Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002___________________________________________________________ X>V Fréttir Takmarkanir á umferð vegna NATO-fundar gengnar í gildi: Skert aðkoma að Mela skóla og Hagaskóla - strætisvagnar á þremur leiðum leggja lykkju á leið sína Fundarsvœði NATO-fundarins I J 9 Melaskóli: Aðkoma fyrir skólabörn fró Furumel og Hagamel. /////// | íþróttahús Hagaskóla: Fundir EAPC, samróðshóps Evrópusambandsins og NATO, og fundur með Úkraínumönnum. ■ / m /- Hagaskóli: Aðkoma fyrir skólabörn úr suðri um Fornhaga og Dunhaga. . CiinHur klnrA Hótel Saga: "Skrifstofuaðstaða og ndir fastanefnda Atlantshafsbandalagsins. a': Wmœm; v\\ V\V I Tœknigarður: Fjölmiðlasetur fundarins. m Hóskólabíó: Fundur Norður-Atlantshafs róðsins og fundir NATO með Rússlandi og Evrópusambandinu. / ; - t Umferöartakmarkanir á NATO-fundi Hér má sjá hvaöa götur eru lokaöar meöan á NATO-fundi stendur. Rauöa línan afmarkar þaö öryggissvæöi sem aögangur veröur bannaður um meöan á fundi stendur. Þetta ástand mun vara fram á fimmtudag. Umferðartakmarkanir vegna NATO-fundar hafa nú tekið gildi. Strengd hefur verið girðing um fund- arsvæðið og þar verður öll óviðkom- andi umferð bönnuð meðan á fundin- um stendur. Þetta mun hafa nokkur áhrif á aðkomu að skólunum sem eru nálægt þessu svæði, þó meiri í Mela- skóla en Hagaskóla. Ef byrjað er á Hagaskóla þá verður ekki hægt að komast að honum írá Hagatorgi en hægt verður að komast að skólanum á bíl bæði frá Fornhaga og Dunhaga. Hins vegar er ekki hægt að komast þaðan á Hagatorg heldur verður að snúa bUunum við þar og fara sömu leið tU baka. Áhrifm verða kannski aðeins meiri á þá sem taka strætó í skólann, en strætisvagnarnir þurfa nú að fara aðra leið en venju- lega. Hvað Melaskóla varðar þá verður Neshaginn lokaður við Furumel sem þýðir að ekki verður hægt að keyra fram hjá skólanum í gegnum Neshag- ann. Hins vegar verður hægt að kom- ast að skólanum bæði um Furumel og Hagamel. Þijár strætisvagnaleiðir liggja al- mennt um Hagatorg en þar munu vagnamir þurfa að leggja lykkju á leið sma. Þannig þarf leið 4 að aka Hjarðarhaga frá Neshaga að Dunhaga á leiðinni að Ægisíðu en heldur óbreyttri leið að öðru leyti. Leið 5 mun keyra Suðurgötuna að Skeljanesi báðar leiðir og leið 6 mun keyra Suð- urgötu, Hjarðarhaga og Neshaga frá Öldugranda og fara síðan sömu leið- ina að Öldugranda. Komið verður upp bráðabirgðabiðstöðvum fyrir leið 5 fyrir framan íþróttahús Háskólans og auk þess mun leið 6 stoppa á Hjarðar- haga, rétt við Dunhaga, á sama stað og leið 5 stoppar venjulega. Hvað varðar fundarsvæðið sjálft þá hefur verið strengd girðing í kringum þá staði þar sem fundurinn er haldinn og þar verður óviðkomandi umferð al- gjörlega bönnuð. Lögreglumenn og ör- yggisverðir munu gæta þessa svæðis tryggilega, auk þess sem öryggisgæsla verður einnig á fundarstöðunum. Smáatriði, tengd öryggisgæslunni, fást hins vegar ekki gefln upp. -HI Selfoss: 67 kærðir fyrir hraðakstur AUs voru 67 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í Árnessýslu í síð- ustu viku sem er óvenju mikið. Mik- ill meirihluti þeirra var nappaður á sérstakri hraðamyndavél sem menn frá Ríkislögreglustjóra komu fyrir á Hellisheiði. Slíkar myndavélar hafa tíðkast um nokkurra ára skeið og hafa þær verið notaðar víða um land. Lögreglan á Selfossi var hin ánægðasta og