Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 32
'Jf am ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 Allianz (m) - Loforð er loforð Kristlnn H. Gunnarsson. óeðlilegur," sagði Kristinn í morg- un þegar DV náði sambandi við hann í útlöndum. Bréfið er skv. heimildum DV dagsett 22. apríl sl. þannig að rúmar þrjár vik- ur eru liðnar frá ritun þess. Krist- inn segist verða að íhuga stöðuna áður en hann gefi stórar yfirlýsing- ar en bendir á að einn þeirra fimm sem hafi ritað undir bréfið hafi ekki getað haft upplýsingar um sakarefn- in nema frá öðrum og það sé ekki trúverðugt. „Þetta er ekki eðlilegur framgangsmáti máls og það er deg- inum ljósara að það er komið aftan að mér. Menn vinna ekki svona ef þeir ætla að vera heiðarlegir í sam- skiptum," segir Kristinn. Samskipti Theodórs Bjamasonar, forstjóra Byggðastofnunar, og Krist- ins hafa verið stirð um skeið og er ekki langt síðan Theodór gekk út miðjum stjómarfundi. Þá tók hann með sér ýmis fundargögn að sögn Kristins sem torveldaði þeim sem eftir sátu að vinna. „Við gátum ekki afgreitt allt sem til stóð vegna þess að forstjórinn fór burt með ýmis DV-MYND GVA Það tókst! Grétar Þorsteinsson, forseti ASl, og Gylfi Arnbjörnsson framkvæmda- stjóri rýna glaöbeittir í frétt Hagstofunnar í morgun. Rauða strikið hélt: Búist við vaxta- lækkun í vikunni í nýlegu ársfjórðungsriti Seðla- banka Islands kom fram að ef allri óvissu yrði eytt um hvort gildandi kjarasamningar héldu myndi bankinn að öllum líkindum lækka vexti skjótt í kjölfarið. Eftir að Hagstofan birti verðbólgutölur i morgun er ljóst að óvissu um kjarasamninga hefur verið eytt. Greiningadeild Búnaðarbankans túlkar yfirlýsingu Seðlabankans á þann veg, að vextir verði lækkað- ir strax í þessari viku. Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir að líkumar á að verðbólga fari inn fyrir þolmörk bankans í haust hafi aukist enn frekar við nýjustu fréttir. „Að sama skapi eru enn meiri líkur á að verðbólgan náist i 2,5% á næsta ári. Seðlabankinn hefur sagt að vextir muni að öll- um líkindum lækka skjótt i kjöl- far svona niðurstöðu og það hefur ekkert breyst,“ segir Már. Verðbólgutölur dagsins fela einnig í sér að breytingar, sem voru hluti af samkomulagi ASÍ og SA um rauða strikið og háðar því að markmið þess næðu fram að ganga, koma til framkvæmda. í fyrsta lagi er um það að ræða, að frá og með 1. júlí greiða vinnu- veitendur 1% framlag í séreigna- sjóð launamanns án framlags af hans hálfu. Þetta gildir þó ekki til hækkunar á 2% mótframlagi vinnuveitenda gegn 2% viðbótar- spamaði launamanns sem kom til framkvæmda um síðustu éiramót skv. samningum. í ööru lagi verð- ur almenn launahækkun um næstu áramót 0,4% hærri en ella. I tengslum við samkomulag ASÍ og SA í desember lýsti ríkisstjórn- in því enn fremur yfir, að gengju verðlagsmarkmiðin eftir myndi hún beita sér fyrir lækkun trygg- ingagjalds úr 6% í 5,73% á næsta ári. -ÓTG anríkisráðherrar NATO með utanrikisráðherra Rússlands, Igor Ivanov, þar sem semja á um stofnun sameiginlegs ráðs Rússa og NATO- rikja. Mál manna er að slíkt ráð muni vera mik- il tímamót í samskiptum Rússa og Bandaríkj- anna. Eftir það verður svo sameiginlegur utan- ríkisráðherrafundur NATO og Evrópusam- bandsins. Á morgun fundar svo Evró-Atlants- hafsráðið í íþróttahúsi Hagaskóla og síðdegis DV-MYND PJETUR Powell kemur til NATO-fundarlns Utanríkisráðherrafundur NATO hófst í Reykjavík í morgun. Hér sést Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, koma til fundarins ásamt fylgdarliði. 