Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 I>v 19 Tilvera Myndgátan Lárétt: 1 rekald, 4 frumeind, 7 klifra, 8 hönd, 10 veltingur, 12 ask, 13 lögmæt, 14 bragð, 15 hlaup, 16 ljúki, 18 merki, 21 sorg, 22 blæ, 23 grind. Lóðrétt: 1 illmenni, 2 hag, 3 vandræðunum, 4 ábati, 5 þvottur, 6 venslamann, 9 suddinn, 11 óleik, 16 brún, 17 mynt, 19 púki, 20 gagnleg. Lausn neðst á síðunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Skák Hvitur á leik! Þeir Hannes Hlífar, Helgi Áss og Jón Viktor sitja allir að tafli úti á Kúbu i miklum hitum og gengur bara rétt sæmilega - allir með um 50% vinninga eftir 6 umferðir. Mótin sem þeir tefla á eru þó sterk og það er helst Jón Viktor sem gloprað hefur niður unnum stöðum. Hér vinn- ur Hannes félaga minn frá ísrael, Art- ur Kogan, sem teflir eins og oft áður heldur of fifldirfskulega. Það þýðir lít- ið gegn Hannesi sem vinnur hér ör- uggan sigur! Hvítt: Hannes H. Stefánsson (2598) Svart: Artur Kogan (2540) Sikileyjarvöm. Minningarmót um Capablanca. Havana (2), 07.05. 2002 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Dc7 5. Rc3 e6 6. Be2 a6 7. 0-0 Rf6 8. Be3 d6 9. f4 Bd7 10. Del b5 11. a3 Be7 12. Dg3 h5 13. Bf3 Rg4 14. Bxg4 hxg4 15. Dxg4 Bf6 16. Rf3 Ra5 17. Bd4 Bxd4+ 18. Rxd4 Dc5 19. Rce2 Rc4 (Stöðumyndin) 20. Dxg7 0- 0-0 21. b4 Db6 22. Hf2 e5 23. fxe5 dxe5 24. Rb3 Hxh2 25. Rc5 Hdh8 26. Hxf7 Dd8 27. Rg3 Re3 28. H£2 H2h7 29. Df6 Dxf6 30. Hxf6 Hg8 31. Hf3 Rxc2 32. Rxd7 Kxd7 33. Hdl+ Ke6 34. Rf5 Rd4 35. Rxd4+ exd4 36. Hxd4 Ke5 37. Hd2 Kxe4 38. HfB Ha7 39. He6+ Kf4 40. Hde2 Kg3 41. H2e3+ Kf4. 1-0 Bridge Umsjón: ísak Öm Sigurösson Sem sagnhafi i norður i tvímenn- unni. Nægir punktar eru til staðar ingi í þremur gröndum er nauðsyn- en slæm lega setur strik í reikning- legt áð vanda sig í spilamennsk- inn: * ÁD2 ÁK8 * KD43 * 654 4 G109 • 975 + G1096 é K103 * 865 * G1043 ■+ Á87 * ÁDG Þegar spilið kom fyrir í tvímenn- ingskeppni Evrópumóts para í Ostende í síðasta mánuði fékk sagn- hafi, Phillippe Toffier frá Frakklandi, verðlaun fyrir vandvirkni. ÚtspO austurs var áttan í laufi og Toffier gerði vel þegar hann tók strax fyrsta slaginn á ásinn. Næst svínaöi hann hjartagosanum, austur drap á drottn- ingu og spilaði laufi. Vestur fékk á kónginn og spilaði næst spaðagosan- rnn. Toffier svínaði drottningunni og austur fékk á kónginn og spilaði litnum áfram. Örlög vesturs voru hins vegar ráðin. Þrlr tökuslagir á hjarta og einn á lauf settu óverjandi þving- un á vestur í tígli og spaða, en spaðaáttan í blindum gegndi þar lykilhlutverki. Flestir sagnhafar uröu að láta sér nægja 9 slagi í þremur gröndum en 10 slagir til Toffiers gáfu 93% skor í saman- burðinum. Lausn á krossgátu JÁu 03 ‘ue 61 ‘jPp il ‘3§a 91 ‘>PITJ§ II ‘urnQn 6 ‘Sbui 9 ‘nui g ‘unisijBjjB f ‘nuupuupj g ‘ipiB z ‘IQJI piojqoi ‘)SIJ £Z ‘njoS ZZ ‘JnSun \z ‘uj{Bi 81 ‘ipua 91 ‘SBj'91 ‘unasi H ‘P[!