sagði einn lögreglu- maðurinn að þetta hefði „svínvirk- að“. Má eiga von á því að þessar hraðamyndavélar verði settar upp víða í sumar. -HI Hafnarfjörður: Hirtu allt úr peningaskápnum Brotist var inn í verslun 10-11 í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnar- firði í fyrrinótt og þaðan stolið töluverðu fé sem geymt var í peninga- skáp. Þjófurinn eða þjófamir brutu upp hurð baka til í verslunarmiðstöð- inni og komust þannig inn í búðina. Þeir opnuðu síðan peningaskáp sem var læstur, án þess að brjóta hann upp, og hirtu allt úr honum. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði voru bæði kreditkortanótur, ávísanir og peningar í skápnum. Fjárhæöin sem þjófarnir náðu er töluverö þó að ekki sé um að ræða einhverjar millj- ónir eins og talið var í fyrstu. Eftir- litsmyndavélar voru í versluninni og er lögreglan að kanna hvort þær hafi fangað eitthvað sem bendi til þess hver eða hverjir voru að verki. -HI ísland vinur fískanna DVIvlYND HARI Andstaöa viö NATO tjáö í tréskuröi Siguröur Sigurösson meö verkið sem hann skar út í tilefni NATO-fundarins. Verkiö er gert eftir teikningu sem Siguröur gerði fyrir 53 árum. Örninn hremmir Island og rífur í sig hjarta þess Sigurður Sigurðsson, sem er bú- settur í Hafnarfirði, hefur tekið sig til og gert nýtt tréskurðarverk sem reyndar er byggt á gamalli hugmynd. Verkið kallast „30. dagur þriðja mán- aðar“ og vísar til þessa dags 1949, þegar íslendingar gengu formlega í NATO. Það er óhætt að segja aö þetta verk sé áhrifaríkt. Það sýnir stóran örn læsa klónum í hjarta sem er ofan á korti af íslandi eða, eins og Sigurður orðar það sjálfur: „[öminn] hremmfr fsland og rífur í sig hjarta þess.“ Örn- inn er tákn fyrir Bandaríkin og hjart- að er að sjálfsögðu hjarta landsins. Þessi mynd var upphaflega teiknuð 30. mars 1949, en i tilefni NATO-fund- arins ákvað Sigurður að skera mynd- ina út í tré. „Ég held að ekki sé hægt að deila um það að þetta sé sterkt verk, burtséð frá því hvort menn séu svo sammála boðskapnum eða ekki,“ segir hann. Sigurður var einn þeirra sem vora á Austurvelli þegar öll lætin urðu í kjölfar inngöngu íslands í NATO og varð þessi mynd til um svipað leyti. „Við upplifðum þessa tíma mjög sterkt. Það kom líka í ljós í könnun að meirihluti fslendinga var á móti inngöngu í NATO á þessum tíma, þó að svo sé kannski ekki nú.“ Sigurður hefúr gert töluvert að því í fristundum að skera út myndir. „Sumir skrifa eða tala til að tjá af- stöðu sína. Ég sker út mína afstöðu," segir Sigurður að lokum. -HI Samtök átta ríkja sem kalla sig „Friends of the fish“ (vinir fiskanna) hafa sent Aljþóða viðskiptastofnun- inni bréf þar sem hvatt er til að ríkis- styrkir í sjávarútvegi verði afnumdir. Samkvæmt frétt á vefnum Inter- Seafood er ísland eitt af þessum átta ríkjum en hin rikin em Ekvador, Ástralía, Chile, Nýja-Sjáland, Perú, Filippseyjar og Bandarikin. f yfirlýsingu samtakanna kemur fram að ríkisstyrkur stuðli að ofveiði og þar að auki sé hann til þess fallinn að taka fisk frá þjóðum sem ekki styrkja sjávarútveginn. -HI ;Gítarinn ehf.l „ Stórhöfda 27 kal¥tt"'af sfnil 552-2125 og 895-9376 ☆I Bassi, mafl£»rl> ÓL 09 *"ora- www.gitarinn.is . ______ gitapinn@gitarinn.is ÞQKKUM FRABÆRAR VIÐTOKUR Örfáar vélar eftir úr fyrstu sendingu niritendo.is ...allt um GAMECUBE Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.