt samvirkt efna- hagssvæði, þannig að svokallaður byggðavandi verði úr sögunni. Heildarhagsmunir ráði Fyrst er að gera veg til Akureyrar. Og það er hægt að gera veg til Egils- staða, sem yrði sex tíma ferð við það ef farið er undir Vaðlaheiði og veg- urinn síðan bættur áfram austur. Þá er einnig hægt að fara á sex tímum til ísafjaröar og fara þá um suður- firði Vestfjarða, t.d. með því að koma upp eins konar skaflaskýlum á Dynj- andisheiði og jafnframt göngum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þá er og hægt að fara fyrir grunna firði Breiðarfjarðarmegin. Síðan er að miða vegabætur frá Homafirði til Akureyrar einnig við sex tíma. Síðar getur þá orðið um að ræða sex tíma ferð á milli Reykjavík- ur og Þórshafnar og sex tima á milli ísafjarðar og Akureyrar. Staðbundið vilja menn sérstak- ar vegabætur fyrir sig en þetta er jú eitt land og heildarhags- munir eiga að ráða þegar fé til framkvæmda er ekki enda- laust. Byggðavandinn Byggðavandinn er ekki fá- tækt heldur ríkidæmisvandi. Þetta fyrirbrigði hófst í Banda- ríkjum Norður-Ameríku eftir miðja nítjándu öld. Þar var flutt inn verkafólk en þegar Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri „Þá er einnig hœgt að fara á sex tímum til ísafjarðar og fara þá um suðurfirði Vest- fjarða, t.d. með því að koma upp eins konar skaflaskýlum á Dynjandisheiði og jafn- framt göngum milli Amarfjarðar og Dýrafjarðar. - Byggðavandinn er ekki fátækt heldur ríkidœmisvandi. “ lærði að bjarga sér og efhast var enn flutt inn fólk annars staðar frá. Sama gerðist með erlent vinnuafl í Evrópu. Víða úti á landi hefur verið mikið um erlent verka- fólk sem býr við betri kost þar en í heimaland- inu. Fólk sækir til hag- stæðustu kjara, líka á íslandi. Þeir sem eru eftir af frumbyggjum úti á landi era þeir sem eiga ríkidæmisaðstöðu þar - stöðu, eignir, lönd, aðstöðu og svo framveg- is. Þeir sem ekkert áttu fóru suður. Til þess að gegna því ríkidæmi er svo flutt inn erlent verkafólk. Ef það sest að hér, lærir málið og lærir að verja sig flytur það líka suður. Lyk- illinn í þessu er að um einangraðar byggðir var að ræða, með staðbundn- um ríkidæmisatriðum. Landsbyggöarþéttbýli Almennt er ekki hægt að jafna að- stöðumuninn alveg. En mikið myndi gerast við að styrkja fá landsbyggð- arþéttbýli. Akureyri sérstaklega, þá ísafiörð og Egilsstaði og Höfn í Homafirði. Síðan kæmu staðbundn- ar samgöngubætm-: þ.e. samtenging á Austfiörðum, þá Blönduós-Sauðár- krókur-Siglufiörður. Þetta kæmi síð- ar, nema það sem félli undir hluta af almenná samgöngukerflnu, því al- mennu hagsmunimir verða að ganga fyrir. Það er brýn nauðsyn að byggja á þessari forsendu um sex tíma ferð á milli landshluta. Hún er góður grundvöllur til að leysa þjóð úr hafti. Þorsteinn Hákonarson reynslu, menntun og þekkingu. En umfram allt þennan góða vilja; að leggja sitt af mörkum fyrir betri bæ. Þau era björt, baráttuglöð og til þjón- ustu reiðubúin fyrir bæinn sinn. Stefnuskráin þeirra heitir „Grund- völlur góðra verka“. Mér finnst að i þvl heiti felist fyrirheit um hvað býr í Samfylkingunni. Samfylkingin er grundvöllur góðra verka. Hún varð til