§ 81 ‘bqu z\ ‘33nj oi ‘B>{ni 8 ‘Bjipi L ‘uio)B p ‘>(Bij 1 pjajBj húsaleigusamningar 550 5000 Sandkorn_______________________. Umsjón: Höróur Kristjánsson # Netfang: sandkorn@dv.is Kaldar kveðjur Utanríkisráðherrar NATO- landanna og samstarfslanda þeirra, ýmsir afar mikilvægir menn á vegum bandalagsins og urmull erlendra blaða- og fréttamanna, hópast nú til landsins. Tilefnið er tveggja daga NATO-fundur. Sagt er í smáatriðum hvenær þessi og hinn lendir í Keflavík þar sem lögregla og öryggisverðir eru gráir fyrir járnum. Colin Powell er aðalstjarnan, Jack Straw þekkja margir og allir þekkja hann Halldór okkar. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir öðrum nöfnum í svip- inn. Væntingarnar til fundar- ins eru miklar. Hótelhaldarar og veitingamenn ráða sér vart fyrir kæti, enda nánast öll her- bergi og borð bókuð. Að ár- angri sjálfs fundarins slepptum vona ófáir að þessi uppákoma verði hin þokkalegasta land- kynning sem muni skila sér til lengri tíma litið - eins og alltaf. Hins vegar er hætt við að veðrið verði hinum erlendu gestum eftirminnilegt, ekki vegna þess að himnarnir skarta sínu fegursta með sólina 1 aðal- hlutverki heldur vegna hins að það er skitakuldi - eins og svo oft. Dagfari man þegar Nixon og Pompidou komu forðum. Þá var bjart en skítkalt. Og ekki viðraði betur á guðsútvalið höf- uð kaþólsku kirkjunnar, páfann, og fylgdarlið hans. Hrollurinn kemur enn upp í hugann þegar útimessunnar við Kristskirkju er minnst. Dan Rather og fleiri heimilisvinir af skjánum láta ekki sjá sig vegna þessa fundar en Dagfara kæmi ekki á óvart þótt þeir brygðu sér til Rómar, þar sem fundinum verður fram haldið síðar í mánuðinum. Þar sendir sólin ekki kaldar kveðjur. Skoöanakönnun forsætisráð- herra um viðhorf landsmanna til Evrópu- sambandsins hefur farið mjög fyrir brjóst- ið á mönnum og þykir mörgum sem spuming- amar séu ansi leiðandi. Nú hafa gárungarnir samið kjörseðil fyrir al- þingiskosningar á næsta ári: Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að næsti kjörseðill verði svona: Hvað kýst þú í ljósi eftirfarinna staðreynda: Frjálslyndir - formaðurinn var rekinn frá Landsbankanum og þeir munu eyði- leggja rekstrargrundvöll sjávarútvegsins. Vinstri grænir - þeir eru á móti öllum framfórum og munu hækka skatta um tugi milljarða. Samfylking - formaðurinn er hálfviti og þeir munu láta okkur ganga í ESB sem kostar okkur 15 milljarða á ári og skerðir sjáifstæði þjóðarinnar. Framsókn - sveitaflokkur sem mun leiða okkur í ESB sem kostar okkur 15 milljarða á ári og skerðir sjálfstæði þjóðarinnar. Sjálfstæð- isflokkurinn - sterkur leiðtogi sem lækk- ar skatta og gerir ísland að himnaríki. Leikhúsfólk hefur íöngum þótt vera afar viðkvæmt fyrir gagnrýni og ekki er óalgengt í þeim bransa að menn svari fyrir sig. Hávar Sigurjónsson skrifaði fyrir skömmu grein í Morgunblaðið um upp- færslu Þjóðleikhússins á Veislunni, þar sem hann segir uppfærsluna hreina stælingu á sýn- ingu í Dresden. Magnús Þórbergsson, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, tók síðan undir orð Hávars í pistli í Víðsjá. Stefán