Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 22
22
Tilvera
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002
DV
lí f iö
Tangó í Operunni
Cenizas de tango er glæsileg
tangósýning sem kemur beint
frá Argentínu. Alls taka 12
dansarar þátt í sýningunni sem
þykir í alla staði glæsileg. Sýnt
verður í kvöld í íslensku
ópenmni kl. 20.30 en
uppákoman er liður í Listahátíð
sem stendur nú sem hæst.
•Tónleikar
■ F.ll.C.K. NATO rokkhátíð í Tiarnarbiöi
Nokkrar rokkhljómsveitir í haröari kantinum
hafa tekiö sig saman um að mótmæla
fundahaldi NATO hérlendis með tónleikum í
Tjarnarbíói. í kvöld koma fram Lack of
Trust, Down to Earth, I Adapt, Elexír,
Changer, Fídel og Forgaröur helvítis. Tón-
leikarnir standa frá 19-23 og kostar 500
krónur inn. 16 ára aldurstakmark.
■ ísland Úr NATÓ
Á Gauknum f kvöld veröa tónleikar meö yfir-
f skriftinni „ísland úr NATÓ“ og eins og gefur
að skilja eru þeir á vegum herstöövaand-
stæöinga. Fram munu koma XXX
Rottweilerhundar, 200.000 Naglbítar, Tvö
dónaleg haust, Heiöa og heiöingjarnlr auk
fjölda annarra hljómsveita. Húsið opnar kl.
21 og verður rokkaö gegn NATÓ eitthvaö
fram eftir kvöldi.
• Listir
■ Leikrit í strætóskýli
Kl. 17.05 veröur flutt örleikverkið Aldur og
ævi f strætóskýlinu á horni Lækjargötu og
Bókhlööustfgs. Verkið er eftir Ragnheiði
Gestsdóttur og Guðlaug Valgarösson.
■ Glæsileg tangósvning
, Cenizas de tango er glæsileg tangósýning,
beint frá Argentínu. Tólf dansarar taka þátt
f sýningunni en þeir skipa danshópinn El
Escote. Sýnt veröur I islensku óperunni i
kvöld kl. 20.30.
• Fundir
■ Klæónaöur og búnaöur á fiðUMrn,
Kl. 20 á skrifstofu Útivistar, Laugavegi
178, veröur farið yfir það hvernig skuli
klæöa sig á fjöllum og búnað sem nauösyn-
legt er aö hafa meö sér f feröir. Fyrirlestur-
inn stendur i ca 2-3 klst. Öllum er heimill
ókeypls aögangur. Umsjón meö
herlegheitunum hefur Hallgrímur Kristins-
son
^ • Klassik
■ Bandarískir slagarar
Kvintett málmblásara flytur bandariska
slagara og söngleikjatónlist í Ráöhúsi
Reykjavfkur kl. 12.30. Þar ættu allir aö geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
■ Kammermúsik
Kl. 20 f kvöld verður Kammersveit Reykja-
víkur meö stórtónleika f Ustasafni Reykja-
vikur. Margs konar verk munu þar verða
flutt í bland við þekktari slagara en
miöaverð er 2500 krónur.
■ Vortónleikpr Karlakórs Reykjayjkur
I kvöld heldur Karlakór Reykjavíkur
vortónleika f tóniistarhúsinu Ými. Á
efniskránni eru fslensk og erlend lög, bæði
ný og gömul, f bland viö þekktari
óperukórverk. Miðasala hefst klukkustund
fyrir tónleikana á tónleikastaönum. Allar
nánari upplýsingar er hægt aö nálgast á
vefsvæðinu www.kkor.is/ymir.html. eöa í
sfma Karlakórsins.