af þvi að framsýnt félagshyggjufólk, sem áður var í mismunandi stjórn- málaflokkum, þorði að rífa niður gamlar girðingar og sameinast i nýrri framtíðarsýn undir merkjum jafnað- arstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis. Það er þessi framtíðarsýn sem lað- ar nýtt fólk að sem nú er tilbúið til að leggjast á árar og boðar ný og breytt vinnubrögð. Samfylkingin leggur áherslu á að vinna fyrir fólk og með fólkinu í bænum. Hún boðar virkt íbúalýðræði, aukið samráð við íbú- ana um málefni þeirra, um forgangs- röðim og framkvæmd verkefna. Sam- fylkingin ætlar að viðhafa nútíma- lega, opna stjórnunarhætti og boðar betri þjónustú við íbúana. Hefium þess vegna Samfylkinguna til áhrifa. Rannveig Guðmundsdóttir Lýðræðið stendur ekki undir nafni „Víða á Vesturlöndum hafa verið gerðir verk- takasamningar við einkaaðila varðandi rekstur á sjúkrastofnun- um, meðal annars hjúkr- unardeildum, og ýmis verkefni sem ekki lúta beint að lækn- ingum ... Allar eiga þjóðimar við biðlistavanda að stríða nema vel tryggðir hópar. í löndum þar sem sam- félagstryggingin vegur þyngst er meira jafnræði meðal þeirra er finnst á biðlistum en í einkarekstrarlöndum. Lýðræðið stendur ekki undir nafni nema jafnræði ríki. Einkarekstrarmenn verða að leysa þennan vanda áður en þeir breyta kerfinu. Ég bendi stjóm og ráðamönnum vorum vinsamlega á nýju norsku leiðina, það er að auka útgjöld til heilbrigðismála, helst til þess að stytta biðlista. Gamla niðurskurðarleið- in dugði þegnum og fyrri stjóm illa og er talið að langir biðlistar hafi haft veruleg áhrif á siðustu kosningaúrslit.“ Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, í LæknablaBinu. Leiklist er mann- bætandi „Leiklist þroskar með okkur tján- ingarhæfni i víðustum skilningi þess orðs ... í leiklist er verkfærið við sjálf, tungumálið, líkaminn, og tilfinningar okkar. Ég trúi því að leiklist sé bók- staflega mannbætandi því hún krefst þess að við setjum okkur í spor ann- arra og lítum á heiminn út frá nýju sjónarhomi. Fyrst og fremst er leiklist þó sjálfstæð listgrein sem á fullan rétt á að vera sinnt i skólakerfinu, rétt eins og tónlist og myndlist." Vigdís Jakobsdóttir leiklistarfr. í viBtali viB SkólavörBuna Spurt og svaraö Erþað raunhœf hugmynd að flytja eitt ráðuneyti norður til Akureyrar? Valgerður Bjamadóttir, í 1. sœti VG á Akureyri: Vœrilegra að flytja stofnanir „Mér finnst raunhæft að skoða alla slíka möguleika en sjálf hefði ég hins vegar talið vænlegra að flytja einstaka stofnanir. Hér nyrðra eru þegar skrifstofur veiðistjóra og Jafnréttisstofu og ég sé fyrir mér að þegar stofnanimar eru orðnar fleiri fari þær að styrkja hver aðra. Sjálf tel ég að stofn- anir sem hafa höfuðstöðvar sinar hér starfi vel á landsvísu og hafi góða sýn og tengsl til landsins alls. Nú er verið að setja Umhverfisstofnun á lagg- imar og mér fmnst sjálfsagt að höfuðstöðvar henn- ar séu hér. Þá er ísland nú að taka við formennsku í Norðurskautsráðinu og þá er eðlilegt að skrifstofa þess og starfsemi sé gerð út héðan.