Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 Heimurinn dv Líf úti í alheims geimi Úti í óendanleikanum Meö aukinni þekkingu og betri rannsóknartækjurri þykja nú meiri líkur en áöur á aö líf eins og viö þekkjum þróist á öörum plánetum, Ef til vill fjölda þeirra í Vetrarbrautinni sem sólin og Jörðin heyra til. Ef hugaö er aö öörum stjörnu- þokum margmilljónfaldast líkurnar. Fljúgandi kleinuhringur Þróun loftfara tekur ekki miklum stökkbreytingum en samt þokar í breytingar. Sikorsky-þyrlusmiðj- urnar smíðuðu þyrlu sem var eins og kleinuhringur í laginu og spað- arnir í miðjunni. Jafnvægisspaðinn á stélinu var samt á sínum stað. Smíðin gekk vel og þyrlan hafði ágæta flughæfni. Sá galli var þó á að hún var hægfara. Nú er búið að sjá við þeim vankanti og er þyrlan nú eins og kleinuhringur með vængi og nær æskilegum hraða. Staðsetningar- sími Farsími með staðsetningartæki er tiltækur þeim sem vilja vita ná- kvæmlega hvar aðrir eru staddir. Síminn er útbúinn þannig að stað- setningin fæst aðeins uppgefin milli tveggja tækja. Þannig geta foreldrar fylgst nákvæmlega með börnum sín- um með því að hringja í farsíma þeirra. Þá er auðvelt að fylgjast með makanum og sjá með hárnákvæmni hvort hann er enn á vinnustað sín- um eða kominn á uppáhaldskrána með félögunum. Lipurt rafhjól Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á þingi breskra stjörnu- fræðinga í síðasta mánuði eru tald- ar miklar líkur á að líf eins og Jarð- arbúar þekkja þrífist á fleiri plánet- um, jafnvel milljörðum pláneta. Þetta er byggt á reiknilíkönum sem vísindamenn hafa gert, sem aftur byggja á mun nákvæmari tækjum til stjörnuskoðunar en þekkst hafa til þessa. Það er aðeins timaspursmál hvenær lífvænlegar plánetur flnn- ast og að jafnvel verður hægt að sanna að líf þrifist þar. í stjörnu- þokunni sem okkar sólkerfl er hluti af, eða Vetrarbrautinni, hafa fund- ist mörg fjarlæg sólkerfi þar sem plánetur snúast um sólir og fylgi- hnettir um plánetur, eins og tugl fylgir Jörðinni. Stjörnufræðingar hafa fundið nær 100 plánetur sem snúast um fjarlægar stjörnur. En engin þeirra hefur skilyrði til að þróa líf. Þær eru mjög stórar miðað við plánet- umar í okkar sólkerfi og samansett- ar af syipuðum gastegundum og Júpiter. 1 einu sólkerfanna í Vetrar- brautinni hafa fundist tvær plánet- ur, önnur tvöfalt stærri en Júpiter og hin litlu minni. Útilokað er að líf í þekkjanlegu formi fmnist á þeim. En það segir ekkert um að ekki séu fleiri ófundnar plánetur á sveimi í því sólkerfi eða öðrum sem hafa svipuð skilyrði og Jörðin til að líf fái að þróast þar. Samkvæmt tölvukeyrðum reikni- líkönum eru meiri líkur en ekki á því að í sólkerfum Vetrarbrautar- innar séu lífvænleg skilyrði á ein- stökum plánetum og eftir því sem meira er rýnt og reiknað aukast lik- umar á að hægt verði að sanna að lífríki Jarðar er ekki einstakt í al- heims geimi. Sifellt er verið að betrumbæta samgöngutæki sem gera þau þægi- leg í umferð borga og valda sem minnstri mengun. Nú gefst kostur á að kaupa hjól sem er einhvers stað- ar á milli þess að vera reiðhjól og mótorhjól og er rafdrifið. Farartækið sem ætlað er í borgar- umferö nær 50 km hraða og rafhlað- an í þvi endist í um 80 km akstur. Auðvelt er að hlaða rafhlöðuna heima eða á vinnustað eða hvar sem hægt er að komast að inns- tungu. Framleiðendur fullyrða að það sé mun gáfulegra að kaupa raf- hjólið þeirra en notaðan og úr sér genginn smábíl, en verðið er svipað. Atómúr handa almenningi Timamælaframleiðandinn Jung- hans hefur sett úr á markað sem eru sannkallaðar atómklukkur. Úrin eru svo nákvæm að skekkju- mörkin verða aðeins sekúnda þegar þau hafa gengið í milljón ár. Verði þessara nákvæmu úra er stillt í hóf því þau kosta innan við 30 þúsund krónur. Af himnum ofan Dómsdagsklukkan nálgast ragnarök Heimsendaklukkan hefur verið færð fram um tvær mínútur og eru nú sjö mínútur til miðnætur eftir þeim reglum sem klukkusmiðirnir hafa gefið sér síðustu 55 árin. Það er tímarit sem kennir sig við afvopnun atómbombunnar sem setur klukk- una sem mælir hve langt er til ragn- araka. Tímritið Bulletin of the At- omic Scientists fylgist glöggt með heimsmálum og hefur sett atóm- klukkuna síðan árið 1947, jafnlengi og blaðið hefur barist fyrir eyðingu kjamokuvopna sem er mesta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir. Klukkan er sett eftir því hve friðvænlega horfir i veröldinni, eða hvort hætta eykst á því að kjarn- orkustyrjöld brjótist út. Vísar klukkunnar eru nú færðir fram vegna þess