Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 DV Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. maí 2002 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum fLokkum: 1. flokki 1989 - 46. útdráttur 1. flokki 1990 - 43. útdráttur 2. flokki 1990 - 42. útdráttur 2. flokki 1991 - 40. útdráttur 3. flokki 1992 - 35. útdráttur 2. flokki 1993 - 31. útdráttur 2. flokki 1994 - 28. útdráttur 3. flokki 1994 - 27. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu þriðjudaginn 14. maí. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Ibúðalánasjóður | Borgartúni 21 | 105 Reykjavik | Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Engin fótur fyrir ásökunum Jimmy Carter, fyrrverandi for- seti Bandarikjanna, sem nú er í sex daga vináttuheimsókn hjá Castro á Kúbu, sagði í gær að bandarískir embættismenn hefðu sagt sér að engar sannanir væru fyrir þvi að kúversk stjómvöld hefðu flutt út tæknikunnáttu sem nýst gæti til framleiðslu gjöreyðingarvopna. Þetta kom fram í viðtali við Cart- er eftir að hann hafði skoðað líf- tæknistofnanir í Havana í gær, en Castro bauð honum að skoða stofn- anirnar vegna ásakana banda- rískra stjómvalda í síðustu viku um að kúversk stjórnvöld hefðu staðið þar fyrir framleiðslu efnavopna og flutt út tæknibúnað til slíkrar framleiðslu til vafasamra ríkja. REUTERSMYND Flöskutínsla í Argentínu Joel Medina og sonur hans Hernan setja tómar flöskur í vagninn eftir heilan dag á ruslahaugunum. Þar hiröa þeir nýtilega hluti til aö selja svo þeirgeti sé fjögurra manna Ijölskyldu sinni farboröa. Síðustu leifar kalda stríðsins: Samkomulag um eyð- ingu kjarnavopna í höfn Hollendingar kjósa á morgun: Flokkur Fortuyns upp í annað sæti George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að mikilvægt skref hefði verið stigið í samskiptum Bandaríkjamanna og Rússa um helg- ina þegar samkomulag náðist um verulega fækkun langdrægra kjama- odda. Bush tilkynnti þetta á fréttamanna- fundi í Washington í gær eftir fund þeirra Johns Bolton aðstoðar-utanrík- isráðherra Bandarikjanna, og Ge- orgys Mamedov aðstoðar-utanríkis- ráðherra Rússlands, sem hittust í Moskvu um helgina. Vladimir Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær að samkomulagið væri í höfn og að það verði undirritað á fundi þeirra Bush í Moskvu í lok mán- aðarins. Hann lýsti ánægju sinni með samkomulagið og sagði að það ætti ör- ugglega eftir að koma báðum aðilum til góða. Að sögn Bush gerir samkomulagið ráö fyrir verulegri fækkun kjama- odda úr um það bil sex til sjö þúsund hjá hvorum aðila í um 1700 til 2200 á næstu tíu árum. „Þessi samningur er Bush Bandaríkjaforsetl Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær aö samkomulag heföi náöst viö Rússa um verulega fækkun langdrægra kjarnaodda. sögulegur og með honum er í raun verið að hreinsa upp síðustu leifar kalda stríðsins. Hann mun gera heim- inn friðvænlegri og binda enda á arf- leifð kalda stríðsins í eitt skipti fyrir öll. Hann mun marka mikil þáttaskil í samskiptum okkar við Rússa og það er mikilvægt," sagði Bush. Að sögn Ari Fieischer, talsmanns Hvíta hússins, gerir samkomulagið ráð fyrir að hluta vopnabirgðanna verði eytt en aðrar birgðir settar í geymslu. Samkvæmt fréttum frá Rússlandi munu rússnesk stjórnvöld ekki yfir sig hrifm af því að Bush skyldi riða á vaðið með að tilkynna um að sam- komulagið væri í höfn, heldur hefði það átt að vera í þeirra verkahring þar sem það náðist i Moskvu og verð- ur undirritað þar. Bush mun hafa notað fyrsta tæki- færi til þess að tilkynna að það væri í höfn, aðeins mínútum eftir að rúss- neska utanrikisráðuneytið hafði til- kynnti að dregið hefði saman í sam- komulagsátt. Hægriöfgaflokkur hollenska stjórnmálamannsins Pims Fortuyns, sem var myrtur fyrir skömmu, er orðinn næststærsti flokkur landsins, að því er fram kom í skoðanakönnun sem birtist í gær. Fortuyn og flokkur hans hafa barist gegn veru innflytj- enda i Hollandi. Hollendingar ganga að kjörborð- inu á morgun og ef marka má skoð- anakönnunina fær flokkur Fortuyns 18,5 prósent atkvæða, eða 28 þing- menn af 150 á hollenska þinginu. í maíbyrjun var fylgi flokksins 17 pró- sent. Kristilegir demókratar, sem