“ Einar Sveinbjömsson, 1. sceti Framsóknar í Garðabœ: Ráðuneytin verði í höfiiðborginni „Nei, alls ekki. Ráðuneytin eiga öll að vera í höfuðborginni og helst á sama blettinum. Tengsl ráðuneyta innbyrðis og við Alþingi era svo náin að það ráðuneyti sem flytjast myndi til Akureyrar yrði örugglega afskipt. Starfsemi stofnana getur hins vegar hæglega verið utan höfuðborgarsvæðis- ins, sérstaklega fagstofnanir og þær sem fást við rannsóknir. Tvær stofhanir umhverfisráðuneytis, sem ég starfa í, era á Akureyri, það er Veiðistjóri og Stofnun Villhjálms Stefánssonar, og hin þriðja er Náttúrufræðistofhun sem er með umfangsmikla starfsemi nyrðra. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er til eftirbreytni." Einar Kr. Guðfinnsson, þingmadur Sjálfstœðisflokks: S tofnanaflutning- ur árennilegri „Þetta er framleg hugmynd sem ég hef þó ekki velt alvar- lega fyrir mér. Ég er þeirrar gerðar í byggðapólitíkinni að ég útiloka engar tillögur sem lúta að flutningi verkefna út á land. Hins vegar finnst mér það kannski nokkuð lang- sótt að fara að flytja einstök ráðuneyti út á landsbyggðina. Árennilegra væri að mínum dómi að flytja einstaka stofnanir eða þá verkefni þeirra - jafn- vel þótt slíkt hafi gengið treglega hingað til. Sá listi verkefna sem mætti vinna utan Reykjavikursvæðisins er hér um bil óendanleg- ur, að mínum dómi.“ Stefánjón Hafstein, í 3. sœti á Reykjavíkurlista: Flytjum einstök verkefni „Ég tel það ekki vera skyn- samlegt að huga að flutningi einstakra ráðuneyta eða stofn- ana. Affarasælla væri að minum dómi að flytja einstök verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaga, enda fylgdi því fjármagn, ábyrgð og ákvörðunar- réttur í viðkomandi málum. Þetta hefur ráunar verið gert í verkefninu um reynslusveitarfélög og þar hefur þetta yfirleitt gefist vel. En stofnanaflutningur held ég að kunni ekki góðri lukku að stýra, eins og allmörg dæmi um slíkt ættu raunar að sanna fyrir okkur.“ Q Þetta er meöal punkta sem er aö finna í kosningastefnuskrá SJálfstæöisflokksins á Akureyri. Halldór og skoðana- kannanirnar Þjóðsagan um bóndann og púkann á fjósbitanum hefur verið að veltast fyrir mér síðustu vikur og mánuði, einkum þegar ég hef verið að fylgjast með misjöfnu gengi Framsóknar- flokksins og formanns hans Halldórs Ásgrímssonar í skoðanakönnunum. Á þetta aðallega við tilburði for- mannsins til að hefja Evrópusam- bandsumræðu meðal íslendinga. Lit- ur helzt út fyrir sem hann vilji leggja allt að veði til þess eins að koma okkur í ESB og skiptir engu hvort það er vinsælt eða óvinsælt. Ekki vil ég þó segja að H.Á. sé annaðhvort púkinn eða fjósamaður- inn i Þjóðsögunni, enda þótt líkingin sé stundum áþekk. En hver er þá ár- angurinn af þessu ESB-brölti for- mannsins? Allt síðasta ár var flokk- urinn i lægð í skoðanakönnunum eða í kringum 10%. Atkvæðin hverfa Svo var það núna eftir áramótin sem Samfylkingin hélt flokksþing, og Össur lýsti því yfir að betra væri að ganga í ESB heldur en standa utan við það. „Betra er dreymt en ódreymt," sagði Sturla Sighvatsson um morguninn fyrir örlygsstaðabar- daga, en nóg um það. En hvað gerð- ist? Eftir að H.