46 utanríkisráðherrar hittust í morgun / NATO-fundurinn hófst kl. 8.30 i morgun í Há- skólabíói en ráðherramir 46 sem munu sitja fundinn komu til landsins í gær. I þessum hópi eru utanríkisráðherrar allra 19 aðildarríkjanna auk 27 samstarfsrikja. Fundurinn hófst á því að Robertson lávarður og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fluttu ávörp og hófu þannig vorfund utanríkisráð- herra NATO-ríkja. Síðdegis i dag funda svo ut- fundar svo samstarfsnefnd NATO og Úkraínu. Eins og fram kemur í blaðinu í dag verðurj töluverð röskun á umferð í kringum fundar- svæðið og þurfa krakkar í Melaskóla og Haga- skóla m.a. að ganga aðra leið í skólann en| venjulega. Þá þurfa þijár strætisvagnaleiðir að ’ leggja lykkju á leið sína. HIÍ Forstjóri Byggðastofnunar óánægður með launin sín að sögn stjórnarformanns: / Komið aftan að mer / - segir stjórnarformaður, Kristinn H. Gunnarsson, vegna bréfs starfsmanna Kristinn H. Gunnarsson, stjómar- formaður Byggðastofnunar, segir vegna bréfs sem nokkrir starfsmenn Byggðastofnunar rituðu forstjóra stofnunarinnar, að andmælaréttur sinn hafi verið þverbrotinn. I bréf- inu eru störf Kristins gagnrýnd en hann segist fyrst hafa frétt af því eftir að málið komst í fjölmiðla. „Mér hefur ekki verið kunnugt um þetta bréf en ef ég hef fengið réttar upplýsingar um innihald þess þá er ég borinn þungum sökum. Þeir sem em bomir sökum eiga að fá pata af því þannig að þeir geti svarað fyrir sig þannig að mér finnst þessi framgangsmáti mjög / gögn. Það fmnst mér alvarlegt mál. Svona eiga menn ekki að gera.“ En hyggur Kristinn að forstjórinn J sé á förum? „Hann lét að því liggja á stjómar- . fundi í vetur að hann ætlaði aðl ihuga sína framtíð hjá stofnuninni í ljósi niðurstöðu kjaranefndar um launakjör. Hann var mjög ósátturj við sín kjör en ég hef lagt áherslu á' að hann gefi skýr svör um framtíð sína hjá stofnuninni en þau hafaj enn ekki borist.“ DV reyndi árangurslaust að ná tali af forstjóra Byggðastofnunar í morgun. -BÞ j / / í / Viðbúnaður, vélmenni og varúðarráðstafanir vegna Nato: Ferðataska sprengd upp í Öskjuhlíð - sængurföt og fatnaður var innihaldið - grunsamlegar mannaferðir Blá ferðataska, sem fannst á flugvallarsvæðinu nálægt Hótel Loftleiðum, var sprengd upp í Öskjuhlíð í gærkvöld. Lögregla og sérfræðingar Landhelgisgæslunn- ar vom að verki en þama var ver- ið að kanna innihald töskunnar. Reyndist það vera fatnaður og sængurfot. Mikil öryggisgæsla er við hótel- ið, flugvöllinn og víðar í borginni vegna NATO-fundarins. I gær- kvöld sást til grunsamlegra mannaferða, fólks í bíl, þar sem taskan fannst, við aðkeyrsluna á móts við byggingu Flugmálastjórn- ar íslands við flugvöllinn. Bílnum var ekið á brott frá staðnum þar sem taskan lá. Lögreglan kallaði til sprengjusérfræðinga sem fóru með töskuna upp í Öskjuhlíö. Þar var hún sprengd upp til að opna hana. Við þessar aðgerðir var tekið fram eins konar vélmenni sem gjarnan er notað þegar hliðstæö atvik eiga sér staö. Ekkert hættulegt eða gmnsamlegt reyndist vera í tösk- unni. Að sögn ríkislögreglustjóraemb- ættisins er taskan nú í vörslu Lög- reglunnar í Reykjavík vilji eigand- inn vitja hennar. Hún er að vísu skemmd eftir sprenginguna. Ekki hefur verið útilokaö að taska þessi hafi hreinlega fallið úr bíl en þó er eitt víst að það liggur ekki fyrir hvers vegna hún lá á framan- greindum stað eða hvort það var óviðkomandi fólk sem sást í biln- um skömmu áður en hún var tek- in. -Ótt Utafakstur í hálku Bifreið lenti utan vegar i gær í hálku á Siglufjarðarvegi við Graf-j ará. Bíllinn er mikið skemmdur og | bílstjórinn kvartaði undan eymsl- um i baki. -GG . / í / / / f ER KIDDI l&OSSINN? FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ FRÉTTASKOTIÐ SlMINN semaldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.