var bolað út út ríkisstjórn Hollands 1994, njóta mests fylgis, 20,5 prósenta. Nýr leiötogi flokks Fortuyns fetaði í fótspor fyrirrennara síns og veittist að vinstri flokkunum. Vinsæll eftlr dauðann Flokkur hins myrta hollenska stjórn- málamanns Pims Fortuyns nýtur mikils fylgis meöal kjósenda. Kallsberg boðar nýjar viðræður Anfinn Kalls- berg, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að halda áfram að reyna stjórnarmyndun, í þetta sinn án þátt- töku Þjóðveldis- flokks Hogna Hoydals. Kallsberg, sem stýrir Fólkaflokkinum, hefur boðað fund með leiðtogum Sjálfstýr- isflokksins, Jafnaðarflokksins og Sambandsflokksins laust eftir há- degi í dag til að kanna grundvöll breiðrar samsteypustjómar. Lisbeth L. Petersen, leiðtogi Sam- bandsflokksins, staðfesti við fær- eyska útvarpið í nótt að flokkur hennar væri tilbúinn til stjómar- myndunarviðræðna. Ef þessir flokkar koma sér saman um myndun nýrrar landstjómar má telja ömggt að sjálfstæðismálin verði sett í salt. Hogni Hoydal og flokkur hans voru helstu talsmenn sjálfstæðis Færeyja innan fráfar- andi landstjómar. Jafnræði var með fylkingum stjórnar og stjómar- andstæðinga eftir kosningar í apríl. Viðræður Fólkaflokks, Þjóðveld- isflokks, Sjálfstýrisflokks og Jafnað- arflokks fóru út um þúfur í gær- kvöld. Flokkarnir gátu ekki komið sér saman um hversu mikið skyldi lækka ríkisstyrkinn frá Danmörku næstu fjögur ár og hvaða mála- flokka Færeyingar ættu að taka að fullu yfir frá Dönum. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Neðstatröð 6, ehl. gþ., þingl. kaup- samningshafi Hjalti E. Hafsteinsson, gerðarbeiðendur fslandsbanki-FBA hf. og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., föstudaginn 17. maí 2002, kl. 14.30. Smiðjuvegur 4a, 0112, jarðhæð, þingl. eig. Vilborg Baldursdóttir, gerðabeið- andi Sparisjóður Hafnarfjarðar, föstu- daginn 17. maí, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Kardínáli reiðist Bernard Law, kardínáli í Boston, reiddist við yfir- heyrslu fyrir dómi í gær. Hann vísaði því þar alfarið á bug að hann hefði vanrækt skyldur sínar með því að koma ekki í veg fyrir að prestur sem var sakaður um kynferðislega misnotkun á bömum hefði sam- neyti við böm í sókn hans. Rætt við stuðningsríki Leiðtogar Austur-Timor hófu í dag viðræður við erlend ríki um að- stoð við að koma efhahag landsins á réttan kjöl. Austur-Tímorar óska eftir að fá tæpa níu milljarða króna. Atkvæði um írak Búist er við að Öryggisráð SÞ samþykki í dag umfangsmikla end- urskoðun á tólf ára gömlum refsiað- gerðum gegn Irak. Tafir urðu á at- kvæðagreiðslunni á meðan Sýriend- ingar vom talaðir til. Kosið í Sierra Leone Þingkosningar fara fram í Afriku- ríkinu Sierra Leone í dag og hefur baráttan verið friðsöm. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur er meðal eftirlitsmanna með því að kosning- arnar fari vel fram. Skjálfti í San Francisco Meðalstór jarðskjálfti skók San Francisco og nærsveitir í gærkvöld. Ekki er vitað til að neinn hafi slasast né að skemmdir hafi orðið en mörgum brá óþyrmilega. í París Laura Bush, for- setafrú í Bandaríkj- unum, var í heim- sókn í París í gær þar sem hún hvatti meðal annars til fordæmingar á „þeim hræðilega harmleik" þegar böm sprengja sig í tætlur í Mið- Austurlöndum til að vinna öðrum mein. Laura Bush Segjast ráða við sjúkdóm Yfirvöld í Suður-Kóreu sögðust í morgim myndu geta komið í veg fyrir frekari útbreiðslu gin- og klaufaveikitilfella með slátrun þús- unda dýra á smitsvæöum. Vill ræða við herforingja Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjóm- arandstöðunnar í Burma sem nýlega var látin laus eftir nítján mánuði í stofufangelsi, hvatti i gær til að sáttavið- ræður við herfor- ingjastjóm landsins myndu hefjast þegar í stað. Barist gegn barnaklámi Ríku löndin ætla að koma upp al- þjóðlegum gagnabanka með nöfnum fómarlamba bamakláms og kvalara þeirra í baráttu gegn ósómanum. Chirac heitir refsingu Jacques Chirac Frakklandsforseti hét því í gær að þeim yrði refsað sem urðu ellefu Frökkum að bana í sprengjutilræði í Pakistan á dögun- um. Chirac heiðraði hina látnu í Cherbourg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.