Á. hafði fengið þenn- an bandamann í ESB-málinu fór hann að stækka og þenjast út, og komst allt upp í 18-20% í skoðana- könnunum. En, „það sem að helzt hann varast vann / varð þó að koma yfir hann“, stendur einhvers staðar, og Adam var ekki lengi í Paradís. Ekki leið á löngu þar til fylgi formannsins fór aftur að minnka og er nú samkvæmt nýjustu könnun aftur komið niður í árans 10%. Hvað fór úrskeiðis? Er H.Á. búinn að missa allt traust hjá þjóðinni eða var það Össur sem hirti öll ESB-atkvæðin? Kaþólskari en páfinn? Halldór Ásgrímsson „hefur sagt og það er hans skoðun að hans mati“, svo að vitnað sé í eitt af snilliyrðun- um úr gullkornasafninu, að hann álíti ekki að Svíar og Danir, séu ekki fullvalda ríki. En bíðum við: Svíar eru margfóld milljónaþjóð að fólks- fjölda og eitt öflugasta herveldi í Evrópu. Er það eitthvað sambærilegt við okkur? Danir era að vísu minna herveldi og búa í litlu landi, en þeir eru þó milljónaþjóð, við íslendingar 270 þúsund. Ekki eru þeir þó meiri ESB-dýrkendur en svo að þeir höfn- uðu evrunni í þjóðaratkvæði. Ein helzta röksemdin fyrir inngöngu okkar í ESB er að áliti iðnrekenda og fleiri sú að þá getum við tekið upp evrur sem gjald- miðil. En erum við þá ekki orðnir kaþólskari en páf- inn ef við sem ekki erum i ESB eigum að taka upp evrur en Danir sem hafa verið allra þjóða lengst í ESB hafna henni. Sama er að segja um stórveldið Bretland. Ekki eru þó allar hremmingar H.Á. hér með upp tald- ar er dunið hafa yfir á síðustu vik- um. Það að búið er að blása af Fljóts- dalsvirkjun og Reyðarál til óákveð- ins tima og að Norðmenn hafa dreg- ið þá Framsóknarráðherrana á asna- eyrunum í þessu máli hlýtur að koma flokknum og þá sér í lagi H.Á. til frádráttar í skoðanakönnun á næstunni Sjá hér, hve illan endi... Til athugunar væri að láta Ómar Ragnarsson bjóða þeim ráðherrum Framsóknar í flugferð á „frúnni" austur á virkjunarsvæðið á hálendinu austan Vatnajök- uls (ekki norðan eins og alltaf að verið að tönnlast á í fiölmiðlum). Þar yrði fyrst- ur á blaði margnefndur Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og ESB-sér- fræðingur ríkisstjórnarinn- ar. Þá kæmi Sif Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra og „mótorhjólatöff", og loks Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, einn guðfeðra Fljótsdalsvirkjunar. Bjóða mætti fleiri Framsóknaráðherrum ef þurfa þætti, því „frúin“ hans Ómars ber meira. Má þar til nefna Valgerði Sverrisdótur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og loðdýrabónda. Þar mætti bjóða í fótabað í „heita pottin- um“ í Kverkfiöllum. Og saman gætu þessi fiögur myndað blandaðan kór, Framsóknarkórinn, sem tæki lagið fiórraddað undir stjóm Ómars. Þar mætti syngja sem grafskrift yfir Fljótsdalsvirkjun þetta alkunna vers úr sálmum séra Hallgríms: „Sjá hér, hve illan endi“ o.s.frv. Agnar Hallgrimsson Halldór Ásgrímsson, form. Framsóknarflokksins. - „Ekki leið á löngu þar til fylgi formannsins fór aftur að minnka og er nú samkvœmt nýjustu könnun aftur komið niður í árans 10%. Hvað fór úrskeiðis? Er H.Á. búinn að missa allt traust hjá þjóðinni, eða var það Össur sem hirti öll ESB-atkvœðin?“ Agnar Haligrímsson cand. mag. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.