að hættan á notkun kjamorkuvopna vegna hótana al- þjóðlegra hópa hryðjuverkamanna og spennuástandsins sem ríkir milli Indlands og Pakistans sem bæði eru í janúar sl. þaut smástirni fram hjá Jörðinni í rúmlega 3000 km fjar- lægð. Sá loftsteinn var á stærð við fjóra fótboltavelli. Ef slíkt ferlíki rækist á Jörð mundi það valda ómælanlegu tjóni en í því sambandi skiptir miklu máli hvar það lendir. Sannanir og kenningar em um að smástimi hafi skollið á Jörðina end- ur fyrir löngu og sjást merki þar um. Loftsteinar falla jafnt og þétt en eyðast langflestir í lofthjúpnum. Vísindamenn við Princetonháskóla í Banda- ríkjunum hafa reiknað út aö líkumar á að smástimi lendi á Jörðinni sé 1 á móti 5000, en áður var álitið að hlutfall- ið væri 1 á móti 1500. Nýju útreikningamir eru nokkur huggun fyrir þá sem sífellt óttast himininn detti ofan á þá. Hlutfallið er svipað og dánarlikur við að iðka íþrótt- ir eða heilsurækt. Annars era dánarlikur af ýmsum orsökum útreiknan- legar og hafa þeir hinir sömu og reiknuðu út líkumar á að hnullungur utan úr geimn- um rekist á Jörð gert eftir- farandi töflu um dánarlíkur af öðrum orsökum en sjúk- dómum. Líkurnar á ótímbærum dauða: Af slysfórum 1 á móti 36 Umferöarslys 1 á móti 81 Aö veröa fyrir byssukúlu 1 á móti 202 Eitrun 1 á móti 344 Aö eitthvað detti ofan á mann 1 á móti 4,873 Aö drukkna í baðkari 1 á móti 10.455 Aö klemmast á milli hluta 1 á móti 29.860 Aö kafna í plastpoka 1 á móti 130.498 Litlar líkur Þaö eru lítil líkindi til aö smástirni rekist á Jöröina, en þó er álitiö aö þaö komiö fyrir og þaö getur komi fyrir aftur, en hvenær? hafi Eggjaþjófar eru varaðir við að koma nærri hreiðrum Gæslumaöur meö egg förufálka sem roöiö hefur veriö efni sem er ósýni- legt viö venjulegar aöstæöur en hægt aö kalla fram þegar þurfa þykir. Örn á fálkaeggjum Eggjaþjófar eru víðar á ferli en við hreiður falka og fugla í útrýmingar- hættu á íslandi. Á Bretlandseyjum sækja stórtækir eggjaþjófar í hreiður verðmætra fugla. Sem dæmi um ásælni og árangur eggjaþjófa er hreið- ur íorufálka í Mið-Englandi. Þeir eru stórir og löngum eftirsóttir til veiða og því með dýrmætustu fuglum. í áratug hefur hreiður forufálka eins verið rænt á hveiju vori í áratug. En nú eru náttúruvemdarsinnar að snúast til vamar. Þeir munu ber sérstaka efnablöndu á egg og síðan ungana þegar þeir eru skriðnir út. Efnið er ósýnilegt og skað- laust en skín skært þegar ultraviolet- geislum er beint að því. Hægt er að blanda efnið þannig að auðvelt er að sjá úr hvaða hreiðri eggin eða ungar hafa verið teknir. Samtök fuglavina hafa reynt að halda vörð um förufálka- hreiðrin en þjófamir hafa verið gæslu- mönnum snjallari og stolið eggjum og ungum og selt fyrir offjár. En nú standa vonir til að eggja- þjófamir sitji á strák sínum. Við hreiðrin hefur verið komið upp spjöld- um með vamaðarorðum um að egg og ungar séu löðrandi í efni sem auðvelt er að rekja og ekki er hægt að þvo af. Þar að auki verður gæsla aukin við hreiðurstæði þeirra fugla sem eru í hvað hæstu verði. Ragnarök nálgast Klukkan sem mælir tímann til heim- sendis færist nú nær miönætti vegna hryöjuverka og vígbúnaöar. kjamorkuveldi. Næstsíðast þegar klukkan var færð fram var 1998, þegar þessi riki gerðu tilaunir með eldflaugar og kjarnorkuvopn. Stjómarformaður nefnds tímarits segir að réttara hefði verið að færa heimsendaklukkuna fram þegar árásin var gerð á tvítumana í New York 11. september á síðasta ári. Þá hefðu menn átt að ramska og sjá að stórtækir hermdarverkahópar mundu einskis svífast til að komast yfir kjamorkuvopn og nota þau. Sífelld seinkun á afvopnunar- samningum og ákvörðun BNA um að hafa ABM-samkomulagið að engu, en það kveður á um takmörk- un vama gegn flugskeytaárásum, aukin hryðjuverkastarfsemi, spenna milli Indlands og Pakistans og sívíkkandi gjá milli rikra og fá- tækra auka hættuna á átökum þar sem atómvopn verða notuð. Af 34 þúsund atómvopnum sem til voru 1998 hefur aðeins 3 þúsund verið eytt. Þúsundir eldflaugna, sem eru búnar kjarnaoddum, eru í skot- stöðu og er hægt að skjóta þeim upp með örfárra mínútna fyrirvara. Mjög eru á reiki upplýsingar um kjarnorkuherafla BNA og Rúss- lands og hve vandlega vopnanna er gætt. Næst komst dómsdagsklukkan ragnarökum 1953 og voru þá +2. mínútur til miðnættis. Þá prófuðu risaveldin öflugustu sprengjur se’m þá voru til. Lengst frá ragnarökum var klukkan 1991, þegar kalda stríð- inu lauk og vonir um friðsamlega sambúð þjóða glæddust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.