Baldursson, þjóðleikhússtjóri og leikstjóri sýningarinnar, var ekki ánægður og sendi Hávari einkabréf þar sem hann mótmælti skrifum hans. Stefán hengdi síðan bréf sitt upp á töflu í Þjóðleikhúsinu þar sem auð- velt var fyrir starfsmenn að lesa það. Háv- ar frétti af því að einkabréf Stefáns væri ekki lengur einkabréf og þegar hann sendi Stefáni svarbréf sendi hann öllum meðlim- um í Félagi íslenskra leikara bréf Stefáns í tölvupósti ásamt svari sínu. í bréfi sinu til Hávars vísar Stefán því á bug að upp- færslan á Veislunni sé hrein stæling á þýskri uppfærslu. Stefán segir í lok bréfs- ins: „Ég ítreka aftur að ég veit ekki alveg hvað þér gengur til að reyna að gera lítið úr sýningunni okkar, sem hefur hlotið óvenju einróma lof og mönnum ber saman um að sæti verulegum tíðindum í leikhús- lffi okkar.“ í svarbréfl sínu segir Hávar meðai annars: „Ég er klár á þvi að sviðsetningin, rýmisnotkunin og Ijölmargar hugmyndir eru þær sömu og í Dres- densýningunni ... Hávar segir síðan að greinin hafi ekki verið skrifuð til að gera lítið úr sýningu 1 Þjóðleikhússins sérstak- ! lega „heldur sem innlegg ! í umræðu um okkar ein- hæfa leikhúslíf sem þrátt fyrir bæði magn og gæði er ótrúlega ógagnrýnið á sjálft sig; sjálfumglatt satt að segja, og verður sífellt uppteknara af að spegla sig í vinsældum og aðsókn. Jafn mótsagnakennt og það nú hljómar fínnst mér gagnrýnendur vera orðnir svo uppteknir af að vinna sig í álit hjá leikhúsfólki að lítið sem ekkert er að marka það oflof, smjaður og mærð sem við- gengst. Sjálfstæði þeirra í umfjöllun er sorglega ábótavant oftast nær.“ Vikan fékk á dögunum völvu sína til að spá fyrir nokkrum stjómmálamönn- um. Völvan fullyrðir að Davíð Oddsson sé ‘ orðinn þreyttur á stjórn- málum en Halldór Ás- grímsson sé allur að fær- ast í aukana og muni fara að segja hluti sem hann I hafi lengi byrgt inni. Hún segir Ingu Jónu á leið út úr stjómmálum og það sama eigi við um Össur Skarphéð- insson sem hafi gert mörg mistök og sagt meira en hann geti staðið við. Björn Bjarnason er einnig sagður hafa gert mis- tök með því að snúa sér að borgarmálum og muni tapa fyrir Ingibjörgu Sólrúnu sem muni ekki sitja lengi sem borgarstjóri og sé þegar farin að þjálfa aðra manneskju til að taka við af sér. Þarf kannski ekki mikla spádómsgáfu til að sjá þessa hluti gerast. Um Áma Johnsen segir völvan að frekar hljótt verði um hann á næstunni en mál hans eigi eftir að blossa upp síðar. Spá völvunnar er í blaði sem dagsett er 7. maí en á sama tima gaus upp umfjöllun um málefni Áma Johnsens. Spádómsgáfa völv- unnar er því umdeilanleg. fX meðan minnast Hrúðurkarla-Hreið Hvað hefur komið fyrir státt- ina, Hreiðar? Paö var stíll yfir okkur í Sjallanum í gamla dagai Við vorum fínir! Við vorum virðulegir! Manstu eftir gaUraatriðinu á Hótel Vala6kjálf árið ‘32? ar oq ^hinn óviðjafnanlegi Garöar [gömlu tímanna! Þegar þú dróst kanínu út úr nefinu á þér? Hann brtur hausinn af gúmmíhænum?!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.