Sýning listadeildar FB í Gerðubergi:
Hús fyrir gíraffa og
blokk úr eggjabökkum
Málverk, skúlptúrar, ljósmyndir,
grafik, módelteikningar og arki-
tektúr. Allt blasir þetta við í sölurn
og á göngum Gerðubergs þessa dag-
ana þar sem efnilegir útskriftar-
nemendur Fjölbrautaskólans í
Breiðholti bjóða til sýningar. „Það
er gríðarleg orka i nemendum deild-
arinnar, bæði í dagskólanum og
kvöldskólanum," segir Elín Þóra
Rafnsdóttir kennari sem stýrir
deildinni. Hún segir um þrjátíu
nemendur útskrifast þetta árið og
aðsókn mikla, eins og verið hafi frá
upphafi. „Það komast alltaf færri að
en vilja,“ segir hún, „og það á bæði
við um dagskólann og kvöldskól-
ann.“ Elín segir nemendur fara víða
eftir veru sína í deildinni, flestir
stefni á áframhaldandi listnám,
hönnun, arkitektúr eða aðrar grein-
ar.
Norræna húsiö á eldspýtu-
stokk
Listadeildin hefur veriö við lýði
frá upphafi skólans en er alltaf að
stækka og eflast. Nýlega var til
dæmis sett þar upp ljósmyndadeild
og það nýjasta er undirbúningsdeild
fyrir arkitektúr sem Helgi Gíslason
myndlistarmaður er kennari við.
Við Elín stöndum einmitt innan um
sýningargripi úr þeirri deild þegar
viðtalið hefst. Þar eru módel af bæði
byggingum og húsgögnum sem
gleðja augað og greinilega mikil
vinna búin að eiga sér stað áður en
hlutirnir hafa tekið á sig þau form
sem við blasa. Þama er meðal ann-
ars sýningarhús fyrir gíraffa og
blokk sem gerð er úr eggjabökkum.
Hugsunin bak við hana er sú að
hægt sé að bæta við einingum, eftir
þörfum, að sögn Elínar. Margs kon-
DV-MYNDIR HARI
Deildarstjóri myndlistadeildar
Elín Þóra Rafnsdóttir, myndlistarkennari í FB, viö eina af myndum Magn-
úsar Birkis Skarphéöinssonar á sýningunni.
virkjum. „Þegar Alvar Alto teiknaði
Norræna húsið gerði hann fyrstu
frumskissuna á eldspýtnastokk og
sá fyrir sér Bláfjöllin. Það var upp-
hafið,“ segir Elín. Nú gefst þeim
sem vilja leggja fyrir sig arkitektúr
í fyrsta sinn kostur á að nema þau
fræði hér á landi þar sem arkitekta-
deild verður hleypt af stokkunum í
haust við Listaháskólann.
Títuprjónalist
„Stór hluti af náminu í listadeild
FB er módelteikning. Þar er mikil
fjölbreytni í gangi og áhersla lögð á
skissuvinnuna," segir Elin þar sem
við göngum um sali Gerðubergs og
bætir við að mannslíkaminn sé
sígilt viðfangsefni en aðferðir við að
fanga hann á pappír breytist stöðugt
og eigi það bæði við mn módel og
anatómíuteikningar. Hún segir líka
mikið unnið með birtu og rými og
sýnir skuggamyndir á vegg sem
lýsa þeim æfingum. Þar blasa líka
við myndir af íburðarmiklum fatn-
aði sem saumaður hefur verið við
búningadeild skólans. Afrakstur
ljósmyndaranna er til sýnis á öðru
tjaldi. Við erum staddar í setustof-
unni og þar hanga líka nokkur
myndverk, meðal annarra eitt sem
byggist að nokkru á títuprjónum.
Elín tekur fram að lærður klæð-
skeri eigi það. Greinilega með næmt
auga fyrir því sem í kringum hann
er. Á göngum neðstu hæðar eru
nokkur stór málverk eftir nemend-
ur úr málverkadeild. Einnig skissur
og skúlptúrar og öll ber sýningin
vott um hugmyndaauðgi og kraft.
-Gun.
ar form geta komið að notum síðar
meir og smæstu hlutir orðið að stór-
Skúlptúr
Verk eftir Kristínu Vilborgu Þóröardóttur.
