Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 x>v HEILDARVIÐSKIPTI 3.494 m.kr. Hlutabréf 1.741 m.kr. Bankavíxlar 738 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ; Össur 193 m.kr. Eimskip 188 m.kr. Búnaðarbankinn 188 m.kr. MESTA HÆKKUN OSÍF 6,5% Q Íslandssími 3,3% © Isl. flársj. 3,2% MESTA LÆKKUN o Grandi 5,8% © Kaupþing 5,3% © Delta 3,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1.276 stig - Breyting O 1.22 % Bætt afkoma á milli fjórðunga hjá Keri Hagnaður Kers hf. (áður Olíufé- lagsins) nam 313 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Framlegð af vörusölu nam 963 milljónum sem samsvarar 28,3% af veltu samanbor- ið við 26,9% framlegð allt árið í fyrra. Sölu- og dreifmgarkostnaður hækkaði nokkuð sem hlutfall af vörusölu frá fjórðungnum á undan og nam 443 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir nam 269 milljónum og fjármagnsliðir voru jákvæðir um 222 milljónir króna. Munar þar mest um 257 milljóna króna gengishagnað en Olíufélagið hefur afnumið verðbólgureiknings- skil sem hefðu aukið hagnað félags- ins um 17 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam 271 milljón króna. Ágæt afkoma Skagstrendings Hagnaður Skagstrendings hf. var 97 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið við 33 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Uppgjörið er verðleiðrétt en hagnaður hefði orðið 9 milljónum króna lægri ef verðleiðréttingu hefði ekki verið heitt. Betri afkomu milli ára má eink- um rekja til áhrifa af gengisþróun krónunnar. Meðalgengisvisitala ís- lensku krónunnar var 13,9% hærri á fyrsta fjórðungi þessa árs en á samá tímabili í fyrra. Nær allar tekjur Skagstrendings eru í erlend- um gjaldmiölum og stuðlaði lægri króna því að aukinni veltu og hærri framlegð milli ára. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs styrktist krón- an á ný og því kom einnig til geng- ishagnaður af erlendum skuldum fé- lagsins. Velta Skagstrendings jókst um 17,7% á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og nam 706 milljónum króna. Rekstrargjöld jukust á sama tíma um 11,8% og var hagnaður fyrir af- skriftir 146 milljónir eða sem jafh- gildir 20,7% af veltu. Sparisjóðirnir kaupa Profile-fyrirtækja- upplýsingakerfi Tölvumiðstöð Sparisjóðanna og Mens Mentis hf. hafa gengið frá samningum um sölu og uppsetn- ingu á Profile-fyrirtækjaupplýsinga- kerfinu hjá Sparisjóðunum. Kerfið einfaldar til muna alla skráningu og úrvinnslu á gögnum um viðskipta- vini sparisjóðanna, meðal annars vegna útlánamats, samanburðar milli félaga og atvinnugreina og yf- irlits yfir rekstrarþróun og stöðu. Profile-upplýsingakerfið einfaldar skráningu og meðhöndlun fyrir- tækjaupplýsinga, svo sem úr árs- reikningum og milliuppgjörum. Kerfið heldur meðal annars utan um upplýsingar um hluthafa og eignarhluti í öðrum félögum, arð- greiðslur og útgáfu jöfnunarbréfa, stjóm og stjómendur. Upplýsing- amar er hægt að kalla fram og greina með margvíslegum hætti, t.d. á vefsíðum eða í Excel. Kerfið er hannað með það í huga að skráning sé hraðvirk og einfóld og villur séu í lágmarki. Sérstakt tillit er tekið til öryggismála og aðgangsstýringar til að tryggja að gögn birtist aðeins þeim sem hafa tilskilin réttindi. Mens Mentis hefm' áður lokið uppsetningu á Profile hjá Verð- bréfaþingi Islands hf., sem nýtir kerfið við skráningu upplýsinga í Þingbrunn VÞÍ, hjá íslandsbanka hf. og hjá Landsbanka Islands hf. Jákvæð umskipti hjá Guð- mundi Runólfssyni hf. Guðmundur Runólfsson hf. var rekið með 81 milljónar króna hagn- aði eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002, samanborið við 20 milljóna króna tap á sama tímabili 2001. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsgjöld jókst um 19% á milli ára, úr 70,6 milljónum í 84 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam 65,2 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 43,6 milljónir árið áður, og jókst því um tæp 43,8%. Rekstrartekjur félagsins námu 260 milljónum króna en voru 298 milljónir króna árið áður og lækk- uðu því um 12,8%. Veltuminnkun- ina má alfarið skýra með breyting- um á viðskiptum viö Fiskiðjusam- lag Húsavíkur. Rekstrargjöld félags- ins námu 176,2 milljónum króna en voru 227,7 milljónir króna árið áður. Hagnaður félagsins fyrir af- skriftir og fjármagnsliði er 84 millj- ónir króna eða 32,29% af rekstrar- tekjum, samanborið við 70,6 milljón- ir króna og 23,65%. Afskriftir námu samtals 36 millj- ónum króna en voru 34 milljónir króna árið áður. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 52 milljónir króna en voru neikvæðir um 61,7 milljónir árið áður. Nær allar skuld- ir félagsins eru í erlendum myntum og nam gengishagnaður félagins 55,6 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 45,9 miUjón króna gengistap. Heildareignir félagsins 31. mars námu 2.338 milljónum króna en skuldir og skuldbindingar 1.792 milljónum. Bókfært eigið fé félags- ins var þvi 545,5 mUljónir króna og jókst um 88 mUljónir á tímabilinu, eða um 19,23%. Eiginfjárhlutfallið er nú 23,3% en var 19,8% í árslok. Þróun gengis, sem var félaginu mjög óhagstæð á sl. ári, hefur nú snúist við og verulegur gengishagn- aður myndast. Aftur á móti er geng- ishækkunin farin aö hafa áhrif á framlegð félagsins vegna lægra af- urðaverðs. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiölunar. Námskeið í sjálfs- trausti og sjálfsöryggi 14. 05. 2002 kl. 9.15 KAUP SALA SÉÉDollar 91,200 91,660 ráSPund 132,390 133,060 1*11 Kan. dollar 58,380 58,740 CB Donsk kr. 11,1130 11,1740 : -HNorskkr 10,9480 11,0090 E5 Sænsk kr. 8,8910 8,9400 13 Sviss. franki 56,8200 57,1300 [*]jap.yon 0,7102 0,7145 : !1 ECU 82,6329 83,1294 SDR 115,7300 116,4300 Þekkingarmiðlun ehf. stendur fyrir námskeiði í sjálfstrausti og sjálfsöryggi 16. maí nk. í Ásbyrgi á Hótel íslandi frá kl. 9-17. Námskeið- iö er sérstaklega ætlað konum sem vUja öðlast aukið sjálfstraust og betra sjálfsálit. Við þurfum öU á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda tU að takast á við lífsins áskoranir og breytingar í umhverfi okkar. Skortur á sjálfs- trausti getur hamlað jafnvel fær- ustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvUja þeirra og haldið aftur af þeim. Á námskeiðinu læra þátt- takendur að virkja afl jákvæðs sjálfsálits. Þeir auka eigin færni tU að læra af eigin mistökum og takast á við gagnrýni. Þeir þroska með sér nauðsynlegt sjálfstraust sem hjálpar þeim að ná markmiðum sinum og takast á við breytingar. Leiöbein- andi er Ingrid Kuhlman, fram- kvæmdastjóri Þekkingarmiölunar. Upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á ingrid@thekkingarmidlun.is Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðiö Ánægöir eftir undirskrift kaupsamnings. Brckkuhús 520 3500 Gnoðavogur Brekkuhús a ■ ■ ■ ■ ■ GAS-Naglabyssur Hentar vel til að festa blikkleiðara fyrir gifsveggi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.