Títuprjónar mynda mynstrið
Verk eftir Hildi Ásmundsdóttur.
Maður lifandi
Heimasigur Don Kíkóta
Koibrún
Bergþórsdóttir
skrífar.
Skáldsagan Don Kíkóti var
nýlega valin besta skáldverk
heims i könnun meðal 100 rit-
höfunda frá rúmlega fimmtiu
löndum. Þessi úrslit vöktu
mikinn fógnuð á mínu heimili
og í því sambandi má reyndar
tala um heimasigur. Við Don
Kíkóti erum nefnilega í sam-
búð. Hann er reyndar bara
stytta uppi í hillu (besta jóla-
gjöf sem ég hef fengið) meðan
ég er af holdi og blóði en þessi
munur skyggir ekki á sam-
skiptin. Don veit að hans stað-
ur er uppi í hillu og þar stend-
ur hann, 31 sentímetri, með
skjöld og prik og brjálæðisleg-
an glampa i augum, reiðubú-
inn að verja heimilið. Ekki
langt frá honum er Sókrates,
33 sentímetrar, og eina vopn hans er
afar gáfulegt augnatillit sem hefur
ekki fleygt honum langt í vinsælda-
kosningu. Síðan Don var kosinn
bestur í heimi hefur staða hans á
heimilinu styrkst mjög og hann er
vandlega dustaður á hverjum laug-
ardegi svo ekki falli ryk á titilinn.
Nú ætla ég ekki að svíkja minn
mann enda erum við mjög kát sam-
an þessa dagana. Það eru bara hin
sætin, þessi 99, sem deila má um.
Um niðurstöðu þessarar könnunar
má nefnilega segja eins og um ís-
lensku bókmenntaverðlaunin að
vinningsbókin er vissulega góð en
ýmsar tilnefningar hljóta að teljast
vafasamar og nokkurra bóka er sár-
lega saknað.
Ýmislegt bendir til að stór hluti
höfundanna sé ekki læs á
enska tungu, en það hlýtur
að vera eina skýringin á því
að Lísa í Undralandi,
skemmtilegasta bók í heimi,
lenti ekki á listanum. Þeir
sem hafa lesið hana á frum-
málinu vita að hún er óþýð-
anleg þótt margir hafi gert
atlögur að henni. Eða
kannski er bara of mikið af
leiðindaskjóöum í þessum
rithöfundahópi. Dálæti
þeirra á Beckett gefur vís-
bendingu í þá átt. Dickens á
bara eina bók á listanum,
Glæstar vonir, og David
Copperfield og Oliver Twist
komast ekki á lista. Senni-
lega of skemmtilegar.
Af hverju er Biblian ekki
á þessum lista? æpti ég þegar ég sá
listann og gáfukonan í næsta bás
muldraði þreytulega: „Biblían er
ekki skáldverk.“ Mér er illa við að
hafa á röngu að standa en ákvað að
gefa eftir í því máli. Nokkrum dög-
um seinna sá ég að Jobsbók er á list-
anum. Skil ekki af hverju hún er
eina bók Biblíunnar sem er flokkuð
sem skáldverk og kemst á listann.
„Nú ætla ég ekki að
svíkja minn mann enda
erum við mjög kát sam-
an þessa dagana. Það eru
bara hin sœtin, þessi 99,
sem deila má um. Um
niðurstöðu þessarar
könnunar má nefnilega
segja eins og um íslensku
bókmenntaverðlaunin, að
vinningsbókin er vissu-
lega góð en ýmsar til-
nefningar hljóta að telj-
ast vafasamar og nokk-
urra bóka er sárlega
saknað. “
Biblían er náttúrlega mesta bók-
menntaverk allra tíma þótt vissu-
lega megi deila um það hvort hún
teljist skáldverk. Og með þeim orð-
um er ég búin að svíkja Don minn
og set því punkt.